Dagblaðið - 16.12.1980, Page 8

Dagblaðið - 16.12.1980, Page 8
8' DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1980. Erlent Erlent Erlent Erlent TV:S VAXEL KflLLAPSAPE Tusentaís tittare chockade av> de hemsha fihnernu .vmjunti <D video-vAidet MANGA BARN llnns bland namnenpi úe 15000 kontraktsom pollsen tog vlú razzlanl gar? USA 77^\ VARNAR S0VJET IGEN: ||Kgg| • Eálnte InlPolen MIIJflA- AFFARER Filmerna máste niappaM OTB0LIGT ^ DEOVEH- LEVDE ... PESSLA — OCII VESN! BIIDGETEIW — !WYA SKATTEB DE RLIR RIKAPA VÁLDET Tusentals TV-tittare chockade Sjónvarpsþáttur um myndbönd og ofbeldi hristir upp í Svíum: MENNTAMÁLARÁÐHERRANN NÁFÖLUR OG SKJÁLFANU og lögreglan lét til skarar skríða strax daginn efftir Helsta umræðuefni Svía í síðustu viku var offaeldi og myndsegulbönd. Sænsku blöðin. voru uppfull af frétt- um, greinum og athugasemdum um málið og sjónvarpið endursýndi umræðuþátt umefnið. Raunar var það sjónvarpið, sem kom skriðunni af stað. Á þriðjudags- kvöldið, 2. desember, þegar undir- ritaður var staddur i Svíþjóð, hóuðu stjórnendur þáttarins Studio S saman í beina útsendingu menntamála- ráðherra Sviþjóðar, Jan-Erik Wik- ström, Per-Olof Sundman rithöf- undi (og formanni þingnefndar, er fjalla skal um myndsegulbönd og notkun þeirra), læknum, félags- fræðingum og foreldrum. Hver hefur þörf fyrir video? hét þátturinn. Og svo voru sýnd stutt at- riði úr ótrúlega grófum myndum, sem tii leigu eru í fjölmörgum verslunum víðs vegar um Svíþjóð. Sjónvarpsmenn hittu smákrakka fyrir utan nokkrar verzlananna og fengu að kíkja í pokana hjá þeim. Úr sumum — hjá 10 og 11 ára krökkum — komu sumar þær sömu myndir, sem sýndar voru í þættinum og eiga ekki að leigjast yngra fólki en 16 ára. Sjónvarpsmenn fóru einnig á leikvöll barnaskóla eins í Stokkhólmi og áttu viðtöl við nokkra krakka, sem séð höfðu þessar umræddu myndir. Krakkarnir lýstu yfirþyrmandi hryllingi með bros á vör og félagar þeirra flissuðu. Vélsög og borvél En hvaða hryllingur var þetta þá? Til dæmis Verkfæramorðinginn. Hann hengir naktar stúlkur, hróp- andi og argandi, upp á kjötkróka og sagar þær i tætlur með vélsög. í Smjörþefur af víti rúlla hausar um alla ganga. I þeirri þriðju skaut aðal- persónan stúlkur (yfirleitt voru það stúlkur sem urðu fyrir ofbeldinu) í hausinn með stórri naglabyssu, sker þær á háls með skærum svo blóðbun- urnar standa út í loftið og pyntar með rafmagnsborvél. Viðbrögð gestanna í sjónvarpssal voru afar sterk. Menntamála- ráðherrann var náfölur og skjálfandi, sumar mæðranna voru gráti nær, Íæknarnir og félagsfræðingarnir tútnuðu út af reiði og stjórnandi þátt- arins, lögfræðidósentinn Göran Elwin, heimtaði að menntamála- ráðherrann léti þegar í stað banna myndir af þessu tagi, enda vörðuðu þær við hegningarlög. Atriði úr einni m.vndinni, sem sýnt var úr i sjónvarpsþættinum: þarna hefur verk- færamorðinginn hengt stúlku upp á krók áður en hann gengur endanlega frá henni. Sjónvarpsáhorfendur voru heldur. ekki lengi að taka við sér. Áður en út- sendingu lauk voru allar símalínur í húsi sænska sjónvarpsins rauðgló- andi og skömmu síðar „korslúttaði” skiptiborðiö í húsinu; þrátt fyrir tvo símaverði tókst ekki að greiða úr flækjunni fyrr en eftir hálfan annan tíma. Þeir sem þó náðu sambandi voru allir sammála umeitt: „Þessar myndir verður að stöðva! Burt með þær! Leiðið þásem hagnast á þessum óþverra fyrir lögogrétt!” Harkaleg viðbrögð blaða og lögreglu Daginn eftir voru sænsku blöðin uppfull af fréttum um „video-of- beldið”. Aftonbladet hafði m.a. eftir rikissaksóknaranum, að svo gæti far- ið að höfðað yrði opinbert mál á hendur þeim sem leigðu börnum og unglingum myndir af þessu tagi. Það yrði þá á grundvelli greinar í al- mennum hegningarlögum, sem fjallaði um afvegaleiðingu ungmenna og viö lægi refsing í formi sekta eða í hæsta lagi sex mánaða fangelsi. Og í hádeginu lét lögreglan í Stokkhólmi til skarar skríða. Fjórir ættum við að neita fólki um það sem það helst vill fá?” spurðu kaup- mannshjón i Kalmar í Suður-Sví- þjóð. Allir lofuðu þó að hætta að láta krakkana fá hvað sem var — þau yrðu framvegis að láta sér nægja Mary Poppins, Tomma og Jenna, saklaust klám og striðs- og glæpa- myndir. 100 þúsund myndsegulbandstæki Það kom fram í þeirri umræðu sem fylgdi í kjölfar sjónvarpsþátt- anna, að í Svíþjóð munu nú vera tii um eitt hundrað þúsund mynd- segulbandstæki á heimilum. Fyrir aðeins ári voru þau tuttugu og fimm þúsund — og eftir ár er reiknað með að þau verði um tvö hundruð þúsund. Augljóslega er því hér um að ræða gríðarlega tekjulind fyrir þá sem leigja og selja kvikmyndir og skemmtiþætti enda sagði einn heild- salinn í blaðaviðtali að hann gæti auðveldlega reiknað með um 15 milijón króna (ísl.) hagnaði af vinsælustu myndunum á ári. -ÓV. því, þegar öllu var á botninn hvolft, að ástandið væri ekki jafnalvarlegt og talið var í fyrstu. Engu að síður hótaði saksóknari ákærum. Þá hafði stjórn Esselte — og raunar fleiri sölu- og dreifingarfyrir- tæki — ákveðið að hætta að leigja út og selja grófustu myndirnar. Aðrir kaupmenn voru kokhraustir og sögðust hvergi hika: „Hvers vegna Bann brot á tjáningarfrelsinu? Foreldrarnir létu ekki segja sér þetta tvisvar áður en þeir réðust harkalega ,að ráðherranum og gerðu sömu kröfu: hann væri stjórnmála- maður og ráðamaður, hann sem menntamálaráðherra væri ábyrgur fyrir þessum sora! Ráðherrann varði sig hvað best hann gat og kvaðst alls hátt þeirra, sem teldu þessar myndir eftirsóknarverðar til skoðunar. Dreift með námsgögnunum? Menn geta því rétt ímyndað sér það fjaðrafok, sem varö i sjónvarps- salnum þegar það upplýstist í viðtali við einn leigusalanna, að helmingur allra video-myndanna — og þar með Sýnishorn af umfjöllun tveggja sænsku síðdegisblaðanna daginn eftir sjónvarpsþáttinn „Hver hefur þörf fvrir video?” og fimm lögregluþjónar í hóp fóru í nokkrar stærstu búðirnar og iögðu hald á leigusamningana. Alls voru teknir nær fimmtán þúsund samningar samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknarans og fluttir á kontór hans. Þar voru nokkrir skrif- stofumenn og lögreglumenn settir í að lesa yfir alla samninga og leggja til hliðar þá sem gerðir höfðu verið af börnum yngri en 16 ára. ekki vilja banna leigu myndbanda — það væri brot á tjáningarfrelsinu. Hins vegar myndi hann gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að börn og unglingar gætu fengið slíkar myndir athugasemdalaust. Raunar skildi hann ekkert í hvað réði geröum þess fólks, sem leigði út svo grófar ofbeldismyndir — né heldur kvaðst ráöherrann skilja hugsunar- flestar þær grófustu — voru komnar inn í landið fyrir tilstilli bókafor- lagsins Esselte — þess fyrirtækis, sem framleiðir bróðurpartinn af öllum námsgögnum sænskra skóla. Enda stóð ekki á viðbrögðunum — áður en þættinum var lokið hafði sjónvarpinu borizt skeyti frá skóla- stjórum á tveimur stöðum í Sviþjóð, þar sem þeir sögðust þegar i stað vera hættir að kaupa námsefni frá Esselte. Úlfaldi úr mýflugu — eöa hvað? Á fjórða degi eftir útsendingu þátt- arins var farið að draga mjög úr um- ræðunni um video-ofbeldið — og þá sagði ríkissaksóknarinn í viðtali við blöð, að einungis hefðu fundist um 150 leigusamningar gerðir við börn undir 16 ára aidri — og þar af væru aðeins örfáir um leigu á grófum of- beldis- og klámmyndum. Svo virtist Blóði drifin brúður, hcitir ein kvikmyndanna sem leigð er til sýninga i heimahúsum. Jan-Erik Wikström menntamálaráð- herra: Vil ekki beita mér gegn tján- ingarfrelsinu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.