Dagblaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981
DB á neytendamarkaði
Áriðandi er að ekki sé of mikið frost i kistunni, þá eyðir hún meiri orku en nauð-
synlegt er.
DB-mynd Einar Ólason.
TRYGGINGAEFT1R-
UT RÍKISINS MED
Spörum orkuna:
Ekki of kalt f
1. Fimm gráða hiti nægir til geymslu
matvæla. Lægra hitastig eykur
raforkunotkunina. Mælum hita-
stigið.
2. I frystinum er átján gráða frost
hæfilegt. Fyrir hverja gráðu sem
frostið fer niður fyrir það eykst
raforkunotkunin um 5%. Við —
25°C í frystinum er raforkunotk-
unin um 40% meiri en við —
18°C. Mælum hitastigið. Frysti-
kistan er bezt geymd í kaldri
geymslu. Fyrir hverja gráðu sem
hitastigið í geymslunni lækkar
minnkar orkunotkunin um 5%.
3. Kæligrindin er á bakhlið ísskáps-
ins og frystisins. Filutverk hennar
er að flytja varmann úr skápnum
til umhverfisins. Ryk og óhrein-
indi einangra og geta aukið orku-
notkun um 5%. Nauðsynlegt er
þvi að halda kæligrindinni'
hreinni. Sama gildir um loftristina
sem þarf að ryksuga nokkrum
sinnum á ári.
4. Frystirinn og ísskápurinn flytja
varma til umhverfisins. Til að
þeir starfi eðlilega þarf loft að
eiga greiða leið um kæligrindina.
Ef ísskápurinn er inni í eldhús-,
innréttingu þarf að vera 10—15
sentimetra bil ofan við isskápinn.
5. Þéttilistinn á hurð ísskápsins og
loki frystikistunnar þarf að falla
þétt. Þetta má athuga í ísskápnum
með þvi að stinga pappírsblaði
milli skáps og hurðar, blaðið á að 8,
sitja fast ef hurðin er þétt. í frysti-
kistum má athuga hvort hægt sé
að stinga pappirsblaði milli þétti-
listans og kistunnar, ef það er
hægt er kistan óþétt.
6. Opnum ísskápinn og frystikistuna 9.
ekki oftar en þörf krefur og látum
dyrnar aldrei standa opnar lengur
en nauðsynlegt er. Ef rafmagns-
laust verður á alls ekki að opna
frystikistuna heldur að reyna að
einangra hana eins vel og unnt er,
einkum lokið.
7. Fryst mátvæli er bezt að þíða í ís-
skápnum. Það er betra fyrir mat-
inn því þá ganga þær breytingar
til baka sem urðu við frystinguna.
Kuldinn sem 1 kg af frystu kjöti
svarar frá sér svarar til rafmagns-
kæli og f rysti
notkunar ísskápsins í um eina
klukkustund. Það sparar einnig
orku og tíma við matreiðsluna.
Athugum þó að frosið grænmeti
er bezt að matreiða beint. Á sama
hátt er bezt að láta matinn kólna
áður en hann er frystur eða settur
í kæliskápinn.
Þegar hrim safnast í frystihólf
ísskápsins eða frystikistuna
einangrar það frystirýmið frá
kælikerfinu og raforkunotkunin
eykst. Þíðum þvi hrímið þegar
það er orðið 5 millimetra þykkt.
Undirbúningsnefnd laganema ásamtformanni Orators.félags laganema. Frá vinstri eru Erla Árnadóttir, Tómas Þorvaldsson
formaður nefndarinnar, Andri Árnason og Lilja Ólafsdóttir formaður Orators. DB-mynd Bj.Bj.
Laganemar veita ókeypis aðstoð:
Upplýsingar símleiðis
um alla lagakróka
Tóm frystikista þarf jafnmikla
orku og full. Við kaup á frysti-
kistum er mikilvægt að hafa nýt-
inguna í huga, því 150 lítra frystir
notar um 500 kWh á ári en 300
lítra frystir notar um 750 kWh á
ári. Mismunurinn, 250 kWh,
kostar um 140—180 krónur eða
14—18 þús. gkr. Ástæðulaust er
að vera bæði með frystikistu og
ísskáp með frystihólfi. ísskápur
með frystihólfi tekur um 250 kWh
meira rafmagn á ári en ísskápur
án frystihólfs.
Lögfræðinemar sem langt eru
komnir í námi hófu síðasta fimmtu-
dag ókeypis aðstoð við almenning. Er
ætlun þeirra að halda þeirri aðstoð’-
áfram á fimmtudagskvöldum og
verður hún í annað skipti annað
kvöld. Þá geta menn hringt í síma
21325 milli klukkan hálfátta og tíu
um kvöldið og spurt út í hina ýmsu
lagakróka sem þeir verða fyrir barð-
inu á. Til aðstoðar nemum verður
fullnuma lögfræðingur sem er um-
sjónarmaður aðstoðarinnar og ber
endanlega ábyrgð á henni.
Nefnd á vegum lögfræðinga hefur
undanfarnar vikur unnið að undir-
búningi þessarar aðstoðar. Aflað
hefur verið gagna frá nágrannalönd-
um okkar, þar sem slík aðstoð er
veitt, og leitað til eldri og reyndari
lagafræðinga. Friðjón Þórðarson
dómsmálaráðherra hefur meðal ann-
arra verið unga fólkinu til aðstoðar
og sá hann svo um að það fékk styrk
á fjárlögum til þess að greiða kostnað
og laun umsjónarmanns. Laganem-
arnir sjálfir fá aðeins vinnu sína
greidda að hluta en fá auðvitað í
staðinn hagnýta menntun sem þeim
hefur fundizt nokkuð á skorta í skól-
anum.
Tveir hópar skiptast á um síma-
vaktina og verða 4 menn í hvorum
hópi. Öll símtöl verða skráð á sér-
stakt skýrsluform og þau síðan
geymd til þess að hægt verði að taka
síðar saman skrá um hvers konar mál
það eru sem fólk á helzt i erfiðleikum
með. Allir þeir sem nokkurn tíma
komast í kynni við skrána eru
bundnir þagnareiði.
Reynt verður að veita allar þær
upplýsingar sem hægt er í gegnum
síma. Oft verður þó líklega ekki
hægt að veita svar í sama símtali og
spurt er heldur verður að afgreiða
málið með öðru símtali eða jafnvel
bréft. í einstaka tilfellum getur reynzt
nauðsynlegt að kalla til þann sem í
vandanum á til frekari útskýringar
eða framvísunar gagna.
Laganemarnir bjuggust við því að
nóg yrði að gera fyrir þá í þessari
grein því þeir vissu af reynslu annarra
að fólk á við hin ótrúlegustu vand-
ræði að etja 1 hinum flókna skógi lag-
anna. Þeir sögðust ekki hræddir um
það að fullmenntuðum lögfræðing-
um fyndist að hinir ungu væru að
taka viðskiptin frá þeim. Þvert á
móti gæti þetta orðið til þess að auka
málafjöldann sem 1 gangi væri því oft
væri það svo að fólk væri feimið að
leita til lögfræðinga með það sem því
fyndist smámál. Fengi það hins vegar
hvatningu frá laganemum horfði
málið öðruvísi við. Laganemarnir
hyggjast aðeins vgita upplýsingar en
vísa á fullnuma lögfræðinga sé ein-
hverra frekari aðgerða þörf sem
fólkið treystir sér ekki í eitt síns liðs.
- DS
Reykt svínakjöt og kaffi
Desembermánuður dýr
M. á Sauðáirkróki skrifar:
Ég sendi hér seðilinn fyrir desem-
ber ’80. Hann hljóðar upp á 56.752
krónur á mann eða 567,52 nýkrónur.
1 þessari upphæð er reykt svínakjöt á
50 þúsund gamlar krónur og 5 kíló af
kaffi á 24 þúsund. Kaffið dugar
okkur í 2—3 mánuði, og enn er eftir
af svinakjötinu.
Við þökkum M. fyrir bréfið. Des-
embermánuður virðist dýr fyrir fleiri
heimili en hennar og sjáum við ekki
betur svona í hendi okkar en að hún
sé undir meðaltali, enn sem komið er.
En greinilegt er að enn eiga eftir að
berast margir seðlar. Sjálfsagt eru
margir að herða upp hugann að
reikna öll ósköpin saman. En það er
áriðandi að við fáum sem fyrst alla
seðla frá liðnu ári svo við getum
reiknað út meðaleyðslu ársins 1980.
Hvetjum við því fólk tii þess að
bregða fljótt við.
- DS
Raddir
neytenda
0KEYPIS NEYT-
ENDAÞJÓNUSTU
Sértu óánægð eða óánægður með
þær bætur sém tryggingafélagið þitt
býður þér upp á vegna tjóns eða fram
komu þess að öðru leyti getur þú
leitað endurgjaldslaust til Trygginga-
eftirlits ríkisins. Það rekur neytenda-
þjónustu klukkan 10—12 á miðviku-
dögum, fimmtudögum og föstudög-
um. Er þá hægt aðhringja í síma
85188 eða 85176 eða koma aðSuður-
landsbraut 6 eða jafnvel skrifa og
bera fram kvörtunina. Það sem
Tryggingaeftirlitið gerir er síðan að
kanna málið og reyna að koma á sátt-
um. Það er hins vegar ekki aðili sem
úrskurðað getur hvort heldur þú eða
tryggingafélagið þitt hefur á réttu að
standa. Slikt er aðeins á valdi dóm-
stóla. En það getur veitt mikilsverðar
upplýsingar. - DS