Dagblaðið - 16.12.1980, Síða 27

Dagblaðið - 16.12.1980, Síða 27
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1980. 43 -GSE VERKALÝDSHREYFINGIN: RÍKI í RÍKINU - sjónvarp kl. 22,45: Samskipti aðila vinnumarkaðaríns Jón Baldvin Hannibalsson ritstjóri er umsjónarmaöur umræðuþáttar um verkalýðshreyfinguna í sjónvarpi í kvöld. Þeir sem taka þátt í umræðun- um eru: Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, andófsmaðurinn, málvísinda- maðurinn og öskukallinn Guðmundur Sæmundsson og Sigurður Líndal próf- essor sem fjallað hefur mikið um vinnulöggjöfina. Inn í umræðurnar er skotið viðtölum við ýmsa menn sem tengjast þessum málum. Rætt verður við Vilmund Gylfason sem lagt hefur fyrir Alþingi frumvarp um starfs- greinafélög. Guðjón Jónsson, for- maður málm- og skipasmiða, er spurður um afstöðu hans til frumvarps- ins. Einnig er rætt við Baldur Guðlaugsson lögfræðing, fyrrverandi framkvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bandsins. Lýsir hann reynslu sinni af samskiptum vinnuveitenda og verka- ?ýðs þegar hann var framkvstj. VSÍ. Jön Baldvin sagði að það væru aðal- lega þrjár spurningar sem hann leitaði svara við. Þær væru: Er verkalýðs- hreyfingin fyrst og fremst bitbein stjórnmálaflokka? Er skipulag vcrka- lýðshreyfingarinnar úrelt? og Eru samskipti aðila vinnumarkaðarins, verkalýðs, vinnuveitenda og ríkisvalds, eins og bezt er á kosið eða er hægt að koma þeim í betra horf? Væri hægt að koma málefnum þeirra fyrir á haganlegri hátt? Jólagetraun Dagblaðsins 1980 IV.HLUTI Vinningarnir í Jólagetraun Dag- blaðsins að þessu sinni eru með glæsi- legasta móti. Fyrstu verðlaunin eru Nordmende myndsegulbandstæki að verðmæti rúmlega 1.5 milljón króna. önnur og þriðju verðlaun eru nýútkomin myndabók Halldórs Péturssonar listmálara. Hvor um sig kostar um 39 þúsund krónur. Heildarverðmætið nær því rúmlega sextán hundruð þúsundum, svo að til mikils er að vinna að þessu sinni. Getraunin að þessu sinni er fólgin í því að geta upp á nöfnum íslenzku jólasveinanna. Daglega birtist ein jólasveinamynd eftir Halldór Péturs- son og þrir möguleikar á nafni. Þátt- takendur eiga siðan að strika undir það nafn, sem þeir telja réttast, skrifa nafnið sitt á seðilinn og þegar allir tíu hafa birzt á að senda þá til Dagblaðs- ins, Síðumúla 12, 105 Reykjavík og merkja umslagið „Jólagetraun”. Skilafrestur er til 30. desember, svo að rétt er að benda þátttakendum á að flýta sér að koma úrlausnunum í póst. Jólasveinninn, sem nú er kynntur, heldur sig aðallega I eldhúsum innan um mataráhöldin. Ef afgangar verða að málsverði loknum á hann það til að næla sér í leifarnar, áður en vaskað er upp. Hvað skyldi hann heita þessi matgráðugi þokkapiltur? NAFN HEIMILI........................................................... Stríkid undir þaö nafn, sem ykkur þykir llklegast. Klippið siðan mynd- ina op lausnina út og peymið með þeim níu, sem ú eftir koma. Þepar sið■ asti jólasveinninn hefur birzt á Þorlúksmessu, setjið þá allar lausnirnar I umslag op merkið það: Dagblaðið „Jólagetraun" Síðumúla 12 105 Reykjavík Skilafrestur ájólagetrauninni er til 30. desember. Fyrsti vinningurinn I Jólagetrauninni að þessu sinni er Nordmende myndsegulbandstæki að verðmæti 1.525.700 krónur. Það er gert fyrir svonefnt VHS kerft, sem um áttatlu prósent allra myndsegulbands- tækja í Evrópu og Bandarikjunum hafa. Óátekin sextiu minútna löng spóla i tækið kostar nú 21 þúsund krónur. Að sögn forráðamanna Radióbúðarinnar, sem hefur umboð fyrir Nordmende tæki, er taisvert um að fólk kaupi myndsegulbandstæki til jólagjafa — alla vega standa Nordmende tækin stutt við þegar nýjar sendingar koma. Upptökuvélin sem sést á myndinni fylgir ekki með. Slikar eru þó til sölu og kosta um hálfa aðra milljón króna. Pottasleikir Pálmi á Akri Pétur sjómaður Akureyri, höfuðstaður Norðurlands, um jólaleytið. NÚ ER HANN ENN Á N0RÐAN —útvarpkl. 22,35: Menningarstarf- semi á Norðurlandi „Fjallað verður um menningar- samskipti á Norðurlandi,” sagði Guðbrandur Magnússon, umsjónar- maður þáttarins Nú er hann enn á norðan, sem er í útvarpi kl. 22.35 í kvöld. Haldin var ráðstefna á vegum Fjórðungssambands Norðurlands helgina 5.—7. des.á Hótel Varðborg, Akureyri. Aðalmál ráðstefnunnar var „hvernig hægt væri að samræma menningarstarf í fjórðungnum.” Guðbrandur ræðir við framsögu- menn á ráðstefnunni . Talað er við Kristin G. Jóhannsson, Örn Inga, Einar Njálsson, Pétur Þórarinsson og Sturlu Bragason. Þeirri spurningu er m.a. varpað fram hvað þeir telji brýnast að aðhafzt sé I menningar- málum fjórðungsins. Einn þessara manna, Kristinn G., er formaður Félags- og menningarmálasambands Norðurlands og stóð hann fyrir þess- ari ráðstefnu. Guðbrandur sagði að það hefði verið á döfinni dálítið lengi að halda ráðstefnu um þessi mál, vit- að væri um listamenn víða um fjórðunginn, myndlistarmenn, tón- listarmenn og leikstarfsemi, sem ekki færu utan sinnar heimabyggðar, en væri full ástæða til að fleiri fengju að njöta þeirra. Til er sjóður sem ætlað er að styðja starfsemi af þessu tagi, en ekki er nýttur. Á ráðstefn- unni var stofnuð samstarfsnefnd til að sjá um að þessi mál væru færð I betra horf. Einnig flytur Steinar Þor- steinsson norðlenzkan pistil. Steinar er formaður neytendasamtakanna á Akureyri og fjallar hann um neytendamál. -GSE. TAMNINGAR Get tekið að mér tamningar og þjálfun á hrossum. Uppl. í síma 99-4592. Pétur Gunnar Pétursson Hveragerði. LAMPA- og skermamarkaður 5 0n0/ft AFSLATTUR ÆAM /O TIL 21. DESEI HEIMAEY SÍM114220 DESEMBER AUSTURSTRÆTI 8 Samhjálp auglýsir: Samhjálparplatan fœst í afgreiðs/u Samhjálpar Hverfisgötu 42. Opið kl. 13-18. Sendum í póstkröfu um allt land. Símar 11000 — 66148. Utvarp Sjónvarp

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.