Dagblaðið - 17.01.1981, Qupperneq 24
Fundur boðaður í útvarpsráði vegna ráðningar f réttamanna:
„Ríkjandi hefð er bmtin
með ákvörðun Andrésar”
—segir Ellert B. Schram ritstjóri og útvarpsráðsmaður
Ellert B. Schram, ritstjóri Vísis,
og fleiri útvarpsráðsmenn óskuðuj
eftir því í gær að ráðið héldi fund umi
þá ákvörðun Andrésar Björnssonar
útvarpsstjóra að veita Ernu Indriða-j
dóttur, Einari Erni Stefánssyni ogj
Ásdisi J. Rafnar fréttamannastöður á;
útvarpinu. Áður hafði útvarpsráð,
mælt með Herði Erlingssyni og Oddi;
Ólafssyni, auk Ásdísar Rafnar, í
stöðurnar með miklum meirihluta at-
kvæða. Útvarpsstjóri mætti áj
fundinn og gerði grein fyrir sínumj
sjónarmiðum, en hlýddi jafnframt á
athugasemdir og mótmæli sem fram,
komu.
„Mér og fleirum þótti ákvörðun;
útvarpsstjóra óvenjuleg þar sem!
brotin er sú hefð að tekið sé tillit till
sjónarmiða útvarpsráðs. Og eðlilegt i|
beinu framhaldi af þessu að menn!
spyrji sig til hvers sé yfirleitt verið að
vísa málum til okkar sem fyrirfram'
hefur verið tekin ákvörðun um,”
sagði Ellert B. Schram í viðtali við!
Dagblaðið í gærkvöldi.
„Það er athyglisvert að til okkar
komu meðmæli fréttastjóra útvarps
með ákveðnum umsækjendum,.
uppáskrifuð af Andrési Björnssyni.j
Þau meðmæli eru óumbeðin og ekki í
samræmi við nein lög.AJærtækt er að
halda að mannaráðningin hafi veriðl
ákveðin innanhúss, hvað sem út-j
varpsráð segði. Og ég hef
tilhneigingu til að álíta að útvarps-
stjóri hafi látið undan annarlegumj
þrýstingi. Það eru vissulega tímamótj
að hafnað skuli blaðamanni með 20|
ára starfsreynslu, en óreyndur
umsækjandi tekinn fram yfir.”
Andrés Björnsson útvarpsstjóri
vildi ekki ræða deiluna um manna-
ráðningarnar þegar Dagblaðið hafði
samband við hann að loknum fundi í
gær, staðfesti þó að ákvörðun hans
hefði þar verið mótmælt en ekki yrðu
að sinni um nein viðbrögð að ræða af
sinni hálfu.
Ólafur R. Einarsson fulltrúi;
Alþýðubandalagsins í útvarpsráði
hafði þá sérstöðu á fundi þess þegar
umsóknir um fréttamannastöðurnar
voru til afgreiðslu að greiða einn
manna Ernu og Einari Erni atkvæði í
fastar stöður. Hann sagðist í samtalij
við Dagblaðið í gær hafa byggt þá af-
stöðu sína á mati sinu á menntun og
reynslu umsækjenda. Það væri|
vissulega umhugsunarefni almennt
að engar ákveðnar kröfur væru
gerðar um menntun og starfsreynsluj
fréttamanna, sem hlyti alltaf að vega
þyngst. Ólafur færðist undan því að
tjá sig um efni útvarpsráðsfundar í
gær, sagði aðeins að þar hefðu menn
„skipzt á skoðunum” og að fram
hefði komið í máli Andrésar Björns-
sonar útvarpsstjóra á fundinum að
hann hefði farið eftir sinni
sannfæringu þegar ákvörðun um val
umsækjenda var tekin, að álit hans
hefði jafnframt farið saman við
viðhorf fréttastjóranna. .
-ARH.f
■'.jS- ^
plastpoka og úr þeim eys hann brauðmolum og mylsnu. Það verður mikill hama-
gangur, endur, gœsir og álftir garga og skrœkja en á endanumfá allar bita og una
sæmilega ánægðar viðsinn hag —þar til næsta morgun. Við ættum ekki að gleyma'
fuglunum þótt kalt sé. j
-DB-mynd ,S'.|
Um hálfellefuleytið á morgnana má sjá kostulega sjón við Tjörnina I Reykjavlk þar
sem stöðugt er haldið ófrosnu fyrir fiðraða íbúa Tjarnarinnar. Um það leyti fara
endur, gæsir og álftir að þjappa sér saman næst bakkanum eins og verið sé að biða
eftir einhverju. Þærþurfayfirleitt ekki að biða lengi —fljótlega ber að háljkassarúg-!
brauð svokallað, VW-bU merktan Reykjavikurborg. Ut snarast maður með svarta\
frjálst, áháð dagblnð
LAUGARDAGUR 17, JAN. 1981.
Kjaramál
lækna fyrir
Kjaradómi
— úrskurðar að vænta
síðar í mánuðinum
Margumræddur Kjaradómur hefur
til meðferðar kjaramál lækna og er
búizt við úrkurði hans í málinu innan
'tíðar. Vegna fjarveru Jóns G. Tómas-
sonar, eins kjaradómsmanna, hefur
dregizt að taka það fyrir en það ætti
ekki að dragast marga daga í viðbót.
Samkvæmt lögum skal Kjaradómur
birta úrskurð sinn innan mánaðar frá
■dómtöku viðkomandi máls, lækna-
málið kom til kasta hans þann 8.
Akureyri:
Sex árekstrar
á stuttum
tíma
Talsvert mikið annríki var hjá Iög-
reglunni á Akureyri í gærdag en þar
urðu sex árekstrar á stuttum tima eftir
hádegi. Ekki urðu nein meiðsl á fólki
en að sögn lögreglunnar talsvert tjón á
bifreiðum. Sagði lögreglan að færðin
væri ágæt en ökumenn virtust vera í
tímaleysi og ækju um á héluðum
bílum.
-ELA.
Alfreð enn á
skrifstofunni
„Það var ekki fundað um málið í
gær og ekki ákveðið hvenær það
verður rætt,” sagði Alfreð Elíasson
stjórnarmaður Flugleiða í gær. Dag-
blaðið greindi frá því fyrir nokkru að
stjórn Flugleiða hefði ákveðið að
Alfreð flytti af skrifstofu sinni. Alfreð,
sem er fyrrverandi forstjóri Flugleiða
og áður Loftleiða, hefur haft þessa
skrifstofu í aðalbyggingu flugieiða við
Reykjavíkurflugvöll frá þvi að
byggingin var reist. Taka átti málið
fyrir í gær en af því varð ekki.
-JH.
Ökuþórardauðans
íDagblaðsbíóinu
Spennandi kappakstursmynd, öku-
þórar dauðans, verður í Dagblaðsbiói í
dag kl. 3. DB-bíóið er eins og venjulega
í Borgarbióinu í Kópavogi. Myndin er í
lit og með íslenzkum texta og fjallar um
menn sem leika listir á bíium sinum.
VERSNANM FÆRD A REYKJA-
NESIOG STÓRHRÍD í MÝRDAL
— Fari að hlýna má búast við mikilli hálku
Svellbunkar eru víðast á|
þjóðvegum landsins. Menn, sem eru)
á ferðinni, verða því að fara varlega,
sérstaklega ef draga fer úr frostinu
því þá má búast við fljúgandi hálku.
í gærkvöldi var færð farin aðl
versna á Reykjanesi vegna snjókomu.
Þá var enn greiðfært um Heltisheiðij
allt austur undir Mýrdal en þar og á
Mýrdalssandi var stórhríð í gær og lá
öll umferð niðri.
Frá Kirkjubæjarklaustri var fært
alla leið austur á Egilsstaði. Odds-
skarð var mokað í gær og stórum
bílum var fært um Fjarðarheiði.
Greiðfært var frá Reykjavík um
Hvalfjörð og í Dalina um Heydal.l
Góð færð var á Snæfellsnesi. Frá'
Patreksfirði var stórum bílum fært á|
Barðaströnd og til Bildudals. Á;
norðanverðum Vestfjörðum var góð1
færð. Fært var frá fsafirði til Þing-
eyrar, Flateyrar, í Súgandafjörð, áj
Bolungarvík og Súðavik.
Holtavörðuheiðin var opin og'
greiðfært allt austur til Húsavíkur en
ófært þar fyrir austan. Á
Norðausturlandi var víðast þungfært
og sumstaðar ófært.
Stórum bílum var fært til Hólma-I
víkur, Ólafsfjarðarmúlinn var opinn|
og vegurinn til Siglufjarðar varj
ruddurígær. ]
Innanlandsflug gekk ágætlega íj
gær. Þó var ófært til Vestmannaeyjaj
og ein vél lokaðist inni á ísafirði.j
Arnarflugi tókst ekki að fljúga tilj
Flateyrar og Suðureyrar.
-KMU.