Dagblaðið - 30.12.1980, Page 39
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980
<S
Útvarp
Sjónvarp
»
Klippid út og geymid
47
GRÁMANN
—útvarp
kl. 17,20:
í dag les Sigurlaug Jónasdóttir
ævintýrið um Grámann úr
þjóðsögum Jóns Árnasonar. Saga
þessi er undir flokknum kímileg
ævintýri i þjóðsögum Jóns og er þeim
lýst svo að kotungar eru slægvitrir,
en kóngar og hirðmenn fáráðir.
í ævintýrinu um Grámann i
Garðshorni segir frá viðskiptum
Grámanns við konung einn.
Grámann hefur stolið sauðum frá
SLÆGVITRIR
KOTUNGAR
kóngi. Ekki er kóngur alveg ánægður
með það og lætur leiða Grámann
fyrir sig. Kóngur setur Grámanni þau
skilyrði að honum skuli fyrirgefið ef
hann geti stolið uxa einum miklum
sem kóngur átti. Grámann maldar í
móinn, en kóngur segir að þetta verði
hann að leysa af hendi vilji hann lifi
halda.
Ekki þarf að orðlengja það að
Grámanni tekst að stela uxa
konungs. Þá setur kóngur Grámanni
aðra þraut. Nú á hann að stela
rekkjuvoðum konungs. Það tekst
honum einnig og síðast stelur
Grámann kóngi sjálfum. Kóngur
neyðist þá til að selja Grámanni sjálf-
dæmi, þannig að í sögulok horfir
Grámann og skyldulið hans fram á
allsnægtir.
-GSE.
Jólagetraun DB1980:
Skilafrestur
framlengdur
til 6. janúar
Óveðríð síðustu daga hefur
heldur betur sett strík í
reikninginn varðandi jólaget-
raun Dagblaðsins. SkilaJ'restur
úrlausna var til 30. des. Nú
hamlar veður póstsamgöngum,
svo að framlengja verður
frestinn. Ætlunin var að birta
nöfn sigurvegaranna í DB á
þrettánda degi jóla, 6. janúar.
Við það hefur nú verið hætt og
skilafresturinn þess I stað
J'ramlengdur til þrettándans. Úr-
slitin verða birt JJjótlega þá á
eftir.
Útvarp
p
Þriðjudagur
30. desember
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Þriðjudagssyrpa —
Jónas Jónasson.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Siðdeglstónleikar. Eugen Hug
og Birgitte Lindner syngja atriði
úr „Hans og Grétu”, óperu eftir
Humperdinck með GUrzenich-
hljómsveitinni í Köln; Heinz Wall-
berg stj. / Elaine Shaffer og
Marilyn Costello leika Konsert í
C-dúr fyrir flautu og hörpu (K299)
eftir Mozart með hljómsveitinni
Fílharmóníu; Yehudi Menuhin stj.
17.20 „Grámann”. Sigurlaug Jónas-
dóttir les ævintýri úr þjóösögum
Jóns Árnasonar.
17.40 Litli barnatiminn. Stjórnandi:
Sigrún Björg Ingþórsdóttir. Her-
dís Egilsdóttir segir sögu sína,
„Gegnum holt og hæðir”.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Á vettvangi. Stjórnandi þátt-
arins: Sigmar B. Hauksson. Sam-
starfsmaður: Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir.
20.00 Poppmúsik.
20.20 Kvöldvaka. a. Jólasveina-
kvæði. Ingibjörg Þorbergs syngur
lag sitt við kvæði Jóhannesar úr
Kötlum og leikur undir á sembal.
b. Siðasti sóknarprestur að Stafa-
felli í Lónl. Frásöguþáttur eftir
Torfa Þorsteinsson bónda 1 Haga í
Hornafirði. Þorsteinn Þorsteins-
son á Höfn les fyrri hlutann. c.
Vísnamál. Sigurður Jónsson frá
Haukagili fer með stökur eftir
ýmsa hagyrðinga. d. Úr minninga-
samkeppni aldraðra. Árni Björns-
son þjóðháttafræðingur les úr
minningum Ingu Wiium. e. LJóð
eftir Ólöfu Jónsdóttur. Höfund-
urinn les. f. Hrakningasaga nafn-
anna f Fagurey. Björn Dúason frá
Siglufiröi flytur frásðguþátt. g.
Kórsöngur: Eddukórinn syngur is-
lenzk og útlend jólalög.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag-
skrá morgundagsins.
22.35 Fyrlr austan fjall. Umsjón:
Gunnar Kristjánsson kennari á
Selfossi.
23.00 Á hljóðbergi. Umsjónar-
maður: Björn Th. Björnsson list-
fræðingur. Strengleikurinn af
Tristan og ísold. — Claire Bioom
les i ensrki endursögn Joseph
Bediers, en Osian Ellis leikur meö
áhörpu.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
I---------------------1
Komman foerist fram
um2sæti
Nýkr. Jf 4 5
svona einfalterþað!
Gkr. Nýkr.Au.
50.000,- = 500,00
10.000,- = 100,00
5.000,-= 50,00
IjOOO,- = 10,00
500,- = 5,00
100,- = 1,00
50,- = 0,50
10,- = 0,10
5,- = 0,05
wnmSmm
minni upphæóir-meira verógildi
Klippiö út og geymiö
KVIKMYNDIR
8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur til leigu í mjög miklu úr-
vali í stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með
hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla,
m.a. Gög ög Gokke, Chaplin, Walt Disney, Bleiki Pardus-
inn, Star Wars o.fl. Fyrir fullorðna m.a. Jaws, Deep,
Grease, Godfather, China Town o.fl. Filmur til sölu og
skipta. Okeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla
l'daganemasúnnudaga. c. ., .. _
JCyikmyndamarkaðurinn iKiapD.”^a,lS“fJig 19
1 Sími 15480 r"
ÚRVALIÐ ALDREI FJÖLBREYTTARA
ANANAUSTUM GRANDAGARÐI. SIMAR 28855 - 13605