Dagblaðið - 30.12.1980, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 30.12.1980, Blaðsíða 36
44 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980 ÍÞfíÓTTAANNÁLL 1980 Júlí: LandsliðsþjáHarínn hætti Ólympíuleikarnir í Moskvu stela senunni í júlimánuði. Til þessa hafa enn ekki verið haldnir umdeildari leikar ef Hitlersleikarnir í Berlín 1936 eru e.t.v undanskildir. Leikarnir í Moskvu tókust afar vel. Þátt- tökuþjóðir þar urðu á endanum fleiri en i Montreal 'fyrir 4 árum og afrekin voru betri í heildina séð. Þrátt fyrir að búizt hefði verið við að Moskvuleikarnir snerust upp í einn allsherjar skrípaleik varð sú ekki raunin. Björninn stóri fyrir austan sýndi Vesturlöndum hvers hann er megnugur og leikanna mun verða minnzt fyrir fádæmaglæsibrag. Tveir þjálfarar vöktu athygli er þeir sögðu starfí sínu lausu. Sýnu meiri athygli vakti Jóhann Ingi Gunnarsson, landsliðseinvaldur í handknattleik, er hann lýsti því yfir að ný stjórn HSÍ hefði hafnað sér eftir tveggja ára starfsferil. Ákvörðunin vakti e.t.v. enn meiri athygli fyrir það að ekki voru nema 7 mánuðir i B-keppnina mikilvægu í Frakklandi, sem allur undirbúningur sl. tvö ár hafði verið miðaður við. Hinn þjálfarinn var Magnús Jóna- .tansson, þjálfari KR i knatt- spyrnunni. Hann hætti um svipað leyti og taldi sér ei fært að starfa á- fram þar sem félagiö hefði ráðið annan þjálfara — beinlínis til höfuðs sér. Vakti mál þetta mikla athygli. Þá vöktu tveir dómarar mikla athygli í 3. deildarknattspyrnunni. Annar þeirra vildi endilega hefja einn leikjanna fyrr en gert hafði verið ráð fyrir svo hann missti ekki af sjónvarpsþætti um bandarísku glæpahreyfinguna Ku Klux Klan. Leikmenn þvertóku fyrir og vesalings dómarinn varð af stórum hluta þátt- arins. í hinu tilvikinu varð dómarinn fyrir þvi óláni að vera ekki með nein spjöld á sér er leikurinn hófst. Hann gafst þó ekki upp og mætti til leiks vopnaður Winston-vindlingapakka og gulu hasarbláði. Höfðu menn gamanaf. Júlíus Hafstein, formaður HSÍ, var enn í sviðsljósinu, er hann reiddi fram 2,5 milljónir úr eigin vasa til að bjarga fjárhag HSÍ fyrir horn. Oddur Sigurðsson tapaði sínu fyrsta sprett- hlaupi í meira en ár er hann varð að lúta í lægra haldi fyrir Sigurði Sig- urðssyni, sem náði sér verulega á strik i sumar eftir mögur ár. Njarð- víkingar hrósuðu happi er þeir kræktu í „undramanninn” Danny Shouse fyrir körfuboltavertíðina. Á sama tíma lýsti Þorsteinn Bjarnason því yfir að hann væri hættur í at- vinnumannahugleiðingum um sinn og gekk til liðs við sitt gamla félag, ÍBK. Steinunn Sæmundsdóttir lagði skiðunum og kvaðst í framtíðinni ætla að helga sig golfleik og námi, sem allt of lengi hefði setið á hakanum. Sigurður Gunnarsson fylgdi í fót- spor fyrrum félaga sinna, Viggós Sigurðssonar, og gekk til liðs svið v- þýzka Bundesligu-liðið Bayern Leverkusen. Sebastian Coe og Steve Ovett létu ekki deigan síga og settu hvor sitt heimsmetið á Bislett leikvangnum í Noregi. Coe í 1000 metrum en Ovett í míluhlaupi. Ingi Þór Jónsson og Ingólfur Gissur- arson enn í sérflokki á meistaramóti íslands í sundi. Knattspyrnulandsliðið lék fjóra landsleiki í mánuðinum. Sigraði Færeyjar 2—1, Grænland 3—0, gerði jafntefli við Svia I—1, en tapaði óverðskuldað fyrir Noregi, I—3 I Osló. Jafnteflið við Svía var minna en Island átti skilið en í lokin mátti landinn leljast heppinn. Jóhann Ingi Gunnarsson lands- liösþjálfari sagfli starfi sinu lausu mjög á óvart. Marteinn Geirsson hampar hér sigurverðlaununum i bikarkeppninni eftir 2—1 sigur áíBV. Cflntmihar1 Glæsilegur sigur lands- fiðsins gegn Tyrkjum Glæsilegur 3—1 sigur á Tyrkjum í undankeppni HM og jafnframt eitt mesta íþrótaafrek íslands á síðari árum er vafalítið það sem stendur upp úr i septembermánuði. í steikjandi hita og brennandi sól börðust íslenzku leikmennirnir eins og hetjur og uppskáru glæsilegan sigur. Fyrst þrumufleygur Janusar Guðlaugssonar, þá negling Alberts Guðmundssonar og loks fallegt mark Teits Þórðarsonar færðu landanum glæsilegan sigur, sem mun lengi verða minnzt. Fyrsti útisigur Islands i HM staðreynd. Valsmenn urðu Islandsmeistarar í knattspyrnu og verðskulduðu það. Matthías Skagamaður Hallgrímsson varð markahæstur i 1. deildinni með 15 mörk — langt á undan næsta manni. Matthías lék með Val i sumar og reyndist Hlíðarendaliðinu stór- kostlega. Keflavik og Þróttur féllu niður og Keflavík leikur í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi í 2. deild. Reynir og Skallagrfmur fluttust upp í 2. deild og Borgarnesliðið leikur nú þar í fyrsta skipti. Kraftlyftingamenn Iyftu grettis- taki. Þeir héldu á NM kraftlyftinga- manna í Noregi og sneru þaðan með tvenn gullverðlaun og tvenn brons- verðlaun. Skúli Óskarsson og Jón Páll Sigmarsson sigruðu i sinum flokkum, en þeir Sverrir Hjaltason og Ólafur formaður Sigurgeirsson hlutu bronsverðlaun. Árangur Ólafs kom mjög á óvart, þar sem hann hafði hætt keppni en hóf átök á lóðunum skömmu fyrir NM. Badmintonlandsliðið gerði góða reisu til Austurríkis og Ungverjalands og gerði sér lítið fyrir og sigraði Ung- verja 6—5. Það eru merk tíðindi. Island hefur t.d. aldrei unnið Finna og Finnar ávallt tapað fyrir Ung- verjum þannig að greinileg sókn er í greininni. Islenzku félagsliðunum gekk mis- jafnlega í Evrópumótunum þremur. Skagamenn fengu verstu útreiðina. Töpuðu 0—4 og 0—5 fyrir Köln. Eyjamenn stóðu sig hins vegar manna bezt. Náðu jafntefli hér heima, 1—1, við Banik Ostrava, en töpuðu úti 0—1. Fram lék við dönsku bikarmeistarana Hvidovre og mátti þola 0—3 tap, samanlagt — þar af 0—2 hér heima. Landsliðið lék við Sovétmenn i mánaðarbyrjun og tapaði 1—2. Munaði ekki nema hársbreidd að landinn næði að jafna í lokin. Erlendis frá var það helzt títt að Pétur Pétursson varð að gangast undir skurðaðgerð í septemberlok og á sama tima meiddist fyrrum félagi hans af Skaganum, Karl Þórðarson, svo illa að skera varð hann í desember. Stór sigur Watford á Southampton, 7—1, var það sem mesta athygli vakti i Englandi Leikurinn var í deildabikarnum og hafði Southampton unnið fyrri leikinn 4—1. Matthias Hailgrimsson lék með Vals- mönnum i sumar eftir afl hafa leildð alla sina ævi mefl Skagamönnum. Honum likafli raufli búningurinn greinilega engu siflur en sá guli og skoraði 15 mörk fyrir Val. Ágúst: Dómarinn og forráðamaður slógust Slagsmál eftir leik ÍA og Vals síðla í agúst komust i brennidepil. Ástæðan var sú að þar áttu í hlut einn forráða- manna Akranessliðsins og dómari leiksins. Enduðu ósköpin með þvi að dómarinn tók forráðamanninn „hengingartaki” og linnti ekki fyrr en hann lá í öngviti. Varð uppi fótur og fit á eftir og var gerður aðsúgur að dómaranum. Eftir nokkra daga tókust sættir á milli deiluaðilanna og var málið látið niður falla. Bikarsigur Framara, sem var um sömu helgi, féll í skuggann af þessu at- viki á Akranesi en Framarar sigruðu Eyjamenn 2—1 í fjörugum leik. Mörkin þrjú voru hvert öðru fallegra og flestir voru á þeirri skoðun að sanngjarnara hefði verið ef Eyja- skeggjar hefðu haldið heim með bikarinn. Framarar voru einnig í sviðsljósinu skömmu áður en FH-ingar kærðu þá og töldu Trausta Haraldsson, sem hafði verið dæmdur í leikbann skömmu áður, ólöglegan í 1—0 sigri Fram yfir Hafnarfjarðarliðinu í undan- úrslitum bikarsins. Eftir mikið þóf og stapp voru Framarar sýknaðir af kærunni og málið látið niður falla. Kæran varð þó til þess að ákvæði um gildistöku leikbanna voru betur af- mörkuð. Glæsilegur sigur íslands í Kalott- keppninni í ágúst var vafalítið mesta afrekið af hálfu landans. Þar kom vel í ljós að á góðum degi eiga hinar þjóðimar sem þátt taka í mótinu enga möguleika gegn okkur. Hannes Eyvindsson varð tslands- meistari í golfi i ágústbyrjun í þriðja sinn í röð. Sólveig Þorsteinsdóttir sigraði i kvennaflokki. Þá varð Fram íslandsmeistari í karla- og kvenna- flokki í handknattleik utanhúss. Breiðabliksstúlkurnar sigruðu í Islandsmóti kvenna í knattspyrnu en þvímiður voru þátttökuliðin aðeins 3 talsins. Akureyrarliðin KA og Þór tryggðu sér bæði keppnisrétt i I. deild á næsta sumri og það aðeins 6 ámm eftir að þau hófu bæði að Ieika í 3. deild eftir að ÍBA ákvað að tefla ekki lengur fram sameiginlegu liði KA og Þórs. Jens Einarsson kom verulega á óvart, er hann tilkynnti félagaskipti úr Víking yfir í Tý í Vestmannaeyjum. Tók hann að sér þjálfun Týrara en fyrirgerði um leið landsliðssæti sínu. Nokkuð á óvart hafnaði ísland neðst á NM í golfi en vonir voru bundnar við aðnálengra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.