Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.12.1980, Qupperneq 13

Dagblaðið - 13.12.1980, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1980. Aðstandendur Ku Klux Klan-manna fagna niðurstöðum hins „hvita” kviðdóms i Greensboro-málinu. að um ásetningsmorð hefði verið að ræða voru ekki kölluð fyrir. Allir kviðdómendurnir voru hvítir í máli sem þó augljóslega snerist um kyn- þáttahatur. Talsmenn hinnar nýju bar- áttuhreyfingar gegn Ku Klux Klan segja að atburðirnir, sem greint var frá hér að ofan eins og þeir sjá þá, séu aðeins nokkur dæmi af fjöl- mörgum sem sýni að um samvinnu sé að ræða á milli rikiskerfisins og Ku Klux Klan-hreyfingarinnar og annarrra nasistiskra hryðjuverka- samtaka. Kosning Reagans í embætti forseta og hin nýja hægrisveifla í bandarísk- um stjórnmálum séu dæmi um hættulega þróun hins bandaríska samfélags. Þessi þróun hafi leitt til þess að hreyfingar er byggja á kyn- þáttahatri hafi fært út kvíarnar og starfi fyrir opnum tjöldum. í haust stóð Ku Klux Klan- hreyfingin fyrir tveggja mánaða langri baráttu í Kaliforníu í þeim tilgangi að laða að nýja félaga. Bill Wilkerson nokkur stjórnaði þessari baráttu og á lokasamkomunni í bænum Fresco þakkaði hann fjöl- miðlum fyrir jákvæða og ítarlega umfjöllun um útbreiðslubaráttu Ku Klux Klan-hreyfingarinnar. Hann sagði þetta í sömu andrá og hann lagði áherzlu á nauðsyn ofbeldis gegn svertingjum og öðrum óæðri kyn- þáttum. Blaðið Advocate I Fresco, sem er i eigu svertingja, var þó ekki jákvætt í umsögn sinni um útbreiðsluherferð Ku Klux Klan. Blaðið skrifaði meðal annars: „Það er kominn tími til að íbúar þessa lands hætti að styðja sig við stjórnarskrána er þeir eiga í höggi við Ku Klux Klan sem hryðjuverka- samtök þar sem öll meðul helga tilganginn. Hún hefur það að yfir- lýstu markmiði að fremja þjóðar- morð á svertingjum, gyðingum, sígaunum og öðrum „óhreinum kynþáttum”. Hvernig getur stjórnar- skráin leyft hreyfingar eins og Ku Klux Klan um leið og tryggja á rétt þeirra sem öfgasamtök þessi hafa að skotspæni?” Mikil mótmæli urðu í kjölfar sýknunar Ku Klux Klan-mannanna af Greensboro-morðunum. í Greens- boro sjálfri var farin stór mótmæla- ganga með stúdenta við háskóla staðarins í broddi fylkingar. Fjöldi svertingja tók þátt t göngunni, ýmsir þeirra, sem áður höfðu lýst sig and- snúna mótmælagöngum. Á árinu sem er að Iíða hafa verið haldnir margir fundir og mótmæla- göngur verið farnar gegn Ku Klux Klan-hreyfingunni. Einn af stærri slíkum fundum var haldinn i iðnaðar- borginni Pittsburgh fyrir skömmu. Allt hið fræga fótboltalið Pittsburgh Steelers tók þátt í fundinum, svo og fulltrúar fjölmargra stéttarfélaga og kirkna ásamt sérstökum talsmönnum svertingja. Ætlunin er nú að reyna að sam- ræma baráttuna gegn Ku Klux Klan og skipuleggja hana um öll Banda- rikin og verður ársfundur þessara samtaka haldinn í Washington 31. janúar næstkomandi. Þar verður reynt að varpa ljósi á tengsl stjórn- valda við hreyfinguna og þess verður krafizt að fram fari opinber rannsókn á starfsemi hennar. \ r veikum grunni 13 Þær umræður sem fram hafa farið um mál Frakkans Patricks Gervasoni hafa vart farið fram hjá nokkrum manni, en sum blaðaskrif undanfar- inna daga hafa lýst þvílíkum fordóm- um og fáfræði að ég undirritaður get jekki stillt mig um að leggja orð í belg. í þessum efnum er óhjákvæmilegt ^annað en að taka mið af alþjóða- isamningi um stöðu flóttamanna frá 1951, sem íslendingar gerðust aðilar að 1955, ásamt þeim breytingum sem gerðar voru á samningnum 1967 og íslendingar skrifuðu undir ári síðar. Það eru áberandi röksemdir dóms- málaráðuneytisins að liðhlaupar og þeir sem neiti að gegna herkvaðningu geti ekki talist pólitískir flóttamenn. En í fyrstu grein áðurnefnds samn- ings er skýrt kveðið á um að þeir sem flýja heimaland sitt af ótta við að öryggi þeirra sé stefnt í hættu, meðal annars vegna stjórnmálaskoðana eða aðildar að félagsmálahópi, skuli telj- ast pólitískir flóttamenn. Á Vestur- löndum er fyrir löngu komið for- dæmi fyrir því að veita liðhlaupum pólitískt hæli á ofangreindum for- sendum enda hefur Alþjóðaflótta- mannastofnunin talið þá liðhlaupa til pólitískra flóttamanna sem hlaupist hafa undan merkjum og tengsl hafa verið milli þess og ótvíræðrar stjórn- málaskoðunar. Einnig hefur því mjög verið hampað að Gervasoni hafi hlotið refsidóma fyrir borgara- legum dómstólum í Frakklandi og þvi geti andstaða hans við frönsk yfir- völd tæplega verið af pólitískum toga spunnin. Þessa dóma hlaut Gerva- soni vegna þátttöku í mótmælaað- gerðum gegn frönsku herkvaðningar- lögunum en opinber umræða um þau, hvað þá mótmæli gegn þeim, er bönnuð! Slíkt er i hróplegu ósam- ræmi við íslenska réttarvitund því þótt við teljum bæði rétt og eðlilegt að hlýða borgaralegum lögum þá séu það grundvallarmannréttindi að fá að mótmæla þeim lögum sem maður telur óréttlát. Það verður því vart annað séð en að barátta Gervasonis við borgaraleg yfirvöld hafi verið pólitísks eðlis. Það sakar heldur ekki Kjallarinn Ingétfur Hdgason að geta þess að hann hefur afplánað þessa dóma, auk þess sem borgaraleg yfirvöld frömdu á honum það níð- ingsverk að framselja hann hernaðar- yfirvöldum aðafplánun lokinni. Þá hefur því einnig verið beitt gegn málstað Gervasonis að hann hafi komið til íslands með fölsuð skilríki og þar með á ólöglegan hátt. En svo ég haldi mig enn við áðurgreindan samning þá tiltekur þrítugasta og fyrsta grein hans að það megi ekki hafa áhrif á ákvörðun um veitingu hælis á hvern hátt flóttamaður er kominn til landsins, enda komi hann beint frá landi þar sem lífi hans eða frelsi er ógnað. En ef hann brýtur landslög við komuna má refsa honum fyrir það sérstaklega en um það mál verður að fjalla óháð beiðni hans um hæli. Dæmi um slíka máls- meðferð er frá Svíþjóð og ekki eldra en siðan í fyrra. Hjónum frá Suður- Ameríku, sem komu ólöglega inn í landið, var veitt þar hæli sem póli- tískum flóttamönnum en fengu á sig refsidóm fyrir brot á landslögum. Afstaða Dana Sú ætlun dómsmálaráðuneytisins / £ „Á Vesturlöndum er fyrir löngu komið fordæmi fyrir því að veita liðhlaupum pólitískt hæli á ofangreindum forsendum ...” að senda Gervasoni til Danmerkur er réttlætt með því að þaðan hafi hann jú komið og ólíklegt sé að honum verði vísað þaðan til Frakklands. Það er forvitnilegt að skoða á hvern hátt ráðuneytið styður þessa ályktun sina. Það er ljóst þeim sem með þessu máli hafa fylgst að hún er eingöngu byggð á óstaðfestum ummæltm danskra embættismanna. Það er jafnljóst að einu ótvíræðu svörin sem komið hafa frá Dönum benda i gagnstæða átt. Þar má fyrst nefna að Gervasoni hefur í fórum sínum tvö bréf frá dönskum yfirvöldum þar sem hann er lýstur óæskilegur á danskri grund. Auk þess ættu ummæli danska þing- mannsins Bernhards Baunsgaard að taka af öll tvímæli en hann segir að „Der er desværre ingen tvivl om at PaTrick Gervasoni vil blive udvist fra Danmark, hvis Islands myndigheder udviser ham hertil.” (Það er þvi miður engum vafa undirorpið að Pat- rick Gervasoni verði visað frá Dan- mörku ef íslensk yfirvöld senda hann hingað). Svo ég snúi aftur að fyrr- greindum alþjóðasamningi, og i framhaldi af fyrri tilvísun til fyrstu greinar hans, þá talar hún um að „koma beint frá landi þar sem lífi þeirra (þ.e. flóttamanna) eða frelsi var ógnað”. Það er engin tilviljun að ekki er talað um „heimaland” í þessu samhengi því að ef flóttamaður kemur frá öðru landi en heimalandi sínu, þar sem búast má við að hann verði sendur til heimalands síns, þá jafngildir það í skilningi þrítugustu og fyrstu greinar, sem áður var vísað til, að hann komi frá landi þar sem lífi hans og frelsi er ógnað. Til að taka af öll tvímæli um gildi þessa samnings skal það tekið fram að ákvæði hans eru á engan hátt í blóra við íslensk lög í þeim sárafáu tilvik- um sem í þeim er minnst á flótta- menn. Vegna þess hlýtur það að liggja í augum uppi að fara beri eftir ákvæðum þessa samningsi ins og um íslensk lög væri að ræða. Af ofangreindu má vera Ijóst að þau rök sem dómsmálaráðuneytið hefur stutt ákvörðun sína með eru vægast sagt á veikum grunni reist. Eigi þegnar þessa lands að halda áfram að bera virðingu fyrir dóms- málayfirvöldum verða þau að byggja ákvarðanir sínar á traustari rökum en þau hafa gert í þessu máli. Ingólfur Helgason sem þjóð ekki í þvílíku efnahagsöng- þveiti uppfyrir haus að furðu sætir meðal annarra þjóða, sem flestar hafa þó sjálfar ærnum vanda að sinna. Við erum ákaflega pössunarsöm gagnvart lögum og rétti, siðferði og sanngirni, þegar þær formúlur ýta ekkert óþægilega við okkur, hverju og einu. Við erum með afbrigðum vitur fyrir aðra en oft æði litblind í eigin sökum. Þessi armi ágalli veldur því að í verkum sinum lætur margur einstaklingurinn oft stjórnast af and- mennskum hvötum, þó hann búi yfir meira magni góðra tilhneiginga hið innra. Ef stjórnvöldum dytti í hug að leita eftir þjóðaratkvæðum um hvort vinna ætti bug á verðbólgunni, þá er nokkuð vitað að úrslitin yrðu mjög á einn veg. Líklega mundu þau birta Kjallarinn Jakob G. Pétursson ^ „Keppst er viö aö ýta þessu máli á undan sér inní glórulausan vítahring vitvana þrætubókarmælgi þar sem stóryröi og per- sónuníð ríöa röftum. Og ekki bæta um hinar verklegu aögeröir svonefndra stuðningsmanna þessa manns ...” álíka einhug með þjóðinni og kom fram í stofnun lýðveldisins, eða að næstum allir lýstu stuðningi sínum við herferð gegn hinni fordæmdu verðbólgu. En hver yrðu svo viðbrögðin ef hin sömu stjómvöld tækju sig til og sendu nokkra postula sína út á meðal fjöldans til að spyrja hvern og einn hinna baráttuglöðu hvað hann vilji af mörkum leggja úr eigin hagsmuna- sjóði til að takast megi að verða við þessum þjóðarvilja? Ætli margur bæöi ekki um að hafa sig afsakaðan, en benti á náunga sinn, þegjandi: Þessi getur fórnað, hann hefur meira en ég. Og þá ekki alltaf skeytt um þó litlu muni. Þegar svona viðhorf virðast ríkjandi í þjóðlífi okkar er varla að vænta mikillar víðsýni eða réttdæmis í málum, sem höfða fremur til hugsjónalegra viðfangsefna. Þjóð sem velur sér þingfulltrúa á nokkurra ára fresti, en afneitar þeim í hjarta sínu á milli kosninga og vinnur þeim margt til óþurftar, kýs svo hina sömu eða þeirra lika aftur við næsta tækifæri og heldur síðan á- fram að ný að þrasa og þumbast við þessa sjálfsmynd sína, verður seint öíðuð viðstjörnviskm Breytt afstaða Svo vikið sé aftur að máli franska flóttamannsins skal því lýst yfir af minni hálfu að einsog nú er komið sýnist mér það ekki lengur öndvegis- atriði hvort Gervasoni fær landvist hér eða ekki. Þeirri breyttu afstöðu veldur tvennt: Annað er að við erum þegar búin að forklúðra svo herfilega þeim þætti þessa máls, sem hefði get- að orðið okkur til framdráttar í markvissri kynningu sem frið- elskandi þjóð. Um þennan marg- umtalaða friðarvilja okkar virðist gilda hliðstætt lögmál og markar raunvilja okkar í verðbólgumálum. Við orð skal una, en forsmá athafnir. Hitt atriðið er það að ég ræð af fréttum, og raunar einnig ummælum Frakkans sjálfs, að honum sé full alvara með að færa fórnir, ef með þarf, til stuðnings baráttu sinni fyrir valfrelsi fólks til að mega neita þátt- töku í hermennsku (manndrápsiðju). Hann hefur þegar hafnað því yfir- klóri og samviskuskýli íslenskra stjórnvalda, að fela millilið að leiða hann síðustu skrefin að dýfiissunni. Vonandi auðnast honum að standa fast á sinu í þessum efnum og á einhvern hátt ýta við svefndrukkinni samvisku hjá sem flestu fólki sem í eðli sínu og innri vitund forsmáir mannhatur og vígamennsku, en lætur ærast í augnablikinu af digur- barkalegu tómagaspri kokhraustra hertrúboða. Við höfum þegar misst af vagninum með að hagnýta okkur þetta málsatvik sem efnivið í lítinn sönnunarvott þess að vj,ð göngum ekki sama tómaganginn og aðrar þjóðir við umfjöllun um friðarmál. Burtrekstrarmenn munu trúlega fagna auðveldum sigri og ráðherra dómsmála njóta þeirra notalegheita að vita sig hafa a.m.k. unnið eitt af- rek í takt við vilja meirihluta þjóðarinnar. Hátíð friðarins fer í hönd og þá verða vonandi öll íslensk afreksverk í þessu máli til enda ráðin. Getur þá hver unað við sitt og glaðst með glöðum, þeir sem þess eiga kost. Vera má að einhverjir búi að svo blauðu baráttugeði í stað garpskaps í hugsun að þeim verði á að leiða hug- ann að útskúfuðum andstæðingi vígamennsku sem húkir i herkví sinni á hátíðlegri stundu og maular mæld- an kost. En íslenskt dánufólk, sem gætir vel laga og réttar og er skilgott á dáðir og drenglyndi, nýtur auðvitað sinna ómæliskrása án svo van- mennskra þenkinga, er það minnist hátiðlegra atburða. Um leið rifjar það upp i andakt og undirgefni marg- an boðskapinn sem afmælisbarn há- tíðarinnar lét eftir sig, einsog: elskið 'óvini yðar . . . elskið náungann. • • og margt fleira iiíkum dúr, sem allir kunna. Jakob G. Pétursson, Stykkishólmi. ✓

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.