Dagblaðið - 16.12.1980, Side 9

Dagblaðið - 16.12.1980, Side 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1980. I Erlent Erlent Erlent Erlent I / gini Ijónsins Er ljónið að gleypa stráksa? Nei, svo slæmt er það nú ekki. „Ljónið” er í raun gosbrunnur og strákurinn, sem er 5 ára, er aðeins að svala þorsta sínum. Þessi skemmtilegi gosbrunnur er stað- settur í smábæ einum í Kaliforníu. Heitasta ósk hans rættist ekki. Ófætt bam Steve McQueen Eiginkona hins nýlátna kvikmynda- leikara Steve McQueen gengur nú með barn hans. I viðtali stuttu fyrir lát sitt sagði leikarinn að heitasta ósk hans væri að fá að sjá barn sitt fæðast. Þessi síðasta ósk hans rættist ekki. Steve McQueen lézt sem kunnugt er á sjúkrahúsi í Mexíkó eftir að hafa gengizt undir meðferð þar gegn sjúk- dómi sínum. Frægustu Pólvetj- arnir hittast — Jóhannes Páll páfi ogLech Walesa Lech Walesa leiðtogi hinna sjálf- stæðu verkalýðsfélaga pólskra verk- fallsmanna, sem nú er nánast þjóðhetja i heimalandi sínu, hefur fengið boð um að koma til Ítalíu og sækja heim ítölsk verkalýðsfélög. Reiknað er fastlega með að Jóhannes Páll II páfi muni nota tækifærið og hitta þennan fræga landa sinn að máli. Vart má nú á milli sjá hvor er frægari Lech Walesa eða Karol Woytyla sem nú heitir Jóhannes Páll Frægðinni fylgir skuggahlið — Hljómsveitinni Abba hótað Nýlega bárust félögum í hljóm- sveitinni heimsfrægu Abba hótanir um að einhverju barna þeirra yrði rænt. Þetta varð til þess að hljóm- sveitin hætti við fyrirhugaða ferð til Þýzkalands þar sem hún átti að koma fram í sjónvarpi. Lögregla hefur að undanförnu staðið vörð við heimili hljómsveitarmeðlima allan sólar- hringinn og hefur þannig verið komið í veg fyrir að alvara hafi verið gerð út hótuninni. Þarna hafa hljómsveitar- meðlimir fengið að finna fyrir því að frægðinni fylgja oft á tíðum skugga- hliðar og ógnir, eins og nýlegt dæmi frá New York, þar sem Bítillinn John Lennon var myrtur, sýnir svo vel. Meðlimir hljómsveitarinnar Abba eiga nokkur börn. Hér eru Björn og Agneta með börnin sin tvö og Benny (til hægri) og Annifrid eiga bæði börn frá fyrra hjónabandi. PRENTSMIÐJAN LEIFTUR HF. HÖFÐATÚN112 - SÍM117554. Sönn saga um ástir rússneskrar leikkonu og amerísks sjóliðsforingja og leit dóttur þeirra að föðurnum, sem hún hafði aldrei séð. Bókin fiallar um áform Hitlers að ræna hertoga- hjónunum af Windsor í síðustu heimsstyrjöld. Fást hjá bóksölum Eldhúsborð og stolar Þú hefur úr mörgu aó velja þegar þú færó þéreldhúsborö og stólahjáokkur. Mismunandi geróir, margir litir. 'sj-w' STÁLIÐJAN hf SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211 n.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.