Dagblaðið - 16.12.1980, Qupperneq 10

Dagblaðið - 16.12.1980, Qupperneq 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1980. 10 DB-mynd Einar Ölason. Rjúkandi brauðsúpa er alveg sérlega Ijúffeng með vanilluís út í Þegar dómnefndin smakkaði á þeim tuttugu ísréttum sem komust í undanúrslit ilmuðu salarkynni Mjólkursamsölunnar a1' brauðsúpu- lykt. — Einn af ísréttunjm var Rúg- brauðsísréttur fyrir fjóra, rúgbrauðs- grautur eða súpa með vanilluís. Þetta var alveg skínandi réttur. Sendandi þessa réttar var Helga Jóhannsdóttir Grindavik. — í rauninni er það skritið að manni skuli ekki hafa dottið í hug að bera fram ís með brauðsúpu, því alvanalegt er að bera fram ískaldan þeyttan rjóma með slíkri súpu. En hér er uppskriftin hennar Helgu: 1 Itr Emmess vanilluís Rúgbrauðsgrautur 8 sneiðar seytt rúgbrauð 11/21 vatn 1 tsk. salt 4 msk. sykur 4 msk. rúsinur 1 niðursneidd appelsína með hýði 1 tsk. vanilla jafnaður með 2 tsk. kartöflumjöli hrœrt út í 3—4 msk. vatn. Leggið rúgbrauðsneiðarnar í bleyti í vatnið, þá þarf grauturinn styttri suðu. Brauðið soðið í vatninu við mjög vægan hita þar til það er komið í mauk, hrærið vel í. Síðustu 15 mín. eru appelsínan, rúsínurnar, sykur og salt soðið með. Kartöflumjölið hrært út í síðast með vanillunni. Borið fram í skál og 1/21 af vanilluís látinn ofan á miðja skálina. Hinn helmingur ís- pakkans borinn með í skál. Heil mál- tíð fyrir fjóra, tvo fullorðna og tvö börn, segir Helga með uppskriftinni og bætir við að þetta sé uppáhalds- máltíð á hennar heimili. Því get ég vel trúað. - A.Bj. Fiskur 140 þúsv kjöt 90 þúsund ,,Ég verð að láta fylgja skýringu með þessum seðli mínum, því hann er heldur í hærra lagi,” segir m.a. í bréfi frá húsmóður sem býr í kaup- túni á Norð-Austurlandi. Hún er með fjögurra manna fjölskyldu og 73.180 kr. á mann að meðaltali. í liðnum matur og hreinlætisvörur er t.d. nýr fiskur fyrir 140 þús. kr., hrossakjöt fyrir 90 þús. kr. 1 liðnum „annað” (er upp á tæpl. 297 kr.) eru m.a. nokkrar jólagjafir, hitaveitu- gjald fyrir nóv. og des., rafmagn og ræsting. Greiðsla fyrir tvö börn í tón- skóla og gjald fyrir dansnámskeið. Ég er mjög ánægð með Neytenda- síðuna og fletti oftast fyrst upp á henni. Mér finnst sérlega skemmtilegt að fá ýmiss konar uppskriftir sem ég safna öllum og prófa þær smátt og smátt.” Rúml. 43 þús.á manná Suður- nesjum „Þá kemur nóvemberseðillinn. Inni í matarliðnum er m.a. 50 þús. kr. frystikistuinnkaup,” segir í bréfi frá A.K. sem búsett er á Suðurnesj- um. Hún er með rúml. 43 þús. kr. á mann að meðaltali og fimm manna fjölskyldu. Liðurinn „annað” er upp átæpl. 560 þús. kr. „í liðnum „annað” er m.a. af- borgun af húsnæðismálastjórnarláni, afborgun af bíl og húsgögn og auk þess hitaveitugjald o.fl.” SANDGERÐI Umboðsmann vantar strax í Sandgerði. Uppl. í síma 92-7696 eða 91- 22078. BUWIÐ VÉLAVERKSTÆÐI Egils Vilhjálmssonar H/F SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - SÍMI444451 • Endurbyggjum vélar • Borum blokkir • Plönum blokkir og head • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aöra slitfleti m/ryðfríu harðstáli • Rennum ventla og ventilsæti. • Slípum sveifarása. SÍMI 44445 FULLKOMIÐ MÓTOR-OG RENNIVERKSTÆÐI MATUR sumar, vetur, vor og haust Ný og skemmtileg matreiðslubók eftir Sigrunu Davíðsdúttur Matur, sumar vetur vor og haust, eftir Sigrúnu Davíðsdóttur er komin út. Undirritaður ætlaði aðeins rétt að kikja i bókina eins og sagt er en fyrr en varði var liðinn klukkutími og undirritaður kominn á kaf í sannkall- aðan skemmtilestur. Það er einhvern veginn svo með það sem Sigrún Daviðsdóttir skrifar að jafnvel þótt það sé lýsing á matartilbúningi er það sannkallaður skemmtilestur. Hún hefur sérstakt lag á þvi að segja skemmtilega frá, og þótt hún sé greinilega svolítið ,,hollustu-frík”, þá brýnir hún hollustuhætti á mjög smekklegan og óklístraðan hátt fyrir lesendum sínum. Þannig kemst maður ósjálfrátt á þá skoðun að miklu betra sé að snæða hollan mat og „rétt” matreiddan eftir að hafa lesið lýsingar Sigrúnar á aðferðun- um. Þetta er önnur matreiðslubók Sigrúnar, Almenna bókafélagið gefur bókina út. I formála segir Sigrún að þetta sé ekki framhald af fyrri bók hennar, „Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri”, sem út kom 1978. Hins vegar er kaflaskipting beggja bók- anna svipuð þannig að gott er að nota þær samhliða. Nýja bókin er mikil að vöxtum, 562 bls. á þykkt. Því miður er hún frekar illa innbundin, í það minnsta það eintak sem okkur barst í hendur, en kápusíður eru klæddar með plast- húð. Er það mikill kostur, því mat- reiðslubók þarf að þola ýmislegt hnjask. Að öðru leyti er frágangur bókarinar skemmtilegur. Hún er prýdd litlum teikningum eftir Sigrúnu sjálfa, sem einnig annaðist uppsetningu efnis. Kaflarnir eru tólf með fjölmörgum undirköflum. Setn- ingu og prentun annaðist Prentstofa G. Benediktssonar en Félagsbók- bandið hf. bókband. Bókin kostar 16.920 kr. út úr búð með söluskatti. - A.Bj. Nýja matreiðslubókin hennar Sigrúnar Daviðs er sannkallaður skemmtilestur. DB-mynd Sigurður Þorri. HUSRAÐ Ef þú œtlar að frysta matreiddan pottrétt er hentugt að fóðra pott að innan með álpapplr, láta réttinn þar i og frysta slðan. Þegar rétturinn er frosinn má losa hann úr pottinum, merkja hann og láta I glœran plast- poka. ★ Auðveldara er að hreinsa burtu óhreinindin sem koma ef sýður út úr potti ef salti er stráð á útúrsuðuna um leið og óhappið verður. Þá er auðvelt að hreinsa eldavélina þegar hellurnar eru orðnar kaldar. ★ Sokkabuxurnar endast mun betur ej þœr eru látnar vera I frystikistunni þrjá daga áður en þœr eru notaðar. ★ Rafhlöðurnar / vasaljósi endast mun betur og léngur ef vasaljósið er geymt í ísskápnum. ★ Notið ismola vafinn innan l tusku til þess að bleyta umslög áður en þeim er lokað. ★ Notið gamla sokka eða plastpoka til þess að hlífa höndunum við skóburst- un. ★ Til þess að koma I veg fyrir að púðursykur verði grjótharður er bezt að geyma hann I lokaðri dós með einni brauðsneið. Þá helzt sykurinn mjúkur. ★ Sjóðið kartöflurnar i 10 mln. í salt- vatni áður en þœr eru bakaðar. Það styttir bökunartlmann til muna. ★ 77/ þess að koma I veg fyrir að maturinn festist við pönnuna er betra að hita hana vel áður en smjör eða olía erlátið á hana. ★ Ef barnið er mjög hávœrt er heilla- ráð að hvlsla. Barnið er svo forvitið að heyra hvað þú ert að segja að það þagnar. ★

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.