Dagblaðið - 30.12.1980, Qupperneq 6
6
r
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980
“"————
Dagblaðið hefurleitað tilnokkurra valinkunnra karía og kvenna og lagt fyrir þau spuminguna:
Hvað er þér minnisstaeðast
frá árinul980—oghvað er
þér efst íhuga á nýju ári?
Atkvæðatalningin á aðal-
fundi Skáksambands íslands
— segir dr. Ingimar Jónsson, forseti Skáksambands íslands
Sigurður Helgason, forstjórí Flugleiða:
Eg vona að okkur
takist að komast
upp úr öldudalnum
— altt sem við sögðum reyndist rétt
„Það er einkum þrennt, sem mér er
minnisstæðast frá liðnu ári. í fyrsta
lagi er það, sem hafði mest áhrif á mig
persónulega, þ.e. aðalfundur Skáksam-
bands íslands síðastliöiö vor og þau
störf, sem ég hef síðan verið að vinna
að fyrir Skáksamband íslands,” sagði
dr. Ingimar Jónsson, sem á liönu ári
var kjörinn forseti þess.
„Mér er forsetakjörið sérstaklega
minnisstætt, ekki endilega vegna þess,
að ég skyldi sigra, heldur vegna þeirrar
spennu sem ríkti við talninguna enda
munaði ekki nema einu atkvæði að
lokum.
f sambandi við skákina er mér
ólympíuskákmótið á Möltu ákaflega
minnisstætt svo og FIDE-þingið þar
sem ég kom á framfæri ósk okkar
íslendinga um að halda ólympíumótið í
skák 1984 eða 1986.
Þá verða ólympíuleikarnir í Moskvu
mér ógleymanlegir en ég átti kost á að
vera þar um tíma. Einnig eru mér
minnisstæðar þær miklu deilur, sem
„Tvennt ber hæst á árinu, forseta-
kosningarnar og kjarasamningana,
hvað mig sjálfan snertir,” sagði
Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta-
semjari og forsetaframbjóðandi. Eins
og mönnum er í fersku minni var tvísýn
og spennandi kosning milli Vigdisar
Finnbogadóttur og Guðlaugs til emb-
ættis forseta íslands. Hinir fram-
bjóðendurnir voru þar nokkuð fjarri.
„Forsetakosninganar voru mikil og
erfið reynsla, en ég er alveg sáttur við
sjálfan mig og sé ekki eftir að hafá
farið út í þetta. Þá hafa kjarasamning-
arnir reynt mikið á mig, en það er þó
Póllands-
ferðin
og dauði
Lennons
— segirHelgaMöller
söngkona
„Ætli mér sé ekki minisstæðust för
mín til Póllands og dauði Lennons,”
sagði söngkonan góðkunna Helga
Möller, sem hreppti ásamt félaga sínum
Jóhanni Helgasyni 4. sætið í
alþjóðlegri söngvakeppni í Póllandi í
sumar og vakti þar mikla athygli fyrir
frammistöðu sína.
„1 sambandi við nýja árið vil ég
segja, að ég vona að það verði bæði
mér og öðrum eins farsælt og síöasta ár
var mér,” sagði Helga.
bót að ekki hefur verið mikið af verk-
föllum.
Af erlendum vettvangi er mér efst í
huga það, sem er aö gerast í Póllandi.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Pól-
landi, Pólverjum og sögu þeirra og hef
því mikla samúð með þeim.
Þegar horft er fram á við til næsta
árs, þá kemur fyrst i hugann óvissan í
efnahagsmálunum. Þó er rétt að geta
þess, að ég er bjartsýnn varðandi
sjávarútveginn, hvað afla snertir.
Markaðsmálin eru aftur erfiðari og þar
reynir á á næstunni.”
4H.
urðu bæði hér heima og erlendis í
tengslum við ólympíuleikana og þar á
meðal sú barátta sem háð var gegn
þátttöku okkar i leikunum. í annan
tíma hefur ekki eins mikið verið skrifað
um íþróttir, og ólympíuleika hér á
landi og síðastliðið ár. Ég held, að í-
þróttahreyfingin verði ekki söm á eftir.
Á liðnu ári átti ég þess kost að fara
til Asíu; Kína og Formósu. Það var
mjög skemmtileg för og minnisstæð.
Varðandi árið 1981 er mér efst í
huga, að friður haldist í heiminum og
að baráttan fyrir friði og gegn víg-
búnaði verði árangursrík og einnig að
íslendingum vegni vel á öllum sviðum.
Þá eru mér ofarlega í huga þau mörgu
verkefni sem Skáksamband íslands fær
að glíma við á næsta ári. Þar má nefna
fjármálin, Skákþing íslands, sem við
viljum efla, og Norðurlandamótið í
skák á sumri komanda. Mér er ofarlega
í huga, að okkur takist að komast vel
frá því,” sagði dr. Ingimar Jónsson.
-GAJ.
„Það hefur margt skemmtilegt og
gott gerzt á þessu ári, svo það er erfitt
að velja úr,” sagði Unnur Þorsteins-
dóttir póstmeistari í Sandgerði.
„Ég minnist til dæmis þess áð við
fengum konu fyrir forseta, veðrið í
sumar var mjög gott og svo man ég
Óhætt er að fullyrða að ekkert
íslenzkt fyrirtæki var eins oft í fréttum
og Flugleiðir. Þjóðin fylgdist með fjár-
hagsörðugleikum fyrirtækisins frá degi
til dags, enda mikið í húfi, eitt stærsta
fyrirtækið hér og undirstaða í sam-
göngumálum þjóðarinnar.
,,Já, það er óhætt að segja það að
fyrirtækið var mikið í fjölmiðlum,”
sagði Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða. „Það sem mér er minnis-
stæðast frá árinu er það, að það kom í
ljós, að allt sem við sögðum reyndist
„Það má segja að það sé kannski
ekki neitt einstakt atvik sem er mér
minnisstæðast. Á þessu ári tók ég við
nýju starfi og vissulega er það minnis-
stætt, nú margt annað mætti nefna,
t.d. var dóttir mín fermd í vor, og sú at-
höfn er mér minnisstæð.
Á nýja árinu óska ég aðeins eftir að
breyting verði til batnaðar varðandi
þjóðarbúskapinn og að ríkisstjórninni
auðnist að ráða við efnahagsvandann.
Og auðvitað vonar maður að veður-
guðirnir verði manni hliðhollir eins og
á þessu ári,” sagði Bjarni Þór Jónsson,
bæjarstjóri í Kópavogi.
-ELA.
líka eftir löngu samningastagli og
mikilli verðbólgu. Nú, auðvitað neita
ég því ekki, að ránið á pósthúsinu hér
um tvenn síðustu áramót eru manni
mjög ofarlega i huga — ekki sízt fyrir
að enn hefur ekki tekizt að leysa þau
mál.
satt og rétt. Við höfðum þá stefnu að
leyna engu. Við vorum vefengdir af
ýmsum aðilum og mikill óhróður
borinn á okkur, en hann stóðst ekki.
í upphafi árs er því ekki að neita að
ýmsar blikur eru á lofti. Efnahagsá-
standið hérlendis og á Vesturlöndum er
þannig að fyrirsjáanlegt er að árið
verður ekki auðvelt. En það verður
betra en árið 1980. Ég vona að okkur
takist að komast upp úr öldudalnum.”
-JH.
Hvað nýja árið varðar, þá vonast ég
eftir að veðurfar verði áfram gott,
verðbólgan minnki og að heimurinn
batni almennt. Áramótaloforð ætla ég
engin að gefa. — maður vonar bara allt
hið bezta.”
Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjarí:
Forsetakosningamar
mikil og erfið reynsla
— en ég sé ekki eftir að hafa farið út í þetta
Bjami Þór Jónsson bæjarstjóri:
Nýtt starf og ferm-
ing dóttur minnar
Pósthúsránið mér
ofarlega í huga...
— segir Unnur Þorsteinsdóttir, póstmeistarí í Sandgerði
-GAJ.
-ÓV.