Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.01.1981, Qupperneq 9

Dagblaðið - 15.01.1981, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15, JANÚAR 1981. y D G Erlent Erlent Erlent Erlent Svo bregðast krosstré sem önnur tré: Fyrsta rauðsokkan fyrir rétt í Sovétríkjunum — kann að verða dœmdtil þrœlkunarvinnu eða útlegðar í Síberíu Brezk blöö hafa skýrt frá því, að sovézka leyniþjónustan, KGB, beiti sér nú gegn kvenréttindakonum. Nú standa fyrir dyrum þar í landi réttar- höld yfir Nátalyu Lazarevu og mun það vera í fyrsta sinn sem kona í Sovétríkj- unum er ákærð vegna baráttu fyrir jafnrétti. önnur kona, Natalya Maltseva, hefur verið handtekin. Húsleitir og yfirheyrslur yfir kvenréttindakonum eru í fullum gangi, ekki sízt í Lenin- grad, þar sem kvenréttindahreyfmgin hefur haft aðalbækistöð sína. Natalya Lazareva er upphaflega leik- hússtjóri. En vegna jafnréttisskoðana sinna hefur hún undanfarið ekki fengið vinnu við leikhúsið og þurft að hafa ofan af fyrir sér sem kyndari. Hún á enga nána ættingja. Síðan í september hefur hún setið í varðhaldi, trúlega vegna þátttöku sinnar í svokölluðum Maríuklúbbi, sem er stjórnvöldum í Rússlandi þyrnir í augum. Þar er mið- stöð kvenréttindabaráttunnar. Kvenróttindabókmenntir gerðar upptœkar Natalya Lazareva er ákærð fyrir að „ófrægja stjórnkerfi Sovétríkjanna af ásettu ráði”. Hún á yfir höfði sér að verða dæmd annaðhvort til þriggja ára þrælkunarvinnu eða fimm ára útlegðar í Síberíu. Við húsleit heima hjá henni fundust kvenréttindabókmenntir sem lögreglan gerði upptækar. Sovézka kvenréttindahreyfingin kom fram í sviðsljósið 1979 þegar hún hóf útgáfu á fjölrituðu neðanjarðartímariti sem nefnt var „Konan og Rússland”. KGB reyndi strax að skjóta útgefend- unum skelk í bringu með húsrannsókn- um, likamlegum árásum og handtöku- hótunum. Fjórar af forgöngukonum tlmaritsins voru sendar úr landi rétt áður en ólympíuleikarnir hófust. Þrjár þessara kvenna hafa nú sent frá sér yfirlýsingu, þar sem þær biðja um stuðning frá vestrænum löndum. Þær fullyrða í yfirlýsingunni að í byrj- un síðasta árs hafi KGB oftar en einu sinni ætlað að höfða mál gegn kven- réttindakonum. „En þeir létu alltaf undan síga vegna ótta við almenningsálit heimsins . . . Þeir hættu sér ekki lengra en senda nokkrar konur úr landi. ” Óskað eftir stuðningi frá vestrœnum kynsystrum „Maríuklúbburinn,” segja hinar út- lægu konur ennfremur, „var stofnaður meðan á umfangsmiklum hreinsunum rétt fyrir ólympíuleikana stóð. Þess vegna urðum við flestar að starfa neðanjarðar.” Þær eru hræddar um að nú hafi KGB komizt yfir nafnalista og önnur gögn sem geri kleift að hefja herferð gegn rússneskum kvenréttindakonum, „sem heyja göfuga og hættulega bar- áttu”. Fleiri en þessar útlægu konur heita nú á allar kvennahreyfingar og lýð- ræðisöfl að veita kvenréttindabaráttu i Sovétrikjunum stuðning. Rithöfundurinn Galina Grigoreva, sem býr í Leningrad og er meðlimur 1 Marfuklúbbnum, hefur sent frá sér hjálparbeiðni í sama dúr. Hún óttast handtöku og æskir verndar gegn því sem hún kallar „harðstjórn yfirvald- anna”. Menn velta þvi nú fyrir sér hvort snaggaraleg viðbrögð rússnesku leyni- þjónustunnar stafi af því að valdamenn í landinu telji að skoðanir þeirra mundu skjótt öðlast mikið og útbreitt fylgi. ||p; Kynlífy svejh og kímni- gáfa — er allt sem konur þutfa til að halda sér unglegum, segir Joan Collins Leikkonan Joan Collins, sem við sáum m.a. leika á móti John Alder- ton i siðustu mynd um Óvænt enda- lok, hefur uppskriftina að því hvernig bezt sé fyrir konur að halda sér unglegum. Sjálf er Joan Collins orðin 47 ára gömul. En hér kemur uppskriftin: Nægi- legur svefn, kynlíf og góð kímnigáfa. Sjálf leggst hún í sitt tvíbreiða rúm um niuleytið á kvöldin, gjarnan með góða bók til lestrar eða horfir á sjón- varpiðviðrúmstokkinneða. . . .? Joan Collins með John Alderton i Óvæntum endalokum. Reynist ratsjáin vel munu möguleikar á notkun þyrla við t.d. erfiö björgunar- störf enn aukast. Ratsjá í spaðanum Brezkir vísindamenn eru þessa í myrkri og við slæm veðurskilyrði. dagana að gera tiiraunir með nýja Þessi nýja tegund af ratsjá er byggð gerð af þyrluspöðum sem gegna eiga inn í þyrlublaðið og síðan tengd við tvöföldu hlutverki. í fyrsta lagi því ratsjárskerm í flugmannaklefanum. að láta þyrluna fljúga en einnig að Tilraunir hingað til hafa gefið góða virka sem ratsjár og þá aðallega við raun og næst mjög skýr og nákvæm biindlendingar. mynd á ratsjárskerminn. M.a. getur Þyrlur hefur lengi skort fullkomið ratsjáin greint bíla á ferð og mann- tæki til aö tryggja öruggar lendingar verur þegar þyrlan er i lítilli hæð. Brando með kínverskri Marlon Brando er í góðu skapi þessa dagana. Hann er kominn í ástarsamband við 19 ára kín- verska stúlku, Niki Ling að nafni. Vinir hans segja að hann sé orðinn nokkuð breyttur og far- inn að hegða sér hálfeinkenni- lega síðan hann kynntist þessari kínversku stúlku. Hegði hann sér eins og rómantískur ungsveinn í ítölsku œvintýri þvi hann geri lítið annað en að syngja serenöður fyrir ástmey sína við eigin undirleik á bongó- trommu. m .....-■> Marlon Brando. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Simi 15105 AUGLÝSING um próf fyrir skjalaþýðendur ogdómtúlka Þeir, sem öðlast vilja réttindi sem skjalaþýðendur og dóm- túlkar, eiga þess kost að gangast undir próf, er haldin verða í febrúar nk., ef næg þátttaka fæst. Umsóknir skal senda dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fyrir 31. janúar á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást. Við innritun í próf greiði próftaki gjald, er nemur helmingi gjalds fyrir löggildingu til að verða dómtúlkur og skjala- þýðandi. Gjaldið, sem nú er nýkr. 200,00, er óafturkræft, þó próftaki komi ekki til prófs eða standist það ekki. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 29. desember 1980.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.