Dagblaðið - 21.01.1981, Síða 1

Dagblaðið - 21.01.1981, Síða 1
A írjálst, úháð dagblað Dómsmálaráðherra Danmerkur lét af embætti í gærkvöldi og gaf f ranska flóttamanninum dvalarleyfi áður en hann yfirgaf skrif stofuna: Gervasoni er frjáls maöur ,,Ég er bæði hissa og ánægður með þessi málalok,” sagði Ebbe Holm, danskur lögmaður franska flótta- "mannsins Patricks Gervasonis, glaður í bragði í morgun þegar Dag- blaðið hafði samband við hann. Lögmanninum bárust í gærkvöidi boð um að dönsk stjórnvöld hafi veitt Gervasoni dvalarleyft i Dan- mörku og skilriki sem i raun veita honum frelsi og mannréttindi sem hann hefur leitað eftir árum saman. Ákvörðun danskra stjórnvalda kom mjög á óvart og ekki síður það að dvalarleyfið er ekki veitt Gervasoni sem pólitískum flóttamanni, heldur sem vegalausum útlendingi. „Danska ríkisstjórnin tók mjög skynsamlega á málinu og hengdi sig ekki í formsatriði. Málsmeðferðin er óvenjuleg og fá fordæmi um eitthvað þessu líkt,” sagði Ebbe Holm. Dönsk stjórnvöld hafa að öllum likindum tekið óvænta ákvörðun sína svo skjótt vegna breytinga sem Anker Jörgensen forsætisráðherra boðaði á ríkisstjórn sinni í gærkvöldi. í morgun settist nýr maður, Ole Esper- sen, talsmaður jafnaðarmanna á þingi og fyrrverandi formaður út- varpsráðs, I stól dómsmálaráðherra hjá Anker. Henning Rasmussen lét þá af embætti en hann hefur átt við- ræður við íslenzka ráðherra og fleiri um Gervasonimálið. Rasmussen lét það verða sitt næstsíðasta embættis- verk sem dómsmálaráðherra að veita flóttamanninum landvist. Formlega fær Gervasoni 6 mánaða dvalarleyfi í Danmörku sem síöan framlengist um 5 ár hafi hann fengið vinnu eða leitaö eftir henni á fyrstu 6 mánuðunum. Að 5 árunum liðnum á hann kost á enn frekari framlengingu dvalarleyfis og að sögn lögmanns hans þýðir þetta raunverulegt fram- tíðardvalarleyfi. Gervasoni á að geta feröazt til íslands á skilríkjum sínum. -ARH/IHH skuggann fyr- ir gíslamálinu Frá Slgurði Jenssyni fréttaritara DB i Seattle: Dagurinn i gær var einstakur hér ( Bandarikjunum. Það er furðulegt aö fylgjast með þvf hvernig innsetning nýs forseta hefur gersamlega fallið i skuggann fyrir lausn gíslamálsins. Hér I Seattle hefur rikt almenn gleöi, kirkjuklukkum var hringt þeg- ar staöfest haföi verið að flug- vélarnar væru farnar frá Teheran með gfslana innanborðs áleíðis til Alsír og V-Þýzkalands. Menn skutu töppum úr kampavínsflöskum og skáluðu fyrir farsælli iausn málsins og víöa í borginni mátti sjá gula borða á trjám. Þar er vísaö til alþekktrar sögu í Bandarikjunum og frægs dægurlags, „Tie a yellow ribbon”. Fangi sem var á heimleið hafði beðið konu sína að binda gulan borða á eikartré ef hún elskaði hann enn. Sem nærri má geta voru Jtundruö gulra borða á trénu. Sjónvarpið hefur staðið sig frá- bærlega i þessu máli með stöðugri dagskrá, þar sem til skiptis er sýnt frá Teheran, Alsír og V-Þýzkalandi, inn á heimili aðstandenda gíslanna og þarframeftirgötunum. .jh. — sjá nánar um Stjömumessuna og vinsældavalið á bis. 17 7. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 21. JANÍJAR 1981 — 17. TBL. RITSTJÓRN SlÐLMÍILA 12. ALGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVF.RHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022. VerHaunagripirnir eru steyptir i málmsmiðjunni Hellu I Slðumúla, sem tvisvar áður hefur levst sllkt verk afhendi. Þarna virða listamennirnir og starfsmenn Hellufyrir sér einn yripinn. Frá vinstri eru Danlel Kristinsson, Árni Páll Jóhannsson. Magnús Kjartansson og Birgir Guðlaugsson. Daníel og Birgir steyptu gripina og bjuggu til mótin. DB-mynd: Sig. Þorri. St jörnumessa Dagblaðsins og Vikunnar: Verðlaunastytturnar steyptar — miðaverð á Messuna hef ur verið ákveðið Nú er búið að steypa um það bil helminginn af styttum þeim, sem afhentar verða á Stjörnumessu DB og Vikunnar þann 12. febrúar. Ómögulegt er að segja ennþá hve margar þær veröa, því kosningu í Vinsældavalinu lýkur ekki fyrr en um mánaðamót. Úrslit í einum lið — söluhæsta hljómplata ársins 1980 — liggja þó fyrir. Verð hvers aðgöngumiða á Stjörnumessuna verður 285 krónur. Miðasala hefst að Hótel Sögu laugar- daginn 7. febrúar og verða þá jafn- framt tekin frá borð. Engar miðapantanir verða teknar i síma. -ÁT- * Hverjir eiga rétt á f ríum leikhúsmiðum? Persónuleg ékvörðun þjóð- leikhússtjóra eða ein algild regla? — sjábis.5 Akureyri: Tekur Hitaveitan að sér brúargerð? — sjá bls. 5 Hefsthandastrax ídðS -sagðiReagan, ® erhanntókvið forsetaembættinu í gær — sjá erl. f réttir bls. 6-7 wKtmata

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.