Dagblaðið - 16.12.1980, Qupperneq 14

Dagblaðið - 16.12.1980, Qupperneq 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1980. c Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Venabies á útsölu hjá Palace — Keypti tvo menn í gær fyrírspottprís Terry Venables, framkvæmdastjóri QPR í 2. deild, komst á útsölu hjá Malcolm Allison, stjóra Grvstal Palace i gær. Venables, sem lét af störfum hjá liðinu í Suður-Lundúnum og flutti sig í vesturbæ heimsborgarinnar, keypti þá tvo leikmenn Palace. Miðherjann Mike Flannagan fyrir 150 þúsund sterl- ingspund, og bakvörðinn Terry Fenwick fyrir 100 þúsund sterlingspund. Einnig bauð hann í mark- vörðinn John Burridge en ekki náðist samkomulag um hann i gær. Likur eru þó á að Burridge fyigi félögum sinum til QPR. Fyrir átján mánuðum keypti Terry Venables, þá framkvæmdastjóri Crystal Palace, Mike Flannagan fyrir 650 þúsund sterlingspund frá Charlton. Fékk hann nú fyrir spottprís en Crystal Palace hefur tapað 500 þúsund sterlingspundum á þessum viðskiptum. Strax og Malcolm Allison tók við stjórninni hjá Palace setti hann Flannagan úr liðinu en setti Clive Allen inn sem miðherja. Sl. laugardag skoraði Allen tvö mörk á móti Norwich. Allen kom til Palace í sumar frá Arsenal og í staðinn fékk Arsenal lands- liðsbakvörðinn Kenny Sansom. Terry Fenwick tók stöðu Sansom í Palace-liðinu sem vinstri bakvörður. Eins og áður segir eru líkur á því að markvörðurinn Burridge fari einnig til QPR. Þá mun Chris Wood, sem Tommy Docherty, þáverandi stjóri QPR, keypli frá Nottingþam Forest fyrir rúmlega 300 þúsund sterlingspund, missa stöðu sina í liði QPR. Hann hefur leikið í enska landsliðinu, lcikmenn 21 árs og yngri. Af Tommy karlinum Docherty er það að frétta að hann er kominn til Ástralíu með nýju kon- una sína og unga barnið þeirra. Hefur verið ráðinn þjálfari og framkvæmdastjóri Olympic i Ástralíu. - hsím. Altrincham datt ílukkupottinn — Leikur á Anfield við Liverpool Í3juumferð enskubikarkeppninnar Altrincham, lítið lið utan deildanna í ensku knatt- spyrnunni, sem Sanders, fyrrum Vikingsþjálfari, stjórnar, datt i iukkupottinn í gær. Sigraði þá Scun- thorpe í 4. deild 1-0 i öðrum leik liðanna i 2. umferð ensku bikarkeppninnar. Leikur því í 3. umferð á An- field við Englandsmeistara Liverpool. Það er draumur allra leikmanna smáliðanna á Englandi að komast í slikan leik þó sigurlikur séu engar. Það var kennarinn John Davison, sem skoraði eina mark leiksins í Altrincham, útborg Manchester, í gær. Það var á 30. mín. og Davison skoraði úr víta- spyrnu. Fleiri urðu ekki mörkin og leikurinn þótti slakur. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum, sem Altrin- cham kemst i þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Það þykir mikið afrek hjá liðum utan deildanna. í sumar sótti félagið um sæti i 4. deild og munaði aðeins einu atkvæði á fundi deildafélaganna að Altrincham næði sæti í Rochdale í 4. deildinni. í gær fékk enn einn stjórinn í ensku knattspyrn- unni reisupassann. Bill Asprey var rekinn frá Oxford United og það þó hann hefði í sumar gert nýjan samning við félagið til þriggja ára. Liðinu hefur gengið mjög illa i 3. deild á þessu leiktímabili. Völlur liðsins er í Headington í Oxfordshire, ekki í háskóla- borginni frægu. Hét áður Headington United en 1960 var nafni félagsins breytt i Oxford United og tveimur árum siðar komst félagið í deildakeppnina. Roma enn efst Tiunda umferðin í 1. deildinni itölsku var háð á sunnudag. Úrslit: Brescia — Inter, Milano 0—0 Cagliari — Bologna 0—0 Catanzano — Ascoli 2—0 Como — Perugia 1—0 Fiorentina — Roma 1—1 Juventus — Pistoiese 4—1 Napoli — Torino 1—3 Udinese — Avellino 5—4 Staða efstu liða: Roma 10 5 3 2 13—10 13 Inter 10 5 2 3 17—8 12 Juventus 10 3 5 2 11—7 11 Catanzano 10 3 5 2 9—6 11 Torino 10 4 3 3 12—10 11 Fiorentina 10 2 7 1 8—7 11 Hér sést hópur þátttakenda í Kristinebergs-hlaupinu og aö neðan í vinstra horninu eru þau Theódóra Bragadóttir (nr. 43) og Jörgen Berntsson aö nálgast endamarkið. íslenzka telpan sló sænska skólametið um 3,52 mínútur —Ótrúlegir yf irburðir Theódóru Bragadóttur í sínum aldursf lokki í víðavangshlaupi Nú megiö þið vara ykkur, strákar — Theódóra ,,Tedda” Bragadóttir heitir telpan, sem stingur bæði stelpur og stráka af í viðavangshlaupum. Það var heldur betur „sensation” í Kristine- bergs-hlaupinu, þegar hin 10 ára Tedda Bragadóttir bætti gamla skólametið í sínum aldursflokki um 3.52 mínútur," skrifa sænsku blöðin eftir viðavangs- hlaup í Svíþjóð síðast í október. Vegalengdin, sem hlaupin var í Kristinebergs-hlaupinu, var fjórir kíló- metrar. Tedda litla hljóp vegalengdina á ótrúlega góðum tíma 15.02 mín. en eldra metið í hennár aldursflokki var 18.54 mín. Sú, sem næst kom i mark 1 hennar aldursflokki, hljópá 18.2.0 min. Heitir Carlotte Granström. Theódóra Bragadóttir gerði sér lítið fyrir og náði betri tima en allir strák- arnir í hlaupinu að einum undantekn- um. Það var Jörgen Berntsson, sem hljóp á 14.55 mín ,, en hann er líka 12 ára” skrifa sænsku blöðin. Sá bezti í 10 ára aldursflokknum, Johannes Sand- berg, hljóp á 15.28 mín. Af frásögnum sænsku blaðanna má sjá, að þau telja Theódóru litlu efni í stórhlaupara. Eins og áður segir er Theódóra aðeins 10 ára og flutti með foreldrum sínum, Braga Sveinssyni húsasmið og Sigrúnu Snorradóttur, fyrir nokkru til Svíþjóðar. Bragi er sonur Sveins okkar Þormóðssonar, Ijósmyndara hér á DB. -hsím. Austumkismenn íefstu sætum Harti Weirather, Austurríki, sigraði i gær i bruni heimsbikarsins í Val Gardena á Ítalíu. Keyrði brautina á 1:52,96 min. Á sunnudag varð hann í öðru sæti í bruni heimsbikarsins. Peter Miiller, Sviss, sigraði þá. í gær hafði Miiller forustu framan af en varð svo þriðji á 1:53,36 mín. Uli Spiess, Aust- urríki, varð annar í gær. Næst verður keppt í bruni heimsbikarsins i St. Moritz í Sviss eftir sex daga. Sex keppnir heimsbikarsins hafa nú farið fram — fjórar í bruni. Hins vegar hefur aðeins einu sinni verið keppt í svigi og einu sinni í stórsvigi. Ingemar Stenmark sigraði í bæði skiptin. Eftir keppnina i gær eru stigahæstu menn: 1. Peter Muller, Sviss, 65 2. Uli Spiess, Austurríki, 56 3. Ingemar Stenmark, Svíþjóð, 50 4. Harti Weirather, Austurríki, 45 5. Leonard Stock, Austurriki, 41 6. Steve Podborski, Kanada, 36 7. Ken Read, Kanada, 35 Brunmenn setja því mestan svip á stigakeppnina — aðeins Stenmark og Júgóslavinn svigmenn. Danny Shouse með 40/4 stig í leik að meðaltali í gær birtum við stöðuna í úrvals- deildinni en varð illilega á í messunni því við höfðum 2 stig af KR. Við birt- um nú stöðuna rétta og siðan fylgir listi yfir stigahæstu mennina i deildinni: UMFN 11 10 1 1118-908 20 Valur 12 8 4 1061-996 16 KR 10 7 3 900-826 14 ÍR 11 4 7 916-971 8 ÍS 11 3 8 902-967 6 Ármann 11 1 10 848-1077 2 Stigahæstu menn: Danny Shouse, UMFN 444 Mark Coleman, ÍS 370 Andy Fleming, ÍR 281 Keith Yow, KR 256 Kristján Ágústsson, Val 215 James Breeler, Ármanni 198 Ríkh. Hrafnkelsson, Val 193 Jón Sigurðsson, KR 185 Brad Mile, Val 183 Torfi Magnússon, Val 180 Gunnar Þorvarðarson, UMFN 155 Næsti leikur er í kvöld en þá eigast við ÍR og Njarðvík og verður fróðlegt að sjá hvernig sú viðureign kann að fara. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1980. 31 Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir I „LANGAR TIL AÐ LÐKA MED UDI í 1. DÐLD” —segir Þorsteinn Bjamason, landsliðsmarkvörður í Keflavík. „ Aðeins FH kemur til greina ef ég skipti um félag” „Ég get ekki neitað því, að það er talsvert til í þessurn sögusögnum, að ég muni leika með FH í 1. deild næsta sumar. Mig langar til að leika með 1. deildarliði. Keflavíkurliðið féll niður í 2. deild siðastliðið haust, svo ekki verður 1. deildar knattspyrna í Keflavik í bráð. Strax upp úr áramótum mun ég gera upp hug minn í sambandi við þessi mál — ef ég fer frá ÍBK þá kemur ekki annað lið til greina en FH,” sagði Þor- steinn Bjarnason, landsliðsmark- vörðurinn kunni i knattspyrnunni, þegar DB ræddi við hann í gær. Þorsteinn er fjölhæfur íþróttamaður og leikur í liði Njarðvíkur í körfuknatt- leiknum. Liðið þar langefst og stefnir á Kvennalandsliðið í handknattleik var fyrir skömmu valið en stærsta verkefni þess er þátttaka í B-heimsmeistara- keppninni i handknattleik á næsta ári. Reyndar verða stúlkurnar að spreyta sig í forkeppni í vor áður en Ijóst verður hvort þær komast áfram í aðal- keppnina, sem haldin verður í Dan- mörku eftir rétt ár. Þær, sem valdar hafa verið eru eftir- taldar: Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram, Gyða Úlfarsdóttir, FH, Jóhanna Páls- dóttir, Val, Guðríður Guðjónsdóttir, Fram, Jóhanna Halldórsdóttir, Fram, Sigrún Blómsterberg, Fram, Oddný Sigsteinsdóttir, Fram, Margrét íslandsmeistaratitilinn. í leiknum við KR síðastliðinn föstudag slasaðist Þor- steinn snemma leiks og gat ekki leikið meira. Við spurðum hann hvort meiðslin væru slæm. „Nei, það eru þau ekki. Þetta jafnar sig fljótt.” í vetur hefur Þor- steinn æft og leikið í körfuknattleikn- um. Ekkert átt við markvörzluna í knattspyrnunni. „Þetta er orðið svo strangt að það er ekki hægt að standa í tveimur íþróttagreinum á sama tíma. Það hefur verið mjög gaman að leika með Njarðvíkurliðinu á ný,” sagði Þorsteinn en hann lék með liðinu áður en hann hélt til Belgíu, þar sem at- vinnumaður með La Louviere í tæplega Blöndal, Fram, Katrín Danivalsdóttir, FH, Kristjana Aradóttir, FH, Margrét Theodórsdóttir, FH, Hildur Harðar- dóttir, FH, Erna Lúðvíksdóttir, Val, Sigrún Bergmundsdóttir, Val, Arna Garðarsdóttir, KR, Olga Garðarsdótt- ir, KR, Eiríka Ásgrímsdóttir, Víking, Ingunn Bernódusdóttir, Viking, Erla Rafnsdóttir, ÍR. Siðar verður landsliöshópur valinn úr þessum stóra hópi. Stúlkurnar hafa að undanförnu verið að selja happ- drættismiða þeim til styrktar og eru menn beðnir að taka vel á móti dömun- um fram til jóla a.m.k. en dregið verður 23. desember. tvö ár. Það hefur ekkert orðið af Banda- ríkjaförinni hjá þér? — Nei, það var eitthvað laust i reipunum með þetta lið í Kaliforníu, sem gerði mér tilboð. Þegar til kom hætti það víst við þátttöku í knatt- spyrnukeppninni þar í vetur. Ég hugsa ekkert meir um það mál,” sagði Þor- steinn. Eins og DB hefur skýrt frá verður Ingi Björn Albertsson, fyrrum lands- liðsmaður í Val, þjálfari og jafnvel Holland með íUruquay Sjö leikmenn frá efsta liðinu í hol- lenzku úrvalsdeildinni, AZ ’67 frá Alk- maar, voru 1 gær valdir í hollenzka landsliðshópinn, sem tekur þátt i „litlu heimsmeistarakeppninni” í knatt- spyrnu, sem hefst í Uruguay 30. desem- ber og lýkur 7. janúar. Til keppninnar var boðið þeim löndum, sem orðið hafa heimsmeistarar i knattspyrnu, Uruguay, Ítalíu, Brasilíu, Vestur- Þýzkalandi, Englandi og Argentínu. Öll löndin nema England þáðu boðið og kemur Holland, silfurliðið frá 1974 og 1978, í stað Englands. Fyrsta heims- meistarakeppnin var haldin i Uruguay 1930 og með keppninni nú cr verið að minnast 50 ára afmælisins. í 18 manna landsliðshópi Hollands eru einnig sex leikmenn frá PSV Eind- hoven en það merkilega er, að enginn var valinn frá núverandi meisturum Hollands, Ajax Amsterdam. Holienzka knattspyrnusambandið ákvað nú um helgina að verða ekki við ósk hollenzka þingsins um að senda ekki liö i keppnina. Þingmenn héldu þvi fram, að þetta mót væri haldiö til framdráttar herstjórninni i Uruguay. leikmaður með 1. deildarliði FH næsta leiktímabil. Það er kraftur í FH-ing- um og ýmsir leikmenn, sem hafa leikið með öðrum liðum undanfarin ár, hafa verið orðaðir við FH. Einkum leik- menn, sem léku með FH áður fyrr — Ólafur Danivalsson, Gunnar Bjarna- son og Dýri Guðmundsson. Enginn þessara leikmanna hefur þó tilkynnt félagaskipti í FH. Þá hafa ýmsir verið að gera því skóna, að Jón Einarsson, útherjinn sprettharði í Val, leiki með FH næsta sumar. Hann hefur þó að undanförnu mætt á æfingar hjá Breiðabliki án þess þó að hafa gengizt undir nokkrar skuldbindingar við félagið. -hsím. Einar Bollason landsliðsþjálfari hefur valið 14 manna landsliðshóp, sem mæta mun úrvalsliði Danny -Shouse dagana 20. og 21. þessa mánaðar og siðan landsliði Frakka dagana 27. og 28. desember. Þeir sem Einar hefur valið eru eftirtaldir: Jón Sigurðsson, KR (80 landsleikir), Ágúst Líndal, KR (1), Garðar Jóhanns- son, KR (4), Gunnar Þorvarðarson, Njarðvík (56), Jónas Jóhannesson, Njarðvik (29), Guðsteinn Ingimarsson, Njarðvík (16), Kristinn Jörundsson, ÍR (52), Jón Jörundsson, ÍR (29), Símon Ólafsson, Fram (37), Þorvaldur Geirs- son, Fram (13), Torfi Magnússon, Val (47), Kristján Ágústsson, Val (23), Ríkharður Hrafnkelsson, Val (32), Pétur Guðmundsson (20). Þorsteinn Bjarnason — FH i sjónmáli. Frakkarnir hafa sjálfir vaiið 23 manna hóp og af þeim halda 12 til íslands. Rétt er að taka það fram að i hópi þeirra eru hvorki fleiri né færri en 9 yfir 2 metrar á hæð. í 17. leikviku getrauna komu fram 7 raðir með 12 réttum leikjum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 1.240.000.- en 11 réttir reyndust vera í 71 röð og var vinningur fyrir liverja röð kr. 52.400. Siðasti getraunaseðill ársins, nr. 18, er nú í umferð og er hann með leikjum, sem fram fara laugardaginn 20. desem- ber. Þá verður gert hlé á getraunum og síðan tekið til að nýju á nýju ári með leikjum, sem fram fara laugardaginn 10. janúar. Sex úr Fram ogfimmfráFH — kvennalandsliðshópur valinn KÖRFULANDS- UÐID VAUÐ SANNKOLLUD „STIORNUHATH)” — Heimsmethafinn Skúli Óskarsson, Norðurlandameistarinn Bjami Friðriksson, stjömulið Ómars Ragnarssonar, landsliðið í handknattleik og pressuliðið í sviðsljósinu á Selfossi íkvöld Selfyssingar geta svo sannarlega gert sér glaðan dag nú í skammdeginu því í kvöld fá þeir i heimsókn fríðan flokk íþróttamanna, sem munu skemmta þeim í iþróttahúsi staðarins undir nafninu „Stjörnuhátið”. Þarna verða, Norðurlandameistarar og heimsmeistarar auk stjörnuliðs Ómars Ragnarssonar, hins einstæða liðs íþróttafréttamanna og þá síðast en ekki sízt landsliðsins í handknatt- leik, sem mun mæta úrvali blaða- manna, „pressuliðinu”. Dagskráin hefst á því að húsið verður opnað upp úr kl. 19 og verða leikin lög af hljómplötum frá Stein- um, sem einnig hafa gefið hljómplöt- ur í verðlaun í vítakeppninni, sem verður síðar um kvöldið. Klukkan 20 stundvíslega mun heimsmethafinn Skúli Óskarsson taka til við lóðin af krafti og sýna gestum hvers hann er megnugur. Skúli setti heimsmet í réttstöðulyftu i Laugardalshöllinni ekki alls fyrir löngu þannig að verði hann í stuði má búast við góðri lyftu. Er Skúli hefur lokið sér af við lóðin munu áhorfendur fá tækifæri til að vinna sér inn hljómplötur fyrir jólin í Heimsmethafinn Skúli Óskarsson spókar sig á Selfossi i kvöld. vítakeppni. Steinar hafa gefið fimm glæsilegar plötur í verðlaun til handa sigurvegurunum og er ekki að efa að færri munu komast að en vilja. Þegar plöturnar hafa allar komizt til skila munu íþróttafréttamenn etja kappi við stjörnulið Ómars Ragnars- sonar. í gærkvöld lá ekki alveg Ijóst fyrir hvernig lið hans myndi verða skipað en i því hafa verið frægir kappar allt frá upphafi og nægir að nefna þá Halla & Ladda, Magriús Ólafsson o.fl. Þessi tvö lið hafa margsinnis att kappi saman og enn er ekki ljóst hvort hefur haft betur í gegnum tíðina. Úr því fæst þó væntanlega skorið í kvöld. Norðurlandameistarinn Bjarni Friðriksson, sem sló svo eftirminni- lega í gegn í Kaupmannahöfn fyrir nokkru er hann lagði alla keppinauta sína glæsilega, mun glíma við Halldór Guðbjörnsson að þessu loknu og er ekki að efa að þar verða fjörleg átök. Júdóið hefur verið á hraðri uppleið að undanförnu og glæsilegir sigrar á erlendri grund hafa ýtt enn frekar undir áhugann hér- lendis. Rúsínan í pylsuendanum er svo viðureign landsliðsins í handknattleik og pressuliðs, sem verður undir stjórn þeirra Hermanns Gunnars- sonar og Þórarins Ragnarssonar. Þeir félagar hafa báðir margsinnis' leikið í landsliðinu i handknattleik og margir minnast vafalítið ennþá til- þrifa þeirra er þeir svifu inn úr horn- unum. Pressuliðið verður valið úr þessum hópi, en i gær lá ekki alveg ljóst fyrir hverjir gátu gefið kost á sér og hverjir ekki. Þessir leikmenn voru í hópnum. Markverðir: Gunnar Einarsson, Haukum, Einar Þorvarðarson, HK. Aðrir leikmenn: Árni Indriðason, Víking, Gunnar Lúðvíksson, Val, Þorbjörn Guðmundsson, Val, Björgvin Björgvinsson, Fram, Axel Axelsson, Fram, Lárus Karl Ingason, Haukum, Jóhannes Stefánsson, KR, Þ'orbjörn Jensson, Val, Árni Sverris- son, Haukum, Gunnar Gíslason, KA, Kristján Arason, FH, Sæmund- ur Stefánsson, FH, Stefán Gunnars- son, Fylki, Viðar Símonarson, Hauk- um og Brynjar Harðarson, Val. Af þessum hópi munu 12 leikmenn mæta til leiks gegn landsliðinu. Landsliðshópurinn var valinn í fyrrakvöld og i honum eru eftirtaldir: Kristján Sigmundsson, Viking, Ólaf- ur Benediktsson, Val, Ólafur Jóns- son, Viking, Þorbergur Aðalsteins- son, Víking, Steinar Birgisson, Vík- ing, Guðmundur Guðmundsson, Víking, Páll Björgvinsson, Víking, Steindór Gunnarsson, Val Bjarni Guðmundsson, Val, Stefán Halldórs- son, Val, Páll Ólafsson, Þrótti. Sig- urður Sveinsson, Þrótti og Atli Hilmarsson, Fram. Eftir pressuleikinn mun svo Hilm- ar Björnsson tilkynna 16 manna hóp fyrir leikina gegn Belgum um helgina. Það er því öruggt að leikmenn pressuliðsins munu leggja sig alla fram því 3 sæti eru enn laus i lands- liðinu. Miðaverði á þessa frábæru kvöld- skemmtun hefur mjög verið í hóf stillt og kostar kr. 3000 fyrir full- orðnaenkr. 1000 fyrir börn. -SSv. ’Oniar Ragnarsson mætir með úrvals- lið sitt og mun það etja kappi við lið íþróttafréttamanna.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.