Dagblaðið - 21.01.1981, Page 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
I
SUTCUFFE NAUT ÞESS
AD VINNA í LÍKHÚSI
—Hegðun hansþarfyrir tíuárum styrkir þá skoðun að hann sé Yorkshire-morðinginn. Fullyrt erað
SutcTrffe haf i játað á sig tórf af þeim þrettán morðum sem skrrfuð eru á reikning „The Yorkshire-Ripper”
Peler Sulcliffe, sem brezka lög-
reglan hefur nú handtekið grunaðan
um að vera Yorkshire-Ripperinn
svonefndi, starfaði fyrir tíu árum í
líkhúsi í heimabæ sínum og þar vakti
hann athygli fyrir óeðlilega fram-
komu gagnvart líkunum.
,,Hann naut þess að vinna innan
um líkin. Ég vann með honum sem
grafari í kirkjugarðinum. Þar stal
hann hringum af líkunum,” segir
Eric Robinson, 37 ára gamall glugga-
pússari og fyrrum vinnufélagi
Sutcliffes í Bradford.
,,Hann hegðaði sér oft þannig að
enginn annar hefði hegðað sér á þann
hátt. Starf okkar var fólgið í því að
taka líkunum grafir.
Þegar kistan hafði verið sett í
gröfina og ættingjar hins látna voru
horfnir á braut, áttum við að moka
yfir. En Sutcliffe gat aldrei látið
kisturnar í friði.
Hann hoppaði ofan í gröfina,
opnaði kistuna og tók hringana af
fingrum líksins,” sagði Eric
Robinson.
Sutcliffe gerði ekkert til að leyna
þessari iðju sinni. Eitt sinn er hann
var dauðadrukkinn á bjórstofu tók
Vörubilstjórinn Peter Suteliffe (mcð teppi yfir höfuðið) er lciddur inn í réttarsalinn grunaður unt að vera Yorkshire-morðing-
inn. Fullvrt er að hann hafi þegar játað á sig tólf ntorð.
hann hnefafylli af hringurn. upp úr
vasanum og sýndi þeim, sem vildu
sjá. „Þessum hef ég stolið af líkunum
sem ég gróf,” sagði hann og hló.
„Stundum rákust líkgrafarar á
gamlar grafir er þeir voru að taka
nýjar grafir. Þegar það gerðist rótaði
Sutcliffe alltaf í gömlu gröfinniog
krækti sér í nokkur bein. Eitt sinn
tók hann hauskúpu og fór með aö
stúlkuskóla í nágrenninu og notaði
Itana til að hræða smástúlkurnar,
sem voru að leik á skólalóðinni,”
sagði Eric Robinson.
Eftir að hafa starfað um hríð sem
líkgrafari fékk Sutcliffe vinnu í
líkhúsi bæjarins. Starf hans var
fólgið í því að þvo og hreinsa lík fólks
sem látizt hafði af slysförum. Hann
aðstoðaði einnig við krufningar og
naut þess greinilega. Nótt eina er
Sutcliffe og Robinson voru úti á
gangi spurði Sutcliffe vinnufélaga
sinn hvort hann væri ekki til í að
koma og kikja á likin.
„Ég er með lykilinn að likhúsinu.
Við gætum farið upp og kíkt á „þau
köldu”,” sagði hann við Robinson
sem afþakkaði boðið.
Þessi lýsing á Sutcliffe þykir geta
komið heim og saman við þá mynd
sent lögreglan hefur gert sér af
George Oldfield rannsóknarlögreglu-
foringi sem lengst af hefur stjórnaö
leitinni aó „The Yorkshire-Ripper”.
Yorkshire-morðingjanum, sem and-
lega vanheilum manni.
Enginn annar en brjálaður maður
gæti lamið fórnarlömbin í höfuðið
allt upp í ellefu sinnum eða stungið
hnífi í lík fimmtíu sinnum eins og gert
var við fimmta -fórnarlamb
Yorkshire-morðingjans, Emily
Jackson. Enda er nú fullyrt að
Sutcliffe hafi játað á sig tólf af þeim
þrettán morðum, sem skrifuð ert. a
reikning „The Yorkshire Ripper”,
auk þess sem hann hefur játað að
hafa framið tvö ntorð á erlendri
grundu. Vegna hinna ströngu laga,
sem gilda í Bretlandi um sakamál sem
þessi hefur þetta þó ekki enn verið
staðfest opinberlega.
(Dagbladet)
Mörg alþjóðleg olíufélögeru bjarl-
sýn á að finna megi nýjar olíulindir i
hinum danska hluta af Norðursjón;
um þegar danska ríkisstjórnin hefur
fengið ný lög um olíuvinnsluna sam-
þykkt. Búizt er við að það verði áður
en þingið fer í sumarfrí.
Mobil Oil, sem hefur reynslu af
olíuvinnslu bæði í enska og norska
hluta Norðursjávarins, hefur lýst
áhuga sinum á að vera með í hinum
danska hluta olíuleitarinnar.
Gulf Oil, sem fram til 1975 tók þátt
i hinni dönsku olíuleit sem samstarfs-
aðili A.P. Möller, sem haft hefur
einkarétt á olíuvinnslu í danska hluta
Norðursjávarins, er reiðubúið að
hefjast handa á ný árjð I982 þegar
ríkið fær með nýrri lagasetningu
nokkur svæði til baka frá A.P. Möll-
er.
„Það eru möguleikar á nýjum olíu-
fundum í hinum danska hluta
Norðursjávarins,” segir stjórnarfor-
maður Gulf í Danmörku, Desmond
Keep, í samtali viö Politiken.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar varð-
andi oliuvinnsluna byggir á hinum
þekktu aðstæðum í Noregi og Eng-
landi og tekur auk þess tillit til að út-
litið í danska hluta Norðursjávarins
er ekki eins gott og í öðrum hlutum
hans.
,,Ef nýju lögin fylgja þessu
mynztri þá hræðir þaö okkur ekki.
Við munum meta það hvort hagstætt
Mestan hug á að fá rétt til olíuvinnslu
í danska hluta Norðursjávarins hafa
þau olíufélög, sem þegar hafa öðlazt
reynslu við að vinna oliu úr Norður-
sjónum.
Einkaréttur A.P. Möller á olíuvinnslunni skertur með nýrri
lagasetningu ríkisstjómarinnar:
Olíufélögin slást
um að fá að bora
— Eru bjartsýn á að nýjar olíulindir finnist í hinum danska
hluta Norðursjávarins
sé fyrir okkur að taka þátt í oliuleit-
inni og fyrirfram höfum við áhuga,”
segir Desmond Keep.
Um skattalöggjöfina hefur hann
það að segja að samanlagður skattur
á olíu og gas upp á 80 prósent sé að-
gengilegur. Sú skattálagning er að
enskri og norskri fyrirmynd.
„En ríkisstjórnin verður að gera
sér grein fyrir að danska olían er á
litlum svæðum. Það gerir kröfu til
sveigjanlegrar skattheimtu. Annars
verður olían einfaldlega ekki unnin,”
segir Desmond Keep.
Gulf dró sig út úr dönsku olíuleit-
inni árið I975 vegna þess að fjárfest-
ingamar að loknu þrettán ára starfi
voru mjög miklar en ábatinn hins
vegar mjög takmarkaður.
En síðan hafa fundizt miklar olíu-
lindir og olían hefur margfaldazt í
verði þannig að fjárfestingarnar ættu
nú að borga sig jafnvel þótt reglurnar
séu strangari en áður.
Mestan áhuga þeirra 10—15 olíu-
félaga, sem þegar hafa sett sig í sam-
band við danska orkumálaráðuneytið
hafa þau olíufélög sem þegar eru með
starfsem i Norðursjónum, til dæmis
Mobil.
Þau hafa þegar öðlazt þekkingu á
landfræðilegum aðstæðum, löggjöf,
veðurfari o.s.frv. Þau eru þannig í
stakk búin að þau geta með hjálp
nýrrar tækni á skömmum tíma gert
sér grein fyrir þeim möguleikum, sem
eru fyrir hendi. Það er því ekki útlit
fyrir að lát verði á dönsku olíuleit-
inni.
Upplýsingar um undirjarðveginn
ganga kaupum og sölum milli olíu-
félaganna og þau olíufélög sem
reynslu hafa af olíuvinnslu í Norður-
sjónum ættu að hafa alla möguleika
á að auka við olíuvinnslu sína á þeim
svæðum sem danska ríkið mun með
nýrri lagasetningu svipta A.P. Möller
og úthluta öðrum olíufélögum.
(Politiken)