Dagblaðið - 30.12.1980, Qupperneq 18
18
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980
sett í Reykjavík. Það er einkum setti
svip á hátíðina voru skemmtanir á göt-
um úti, enda veður með eindæmum
gott í höfuðborginni í sumar.
sátu því uppi með auknar niðurgreiðsl-
ur á kjöti sem ekki var til.
Flotkrónurnar erfiðar
portkonunum
Júní
Nú styttist til forsetakosninganna.
Dagblaðið birti aðra skoðanakönnun
sína um fylgi forsetaframbjóðendanna.
Hún sýndi að Guðlaugur hafði náð for-
ystunni af Vigdísi og Albert og Pétur
höfðu báðir bætt sig hlutfallslega frá
fyrri könnun.
Þrátt fyrir fjárhagsörðugleikana
bættú Flugleiðir flugflota sinn með
nýrri Boeing 727-200 farþegaþotu, en
ekki tókst að selja eldri þotur félagsins
af B-727 — lOOgerð.'
Túrhestar
frá Colorado
Á Eyrarbakka komu ungmenni og
sögðust vera túristar frá Colorado og
töluðu tungum. Þeir vildu kasta af sér
vatni og var það heimilað af Eyrbekk-
ingum upp á engilsaxnesku. Túrhestar
þessir gerðust síðan aðgangsharðir og
létu dólgslega. Þeir skemmdu bíl og
réðust á verkstjóra i hraðfrystihúsinu.
Kom enda í ljós að hér voru ekki
Coloradobúar á ferð, heldur ungmenni
úr Reykjavík. Ferðalangar gistu Litla-
Hraun um nóttina.
Útvarpsráð stöðvaði sýningar á
myndinni Dauði prinsessu, af ótta við
hefndarráðstafanir arabískra stjórn-
valda. Menn voru yfirleitt sammála um
að myndin væri ómerkileg, en farið
væri inn á hættulegar brautir með því
að láta undan þrýstingi og stöðva sýn-
ingar kvikmyndarinnar í sjónvarpi.
Nauðlending Fokkervélar. Flugleiða
á Keflavíkurflugvelli tókst snilldarlega.
Bilun varð í hjólastelli vélarinnar,
þannig að hjólin komu aðeins niður
íslenzkar flotkrónur gerðu sænskum
vændiskonum erfitt fyrir. Þá er þær
seldu blíðu sína í myrkrinu, vildu menn
greiða fyrir með 100 kr. seðlum. Þær
sænsku héldu að seðlarnir væru
norskir, en þegar konuskinnin skiptu í
sænskar krónur kárrutði gamanið. Þær
fengu aðeins krónu fyrir hundrað-
kallinn, sem reyndist íslenzkur. Að
auki kostaði 7 krónur að skipta í bank-
anum. Þær sænsku ættu því að gleðjast
yfir nýkrónunni.
Hætt var við kvikmyndatöku banda-
rískrar myndar hérlendis. Flytja átti
inn fila og fleiri furðudýr til nota við
myndatökuna, en ekkert varð úr því.
Samningar tókust milli BSRB og
rikisins.
Skrautlegt skipsstrand átti sér stað á
Skjálfandaflóa. Þar strandaði 75 tonna
bátur, Björg Jónsdóttur frá Húsavík.
Einn maður var i brúnni og dó hann
brennivínsdauða í brúnni og vaknaði
ekki fyrr en við hastarlegt strandið.
Áhöfnin ætlaði kófdrukkin í veiðiferð
eftir dansleik, en allt endaði með skelf-
ingu.
Ung stúlka, Ásdís Aðalsteinsdóttir,
tók sig til og málaði lóranmastrið á
Snæfellsnesi. Hún lætur sér ekki allt
fyrir brjósti brenna, því mastrið er 411
m hátt og tvo tíma tekur að labba upp í
toppámastrinu.
Heklugos
Fjalladrottningin Hekla virtist vera
orðin leið á gosslettunum við Kröflu og
sendi frá sér hressilegt gos. Fjallið stóð
í björtu báli, logaði enda á milli og
jörðin nötraði undir fótum manna.
Gosmökkurinn náði í 50 þúsund feta
hæð og öskufall var mikið. Gifurleg
umferð bíla var að gosstöðvunum,
enda gosið sjónarspil mikið. Þetta
Heklugos stóð þó venju fremur stutt.
Enn var Dagblaðið á vaktinni og
fann nú eftir ábendingu í simhringingu
gull og skartgripi, sem stolið hafði
verið úr verzlun Jóhannesar Norðfjörð
Verðmæti skartgripanna skipti milljón-
um króna, en þýfi þetta fannst í pokum
undir brúnni við Leirvogsvatn. Rann-
sóknarlögreglan kannaði staðinn og
tók góssið meðsér.
Bíræfinn bankaræningi sveik á
þriðju milljón króna út úr Landsbank-
anum, er hann tók út lán annars
manns.
Samdráttur framkvæmdastjóra-
kerfis Flugleiða varði stutt, því tilkynnt
var um fjölgun í þeim hópi á sama
tima og 400 starfsmenn félagsins fengu
reisupassann. Tilkynning kom stuttu
síðar um að Flugleiðir segðu upp öllum
flugliðum, en þeir yrðu síðan endur-
ráðnir eftir þörfum.
Menningarverólaun DB hlutu að þcssu sinni Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson fvrir bvggingarlist, Sig-
urður A. Magnússon fyrir bókmenntir, Manúela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir f.vrir tónlist, Rikharður Valtingojer fyrir
mvndlist og Kjartan Ragnarsson fyrir leiklist. DB-mynd Bjarnleifur.
öðrum megin. Sextán farþegar og
þriggja manna áhöfn voru um borð og
sluppu allir heilir á húfi. Farþegar luku
miklu lofsorði á flugmenn og flug-
freyju fyrir frábær störf.
Dagblaðið birti þriðju og siðustu
skoðanakönnun sína um forseta-
kosningarnar rétt fyrir kosningarnar.
Þar sagði að Vigdís Finnbogadóttir
ynni nauman sigur á Guðlaugi Þor-
valdssyni, en bæði Albert og Pétur
höfðu unnið á frá síðustu könnun.
Ljóst var því að mjótt yrði á munum
þegar lagt yrði út í slaginn stóra.
Vigdís
forseti
Og það er óhætt að segja að forseta-
kosningarnar voru æsispennandi.
Þegar eftir að fyrstu tölur birtust var
Ijóst að slagurinn stóð milli Vigdísar og
Guðlaugs. Þegar tölur lágu hins vegar
fyrir úr Austurlandskjördæmi, var
ljóst að Vigdís Finnbogadóttir hafði
verið kjörin forseti Íslands. Hún
sigraði Guðlaug Þorvaldsson með
innan við 2000 atkvæða mun. fs-
JÚIÍ
Alþýðusambandið • og Vinnuveit-
endasambandið höfðu verið að funda
lengi árs og enn varð það svo í júlí, að
báðir biðu eftir hinum. Samningamálin
héldu áfram oggekk lítið lengi vel.
Vel heppnað
Sjórall
Sjórall 1980 hófst með pomp og
prakt er fimm bátar lögðu upp frá
Reykjavík í siglinguna kringum landið.
Bátarnir voru Gustur, Lára III., Gáski,
Spörri og Inga og var keppt í tveimur
flokkum. Sjórall DB, Snarfara og FR
heppnaðisf vel og sigraði Inga í flokki
stærri báta, en Spörri i flokki þeirra
minni. Keppendur á Ingu voru Bjarni
Sveinsson og Ólafur Skagvík en þeir
sigruðu einnig í Sjóralli 1979, en kepp-
endur á Spörra voru Magnús
Fjalladrottningin Hekla gaus i ágúst. Myndin er tekin i upphafi gossins, er strókurinn stígur upp frá fjallinu. Mikið var um
gos á árinu og gaus i þrigang við Leirhnúk og Gjást.vkki. DB-mvnd Jón Sævar.
lendingar höfðu því orðið fyrstir þjóða
til þess að kjósa sér konu sem
þjóðhöfðingja.
Úrslit kosninganna urðu þau, að
Vigdís fékk 33.6% atkvæða, Guð-
laugur 32.2%, Albert 19.8% og Pétur
14%. Fjöldi fólks fagnaði hinum nýja
forseta að morgni við heimili Vigdísar í
sérlega fögru veðri. Andstæðingar
Vigdísar óskuðu henni til hamingju og
hvöttu þjóðina til þess að sameinast að
baki hins nýja forseta.
Fréttin um kjör Vigdísar vakti mikla
athygli erlendis og Vigdis og fsland
voru á allra vörum.
Soffaníasson og Þröstur Líndal.
Enn gaus norðan við Kröflu, í Gjá-
stykki. Gosið þótti ægifagurt og belj-
aði þunnfljótandi hraunið fram.
Danskur maður átti fótum fjör að
launa er gosið hófst, en eldur öpnaðist
í fótspor hans. Gos þetta stóð lengur en
fyrri gos á þessum slóðum, eða í
vikutíma.
Tveir sjómenn fórust á Selvogsbanka
er vélbátnum Skuld VE hvolfdi skyndi-
lega og sökk. Tveir skipverjar aðrir
björguðust eftir að hafa verið á reki í
gúmbát í 12tíma.
ann. Sættir náðust síðar á árinu og
hélt skólastjórinn stjórn sinni áfram,
en kona hans hætti yfirkennarastörf-
um.
Ágúst
Vigdís Finnnbogadóttir var sett inn í
embætti forseta íslands við hátíðlega
athöfn í Alþingishúsinu. Þótt íslend-
ingar hefðu kosið konu sem forseta,
var karlaveldið nær algert við athöfn-
ina. Af 108 manna hópi gesta í þing-
húsinu voru aðeins fjórar konur auk
forsetans.
Fljúgandi furðuhlutur sást yfir Eyja-
firði. Flugstjóri hjá Flugfélagi Norður-
lands sá hlutinn berum augum og hann
kom einnig fram á ratsjáFlugleiðavélar
og flugturnsins á Akureyri.
Sovézkur sjómaður, Viktor Kova-
lenko, leitaði hælis hérlendis. Hann
kom hingað með togara og neitaði að
fara með honum aftur. Eftir nokkurra
mánaða dvöl hér á landi hélt Kova-
lenko til Bandaríkjanna, þar sem hann
fékk endanlegt hæli.
„Hvar er kjötið mitt?” spurðu kaup-
menn. Það var von, því kjötið var
niðurgreitt til þess að minnka vísitölu-
hækkun kaups 1. september. En þegar
til átti að taka fannst kjötið ekki. Menn
Þrír menn drukknuðu i vötnum um
sömu helgina, í júlí. Þeir voru allir
biörgunarvestislausir og í illa búnum
bátum. Tveir drukknuðu í Másvatni í
Þingeyjarsýslu, en sá þriðji í Gíslholts-
vatni eystra í Holtum.
Banvænt klórgas reyndist vera á
óvörðum kútum við Álverið í Straums-
vik. Eftir ábendingu DB greip öryggis-
málastjóri í taumana og lét fjarlægja
kútanaþegarístað.
Fjármálaráðherra og fjárveitinga-
nefnd sendu á milli sín málefni Olíu-
malar hf. Upplýst var að skuldir fyrir-
tækisins námu orðið á þriðja milljarð
kr. og fór ástandið stöðugt versnandi.
Tvær svifflugur fórust við Sandskeið
með aðeins nokkurra daga millibili.
Flugmennirnir slösuðust báðir alvar-
lega.
Tveimur af framkvæmdastjórum
Flugleiða var sagt upp störfum og
umfangsmiklar breytingar í stjórnun
Flugleiða sagðar fylgja i kjölfarið.
Allir kennarar í Grundarfirði, utan
einn, sögðu upp störfum við grunn-
skólann í mótmælaskyni við skólastjór-
Sjórall 1980 heppnaðist vel. Í flokki stærri báta sigruðu Bjarni Sveinsson
og Ólafur Skagvík á Ingu. en i flokki minni báta Magnús Soffaniasson og Þröstur
Lfndal á Spörra. DB-myndir Sigurður Þorri.