Dagblaðið - 05.01.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 05.01.1981, Blaðsíða 12
12 Framkvæmdastjöri: Sveinn R. Eyj6tfsson. Ritstjóri: Jönas Krístj&nsson. Aflstoðarrítstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjöri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjöri rítstjómar Jöhannes Reykdal. íþröttír. Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit Ásgrimur Pélsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaflamenn: Anna Bjamason, AtJi Rúnar Halldórsson, AtJi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra StefánsdóttJr, EKn AJbertsdóttJr, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga HukJ H&konardóttJr, Kristj&n M&r Unnarsson, Slgurflur Sverrisson. Ljósmyndir. Bjarnleifut Bjamieifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þr&inn Þorieifsson. Augiýsingastjóri: M&r E.M. HalkJórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. SvelnsdóttJr. Ritstjóm: Siðumóla 12. Afgrskkila, &skriftadeMd;migJý8Íngar og skrifstofur ÞverhoftJ 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 Knur). Erskyldunám nauðsynlegt? Að svo miklu leyti sem hlutverk skólakerfísins er að fræða fólk, er það einstaklega afkastalítið kerfi, einkum i barnaskólunum. Þar fara sjö ár í að kenna fólki að lesa, skrifa og reikna. Og margir sleppa í gegn með takmörkuðum árangri. Þetta lagast nokkuð í menntaskólum og sérskólum. Bezt gengur fræðslan sennilega í fullorðinnafræðslu og öldungadeildum af ýmsu tagi. Þar eru menn líka nemendur af áhuga, en ekki af skyldu. Þeir hafa innri námshvatningu, sem flytur fjöll. Á tíma ritvéla og vasatölva má spyrja, hvort rétt sé að plaga böm og unglinga með skyldunámi, ef athafna- þrá þeirra kallar þau til atvinnulífs eða hugmyndaþrá þeirra kallar þau til sjálfsnáms. Er leyfilegt að drepa fólk úr leiðindum? Menn þurfa líklega að kunna að lesa starfsauglýs- ingar og skrifa nafnið sitt. Ritvélar og vasatölvur sjá um aðra skyldu. Hafi menn svo áhuga á að læra eitt- hvað annað, gera þeir það snarlega með hjálp hinnar innri námshvatningar. Fólk, sem telur sig þurfa að læra erlent tungumál, gerir það á skömmum tíma, broti af þeim tíma, sem færi í stagl á skyldunámsstigi, þegar áhugann skortir. Kjarni málsins er, að tilganglítið sé að reyna að fræða fólk gegn vilja þess. Upp á síðkastið hefur heyrzt, að ekki megi gleyma því hlutverki skyldunámsskólanna að geyma börn og unglinga, til þess að foreldrarnir geti á meðan verið í friði eða unnið úti. Þetta séu eins konar leikskólar fyrir eldri börn og unglinga. Geymsluhlutverk skólanna getur auðvitað verið mikilvægt í þjóðfélagi fjörugs athafnalífs og nægrar atvinnu. Það getur stórbætt fjárhag margra heimila og eflt þjóðarhag um leið. Þar með væri skólakostnaður- inn afsakaður. í raun gegna íslenzkir skólar illa hinu meinta geymsluhlutverki. Til þess er skólatíminn of stuttur og of óreglulegur. Erlendis er algengt, að börn og ung- lingar borði hádegismat í skóla og séu þar samfellt bæði fyrir og eftir hádegi. Auðvitað væri dýrt að koma á fót mataraðstöðu í skólum og samfelldum skólatíma að meðtöldum heimanámstímum. En þar með væri þó fengin þjóð- hagsleg afsökun fyrir skyldunámsskólum sem geymslu- stofnunum í þágu önnum kafinna foreldra. Sums staðar erlendis eru menn farnir að líta á skyldunám og lengingu þess sem lið í baráttunni gegn atvinnuleysi, tilraun til að halda unglingum frá of fjöl- mennri samkeppni á vinnumarkaði. Sem betur fer þurfum við ekki enn slíka aðstoð skóla. En ekki má gleyma, að skólarnir gegna því hlutverki að útvega vinnu handa kennaramenntuðu fólki og fólki, sem hefur að baki félagslega menntun af ýmsu tagi, svo og að efla valdakerfí skólamálanna. Þetta hefur hingað til tekizt vel. Auk fræðslu, geymslu, baráttu við atvinnuleysi og útþenslu sjálfs kerfisins gegna skólarnir svo líka því hlutverki að staðla íslendinga, steypa þá í sama mót meðalmennskunnar í dugnaði, áræði, hugmyndaflugi, þekkingu og viti. Með sérkennslu og ýmsum öðrum aðferðum hefur náðst vaxandi árangur í að lyfta upp hinum lakar settu. Nokkru síður hefur gengið að draga hina niður, sem gætu orðið athafnamenn eða uppfinningamenn, láta þá koðna í leiðindum og ræktarleysi. Á þessu ári á skólakerfið 'að kosta 60 milljarða gamalkróna eða 600 milljónir nýkróna, þar af 250 milljónir nýkróna til grunnskóla. Fróðlegt væri, ef menn reyndu að sjá á skarpari hátt, hver séu og hver ættu að vera markmið þessa fjármagns. DAGBLADIÐ. MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1981 Þörf neytenda- þjónustu í heil- brigðismálum Sjúklingur sem á að fara í smá- magaaðgerð, fjarlægja lítinn örveg, vaknar upp með 40% af maga sinum Hvert á hann að sækja með k vörtun? Einstaklingur eyðir 3 árum í einskisnýtu þokuástandi hlaðinn geð- lyfjum og taugalyfjum. Eftir þriggja vikna afvötnun er sjúklingur orðinn nær heill heilsu, atferii allt meðvit- aðra, greind hefur hækkað úr 80 stigum í ca 120 og eðlileg tilfinninga- viðbrögð eru til staðar. Af hverju var þessi kona ekki teicin af lyfjunum fyrr hvert á hún að leita til þess að fá bætt 2—3 töpuð ár? Sjúklingur fær stóran skammt af fúkkalyfjum en sjúkdómsgrein- ingaraðferðin, holstunga og svæfing skilur sjúklinginn, gamla konu, eftir í sljóu móki hina síðustu mánuði ævinnar, afleiðingar svæfingarinnar. Hér fylgir athyglisverður listi yfir réttindi sjúklinga sem bandarískur spítali, í Height Ashbury Free Medi- cal Clinic, San Francisco, hefur birt. Nauðsyn ber til að hér á landi verði almenningur fræddur um réttindi sín og umgangsreglur við heilbrigðis- kerfið, ásamt almennri fræðslu um heilsuvernd. Heilbrigðiskostnaðurinn er orðinn alltof mikill, of mikið fé Kjallarinn Geir Viðar Vilhjálmsson rennur til viðgerðarstarfsemi, þegar fyrirbyggjandi aðgerðir og fræðsla gefur langtum betri árangur ásamt minnkandi kostnaði í aðra hönd. Róttindi sjúklings í Bandarikjunum hafa fyrstu skrefin verið stigin af hálfu opinberra heilsustofnana í þá átt að skilgreina réttindi skjólstæðinganna, t.d. dæmis samþykkti Samband banda- rískra spitala árið 1973 sjálfviljugt siðareglur, sem meðlimir sambands- ins eiga að hlýða. Slíkar siðareglur gera það auðveldara fyrir sjúklinga að fara fram á betri og mannlegri meðhöndlun en sumir, sem að endur- bótum vinna á þessu sviði, vilja ganga lengra og umbreyta kerfinu sjálfu, einkum að losa læknisfræðina undan þeirri ágóðakröfu sem er inn- byggð í heilbrigðiskerfið þar í landi. Brautryðjandi á sviði persónulegri meðhöndlun sjúklinga er spítali í San Francisco Height Ashbury Free Medical Clinic. Réttindi sjúklinga eru þannig skilgreind af þeim: 1. Þú átt rétt á því að vera meðhöndlaður af virðingu og alúð hvert sem kyn þitt er eða menningarlegur, trúarlegur, fjár- hagslegur eða menntunarbak- grunnurer. 2. Þú átt rétt á því að fá frá lækni þínum allar upplýsingar um veik- r 1 ..... I HVERT SKAL STEFNT? - Alþingi háð í einni málstofu Því skal lagt til að Alþingi verði aðeins háð í einni málstofu. Sú rök- semd að deildaskiptingin tryggi vand- aðri afgreiðslu mála er ekki haldbær. Einmitt vegna hinna mörgu umræðna sem hvert mál verður að fara í gegnum, er málum iðulega ruslað í gegn i trausti þess að siðar megi gera bragarbót. Ef umræður væru færri yrði hver þeirra bara að sama skapi vandaðri og traustar um hnúta búið. Auðvitað væri mönnum svo í sjálfsvald sett að hafa umræður í undanförnum greinum mínum hefur mér orðið tíðrætt um þing og þingræði. Skal nú reynt að reka endahnútinn á þá umfjöllun. Talið er að íhaldssemi gæti mest i öllu því er lýtin að grafarsiðum, þá koma ýmsir trúarsiðir næstir á eftir. Skyldu ekki stjórnarform koma fast á hælana. Eins og þegar hefur verið vikið að mótaðist þingræðið á þeim öldum þegar þjóðirnar voru að brjót- ast undan einveldi hinna „heilögu” konungdæma. Sjálf deildaskipting þinganna er einnig leifar frá þessum tímum. Þingið kom til sem hemill á vald konungs. En kóngsi lét krók koma móti bragði. Þinginu var skipt í tvær deildir, og konungur skipaði fulltrúa sína i svokallaða efri deild eða leiddir voru til sætis þræl-íhaldssamir aðals- menn. Hvert mál þurfti að komast gegnum báðar deildir; konungur eða fulltrúar hans höfðu þvi raunverulegt neitunarvald. Nú gerðist það að kon- ungur afsalaði sér einveldi og varð með tímanum valdalaust tákn. Þar með var ástæðunni fyrir deildaskipt- ingunni kippt burt. Hún — eins og steingervingar dýraríkisins — ber aðeins vitni um aðstæður sem fyrir margt löngu eru horfnar úr sögunni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.