Dagblaðið - 16.12.1980, Side 17

Dagblaðið - 16.12.1980, Side 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1980. 33 Helgi fer í göngur eftir Svend Otto S. Almenna bókafélagið hefur sent frá sér nýja barnabók eftir danska teiknaranu og barnabókahöfundinn víðkunna Svend Ottó S. Þessi gerist á 'lslandi og heitir Helgi fer í göngur. Bókin er kynnt þannig á kápu:. Árið 1979 gaf AB út eftir hann (Svend Otto S.) barnabókina Mads og Milalik. sögu frá Grænlandi og hlaut hún miklar vinsældir hinna ungu lesenda hér sem annars staðar. Síðastliðið sumar dvaldist Svend Otto S. um tíma á Íslandi (á Sifrastöðum í Skagafirði). og birtist nú sú barnabók sem til varð í þeirri ferð. Svend Otto S. er mikill náttúru- og dýraunnandi eins og vel kemur fram i bókinni um Helga, skagfirzka strákinn. sem lendir I ævintýrum i göngunum. .. " Því mábæta við að þessi barnabók um ísland hefur á þessu ári verið gefin út á mörgum tungum Evrópu og verður hún góð Íslandskynning meðal ungra lesenda viðsvegar. Bókin er íslenzkuð af Sigrunu Ástriði Eiríksdóttur. Hún er sett I Prentsmiðj- unni Odda og prentuð í Danmörku. IstandisdfSæas Icelandic Saga and Manuscripts fslenzku fornritin á ensku og þýzku lceland Review hefur senl l'rá sér vandaða bók I máli og myndum um is- lenzku handritin og fornsögurnar. Bók- in er gefin samtimis út á ensku og þýzku og heitir enska útgáfan lcelandic Sagas and Manuscripts, en sú þýzka Islándische Sagas und Handschriften. Höfundur bókarinnar er dr. Jónas Kristjánsson. forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar i Reykjavík. í texl- anum fjallar hann ýtarlega um uþp- runa handritanna. efni þeirra og varð- veizlu auk þess sem hann greinir frá mikilvægi þeirra og sérstöðu. ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur einnig i alþjóðlegum skilningi. 1 bókinni eru tugir litmynda af texta og skreytingum í mörgum merkustu handritanna sem varðveitzt hafa. Bókin um handritin og fornsögurnar kom upprunalega út hjá Bókaforlaginu Sögu fyrir áratug, en er löngu uppseld og ófáanleg. Nýja útgáfan er aukin og endurbætt, auk þess sem útliti hefur verið breytt til samræmis við aðrar bækur lceland Review. Þá kemur bók- in nú i fyrsta sinn út á þýzku. Þetta er vegleg gjöf til vina erlendis. þjóðleg og fræðandi um helgasta menningararf okkar. Prófessor Alan Boucher þýddi bók- ina á ensku, en þýzku þýðinguna gerði dr. Hubert Seelow. Setning og filriiu- vinna fór frarn hjá Prentstöfu Guð- mundar Benediktssonar. en litprentun i Englandi. Bókin er 96 siður. ISLENZKAR rÓNMENNTIR Kvíeðakig. ftirsaga þcírra bvgging og f lutningsháttur HalIgrtnturHclgiwon Íslenzkar tónmenntir eftir dr. Hallgrím Helgason Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur sent frá sér bókina íslenzkar tónmennt- ir. eftir dr. Hallgrím Helgason. Með riti þessu er lagður grundvöllur að fræðilegum tónmenntum Islands ntcð grundvallarrannsóknum á þeirri elztu hljómandi arfleifð. Sem íslendingar hafa átt og ástundað allt til vorra daga. Eyrir rit þetta hlaut Hallgrimur Helgason doktorsgráðu við háskólann í Zúrich i Sviss árið 1954. Er rit þetta fyrsta músikvisindalegl rit á háskóla stigi sem samið er af Íslendingi og þvi um brautryðjandaverk að ræða. í formála bókarinnar segir höfundur m.a.: „Við Íslendingar höfum löngum verið hreyknir af fornbókmenntum okkar. Þar hefir skerfur okkar til sam- félags þjóðanna verið viðurkenndur. En menning er fjölstrengja harpa. og tjóar lítt að knýja aðeins einn þeirra. Strengur tónmennta hefur of lengi legið í þagnargildi. Afleiðing er þjóð- menningarlegt andvaraleysi, skeytingar leysi um þjóðleg verðmæti og þar af leiðandi skortur á menningarlegri sjáli'- stæðisstefnu. sem m.a. kemur l'ram i gagnrýnislausri upptöku lánslaga eftir ýmsa erlenda höfunda. undir yfirskini tónsettra islenzkra öndvegisljóða. Þannig deyr út ekta þjóðlegur lifandi arfur." Aðalkaflaheiti rilsins eru: Galdra ljóð. Edduljóð, Dróttkvæði. Eornir dansar. Uppruni rimna. Þjóðfélagslcgt gildi þeirra og Eormfræði rimnalaga. Bókin íslenzkar tónmenntir er gefin úl í 599 tölusettum eintökum sem árituð eru af höfundi. Bókin er sett. prentuð og bundin hjá Waldheim- Eberle i Vínarborg. Hrifsur eftir Bergþóru Ingólfsdóttur Nýlega kom á markað Ijóðabókin Hrifsur eftir Bergþóru lngólfsdóttur. Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar en áður hefur hún flutt Ijóð sin i ýmsum menntaskólum. Ljóð Bergþóru bera öll svip nútimaljóðsins, formið er frjálst og myndmálið rikulegt. Tjáning hennar er þó opnari og persónulegri en menn eiga að venjast. Hún leggur áherzlu á að skilja og greina eigin tilfinnignar sem jafnframt spegla þann veruleika sem hún hrærist í. Höfundur gefur bókina út en Letur fjölritaði. Mynd- skreytingu annaðist Margrét Einars dóttir. Blátt áf ram — Ijóð eftir Guömund A. Finnbogason Innihald bókarinnar er rösklega 200 vísur, sem hafa orðið til við ýmis tæki færi á síðastliðnum 20 árum. Þetta cr fyrsta Ijóðabók Guðmundar A. Einn bogasonar og gefur hann bókina út sjálf ur. Guðmundur býr á Hvoli i Innri Njarðvik. Fyrir tveimur árum kom út eflir Guð- mund bókin Sagnir af Suðurnesjum. sem var gefin út af Setbergi. Birzt hefur eflir Guðmund A. Finnbogason efni i Lesbók Morgunblaðsins og einnig hefur hann ritaðgreinar í dagblöðog timarit. Sálmasöngbók til kirkju- og heimasöngs i samantekt þeirra Sigfúsar Einarssonar og Páls isólfs- sonar Sálmasöngbók þeirra Siglúsar Einars- sonar og Páls ísólfssonar cr nú al'tur fáanleg í bókaverzlunum. 1 þessari bók. sem kom fyrst út 1936 og hefur komið út I 4 útgáfum, eru lög við Sálmasöng- bókina og við Passiusálma Hallgrims Péturssonar. Þegar þeir Sigfús og Páll sendu þessa bók frá sér fyrst bættu þeir i liana allmiklu safni af lögum við aðra og nýrri sálma en þá voru i Sálmabók inni svo að þessi bók er enn i lullu gildi. |ró að Sálmabókin hafi verið endurskoðuð. Alls eru 390 lög i bók- inni. Sálntasöngbókin er 153 bls. og gel'in út af Bókaverzlun Siglúsar Eymunds sonar. Kristnar hugvekjur Prestafélag lslands hefur gefið út Kristn ar hugvekjur eftir íslenzka kennimenn. fyrra bindi: Frá aðventu til hvitasunnu. Höfundar eru alls 28 og ritar hver þeirra hugvekjur fyrir eina viku kirkjuársins. Æviágríp og mync^höfundar fylgir hug- vekjunum. Höfundunum er það öllum sameigin legt að þeir eru landsþekktir kennimenn og hafa þjónað sem sóknarprestar og sálusorgarar vítt og breitt um byggðir íslands. Kristnar hugvekjur eru 232 bls. á stærð. prentuð í Hagprenti. Ég vil líka fara í skóla eftir Astrid Lindgren Hjá Máli og menningu er komin úl bók handa yngstu lesendunum eftir hinn kunna barnabókahöfund Astrid Lind- gren. Þessi bók heitir Ég vil líka fara i skóla og segir frá Lenu sem er fimm ára og fær að fara með bróður sínum i skól- anneinndag. Fallegar litmyndir eru á hverri síðu i bókinni og þær hefur llon Wikland gert en hann er kunnur fyrir myndskreyt- ingar sinar á bókum. m.a. eftir Astrid Lindgren. Bókin Vist kann Lotta næstum allt. sem kom út fyrir ári hjá Máli og menningu, er einnig gerð i sam- einingu af þeim Astrid Lindgren og llon Wikland. Ásthildur Egil'son þýddi báðar bækurnar. Ég vil lika fara i skóla er um 30 bls. Prentstofa G. Benediktssonar annaðist setningu og filmuvinnu. en bókin er prentuð i Brctlandi. Áskriftarsími Eldhúsbókarinnar 24666 ELDHÚSBÓKIN I rcsjugUlii 14 KOMMÓÐUR Litír: fura, tekk b r d. h V e rð N ý k r. Þriggja skúffu 80 cm 40 cm 46 cm 42.600. 426,- Fjögurra skúffu 80 cm 40 cm 71 cm 49.500. 495,- Fimm skúffu 80 cm 40 cm 86 cm 55.700, 557,- Sex skúffu 80 cm 40 cm 101 cm 63.700. 637,- Takmarkaðar birgðir á þessu hagstæða verði. Eirtnig fyririiggjandi spegiar, kertastjakar og ýmsar smíða- járnsvörur. 8537-5997 Háteigs vegi 20 Sími 12811 Opiö laugardag 10—18 ICOMl 15% afsl^ auk góðra greiðslukjara á KONi höggdeyfum í: MAZDA 616 MAZDA818 MAZDA929 VOLGA framan framan/aftan framan/aftan framan/aftan Tilboð þetta giidir til áramóta meðan birgðir endast Tilboð sem enginn eigandi ofantaldra brfreiða hefur efni á að hafna. SMYRILL HF. ÁRMÚLA 7 - REYKJAVÍK - SÍMI84450.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.