Dagblaðið - 21.01.1981, Síða 4

Dagblaðið - 21.01.1981, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981 \ Gleðileikurinn PLÚTUS efftir Aristof anes Frumsýning i kvöld kl. 20 i Fellaskóla. 2. sýning sunnudag kl. 20.30. Miöapantanir frá kl. 13 alla virka daga i síma 73838. Miðasala i Feliaskóla opin frá kl. 17 sýningardaga. - Einbýlis eða raðhús Höfum fjársterkan kaupanda að einbýlis- eða raðhúsi í Reykjavík, Kópavogi eða Seltjarnarnesi. Útborgun allt að ein milljón nýkróna. Eignanaust Laugavegi 92, sími 29555 Breiðholts- leikhúsið Verzlunarhúsnæði og íbúð óskast í skiptum fyrir stórt þriggja hæða einbýlishús í yesturbæ. Eignanaust Laugavegi 92, sími 29555. Höfum mikið úrval eigna á söluskrá og kaupendur að öllum stærðum eigna. Eignanaust Laugavegi 92, simi 29555. Fasteignaþjónustan auglýsir — Laust starf — Viijum ráða sölufulltrúa Sérlega lifandi og skemnitilegl starf. „Ráðherralaun" fyrir þann sem er úrræðagóður. lipur, ólatur og fylginn sér. — Vinna og aftur vinna. Viðtalsbeiðnum veitl móttaka í síma 26213 þriðjud. og miðvikud. FASTEÍGNAÞJÓNUSTAN gjg) AUSTURSTfiÆTI 17 - REYKJAVÍK Sedrus húsgögn Iðnvogum Súðarvogi 32, sími84047 Nú er tækifæri að gera góð kaup. Litið notuð húsgögn á tækifærisverði. Sófasett frá 1100,00 kr. 2ja manna sófi og tveir stólar á 3850,00, sófaborð á 700,00, sófasett með póleruðuni örmum á 2500,00. Hillur, svefnbekkir, stakir sófar, innskotsborð og margt fleira. Einnig ný sett frá kr. 5355,00 og tveggja manna á 3195,00, eins manns frá 1560. Hvíldarstólar á 2295,00 krónur. Lítið inn hjá okkur eða hringið. Það borgar sig. qftarskóli OLAFS GAUKS SÍMI 27015 KL.5-7 Innritun í skólanum, Háteigsvegi 6, dagiega kl. 5—7 síðdegis, sími 27015. Upplýsingar á öðrum timum í síma 85752. Kvöldtímar fyrir fullorðna. Hljóðfæri á staðnum. Eldri nemendur sem halda áfram hafi samband sem fyrst. Senn líður að útfyllingu eyðublaða fyrir manntal: Heilög skylda hvers einstaklings að fylla út skýrsluna —skýringaþáttur í sjénvarpi föstudaginn 30. janúar I gxr voru manntalsskýrslur k.vnntar frcttamönnum af þcim Ingimar Jónassyni dcildarstjóra Þjóöskrár, Klemcns Tr.vggvasyni hagstofustjóra, Guðna Baldurs- syni dcildarstjóra og Magnúsi Guðjónssyni framkvæmdastjóra Sambands islcn/.kra svcitarfélaga. DB-mynd Bj. Bj. Landsmenn allir eiga von á gesti inn á heimili sín sunnudaginn 1. febrúar, en þann dag eiga allir þeir sem orðnir eru 12 ára gamlir að vera þúnir að fylla út manntalsskýrslu sína. Manntalið sjálft fer fram laugardaginn 31. janúar. Föstu- daginn 30. janúar verður 30 mínútna langur þáttur í sjónvarpi, þar sem skýrt verður nákvæmlega hvernig útfylling manntalsskýrsl- unnar fer fram. Er ætlazt til að sem flestir landsmenn geti fylgzt með sjónvarpsþætti þessum og fyllt út manntalsskýrslu sína um leið. A milli 3500 og 4000 einstaklingar munu ganga i hús 1. febrúar og innheimta skýrslurnar auk þess sem þeir aðgæta að hún sé rétt gerð. Þá munu þessir svokallaðir teljarar fylla út íbúðaskýrslu eftir upplýsingum manna. Þá veita þeir hússkýrslu við- töku sé þess óskað. Aðeins ein hús- skýrsla fer í hvert hús á landinu og hafa ábyrgðarmenn þeirrar skýrslu frest til 5. febrúar að koma henni til skila. Manntalíð sem nú fer fram er hið 22. í röð svokailaðra almannatala á íslandi. Síðast var manntal gert árið 1%0. I manntalinu er spurt um búsetu manna, hjúskaparstétt, menntun, atvinnu, húsakynni og ýmislegt fleira. Er þetta gert til að fá upplýsingar um tölu landsmanna og margt fleira sem snýr að ástandi þjóðarinnar á hverjum tíma og fram- þróun. Manntalið er talið nauðsynlegur grundvöllur ýmiss konar hagnýtra og fræðilegra rannsókna svo og aðgerða á hvaða sviði þjóðlífs sem er. Hver einstaklingur er skuldbundinn við að fylla út eyðublaðið samkvæmt lögum og liggur sekt við ef hann neitar því. Allar þær upplýsingar sem fram koma á manntalinu verður farið með sem trúnaðarmál og þess gætt að það komist ekki í óviðkomandi hendur. Mikil undirbúningsvinna hefur farið fram við gerð manntalsins og er kostnaður Hagstofunnar áætlaður í kringum 20 milljónir gamalla króna. Þá er ekki reiknað með kostnaði sveitarfélaga. Manntalsframkvæmd verður ekki lokið fyrr en niðurstöður eru komn- ar á prent, aðgengilegar fyrir al- menning, en búizt er við að það verði árið 1984. Þó munu ýmsar upplýs- ingar verða til allnokkru áður. Eyðublöðin verða borin í hús mið- vikudaginn 28. janúar og fimmtu- daginn 29. janúar, Þar til verður ítarleg kynning á manntalinu í fjöl- miðlum og ættu því allir að vera til- búnir að fylla út blöð sín ekki seinna en 31. janúar. -ELA. Gísli Jónsson svarar Hitaveitunni: „Verða að gefa tölu- legar upplýsingar til að losa sig við gruninn” — heldur bágborin grein hjá Hitaveitunni ,,Ég saknaði þess að sjá ekki neinar tölur í greininni. Þá er rangt hjá þeim að segja að mínar forsendur hafi verið rangar. Ég gaf fullan fyrirvara á mínar forsendur. Auk þess var það tekið fram í forsíðutiivísun að ef þessir 13 notend- ur gæfu rétta mynd væri útkoman þessi. Ég vissi vel að þetta úrtak var ekki marktækt, en ég hef ekki aðstöðu til að taka stærra úrtak. Hins vegar hefur Hitaveitan heildarmynd af hverju munar á áætlun og ef hún vill losa sig við þennan grun verður hún að birta þær tölur,” sagði Gísli Jónsson prófessor er hann var inntur eftir svari Hitaveitunnar og Rafmagnsveitunn- ar við kjallaragrein hans er birtist í DB 8. janúar. Þar sagði Gísli að Hitaveita Reykjavíkur „snuði” notendur sína um allt að 360 milljón gkr. miðað við heilt ár. Hitaveitan svarar ásökunum Gisla í DB 16. janúar og telur forsend- ur hans rangar og gefi ranga niður- stöðu. „Hitaveitan verður að gefa upp sönnun fyrir því að mínar forsendur séu rangar. Hitaveitan er búin að iiggja undir þeim grun hjá fólki að ná sér í vaxtalausar tekjur og hún hefur sjálf komið þeim grun á kreik. Ef hún ætlar að hreinsa þennan grun af sér verður hún að gefa tölulegar upplýsingar. Ég vil helzt ekki standa i að munnhöggvast við þessa aðila, en þessi grein þeirra fannst mér heldur bágborin. „Að uppgjör skuli fara fram í okt.— des. hlýtur að verða til þess að ofáæti- að er og það er alveg út í hött að segja annað. Eða er það barnasjúkdómur sem veldur þessu? Þeir skýra sem svo að uppgjörsaðferð þessi sé einfaldari og skiljanlegri öllum notendum heldur en gildandi reglugerð segir til um, þrátt fyrir að hún brjóti í bága við gildandi rcglugerðj” sagði Gisli Jónsson prófessor. Austff irðingar af la vel — Hólmanesið með 175 tonn Skuttogarinn Hólmanesið kom til Eskifjárðar í morgun með 175 tonn af þorski, eftir 9 daga útivist. Að sögn Sigurðar Magnússonar skip- stjóra eru Austfirðingar óvanir að fá svona góðan afla í janúarmánuði. Venjulega fer fiskiríið ekki að glæð- ast hér fyrir austan fyrr en í febrúar/marz. Ennfremur sagði Sig- urður skipstjóri á Hólmanesinu að þrátt fyrir góðan afla hefði verið ruddaveður allan tímann, vindhraði frá 8 og upp í 12 vindstig. Minni bátar hafa einnig fiskað hér vel, t.d. kom Votabergið inn í gær úr þriðja róðri sínum síðan 7. janúar. í þessum þrem róðrum hefur Vota- bergið samtals fengið 18.5 tonn. Þeir róa með línu. Sl. fjórar vikur hefur verið geysi- mikil hálka hér á Eskifirði og fólk ekki farið út nema á broddum eða á bílum sínum. Óvenjulega margir Hólmanesið kom með 175 tonn eftir 9 daga vciðiferð. bílar hér á staðnum hafa farið illa og sumir skemmzt mikið og kostar of- fjár að gera við suma þeirra. Það er óvenjulegt að bílum lendi svona mikið saman en hálkan er svo mikil að bílstjórarnir virðast ekki ráða við bila sína þrátt fyrir að þeir séu vel út- búnir með nagladekk og keðjur. -Regina, Eskifirði. -ELA.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.