Dagblaðið - 30.12.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980
INNLENDUR ANNÁLL '80
Tveir islenzkir starfsmenn banda-
ríska hersins urðu fyrir óskemmtilegri
reynslu í Rockville-herstöðinni. Þar
umkringdu hermenn íslendingana og
beindu að þeim byssum. Þeir voru
færðir upp að vegg og urðu að bíða
með handleggi fyrir ofan höfuð. Eftir
nokkurn tíma var mönnunum sleppt.
Atvikið var kært til lögreglu, sem
vísaði málinu til utanríkisráðu-
neytisins. Ráðuneytið mótmælti at-
vikinu síðar.
Þrír rækjubátar fórust er ofviðri
gekk yfir Vestfirði og með þeim sex
menn. Tveir menn voru á hverjum báti.
Bátarnir voru Vísir, Gullfaxi og Eiríkur
Finnsson. Ofviðri þetta laskaði fjóra
aðra báta og slösuðust sjómenn í látun-
um.
Bandariskur áhugamaður um hval-
friðun dró upp seðlaveskið og vildi
borga íslendingum milljón dollara ef
þeir hættu hvalveiðum. Landinn vildi
ekki þiggja milljónina og hélt áfram að
drepa hvali.
Marz
Eldgos voru tíð á árinu. Byrjunin var
gos við Leirhnjúk 16. marz.Gosið var
nákvæm eftirlíking umbrotanna í
september árið 1977. Gosið stóð stutt,
en þunnfljótandi hraun þakti talsvert
svæði. En Krafla hafði ekki sagt sitt
síðasta orð.
Jafnréttið verður stöðugt meira og
merki þess sáust í marz. Þá ól verðandi
sýslumaður Strandamanna barn. Sýslu-
maðurinn er fyrsta konan, sem gegnir
sýslumannsembætti, Hjördís Hákonar-
dóttir.
Apríl
Hundruða milljóna kr. tjón varð á
Akureyri er skipasmíðastöðin Vör eyði-
lagðist í eldi. Eldurinn var mjög magn-
aður og réð slökkvilið ekki við neitt. I
húsinu var 30 tonna bátur, vörubifreið
og traktorsgrafa og brann allt saman.
Endurnýjun strætisvagna Reykja-
víkur og Kópavogs stendur fyrir
dyrum. Nýir vagnar voru boðnir út og
vildu margir selja. Flestir fyrri vagna
eru af gerðunum Volvo og Benz, en nú
vildu Ungverjar selja mörlandanum
Ikarusvagna. Þeir voru til muna
ódýrari en þeir fyrrnefndu, en sumir
efuðust um gæðin. Úrslit urðu þau að
borgarstjórn Reykjavíkur og bæjar-
stjórn Kópavogs ákváðu að kaupa
nokkra Ikarusa til reynslu með öðrum
vögnum.
Sovétmaðurinn Kupreitshik sigraði á
9. Reykjavíkurskákmótinu. Margeir
Pétursson stóð sig bezt þeirra íslend-
inga sem þátt tóku í mótinu en hann
varðió.—7.sæti.
Lúxusvændi í
Reykjavík?
Lúxusvændi stundað á Norðurlanda-
þinginu í Reykjavik sagði í frétt dönsku
fréttastofunnar Ritzau og danska
blaðsins Extra bladet. Fréttin, sem
barst um öll Norðurlönd, var komin
frá fréttaritara Ritzau á íslandi, Borg-
þóri Kærnested. Þar sagði að sýninga-
stúlkur í Módelsamtökunum hefðu
boðið blíðu sína í veitingahúsinu Holly-
wood fyrir okurfé meðan þing Norður-
landaráðs stóð í Reykjavík.
Extra bladet sagði síðan að fréttin
væri mistök fréttaritarans. Borgþór
sagðist hins vegar standa við frétt sína
en neitaði að gefa upp heimildarmenn.
Ólafur Laufdal veitingamaður í Holly-
wood fór fram á rannsókn lögreglu á
áburðinum og Módelsamtökin kröfð-
ust þess að nöfn sýningarstúlknanna
yrðu hreinsuð.
Flugleiðamenn voru á ríkisstjórnar-
fundum dag eftir dag og vildu ríkis-
ábyrgð á lán strax. Ríkisstjórnin ákvað
að veitaFlugleiðum skilyrta ríkisábyrgð
fyrireinum milljarði gegn því m.a. að
Flugleiðir segðu upp samningunum við
Seabord og viðhaldið kæmi heim. Þá
átti að skipa eftirlitsmann með rekstri
Flugleiða. Flugleiðaforingjarnir voru
ekki par ánægðir með skilyrðin og allt
sat viðsama.
Dagblöðin tóku sig saman um
skepnuskap 1. apríl og varð það til þess
að margir hlupu apríl. Blöðin skýrðu
frá þvi að á boðstólum væru 300
japanskir útsölubílar fyrir spottprís,
eða hver á aðeins 2.2 milljónir króna.
Bílar þessir voru sagðir útbúnir fjöl-
mörgum nýjungum, m.a. tölvustýrðum
hemlum. Það stöðvaði þó ekki æsta
kaupendur, sem þeystu í Hafnarfjörð
til þess að kaupa hina nýju Mihitzubila.
Var þeim vorkunn, því það fylgdi frétt-
inni að allir bankastjórar og útibús-
stjórar Landsbankans fengju þessa
nýju og glæsilegu vagna.
Pörupiltar af unglingaheimilinu í
Samningar tókust milli Islendinga og Norðmanna I Jan Mayen málinu. Myndin var tekin á lokastigi samningaviðræðnanna i
Osló er Ólafur Ragnar Grlmsson sendi Frydenlund utanrikisráðherra Noregs tóninn fyrir „dirty trick”—bolabrögð undir það
siðasta. Á myndinni eru einnig Eyvind Bolle sjávarútvegsráðherra Noregs og Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra.
DB-mvnd Sigurjón Jóhannsson.
Ivan Rebroff dvaldi hér á landi um tfma við söng, át og drykkju. Hann lét heldur vel
að flugfreyju Flugleiða Birnu Pálsdóttur við komuna hingað.
DB-mynd Ragnar Th.
íslendingar og Norðmenn þrefuðu
um skiptingu landhelginnar við Jan
Mayen. Norskir ráðherrar komu til við-
ræðna hér á landi. Ólafur Jóhannesson
utanríkisráðherra og Frydenlund utan-
ríkisráðherra Noregs höfðu að margra
mati gert með sér „prívatsamning” og
lagði Ólafur áherzlu á að samningur
þessi yrði samþykktur. Það varð þó
ekki, enda andstaða mikil gegn
samningsdrögunum. Ákveðið var að
íslendingar færu til viðræðna i Noregi í
maí.
Dagblaðið og barþjónar efndu til
keppni um bezta óáfcnga drykkinn.
Það voru engir aðrir en drykkirnir ógn-
vekjandi og beinasni sem sigruðu.
Stórsöngvarinn Ivan Rebroff dvaldi
hér á landi i nokkuð langan tíma, söng,
drakk og át. Jötunn þessi hefur vöxt til
þess að gera allt þetta á sama tíma. Hjá
honum var hákarl og brennivín efst á
óskalistanum og mun honum hafa
orðið að óskum sínum.
Þrír menn fórust með 15 tonna báti
við Vestmannaeyjar. Á bátnum voru
feðgar og félagi þeirra. Mennirnir voru
allir úr Reykjavík.
Sjómannadeila stóð lengi mánaðar-
ins á Vestfjörðum og stöðvuðust m.a.
allir Vestfjarðatogararnir.
Dagblaðið var enn á vaktinni og fann
stolna gripi. Nú voru það helgigripir
sem stolið var úr Fríkirkjunni í Reykja-
vik. Ókunnur maður hríngdi í blaðið
og sagði munina falda I öskutunnu á
Norðurstíg. Við athugun fundust grip-
irnir þar.
Kópavogi gerðu óskunda í Stykkis-
hólmi. Þeir brutust inn og stálu skipa-
rakettum frá björgunarsveitinni.
Slíkri rakettu skutu þeir síðan á loft, en
ekki vildi betur til en svo að hún fór inn
i gegnum glugga á barnaheimilinu.
Mildi var að ekki hlutust af slys.
Prump og f ret
í útvarpinu
Yfir páska heyrðist prump og fret i
ríkisútvarpinu. Það voru þó ekki búk-
hljóð útvarpsmanna, sem bárust út í
loftið, heldur bilun I tæknibúnaði út-
varpsins. Tæknibúnaðurinn batnaði
þó fyrir jól, er ríkisútvarpið komst í
stereóá 50áraafmælinu.
Þá var ófremdarástand á Vita- og
hafnarmálaskrifstofunni í Kópavogi.
Þar var skrifstofufólkið á músa- og
rottuveiðum og vinnudagurinn hófst á
því að hreinsa sklt úr áðurgreindum
kvikindum af bókum og skjölum.
Maí
Ingólfur ferðaskrifstofukóngur í Út-
sýn tilkynnti að hann hygðist gefa
ferðaskrifstofu sína Lista- og menn-
ingarfélagi íslands, sem stofnað yrði til
þess að reka ferðaskrifstofuna. Ekki
Einum Fokker Flugleiða var nauðlent snilldarlega á Keflavíkurfluevelli vegna bilunar I hjólabúnaði. Engan sakaði og vélin skemmdist tiltðlulega litið.DB-mynd Ragnar Th.
var annað vitað í árslok en Ingólfur
ætti enn Útsýn.
Kosningabarátta forsetakosninganna
var fyrir alvöru hafin og sáust brosandi
frambjóðendur víða á fundum með
alþýðunni. Birtar voru fjölmargar
vinnustaðakannanir, þar sem fram
kom styrkur frambjóðenda. Reyndust
Guðlaugur og Vigdís víðast efst. Einn
frambjóðandinn var kominn fram enn,
en það var Rögnvaldur Pálsson málara-
meistari. Hann féll þó úr, áður en kom
að aðalslagnum, þar sem honum tókst
ekki að afla nægilega margra meðmæl-
enda.
Kaupmaður fullyrti í samtali við DB,
að hingað til lands ætti sér stað stórfellt
smygl á nautakjöti frá Argentínu. Sagt
var að íslenzki stofninn annaði alls ekki
eftirspurn eftir góðum vörum og að
verzlanir og veitingahús væru I föstum
viðskiptum.
Blaðsöludrengur fékk í hendur
falsaðan þúsundkall og var honum
komið í hendur rannsóknarlögreglu.
Þúsundkallar verða nú jafngildi aðeins
10 króna og er ekki víst hvort falsarar
leggja sig niður við þær upphæðir.
Landinn trúir augsýnilega á hjálp
framliðinna. Það fékk Sigurrós hug-
læknir á Hverfisgötunni að reyna.
Viðtal birtist við hana um huglækn-
ingar í DB og eftir það var gestagangur
hjá henni ótrúlega mikill. Þá barst
henni mikill fjöldi bréfa og voru ósk-
irnar hinar fjölbreytilegustu.
Vigdís með naumt
forskot
Dagblaðið efndi til skoðanakönn-
unar um fylgi forsetaframbjóðend-
anna. Þar kom fram að Vigdís hafði
naumt forskot á Guðlaug, en Álbert
kom þar talsvert aftar. Pétur rak síðan
lestina.
íslendingar og Norðmenn gerðu með
sér samning um Jan Mayen og lauk þar
margra vikna samningaþófi þjóðanna.
Kveðið var á um loðnuveiði þjóöanna á
svæðinu og nefnd manna um nánari
skiptingu landgrunnsins. Ekki voru
allir ánægðir með úrslitin, en Alþingi
samþykkti samninginn.
Elisabet Traustadóttir, sautján ára
Reykjavíkurstúlka og nemandi í MH,
var kosin fegurðardrottning íslands.
Áður hafði hún verið kosin ungfrú
Reykjavík, ogungfnj Útsýn þannig að
vart verður fegurð hennar dregin í
efa.
Pylsuvagninn setti heimsmet í kvart-
mílukeppni. Vagninn rann skeiðið á 2
mínútum og 50 sekúndum og hefur
heimsmetabók Guinness staðfest
heimsmetið.
Rúta valt á Vaðlaheiði með 21 far-
þega. Fjórtán farþeganna voru fluttir á
sjúkrahús, en enginn slasaðist lífs-
hættulega. Bíllinn valt vegna þess að
hjól fór undan honum.
Listahátíð, hin sjötta í röðinni, var