Dagblaðið - 21.01.1981, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1981
.1
Búum vel að gamla fólkinu
— látum það ekki skorta
Guðbjörg hríngdi:
Mér varð hugsað til þessa marg-
umtalaða Víðishúss um daginn þeg-
ar ég var að lesa um þær miklu
hörmungar, sem margt gamalt fólk í
Rvik býr við. Þetta fólk hefur unnið
hörðum höndum allt sitt líf og á
skilið að vel sé fyrir því séð á
ævikvöldi þess.
Ef til vill ættu þeir sem enn sitja
heima hjá sér í jólafríi og hugsa um
hýruna sem þeim var rétt á
dögunum, þ.e.a.s. þingmenn, aðeyða
einum föstudegi til að ræða þessi
mál. Mér er spurn, liggur ekki meira
á að hjálpa þessu fólki en að ausa fé í
glæsiskrifstofur með sána og ljós-
böðum fyrir fólk á bezta aldri, með
bezta aðbúnað heima fyrir. Og
athugið það, þið sem ráðið þessum
málum, tíminn líður ög fyrr en varir
eruð þið ef til vill komin í sömu
aðstöðu og þetta fólk nú. En það er
ef til vill óþarfi að minna ykkur á
það, því þó að þið virðist ekki hafa
haft tíma til að afgreiða ýmis
þjóðþrifamálþáhafið þið alltaf haft
tima til að sjá ykkar eigin hag borgið.
Eða hvað kostar þingfararveizlan,
sem við höldum þingmönnum árlega,
mætti ekki koma upp aðstöðu fyrir
einhverja í Víðishúsinu fyrir þá
peninga?
2J® ésh
Viflishúsið margfræga.
HAHD HEMIL
ÁHUNDUNUM
Mismun-
andi próf
Á. J. hringdi:
Hvernig getur þetta verið? Konan
mín er í fjölbrautaskóla, byrjaði í
Ármúlaskóla og lýkur þar þremur
árum af fjórum. Síðan ætlaði hún
núna i vetur að skipta yfir í Fjöl-
brautaskólann i Breiðholti þar sem
við erum flutt upp í Breiðholt. En þá
getur hún það ekki þar sem þeir í
Fjölbrautaskólanum i Breiðholti taka
ekki gild þau próf sem hún hafði
tekið i Ármúlaskóla. Hún hafði sam-
band við menntamálaráðuneytið og
þar fékk hún þau svör að mennta-
skólarnir réðu því alveg hvernig nám
væri uppbyggt og hvaða inntökuskil-
yrði þeir settu. Mér finnst skrítið
hvernig þessir skólar geta verið svona
mismunandi.
Svo er það annað, þegar sótt er um
inngöngu i þessa skóla, fæst hún ekki
fyrr en maður hefur greitt svokallað
inntökugjald sem er víðast 15 þús. en
það rennur síðan til hinna ýmsu
klúbba, sem sárafáir taka svo þátt í.
Unnur hringdi:
Miðvikudaginn 7. janúar sl. var ég
að vitja leiða í gamla kirkjugarðinum
við Suðurgötu. Meðan ég var þarna
bar að konu með hund í bandi. Það
var allt í lagi ef hún hefði ekki leyft
hundinum að krafsa í leiðin. Þarna
gerði hundurinn sig heimakominn,
fór upp á leiðin og rótaði í moldinni.
Mér fannst þetta ekki nógu sniðugt.
Það er óskemmtilegt fyrir ættingjana
að koma að leiðunum öllum upprót-
uðum og það ætti fólk að vita jafnvel
þótt það þurfi að viðra hundana sína.
GnP*
gerið
góð
kaup
Smáauglýsingar
BIADSINS
'i
Þverholtitl sími 2 70 22
Opið til kl.10 í kvöld
Va
Ertu farin(n) að hugsa
ínýjiam krónum?
Rósa Björg ►orstelnsdóttlr húsmóflir:
Já og nei, ég breyti stærri upphæðum
oft í gamlar krónur. Annars er þetta
mikið að koma.
Spurning
dagsins
Sigríður Gunnarsdóltir húsmóðir:
Nei, ég umreikna alltaf. Méi finnst
voðalega erfitt að átta mig á
upphæðum í nýjum krónum.
Elias Jóhannsson, vinnur i Járnblendi-
verksmiðjunni á Grundartanga: Já, ég
er farinn aðgera það. En til öryggis
breytir maður stærri upphæðum i
gkrónur.
Daníel Jónasson verkamaður: Nei, ég
breyti flestum upphæðum i gamlar
krónuríhuganum.
Magnús Jensson byggingameistari: Að
hálfu leyti. Þegar verðið er farið yfir
viss mörk þá breytir maður í gamlar
krónur.
Ólafur Vilbertsson bóndi: Ég er ekki
farinn að hugsa i nýjum krónum. Ég
snara þessu yfir í gamlar krónur þegar
ég igrunda kaup áeinhverju.