Dagblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981. 13 Burt Lancaster: Fram á sjónarsvið aftur - eftir átta ára hlé „Þetta er eins og að verða ástfang- inn” segir hin 67 ára gamli Burt Lancaster, sem stígur fram á sjónar- sviðið að nýju eftir átta ára hlé. Gagnrýnendur lofa hann í hástert fyrir leik hans í kvikmyndinni Atlantic City sem nýlega hefur slegið í gegn í Banda- ríkjunum og Englandi. Enginn í Hollywood hafði reiknað með að Lancaster myndi snúa aftur, sérstaklega ekki eftir að hann hafði staðið í sársaukafullum skilnaði frá fyrri konu sinni Jakie fyrir nokkrum árum. En franski leikstjórinn Louis Malle var maðurinn sem gat dregið Lancaster úr skel sinni. Malle fullvissaði Lan- caster um að Atlantic City væri einmitt mynd fyrir hann. Myndin fjallar um mann sem einn síns liðs berst á móti Mafiunni í Bandaríkjunum, efni sem Lancaster er ekki alveg ókunnur. „Þegar ég var tíu ára vissi ég allt um ítölsku Mafiuna í New York. Ég ólst upp á Manhattan, höfuðstöðvum Mafíunnar. Ég og félagar mínir gerðum okkur fyllilega grein fyrir að þarna giltu lögmál frumskógarins, við urðum að berja frá okkur til að lifa af. Við bárum allir fjaðurhnífa á okkur og gátum aldrei verið rólegir. Vegna þessarar reynslu minnar hef ég átt auðvelt með að lifa mig inn í Atlantic City þar sem ég stend í einka- stríði gegn Mafiunni,” segir Lancaster. VEIZLUMATUR Nú er rétti tíminn til að panta matfyrir ferminguna eða árshá- tíðina. VEIZLUELDHUSIÐ SÍMAR 53716,74164. —j ^Siwbrauðstofan njr—^ Burt Lancaster i heimsókn á æskustöðvarnar á Manhattan. Þar sem hann kynntist Mafiunni fyrst. BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 Ólétt pönkfata- fella Marianne Malfet heitir stúlkan á myndinni. Hún er í danskri kvenna pönkhljómsveit. í marz nk. mun hljómsveitin m.a. skemmta i Árósum og þar mun Marianne ekki aðeins syngja heldur lika striplast — jafnvel þó að hún eigi von á sér i maí. „Hvers vegna er ekki í lagi að striplast ólett?” spyr hún. „Ég fæði jafnvel á sviðinu,” segir hún. En hver er faðirinn? „Það veit ég ekki. Unginn varð til í draumarúmi ein- hvers staðar i bæ á vesturströndinni, ég var þá skemmtanasjúk. En ég hefði ekkert á móti því að náunginn hefði samband,” segir Marianne.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.