Dagblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981. LANDINU STJÓRNAÐ FRÁDEGI TILDAGS — ríkisstjómin eins og skæruliðar Siggi Flug skrifar: Fyrir nokkrum dögum, nánar til- tekið þann 9. þ.m., fengum við að sjá nokkuð nýstárlegan þátt á sjónvarps- skerminum. Þar voru mættir til leiks hvorki meira né minna en fimm nú- verandi og fyrrverandi ráðherrar. Áttu þeir að sitja fyrir svörum í þætti Guðjóns Einarssonar um efnahags- frumvarp stjórnarinnar sem nýlega hefur séð dagsins ljós. Mér datt í hug, þá er ég hlustaði og horfði á þáttinn, hvernig hver og einn þessara fyrrv. og núv. ráðherra stæði sig nú í þessum spurningaþætti. Fór ekki á milli mála að mér sýndist varla einn betri en annar. Þetta hefur komið fyrir þegar slikir þættir hafa verið á dagskrá sjónvarpsins. Brá svo við að mér fannst varla einn bera af öðrum, og er það nýlunda að mér fannst. Þessum þætti fylgdi slík lágkúra að mér fannst skömm að, og það jafnvel hjá reyndum stjórnmálamönnum sem þeim Geir og Gunnari. Um hina sem reynda stjórnmálamenn getur ekki verið að ræða. Geir Flallgrimssyni tókst það sem nær aldrei tekst, en það var að koma Gunnari Thoroddsen úr jafnvægi, en aðeins eftir að Gunnar hafði kallað stuðningsmenn Geirs flokksbrot Sjálfstæðisflokksins á Alþingi, sem var að sjálfsögðu argasti dónaskapur og ekki Gunnari líkt. En mönnum getur hitnað í hamsi og flýgur þá oft margt sem betur hefði verið ósagt látið. Annars var það annað sem kom fram í huga mínum. Allir sem fylgzt hafa með lands- málum um skeið hafa vafalaust séð og fundið, að landinu okkar er stjórnað (ef um stjórn er að ræða) frá degi til dags. Því sem tekst að aura saman í dag er eytt á morgun. Þetta þykir ekki góð fjármálapóli- tik. Mér finnst að hægt sé að likja ríkisstjórninni við miður heppilega skæruliða sem mikið létu til sín taka í bardögum um Texas í Bandaríkjun- Hér eru þeir félagar Geir llallitrímsson ot> (íunnar Thoroddsen. Mistök í hreinsun —ekki hægt að bjóða fólki allt Vigdís Sigurjónsdóttir, Sigluvogi Reykjavík, hringdi: Ég var að lesa svar Sigurjóns Þórðarsonar, eiganda Efnalaugar- innar í Nóatúni, sem birtist á Neyt- endasíðu DB þann 13. jan. sl. Haft hafði verið sambahd við Sigurjón vegna misheppnaðrar „hreinsunar” fyrirtækis hans á hvítum jakka. Fannst mér hann nokkuð kok- hraustur, hann lét sér ekki bregða hið minnsta heldur ásakaði hann konuna sem kvartaði fyrir að vera óánægð að upplagi og jakkinn hefði verið gamall og slitinn og hreinsun gerði ekki gamla jakka að nýjum. Nú vill svo til að ég hef orðið fyrir sömu reynslu og konan með jakkann en hefði sennilega látið kyrrt liggja ef ég hefði ekki séð hið kostulega svar Sigurjóns sem áður er minnzt á. Ég fór með nýjar hvítar gallabuxur í hreinsun hjá Efnalaug Sigurjóns í júlí sl. Þegar ég kem svo að ná í þær voru þær orðnar gráar. Ég tók við buxun- um í vonzku og sagðist mundi sjá um þetta sjálf. Þegar heim var komið reyndi ég að þvo þær en það hafði ekkert að segja. Síðan fór ég með buxurnar í aðra hreinsun þar sem mér var sagt að ekki væri hægt að ná gráa litnum úr buxunum vegna þess að ég hafði þvegið buxurnar í millitíðinni og var það geftð í skyn að grái litur- inn hefði stafað af þvi að sami hreinsilögurinn hefði verið notaður of oft. um þegar það var heimt af Mexíkön- um. Þetta töldust eldheitir þjóðernis- sinnar sem oft notuðu miður heppi- legar bardagaaðferðir og því ekki laust við að mönnum stæði stuggur af þeim, og voru staðnir að svikum og prettum. Þessir menn voru nefndir desperado’s, sem í orðabók Vebsters er þýtt ,,A dangerous criminal, bold outlaw”. Ekki er ég alveg dús við að heimfæra þetta heiti á ríkisstjórnina, en ég held að þá vanti bara vopnin til þess að geta verið taldir desperado’s Landinu okkar er stjórnað frá degi til dags eins og áður segir, engin fyrir- hyggja í nokkrum sköpuðum hlut, og allt látið reka á reiðanum. Það getur vel verið að við búum i auðugu landi, en þvi er í það minnsta illa stjórnað. Stundum er ég að nöldra við kunn- ingja mína, en þeir segja bara: ,,Ert þú ekki ánægður, hvað er eiginlega að, er þetta ekki aHt í lagi, liður þér ekki vel eða hvað?” Þvi miður verð ég að játa að mér líður ekki vel. Allt hangir á heljar- þröm og enda þótt ennþá séu einhvej- fífl úti í heimi sem hafa trú á að við séum borgunarmenn fyrir lánum þeim sem við erum sífellt að fá, þá kemur alltaf að skuldadögunum og einn góðan veðurdag eigum við ekki fyrir skuldum. Alvöru fjármálamenn sem álpast hafa til þess að lána okkur kippa að sér hendinni og gamanið er allt í einu búið! Þá býst ég við að kominn sé timi til þess, eins og sr. Sigvaldi sagði, að biðja buð að hjálpa sér. í dag ráða kommúnistar ferðinni i ríkisstjórninni ogþeirra áhrifa gætir i þá átt að allt tal um stóriðju er eins og að tala um snöru í hengds manns húsi. Þegar við í alvöru förum að biðja Guð að hjálpa okkur og þurfum á stóriðju og orkufrekum iðnaði að halda, getur það verið of seint, því í dag getum við áreiðanlega haft hönd i bagga með þvi hvernig samningar við fjárslerka aðila verða gerðir en seinna verða það kannski aðrir sem „diktera” okkur skilmálana þegar fokið er í öll skjól. Mér datt þetta (svona) í hug. Spurning 9 Hverju spáirðu um úr- slit leiks Víkings og Lugi á sunnudag? Reynir Eggertsson loflskeytamaður: Ég veit ekki, ætli Víkingarnir vinni þetta ekki. Ég skýt á svona 20—15. Elsa Þórisdóttir afgrelðslumaður: Víkingar vinna að sjálfsögðu. Lokatöl- urgætuorðið 16—14. Erla Guðmundsdóttir afgreiðslu- maður: Vikingar vinna örugglega, 22— 19. Friörik Helgason nemi: Víkingar vinna þetta örugglega, þeir sigra 28—21.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.