Dagblaðið - 30.12.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980
—
upp , þessa atburði og hafa orðið að
fá læknishjálp og í mörgum tilfellum
reynzt gjörsamlega ófær um að tjá
sig.
Til þess að hægt sé að dæma hina
ákærðu verður að sanna að þeir hafi f
eigin persónu framkvæmt þau
ódæðisverk sem um er að ræða. Ekki
nægir að þeir hafi verið ábyrgir
ásamt öllum öðrum er tóku þátt í
útrýmingu þeirra 200 þúsunda manna
sem dóu í búðunum. Ekki er það
heldur nægilegt að þeir hafi tekið
þátt í „Aktion Skördefest”, eins og
SS-menn kölluðu það þegar hundruð
barna voru í nóvember 1943 tekin frá
foreldrum sínum og þeim hent upp á
vagna og síðan ekið með þau í gas-
klefan'a.
Ákærurnar verða að vera
nákvæmar og það verður erfiðara
með hverju árinu sem líður. í apríl í
fyrra ákvað rétturinn að fjórir hinna
ákæröu skyldu látnir lausir. Ekki lék
þó neinn vafi á þvi að þeir voru 1
forystuliði útrýmingarbúöanna en
engin vitni þekktu þá aftur eða gátu
vitnað um glæpi þeirra. Ákvörðun
þessari var mótmælt harðlega.
Enginn flótti til Suður-
Amerfku
Verjendur hafa haldið fast við aö
hinir ákærðu ættu að vera frjálsir
SS-foringinn Himmler. Réttarhöld yfir
undirmönnum hans standa enn.
ferða sinna á meðan á réttarhöldun-
um stendur. Framan af var rétturinn
sammála því. Álitið var að engin
hætta væri á flótta hinna ákærðu þar
sem þeir voru svo gamlir. En um leið
og fjórir sakborninganna voru látnir
lausir í fyrra voru aðrir fjórir settir í
gæzluvarðhald. Það þykir benda til
þess að sannanirnar gegn þeim séu
svo sterkar að þeir verði sekir fundnir
og dæmdir í líf stíðar fangelsi.
Ný róttarhöld
Á sama degi og Majdanek-réttar-
höldin hófu sitt sjötta ár hófust i Kiel
síðustu striðsréttarhöldin, sem haldin
verða gegn hinum 71 árs gamla SS-
foringja Kurt Asche, sem sakaður er
um að hafa átt þátt í því, að a.m.k.
tiu þúsund belgískir gyðingar voru
sendir í útrýmingarbúðir. Þau réttar-
höld munu örugglega ganga mun
greiðlegar. Asche heldur þvi fram aö
hann hafi ekki vitað hvert farið yrði
með gyðingana og hann segist hafa
verið þeirrar skoðunar að farið yrði
með þá í vinnubúðir.
En nafn Asche hefur fundizt á
skjölum sem sanna hiö gagnstæða.
Þegar réttarhöldin hófust mótmæltu
hundruð Belgíumanna fyrir utan
réttarsalinn.
Reyndar voru það þrír menn sem
voru ákærðir en hinn sjötiu ára gamli
Ernst Ehlers fyrirfór sér tveimur
mánuðum áður en réttarhöldin byrj-
uðu og þriðji sakborningurinn,
Konstantin Canaris, 73 ára gamall, er
alltof veikur til að geta komið fyrir
réttinn.
Þegar undirbúningur undir réttar-
höldin hófst fyrir þrettán árum voru
ellefu grunaðir en átta þeirra dóu
áður en árið 1975 var á enda.
(Dagens Nyheter)
Stjóraviska eða aulaháttur
,15
Að undanförnu hafa farið fram
nokkrar umræður um vörugjald, sem
alþingi samþykkti að leggja á
sælgætisiðnað og gosdrykkjaiðnað.
Ekki voru allir á einu máli um ágæti
iþessa gjalds fremur en oft áður um
Ihliðstæða skattheimtu. Frumvarp um
Iþetta vörugjald var eitt af allra sein-
ustu málum þingsins fyrir jólafrí og
afgreitt síðast, þegar aðeins var eftir
3. umræða um sjálft fjárlagafrum-
varpið.
Mörg atriði mæltu gegn samþykkt
þessa frumvarps, og vafðist það því
nokkuð fyrir ýmsum stjórnarþing-
mönnum. Stjórnarandstaðan verður
hins vegar ekki sökuð um að hafa
haldið uppi rökföstum málflutningi
Igegn frumvarpinu.
„Sóð hef óg köttinn
syngja 6 bók"
Vert er að draga fram nokkur
latriði varðandi þetta vörugjald, sem
að ýmsu leyti er hálfgert öfugmæla-
gjald.
1) Frumvarpið um vörugjald á sæl-
gæti og gosdrykki var kynnt
stjórnarþingmönnum á þeim for-
sendum, að þar sem aðlögunar-
gjaldið væri nú fellt niður, þyrfti
ríkissjóður að fá annan tekju-
stofn.
Aðlögunargjaldið átti samkvæmt
lögum að renna til iönaðarins, en
ekki að vera tekjustofn fyrir ríkis-
sjóð. Ríkið var því ekki að missa
neinn tekjustofn þó aðlögunar-
gjaldið félli niður. Hins vegar
rýrist samkeppnisaðstaða mikils
hluta iðnaðar um 3% við niður-
fellinguna.
Það eru því hrein öfugmæli að
ríkið þyrfti annan tekjustofn þótt
aðlögunargjaldið félli niður.
önnur öfugmæli eru það, að ekki
var talið nauðsynlegt að mæta
iðnaðinum sérstaklega þó
aðlögunargjaldið félli niður, en
vitað er að ýmis EFTA-lönd beita
ýmsum aðferðum til að greiða
niður iðnaðarvörur sínar og flytja
þær síðan meðal annars inn til
okkar.
i2) Alveg nýlega var talið nauðsyn-
legt að setja bráðabirgðalög til
þess að vernda sælgætisiðnaðinn.
Þannig var komið að fyrirtæki í
þessum iðnaði stóðu frammi fyrir
því að loka og segja upp starfs-
fólki.
Þá var talið nauðsynlegt að leggja
30% gjald á innflutt sælgæti til
þess að vernda þennan iðnað og
verja störf þessa fólks. — Þessu er
varla lokið, þegar ríkissjóð vantar
meira fé. Og þá er valið að nota
þennan iðnað sem menn þóttust
vera að styðja, sem féþúfu. Þá er
þessi iðnaður orðinn svo sterkur,
að ástæða er til að skattleggja
hann sérstaklega. Litið samhengi
þykir mér vera í þessum hlutum.
3) 30% vörugjald er lagt á gos-
drykki. Fyrir var 24% vörugjald á
þessum vörum ásamt fleiri gjöld-
ums.s. 16 kr. tappagjaldi.
í þessum iðnaði er nú svo komið,
að ríkissjóður tekur um 50% af
verksmiðjuverði hverrar gos-
drykkjaflösku beint til sín. 50%
af verksmiðjuverði hverrar flösku
fyrir utan venjulega skatta, sem
þessi iðnaður greiðir að sjálf-
sögðu fyrir utan þetta.
Fyrirtæki í gosdrykkjaiðnaði er ef
til vill með 5—800 viðskiptavini,
sem kaupa frá verksmiðjunni.
Fyrirtækið þarf að lána þessum
aöilum oft þar til þeir hafa selt
'vöruna. Ríkið heimtar hins vegar
sín 50% af verksmiðjuverði og
engar refjar. Dráttarvexti ef þú
borgar ekki karl minn. Þegar
rikið tekur svona stóran hluta af
framleiðsluverði, þ.e. jafnmikið
og framleiðandinn fær i sinn hlut
fyrir hráefni, vinnulaun, raf-
magn, hita, húsnæði o.s.frv., er
framleiðandinn nánast orðinn
innheimtumaður hjá ríkinu. Hlut-
fallið er orðið mjög óeðlilegt.
4) Vörugjaldið á sælgæti og gos-
drykki hækkar framfærsluvísi-
tölu um ca 0,25 stig og þar með
verðbótavisitölu. Gjaldið færir
rikissjóði um 3.5 milljarða kr. í
tekjur, en landsmenn allir fá
launahækkun, sem nemur 3-3.3
milljörðum króna, sem sagt beint
út i verðlagið meðan baráttan
gegn verðbólgunni er aðal keppi-
kefli ríkisstjórnarinnar.
5) Vörugjald þetta mismunar iðn-
greinum. Sérstakt gjald á gos-
drykkja- og sælgætisiðnað setur
þennan iðnaö í sérstakan flokk.
Það má vel vera, að þessi iðnaður
njóti minni samúðar en iðnaöur al-
mennt, en hvernig sem menn vilja líta
á málið, er þessi iðnaður nauðsyn-
legur í hverju þjóðfélagi. Séu þessar
vörur ekki framleiddar 1 landinu,
verður að flytja þær inn. Fjöldi fólks
hefur atvinnu af þessum iðngreinum
og það er ekki lítils virði, þegar at-
vinnuleysi er aöalböl nágrannaþjóða
okkar.
Kjallarinn
GuðmundurG.
Þórarmsson
^ „Með því vildi ég sýna samherjum mínum
í stjórnarliðinu megna óánægju með
þessa skattheimtu þótt ég treysti mér ekki til
að fella málið með öllum þeim afleiðingum,
sem það hafði og vildi ekki einn gera atkvæði
31 samherja að engu í atkvæðagreiðslu.”
Skattlagning af þessu tagi er miklu
fremur aulaháttur en stjórnsýsla.
Að öllu þessu
samanlögðu....
Þegar frumvarpið um vörugjald á
sælgæti og gosdrykki var lagt fyrir
þingflokk Framsóknarflokksins,
lagðist ég gegn þvi á ofangreindum
forsendum. Ríkisvaldið verður að
kunna sér hóf í skattlagningu. Að
vísu gera menn alltaf meiri og meiri
kröfur til ríkissjóðs, setja á hann
fleiri og fleiri byrðar, svo óneitanlega
er úr vöndu að ráða.
Meginatriði hlýtur þó að vera að
skattlagning sé rökrétt og samræmd.
Stjórnarandstaðan og dagblaðið
Vísir hafa gert afstöðu mina til þessa
máls að umræðuefni. Einkum það að
ég skyldi sitja hjá við afgreiðslu
málsins, þótt ég væri á móti því. Hjá-
seta mín tryggði samþykkt frum-
varpsins eins og menn orða það. Það
geri ég mér alveg ljóst, og ber því
auðvitað fulla ábyrgð á framgangi
málsins með öðrum stjórnarþing-
mönnum, þótt ég hafi valið að mót-
mæla með hjásetu. Þessa afstöðu
mína vil ég leitast við að skýra i
þessari grein.
En eitt atriði áður. Sá grandvari og
samviskusami þingmaður Birgir
ísleifur Gunnarsson ritaði grein i
Morgunblaðið þ. 21. des. sl. um
vörugjaldsmálið. Það segir hann
meðal annars:
„þetta nýja gjald mun hækka verð á
innlcndu sælgæti og gosdrykkj-
um. Sú verðhækkun gerir þessar
vörur síður samkeppnisfærar við
innfluttar vörur. Það er því lík-
legt, að sala á innlendu fram-
leiðslunni dragist saman”.
Hér er um mikinn misskilning að
ræða hjá þingmanninum. Vöru-
gjaldið kemur jafnt á innfluttar vörur
sem innlenda framleiðslu. Þótt
gjaldið íþyngi, mismunar það ekki
innflutningi og innlendri framleiðslu.
Þetta er grundvallaratriði og erfitt
að sjá, hvernig þingmanninum gat
yfirsést þetta eftir þrjár umræður um
frumvarpið í hvorri deild alþingis og
hann hafði jafnframt lagt á sig að
skrifa grein um málið. Þetta sýnir ef
til vill best, hversu mjög menn mega
gæta sín, þegar til hinna flóknari
mála kemur.
atriði, sem menn verða að hafa i
huga.
1) Þegar 32 þingmenn styðja ríkis-
stjórn, er mikillar samstöðu þörf,
ef stjórnin á að koma málum
fram og vera starfhæf. Auðvitað
eru menn ekki sammála um alla
hluti. Það væru skrítnir 32 þing-
menn, sem væru sammála um alla
hluti. Hins vegar leysa menn
ágreiningsmálin venjulega innan
þingflokkanna. Menn beygja sig
oftast fyrir meirihluta eða mála-
miðlun fæst fram. Annars er
tæpast um samstarf að ræða.
Líkt og stjórnmálaflokkur er
nánast baráttutæki til þess að
koma fram málum, þar sem menn
með svipðaðar skoðanir koma
saman til þess að vinna þjóðþrifa-
málum brautargengi. Samstöðu er
þörf til þess að baráttutækið verði
ekki einskis virði. Því verða menn
í slíkri samvinnu að sýna skoðun-
um samherja sinna tilhlýöilega
virðingu ætlist þeir til að vera
teknir alvarlega sem samstarfs-
aðilar.
2) Stundum getur ágreiningur orðið
það mikill, að viðkomandi aðili
telji nauðsynlegt að hann komi
fram. Þá þarf að meta hvort
menn telja nægjanlegt að sýna á-
greining, eða hvort menn vilja
ganga svo langt að fella málið
fyrir samherjum sínum.
Slíkt mat er oft erfitt og auövitað
háð ýmsu, bæði því hvers eðlis
máliö er og hvernig málið er í
pottinn búið. Oft geta þær
aðstæður sem málið kemur fram
við haft mikil áhrif.
3) Vörugjaldið á sælgæti og gos-
drykki kemur fram á alþingi, sem
• síðasta frumvarpið um tekjuöflun
ríkissjóðs fyrir fjárlagafrumvarp.
Ljóst var, að með þessum tekjum
var fjárlagafrumvarpið samt með
lágmarks rekstrarafgangi og afar
litlum greiðsluafgangi. Þessi
afgangur er svo litill, að hann er
innan skekkjumarka við tekju-
áætlun. Félli vörugjaldsfrum-
varpið, hefði greiðsluafgangur
fjárlagafrumvarps oröið nei-
kvæður og rekstarafgangur óvið-
unandi.
Á þvi er engin”. vafi, að fresta
hefði oröið afgreiðslu fjárlaga, þar til
,þing kæmi saman aftur eða fram í
febrúar. í staðinn hefði oröið að afla
greiðsluheimilda fyrir fjármálaráð-
er alveg herra, þar eð hann hefði ekki haft
nein fjárlög til að vinna eftir.
Vörugjaldsmálið kom svo seint
Menn hafa sumir gagnrýnt að ég fram, að útilokað var að afla ríkis-
Mfn afstaöa
klár
skyldi sitja hjá við afgreiðslu frum-
varpsins, þó ég væri í hjarta mínu á
móti því. Ég vil nú freista þess í fáum
orðum að skýra, hvað fyrir mér
vakti. Þá eru nokkur grundvallar-
sjóði annarra tekjustofna a þeim
tíma, sem var til stefnu eða beita
niðurskurði á fjárlögum, sem út
af fyrir sig væri æskilegt, en erfitt að
ná samstöðu um.
Frestun fjárlagaafgreiðslu hefði
valdið meiriháttar erfiðleikum og
upplausn. Falí vörugjaldsfrumvarps-
ins var þvi meiriháttar mál fyrir ríkis-
stjórnina og erfitt að sjá fyrir allar
afleiðingarþess.
4) Þegar frumvarpið kom til neðri
deildar, þar sem ég sit, var búið
að samþykkja það i efri deild. Ég
stóð þvi andspænis því að fella
frumvarp, sem 31 samherji minn
var sammála um aö samþykkja,
með þeim afleiðingum sem ég hefi
áður lýst.
5) í þessari stöðu tók ég þáákvörðun
að lýsa andstöðu minni við frum-
varpið, en greiða ekki atkvæði.
Með þvi vildi ég sýna samherjum
mínum í stjórnarliðinu megna
óánægju með þessa skattheimtu
þótt ég treysti mér ekki til að fella
málið með öllum þeim ^fleiðing-
um sem það hafði og vildi ekki
einn gera atkvæöi 31 samherja að
engu í atkvæðagreiöslu.
Þessi afstaöa mín má á engan hátt
túlkast sem atkvæðaveiðar eða
auglýsingastarfsemi. Ég ber fulla'
ábyrgð á framgangi málsins, þar sem
ég gat einn fellt það, en gerði það
ekki. Það verður hver og einn að gera
upp við sína eigin samvisku, hvernig
hann bregst við í málum sem þessum.
Brigsl um kjarkleysi fellur um sjálft
sig. Kjarklaus maður hefði samþykkt
málið og falið sig inni í meirihlut-
anum.
Nokkrir þingmenn stjórnarand-
stöðunnar sögðu mér að ég hefði gert
rangt. „Þú áttir bara að samþykkja
þetta” sögðu þeir. Það var auðvitað
auðveldast. En það hefði verið kjark-
leysi að mínu mati.
Hinn hreini tónn
Það er sagt, að allir hlutir orki tví-
mælis þá gerðir eru. Það er ekki
alltaf einfalt að rata rétta leið. Hvert
mál hefur margar hliðar og samviska
hvers og eins hlýtur að vera sá ráð-
gjafi, sem hann tekur mest tillit til
þegar allt kemur til alls.
Það er ekkert einfalt að ákveða
skatta t.d. á einstæðar mæður eða
byrðar á þá þegna þjóðfélagsins, sem
úr litlu hafa að spila. Þetta hafa þó
allir stjórnmálamenn neyðst til að
gera. Það er ekkert einfalt heldur að
neita ýmsum mannúðarsamtökum
um styrk til nauðsynlegrar starfsemi.
Hinn eini sanni tónn er vandfundinn.
Hið eina sanna réttlæti er tæpast á
valdi misviturra manna.
I stjórnmálaflokkum reyna menn
að koma málum fram. Það verður
ekki gert, ef hver og einn fer sína
eigin leiö og fórnar engu fyrir sam-
stöðuna. Samt sem áður getur mönn-
um verið nauðsynlegt að mótmæla og
sýna að þeir sjái ekki alla hluti með
flokksaugunum, þó þeir vilji ekki
ganga svo langt að fella mál samherja
sinna, ef þeir hafa náð algjörri
samstööu.
í umræðum á alþingi kallaði
Friðrik Sóphusson lögin um vöru-
gjaldið „Guðmundarlög”, Auðvitað
er það nokkur illkvittni að reyna
þannig að koma höggi á eina
stjórnarþingmanninn, sem lýsti and-
stöðu við þetta lagafrumvarp. Ég vil
þó fremur trúa þvi, að um stráksskap
eða græskulaust gaman hafi verið aö
ræða.
Að fornu voru nokkur dæmi um
að lög væru kennd við konunga.
Einn íslendingur, Ólafur Jóhannes-
son, hefur fengið kennd við sig lög,
hin svonefndu Ólafslög. Það ætti því
aö felast 1 þvl nokkur heiður, að
næstu lög séu kennd við mig, þótt ég
verði nú að játa, að mér þykja Ólafs-
lög merkilegri. En hvað um það, eigi
skal vanmeta þann heiður sem nafn-
giftinni fylgir, og það aðeins ári eftir
aö ég tók sæti á alþingi. Man nokkur
lengur eftir máltækinu:
„Snemma beygist krókur-
inn......”7
Að öllu samanlögðu hljóta menn
að skilja hvers vegna ég var á móti
þessu vörugjaldi og hvers vegna ég
sat hjá við afgreiðslu málsins.
i Menn verða að virða mér það til
vorkunnar, þó ég færi ekki að fella
ríkisstjórnina á gottiríinu.
Guðmundur G. Þórarinsson
alþlnglsmaður.