Dagblaðið - 30.12.1980, Side 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980
3
ER FRIDJÓN OF VANUR NEI-
KVÆÐUM ÁKVÖRDUNUM?
—Getur hann ekki breytt til?
Forvitin skrifar:
Með sjálfri mér hef ég reynt að
réttlæta eða finna skýringu á þeirri
ákvörðun Friðjóns að reka Gerva-
soni úr landi. Mér líkar ekki að þurfa
að skammast mín fyrir að vera
íslendingur og bið því stuðningsmenn
Friðjóns um að svara nokkrum
spumingum og hjálpa mér að finna
skýringu.
Það er búið að skrifa svo mikið um
þær þrjár ástæður sem Friðjón gaf í
upphafi og rekja þær niður í botninn
svo þær eru ekki lengur neinar
ástæður. Það sem siðast heyrist aðal-
lega er það að maður sem hefur
brotið af sér i sinu heimalandi geti
ekki fengið hæli hér. Nú flýr fólk sitt
heimaland oft vegna þess að það
getur ekki lifað við þau lög sem þar
eru í gildi. Ef Rússi flýði frá Rúss-
landi, gæti hann þá ekki fengið hæli
hér? Hann verður jú að brjóta rúss-
nesk lög því það er bannað að fara
frá Rússlandi án þess að hafa leyfi
stjórnvalda.
Friðjón sagði i sjónvarpi að hann
tæki neikvæðar ákvarðanir um líf
manna á hverjum degi. Ég veit ekki
hvort það sé ein af ástæðunum. Er
maðurinn orðinn það vanur að taka
neikvæðar ákvarðanir að hann getur
hreint ekki breytt til þó hann hafi
ástæðu til þess? Ef svo er, er þá
maðurinn ekki óhæfur til að gegna
þessu starfi? Mig langar líka til að
vita hvers vegna Danir eru betur
færir um að taka á móti Gervasoni en
við. Eru þeir í betri aðstöðu til þess?
Nú eru þeir ekki lengur skyldugir til
þess þar sem Gervasoni hefur fengið
atvinnuleyfi hér.
Fólk skrifar um það í blöðin að
Gervasoni og Guðrún Helgadóttir
hafi staðið t því að æsa fólk upp i
þessu máli. Ég vildi gjarnan fá skýr-
ingu því mér skilst að Friðjón eigi
mesta sök á því. Ef hann hefði gefið
fólki viðunandi skýringu (ef hún er
til) á sinni ákvörðun þá hefðu þessi
læti aldrei orðið.
Endursýnið
Innrásina
Páll hringdi:
Ég skora á sjónvarpið að endur-
sýna myndina um innrásina í Tékkó-
slóvakíu. Hún var sýnd á óheyri-
legum tíma þegar margir voru að
sinna jólaundirbúningi. Ég var einn
af mörgum sem misstu af þessari
mynd en ég hef heyrt marga tala um
að hún hafi verið mjög góð.
Skammar-
legfram-
komaút-
varpsins
—ófyrirgefanlegt
ranglæti gagn-
vartsjúklingum
Þorleifur Guðlaugsson (9691—4520)
skrifar:
Ég vil vekja athygli á skammarlegri
framkomu Ríkisútvarpsins gagnvart
þeim sem reyna að koma á framfæri
kveðjum í óskalagaþætti sjúklinga.
Það var á afmælisdegi útvarpsins,
laugardaginn 20. desember 1980 að
óskalagaþátturinn átti að vera að
venju. En hann var nær þurrkaður út
af dagskránni. Síðan var endurtek-
inn þáttur með negratónlist. Hefði
ekki verið hagkvæmara að láta hann
detta út af dagskránni og leyfa
sjúklingum að fá sinn þátt, svona rétt
fyrir jólin?
Mér finnst þetta ófyrirgefanlegt
ranglæti gagnvart sjúklingum og
mjög lítillækkandi fyrir dagskrár-
stjórn Ríkisútvarpsins.
Ég tek fram að ég er ekki sjúkling-
ur og hef ekkert á móti negratónlist i
útvarpinu.
Skemmti-
þátturinn hrein
auglýsing
Stefán Guðmundsson, Skipasundi
19, hringdi:
Ég vil lýsa vanþóknun minni á
dagskrá sjónvarpsins laugardaginn
20. des. sl. Fyrir utan það að dag-
skráin var hundieiðinleg og ætti alls
ekki heima á laugardagskvöldi þá tel
ég að síðasti dagskrárliðurinn, sem
var þáttur með hljómsveitinni
Brimkló, hafi verið hrein og kláraug-
lýsing i formi skemmtiþáttar, aug-
lýsing fyrir plötur, sem Hljómplötu-
útgáfan h/f hefur nýlega sent frá sér.
Varla er hægt að hugsa sér meiri
auglýsingu rétt fyrir jólin og er þetta
ekki í fyrsta skipti sem Hljómplötu-
útgáfan fær svona auglýsingu hjá
sjónvarpinu.
Spurning
dagsins
Hvað er þér minnis-
stæðast frá árinu
1980?
Ómar Ragnarsson fréllamaður, Sjón-
varpinu: Það var þegar ég sá upphaf
Kröflugoss i sumar. Ég var þá að gera
allt annað en að fara í gos þegar ég
frétti að gufur væru farnar að koma
upp. Ég fór á staðinn og sá þá gosið
byrja.
Helgi Pélursson fréllamaður, Útvarp-
inu: Forselakosningarnar í vor og
ánægjulegar niðurstöður þeirra unt leið
og þa:r höfðu vissar afleiðingar fyrir
mig. Ég skipli um slarf og það varð
mjög gleðilegl fyrir ntig.
Morgunblaðinu: Tilkoma nýrrar rikis-
stjórnar sem við erum enn að biða eftir
að laki til hendi. Af persónulegum al-
burðum er mér minnisslæðast þegar ég
þrammaði með 20 kg á bakimi úr
Fljótsdal yfir Lónsöræfi i Hornafjörð i
þessu dásantlega jöklakuli, grjóti og
bleylu og naul hverrar minúlu af okkar
hrikalegu fóslurjörð.
Guðjón Friðriksson blaðamaður,
Þjóðviljanum: Stjórnarmyndun Gunn-
ars Thoroddsen og forsetakosning-
arnar. Hvorl iveggja merkilegt og
óvænt, sljórnarmyndunin vegna klofn-
ingsins i Sjálfslæðisflokknum og for-
seiakosningarnar vegna þess að kona
var kjörin. í upphafi ársins hefði
maður ekki gelað ímyndað sér að
Gunnar yrði forsælisráðherra og
Vigdís forseli, jafnvel þóll maður helði
beitt imyndunaraflinu.
Guðmundur Árni Slefánsson blaða-
maður, Helgarpóslinum: Þróun efna-
hagsmálanna og þær „draslisku" ráð-
slafanir sem gerðar hafa verið i slagn-
um við verðbólguna. Auk þess hinn
mikli fjöldi boðbera válegra líðinda.
sem skoiið hafa upp kollimtm. Fn
horfum með bjarisvni fram á við.
Guðjón Einarsson Ijósmyndari, Tim-
anum: Minnisstæðust er mér sú viður-
kenning sem blaðaútgefendur hafa sýnt
á starfi ljósmyndara. í Sviþjóð segja
þeir að Ijósmyndin sé númer eitt, fyrir-
sögnin númer Ivö og greinin númer
þrjú.