Dagblaðið - 16.12.1980, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1980.
Mikið landrými en
minna hjartarúm
—verra gæti hent okkur en að hýsa umkomulausan ungan mann
Sigurborg Eyjólfsdóttir, Sörlaskjóli
44, hringdi:
Svo mikið er búið að skrifa um
þennan umkomulausa pilt að vart
virðist á bætandi. Undrast ég hve
margur hefur lagzt lágt til að kasta að
honum steinum, rétt sem syndlausir
væru sjálfir. Hann er kallaður lygari
og öðrum ljótum orðum. Hver ert þú
sem dæmir? Hefur þú varir sem
aldrei hafa sagt ósatt? Ætli margur
geti státað af þvi þótt það sé ekki til
fyrirmyndar að segja ósatt.
Hann er nefndur liðhlaupi. Hefði
ekki slikt getað hent, jafnvel íslend-
ing undir líkum kringumstæðum?
Við höfum mikið landrými en
minna hjartarúm. Verra gæti hent
Fólk ætti að
leita læknis
—áður en það ræðst af heift á stuðnings
menn Gervasonis
Sigurður Einarsson, Fellsmúla 20,
skrifar:
Ég tel mér það skylt að setjast
niður og skrifa nokkrar linur vegna
þess að ráðizt hefur verið heiftarlega
á mína skoðanabræður í Gervasoni-
málinu. Fólk virðist ekki hika við að
beita lygi máli sínu til stuðnings. Mig
langar að fara nokkrum orðum um
þær manneskjur sem hafa snúizt
gegn Gervasoni í DB.
Ásthildur Friðriksdóttir, Álftanesi,
skrifar fimmtudaginn 4. des. Hún
segir: „Enga útlenda auðnuleys-
ingja” en hún hefur miklar áhyggjur
af því að íslenzkir skattgreiðendur
þurfi að halda uppi útlendum auðnu-
leysingjalýð. Ekki botna ég í þessum
áhyggjum. í fyrsta lagi borgar fólkið
í einbýlishúsahverfunum á Álftanesi
jafnmikið í tekjuskatt og stærsta bif-
reiðaumboðið á íslandi.
Sigurunn Konráðsdóttir hringir 5.
desember í DB og vill helzt láta henda
fólkinu sem fór í dómsmálaráðuneyt-
ið úr landi ásamt Gervasoni og Guð-
rúnu Helgadóttur. Ég er þeirrar
skoðunar að fólk með svona hugs-
unargang eigi að leita læknis, sál-
fræðings eða geðlæknis áður en það
verður sjálfu sér og aðstandendum til
skammar.
Gunnlaugur Valdimarsson, Lang-
holtsvegi 133, hringir í DB 5. des og
kemur með grófustu fullyrðingar sem
ennþá hafa sézt um stuðningsmenn
Gervasonis en hann kallar þá
„ábyrgðarlausa atvinnuleysingja sem
ekki nenna að vinna”. Ekki veit ég
hvaðan hann hefur þessar upplýs-
ingar en þetta er eins og hvert annað
kjaftæði og lygi. Allir sem þarna
voru eru annaðhvort í skóla eða ann-
arri vinnu. Það vinna kannski engir í
þessu þjóðfélagi nema sjómenn eins
og sandkassaliðið í Stýrimannaskól-
anumainui'. __
Broslegasta stuðningsynný^"°
sem Friðjón hefur fengið er einmitt
frá nokkrum nemendum Stýrimanna-
skólans. Greyið strákarnir eru greini-
lega ennþá á sandkassastiginu. Þeir
létu i það skína þegar þeir komu með
stuðningsyfirlýsinguna að þeir væru
sko mennirnir sem halda þessu þjóð-
félagi uppi. 7mm™™komPlexarnir
í þessum strákum eru alveg spreng-
hlægilegir um leið og þeir gera sig að
fíflum.
Að lokum skora ég á alla stuðn-
ingsmenn Gervasonis að láta frá sér
heyra,-ekki aðeins í orði heldur líka á
b'orði.
Yeitum Gervasoni pólitískt hæli á
íslandi!
„ . . . dreymdl aO þetta hefði verlð
frelsarinn sem kom f tötrum og
svangur til að sjá hvernig mennirnir
tækju á móti sinum minnstu bræðr-
um.”
þjóð okkar en að hýsa einn ungan
mann sem flýr til okkar eins og
rjúpan sem Jónas Hallgrímsson orti
um forðum. Eða erum við kannski
eins og gæðakonan góða? Við höfum
samvizku en sefur hún kannski?
Þetta rifjar upp læti sem urðu út af
rússneskum dreng fyrir löngu. Hann
var víst eitthvað veikur í augum.
Látið var eins og hér hefði aldrei
komið upp lasleiki þó berklar og
holdsveiki og fleiri sjúkdómar hefðu
grasserað hér langtímum saman.
Þegar ég var ung starfaði ég á
stórri stofnun. Þar birtist eitt sinn
erlendur maður, hann var berfættur
og tötrum klæddur. Hann bað mig
um að gefa sér að borða. Ég réð
engu þar um en fór til matráðskon-
unnar og bað hana að gefa svöngum
manni mat. Hún tók eitthvað til sem
var minna en minnst. Maðurinn fór
upp í kletta sem voru nokkru fyrir
ofan stofnunina og borðaði þar
náðarbrauðið sitt. Ég sá hann aldrei
aftur.
En nóttina eftir dreymdi mig að
þetta hefði verið frelsarinn sem kom í
tötrum og svangur til að sjá hvernig
mennirnir tækju á móti sínum
minnstu bræðrum.
Jafnan
fyrirliggjandi
í miklu úrvali
RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI
1437 H
Heimilisborvél
Mótor: 320 wött
Patróna:10mm
Stiglaus hraðabreytir í rofa: 0-2600 sn./mín.
1417 H.
Heimilisborvél
Mótor: 420 wött
Patróna: 13 mm
Stiglaus hraðabreytir í rofa og tvær fastar
hraðastillingar: 0-900 eða 0-2600 sn./mín.
27O2?
milli kl. 13 og 15,
eöaskrifíð
Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra fylgihluta,
svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússikubburog
limgerðisklippur. Alla þessa fylgihluti má tengja
við borvélina með einkar auðveldum hætti, svonefndri
SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernduð
uppfinning SKIL verksmiöjanna. Auk ofan-
greindra fylgihluta eru á boðstólum
hjólsagarborð, láréttirog lóðréttir
borstandar, skrúfstykki, borar,
viruiiTStfSr, skrúfjárnog
ýmislegt fleira sem eykur
stórlega á notagildi SKIL
heimilisborvéla. Eigum
einnig fyrirliggjandi
margar fleiri gerðir
og stærðir af SKIL
■"■.fmannshandverkfærum.
I CllI 1 iwig. ._
ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA örvi'L
Einkaumboð á íslandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri.
SIGLUFJÖRÐUR:
Qsfbær h/f.
Hver af nýútkomnum
bókum vekur mestan
áhuga hjá þér?
Sigurhanna Sigfúsdóttir bankasfarfs-
maður: Ég lifí eftir Martin Gary.
Kristján Jóhannesson læltnlr: Satt að
segja hef ég ekki athugað þessar bækur
en Kiljan vekur alltaf áhuga.
Anna Albertsdóttir afgreMslustúlka:
Ég hef nú ekkert athugað þessar nýju
bækur.
Gróa Böðvarsdóttir nemi: Ætli það sé
ekki helzt Rankas, þorp á heljarþrðm.
■* - címa cm ifiiuiu
Hringi01^
SUÐURLANDbb8’ S,MI 84670
Komið og skoðið, hringið eða
skrifið eftir nánari
upplýsingum. Athugið hvort
SKIL heimilisborvél og
fylgihlutir eru ekki
hagnýt gjöf til heimilis ykkar
eða vina ykkar.
AÐRIR UTSOLUSTAÐIR:
REYKJAVÍK:
SÍS Byggingavörudeild.
Suöurlandsbraut 32.
Verslunin Brynja, Laugavegi 29.
HAFNARFJÖRÐUR:
Rafbúöin, Álfaskeiöi 31..
KEFLAVIK:
Stapafell h/f.
ÞINGEYRI:
Kaupfélag Dýrfiröinga
ÍSAFJÖRÐUR:
Straumur h/f.
HÓLMAVIK:
Kaupfélag Steingrimsfjarðar.
BLÖNDUÓS:
Xaupfélag Húnvetninga
AKUREYRl:
Verslunin Raforka
Handverk, Strandgötu 23.
HÚSAVÍK:
Kaupfélag Þingeyinga
VOPNAFJÖRÐUR:
Kaupfelag Vopnfirðinga
EGILSTAÐIR:
Verslunin Skögar
SEYÐISFJÖRÐUR:
-Stálbúöin
--'''TAnuR:
NESKAUPbo i .
Eirikur Asmundsson
HÖFN:
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
VÍK:
Kaupféiag Skaftfellinga
Helgi Seljen alþinglsmaúui'.* er
ekki auðvelt að svara þvi. Sjálfur hef ég
ekki lesið nema eina þeirra, bók Einars
Olgeirssonar, ísland 1 skugga heims-
valdastefnunnar. Pélastikk Guðlaugs
Arasonar vekur tvímælalaust áhuga.
Guðlaugur er mjög efnilegur rithöf-
undur.
Valdlmar Guðmundsson, 11 ára nemi:
Mig langar i nýjustu Lukku-Lákabæk-