Dagblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1981. Vigdte FinnboRadóttlr. forwtl Margrét II Danadrottninic lnlands Forseti íslands til veislu með 200 dönskum blaðamönnum VIGDlS Finnboxadóttir. forsrti Marjírét Danadrottninx býöur tslands. mun á foró sinni til til veislunnar or hymrst þar Danmerkur á na-stunni m.a. svara spurninxum fjolmiólanna. sitja kryddsíldarvoislu moó um Blaðið sejsir. að á þessum 200 dúnskum hlaðamonnum. að fréttamannafundi muni Vixdis því or soxir i danska hlaðinu Finnhoitadóttir einnix a-xja Borlinxsko Tidondo. hlaðamonnuni frá omh.Ttti sínu Vigdís fœr kryddsíld Morgunblaðinu tekst á stundum að vera fyrst með fréttirnar. Nú í vik- unni var til dæmis skýrt frá því að Vigdis Finnbogadóttir ætlaði að snæða kryddsíld með tvö hundruð dönskum biaðamönnum. Danska dagblaðiðBerlingskeTidende er borið fyrir fréttinni. Máltækið segir að ekkert sé auðlærðara en ili danska. Berlingur hefur væntanlega ætlað að tjá lesendum sínum að Vigdís forseti ætti von á spurningaskothríð (krydsild) danskra blaðamanna er hún kæmi í opinbera heimsókn. Mogginn gleypti kryddsíldina hins vegar hráa. Hœgra augað Þeir segja núna sjálfstæðismennirnir i Geirsarminum að Gunnar Thorodd- sen hafi farið utan tii þess að láta skera upp á sér hægra augað. Hafi hann verið farinn að sjá helst til litið með þvi. sjónin hafi veriðöll til vinstri. Frjálst og óháð íKópavogi Út fcemur blað sem ber nafnið Kópa- vogstíðindi og er ætlun þeirra manna er að því standa, að það eigi að vera frjálst og óháð blað fyrir Kópavogs- búa. Fram að þessu hefur blaðið verið borið frítt i hús en núna um áramótin var ákveðið að selja blaðið i áskrift. Um sama leyti hætti ritstjóri þess. Herbert Guðmundsson. og hefur ekki verið tilkynnt um nýjan ritstjóra. Þeg- ar blaðið er loksins selt ber hins vegar svo við að það nær hættir að birta fréttir. Hvers kyns viðtöl við þá sem reka fyrirtæki og skrýtlur ráða efni blaðsins ásamt þvi sem boðaðar hafa verið tvær framhaldssögur. Haft er fyrirsatt aðhinum nýstofnaða hópi á skrifenda fari ört fækkandi. Telja þeir liklega að nóg sé að frétta úr Kópa- vogi. þar sem gefin eru út 4 flokks- blcxV - þvi þurfi ekki að Ivlla blað með sögum og viðtölum við forstjóra. Menningarsjóður neitarpent Frá því var skýrt i Fleira fólki i vikunni að Árni Bergmann væri á förum frá Þjóðviljanum og hygðist taka við mannaforráðum hjá Menningarsjóði. Þar á bæ kom mönnum fréttin gjörsamlega á óvart og sverja þeir og sárt við leggja að þeir eigi alls enga von á Árna í sínar her- búðir. Sérstök ogglœsileg íslenzk tízkujot sýnd á Skálafelli: Draumurinn er aö setja upp verzlun með módelfatnað — segir María Ragnarsdóttirf 25 ára hönnuður; sem hélt sína fyrstu sýningu á fimmtudag. KarimannafÖtin voru ekki sldur sam- kvœmt nýjustu tizku. Hér eru buxur og skyrta úr tweed efhi. Til vinstri: Samfestinyur hannaður af Mariu og skart, hannað af eiginmanni hennar, Mogens Petersen, sem er listamaður. — Að ofan: Slðurjakki og kápa, snið sem ekki hefur áður sézt hér á landi. — Til hœgri: Pokabuxur með pilsi yfir. Allóvenjulegur sam- k vœmisklæðnaður. DB-myndir: Einar Ólason. „Ég hef haft áhuga fyrir hönnun frá því ég var smákrakki. Ég man eftir því að þegar ég var 13 ára teikn- aði ég föt og gekk á milli fyrirtækja og spurði hvort þau hefðu áhuga. Svarið var alltaf: Þú verður að koma með snið líka. Þegar ég var 22 ára dreif ég mig til Kaupmannahafnar til að nema,” sagði María Ragnarsdótt- ir 25 ára fatahönnuður sem I ágúst sl. kom til landsins eftir þriggja ára nám I Margrétarskóla í Kaupmannahöfn og Kunstakademiunni. | Maria sýndi tvívegis á kaupstefn- um í Bella Center og vakti verðskuld- aða athygli. Eftir að hún kom heim íhóf hún aðstarfa fyrirSlS og Röskvu !„free Iance” og á fimmtudags- kvöldið hélt hún sína fyrstu sýningu jhérlendis, í Skálafelli á Hótel Esju. I „Minn draumur er að koma upp verzlun hér með módelflfkum. Svo veit maður aldrei hvað úr verður,” sagði María er blm. DB ræddi við hana á Skálafelli á fimmtudags- kvöldið. Sýning Maríu vakti mjög mikla athygli gesta, enda var þarna mjög 77/ hægri: Marla Ragnarsdáttir hönnuður og eiginmaður hennar, Mogens Petersen. — 77/ vinstri: Henný Hermunnsdóttir sýnir hér jakka úr íslenzkri ull og buxur með all- sérstöku sniði. Buxurnar eru með fellingum I hliðunum, sem gera það að verkum að þær sýnast pokasniðnar. og erlendum tízkuefnum. María hefur næmt auga fyrir nýjustu tízku enda starfaði hún í tízkuverzluninni - Faco um þriggja ára skeið áður en hún hélt til náms. Fyrir þá sem misstu af sýningunni skal þess getið að hún verður aftur nk. fimmtudagskvöld á Skálafelli. -ELA. glæsilegur og sérstakur tízkufatnaður fyrir kven- og karlmenn sýndur. Þá vakti einnig athygli skart það sem sýningarfólkið bar, en það var hannað af eiginmanni Maríu, Mogens Pedersen, sem er listsmiður. „Þetta er allt fatnaður sem ég hef unnið á löngum tima,” sagði María. Fatnaðurinn var bæði úr íslenzkri ull <s& flei ra,w FOLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.