Dagblaðið - 16.12.1980, Page 1

Dagblaðið - 16.12.1980, Page 1
6. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1980 — 285. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AEGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11,—ADALSÍMI 27022. Sauðárkrókur: aauuanujmur; Lögregiumaður sakaður um gróft fíkniefnabrot —ogheldur vinnunni hjá sýslumanninum fóðursínum „Þetta mál var nýlega sent frá fíkniefnadómstólnum til saksóknara. Rannsókn tók langan tíma enda er hér um alvarlegar ásakanir að ræða. Að öðru leyti get ég ekki tjáð mig um þetta mál,” sagði Þórður Þórðarson fulltrúi við fíkniefnadómstólinn í morgun. Fréttamaður ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöldfréttum í gær- kvöldi, að rannsókn hefði staðið yfir í meintu fíkniefnabroti lögreglu- manns á Sauðárkróki frá því í sept- ember í fyrra. Lögreglumaðurinn, sem hefur verið við afleysingastörf á Sauðár- króki, var handtekinn á Sauðárkróki 6. september í fyrra. Sömu nótt fór fram húsleit í íbúð í Reykjavík, sem maðurinn hafði jafnan aðsetur í þegar hann dvaldi þar. Við húsleitina fundust 3 filmuhylki og innihéldu þau marijuana, kannabisfræ og hass- mulning. Lögreglumaðurinn var úr- skurðaður í 30 daga gæzluvarðhald. Tveir aðilar hafa borið að hafa keypt af lögreglumanninum 2 kg af marijuana og einnig nokkrar töflur af LSD, amfetamíni og dexedríni. Þá segjast þeir hafa lagt söluandvirði marijuanaefnisins inn á ávísanareikn- ing lögreglumannsins. Lögreglumaðurinn, sem er sonur sýslumannsins á Sauðárkróki, er 26 ára. Hann hefur stöðugt haldið fram sakleysi sínu í þessu máli. Hann ber að hann hafi verið við nám í Banda- ríkjunum fráárinu 1978 og fram í júlí 1979. Á þessum tíma kom hann sex sinnum heim til íslands. Þá fór hann í tvær skemmtiferðir í júlí 1979 og sótti í hvorugt skiptið um gjaldeyris- yfirfærslu. Með honum í annarri ferðinni var maður, sem hefur setið í fangelsi í tvö og hálft ár vegna fíkni- efnabrota. í fyrri ferðinni lá leiðin um Kaupmannahöfn og Amsterdam og nokkrum dögum síðar til Glas- gow, London, Rotterdam og Amster- dam og til baka Rotterdam, London, New York. Við komuna til New York er upp- lýst að maðúrinn var með 8500 doll- ara á sér. Við heimkomu kom í ljós að maðurinn var með tvær óskráðar skammbyssur. Tollyfirvöld tóku þær í sína vörzlu, en byssurnar voru síðar leystar út af sýslumannsembættinu á Sauðárkróki. Samkvæmt upplýsing- um DB fundust byssurnar síðan við húsleit hjá lögreglumanninum á heimili sýslumannsins á Sauðárkróki og voru þá enn óskráðar. Manninum var sleppt úr haldi í október 1979 og i sumar hefur hann starfað sem lögreglumaður á Sauðár- króki. DB ræddi við Baldur Möller ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðu- neytinu í morgun og spurði hvort eðlilegt væri að maður sem borinn væri svo þungum sökum, starfaði sem lögreglumaður. Baldur sagði að afleysingamenn væru eingöngu ráðnir af lögreglu- stjórum sjálfum. Það liði þvi oft langur tími þar til ráðuneytið frétti af slíkum ráðningum. Hjalti Zophonías- son hefði með þessi mál að gera hjá ráðuneytinu og hefði liann ekki nm azt við því að maðurinn gegndi lög- reglumannsstarfi í sumar. Hjalfi hefði þó tekið fram við sýslumann í nóvember sl. að samningur yrði ekki endurnýjaður eftir áramótin. „Fram á föstudag hafði ég ekki hugmynd um að sonur sýslumannsins væri þarna í störfum og þaðan af síður vissi ráðherra það,” sagði Baldur. „Ég tel í það hæpnasta að maður sem liggur undir kæru og rannsókn um mál þessu líkt, gegni lögreglumannsstarfi. Og vitanlega . verður allt erfiðara vegna skyldleik- ans.” - JH Dagblaðið hjálpar lesendum að vel ja jólagjafimar —16 síðna jólagjafa- handbókfyrir neytendurfylgir blaðinuídag Við notum oftast jólin til þess að gleðja hvert annað með gjöfum. En val þessara gjafa vill oft vefjast fyrir mönnum í hraða nútímaþjóðfélags og því er oft verzlað af handahófi síðasta verzlunardag fyrir jól. En eins og undanfarin ár vill Dagblaðið gera les- endum sínum kleift að velja gjafirnar heima fyrir og kaupa þær síðan þegar tími vinnst til. Með það í huga er sett saman jólagjafahandbók og hún birt í blaðinu í dag. Eins og fyrr er hand- bókin ekki auglýsing fyrir kaupmenn heldur þjónusta við lesendur blaðsins. Þeir hlutir sem sagt er frá í henni eru valdir af blaðamanni og ljósmyndara en ekki af seljendum þeirra. Valdar voru bæði dýrar gjafir og ódýrar og fyrir bæði kyn og allan aldur. Vonandi aðeinhver hafi gagn af þessu. -DS. -sjábls. 15-30 í ■ Pólland: Leiðtogar ríkis, kirkju ogverka- manna sameinast — sjáerlendar fréttir ábls.6og7 Já, hvað ætti ég nú að kaupa? Það er úr mörgu að velja og á Útimarkaðinum á Lækjartorgi má fá ýmsa smáhluti til skrauts. DB-mynd: Sig. Þorri. ■ : ■ mmrnmmam ^ ^ ' .S Útvarpsráð: Ósammála ummanna- ráðningar — sjábls.5 lljl ——^ Frægðinni fylgir skuggahlið -sjábls.9 ilfífBÍSI Islenzkir ræflarokkarar halda hljómleika — sjá Fólk bls. 32 Islenzkatelpan slósænska skólametið — sjá íþróttir íopnu n Stjömuhátíð iþróttanna áSelfossi — sjá bls. 31 Umdeildur sjónvarps- þátturíSvíþjóð ■ ■ ;; — sjábls.8 DAGARTILJÓLA

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.