Dagblaðið - 21.01.1981, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1981
r----------1
Kjallarinn
Geir A. Gunnlaugsson
vísvitandi rangtúlkun að ræða.
Raunvaxtastefnan miðast við það, að
sparifé' og lán séu að fullu verð-
tryggð en beri auk þess lága vexti,
örfá prósentustig (2—4%). Raun-
vaxtastefnan er því lágvaxtastefna.
Verðgildi sparifjár er því tryggt
miðað við þá verðbólgu sem rikir.
Lántakendur greiða raungildi lána til
baka, en greiðslubyrði lána má lækka
þar eð verðtryggingin á að gera kleift
að lána til langs tíma.
Húsbyggjendur
Hefði þessari stefnu verið fylgt þá
væri vandi húsbyggjenda ekki sá,
sem hann er núna. Verðtrygging
sparifjár þýddi stóraukin innlán í
bönkum sem gerði það kleift að veita
mun hærri lán til húsbyggjenda en
nú. Lánstimann værí þá hægt að
lengja til 30—40 ára og afborganir
dreifðust á fleiri ár og greiðslubyrð-
in yrði minni. Núverandi vandræði
húsbyggjenda eru ekki vegna þess að
Alþýðuflokkurinn hefur barist fyrir
því að sparifé sé verðtryggt heldur
vegna eigin stefnu núverandi rikis-
stjórnar í vaxta- og verðtrygginga-
málum. Þingmenn Alþýðuflokksins
hafa lagt fram á Alþingi frumvarp,
sem minnka mundi núverandi vanda
húsbyggjenda ef af lögum yrði.
Verður athyglisvert fyrir húsbyggj-
endur að fylgjast með því hvort ríkis-
stjórnin vill i raun létta þeim byrðina
með því að samþykkja frumvarpið.
Geir A. Gunnlaugsson
prófessor.
Kjallarinn
LúftvikGiziirarson
Verð fasteigna
Það hefur lengi verið vinsælt
umræðuefni að finna á því skýringar
af hverju fasteignir hækka í verði.
Eðlilegast er að líta svo á, að þær eigi
að fylgja verðlagi á öðrum hlutum í
þjóðfélaginu eða haldi í við svo-
kallaða dýrtíðarþróun.
Stundum hafa fasteignir hækkað
umfram aðra hluti. Svo var t.d. fyrir
6—12 mánuðum, eða um og eftir ára-
mótin 1979/1980. í ljós kom að útlán
banka höfðu aukizt mjög á þessum
tíma og virðist þvi mega kenna
bankaútlánum að mestu leyti um
þessa umframhækkun fasteigna.
Á það má benda, til að rökstyðja
þetta frekar, að ríkisstjórnin tók i
taumana og takmarkaði útlán bank-
anna á miðju siðasta ári. Þá hættu
fasteignir að hækka i verði og hafa
hækkað lítið síðan og raunar hægar
en almennt verðlag. Þannig geta
bankar og ríkisstjórn ráðið mjög
miklu um þróun i verðlagi fasteigna.
Þar er sjaldan við aðra að sakást.
r
Tvö dæmi um ábyrgð stjóm-
valda á verðbólgunni
J
Fyrsta dæmi
Þegar nokkrir „olíufurstar”
suður við Persaflóa hækkuðu
oliuverðið á heimsmarkaðnum fyrir
rúmum 8 árum kom nýtt orð til
sögunnar, svokölluð olíukreppa. Hér
á landi eru efnahagsmál þjóðarinnar
sjaldnast rædd án þess að
olíukreppan sé þar ekki talin eiga
stóran hlut að máli. Hitt hefur vakið
stóra furðu margra að einmitt, þegar
sýnt var að þessum hækkunum
fylgdu mikil fjárhagsleg vandamál,
aukin dýrtíð og verðbólga, þá gerir
rikisvaldið sér litið fyrir og setur hina
gífurlegustu skattálagningu á hluta
þessarar neysluvöru, sem er bensínið.
Mun nú svo komið að hér á landi er
hæsta verð á þvi í Evrópu.
Með gildandi prósentulögmáli i
„verðbólgukernnu” og í skjóli skatt-
heimtuvalds rikisins virðist nú vera
stefnt markvisst að þvi að miðlungs-
og lágtekjufólki sé ekki ætlað að eiga
og reka bíl, þótt ljóst sé að bíllinn
getur ekki lengur talist neitt lúxus-
tæki, heldur er hann beinlinis for-
senda þess að stór hópur fólks geti
stundað og sótt sina vinnu sökum
mikilla fjarlægða, auk margskonar
annarra þæginda, sem þessu tæki
fylgja í nútíma þjóðfélagi.
Það er að sjálfsögðu vandalitið að
beina þessum föðurlegu tilmælum til
bíleigenda: „Notið strætó, reiðhjólið
eða gangið bara”. Nú hirðir ríkið
milli 60 og 70 aura af hverri krónu
sem bíleigendur greiða fyrir
bensínlítrann, sem hefur þýtt tug-
miljarða tekjur árlega fyrir ríkissjóð.
Jafnframt hefur því verið haldið
fram að meginhluta þessa fjár yrði
varið til vegaframkvæmda, sem hins
vegar að verulegum hluta hefur
reynst helber blekking.
Það gefur þess vegna auga leið að
neysluvara af því tagi sem bensínið er
og lendir í slíkri skattálagningu
veldur með afgerandi hætti mögnun
verðbólgu og dýrtíðar.
Annað dæmi úr
hinu íslenska
verðbólgukerfi
Fátt hefur einkennt meira sjúk-
leika efnahagslífs okkar íslendinga
og getuleysi valdhafanna til heiðar-
legrar sjórnunar en hin stöðuga verð-
felling gjaldmiöilsins.
Fyrir nokkrum árum var þjóðin
farin að hrökkva viö i hvert sinn er
nýjar gengisfellingar voru boðaðar.
Virtist svo sem fólkið væri að átta sig
á hversu alvarlegar og gerræðisfullar
aðgerðir hér voru á ferð. Lands-
feðurnir áttuðu sig líka jafnhliða á að
tíðar ráðstafanir af þessu tagi öfluðu
þeim ekki vins'ælda. Því varð að leita
nýrra ráða ef það mætti verða til að
slá ryki í augu fólks.
Það tókst í bili, að því er virðist.
Þess vegna var orðið „gengissig”
sett á laggirnar og býr það hugtak
yfir óræðari merkingu, eða það sem á
að virka á ótilteknum tima.
Það ætti þó öllum að vera Ijóst að
báðar aðferðirnar búa yfir sama
tilgangi og sömu afleiðingum þegar
upp er staðið. Telja má þó að hið
svokallaða gengissig beri glögga yfir-
skrift blekkingarinnar og ber því
einnig að kalla þaðgengisfellingu.
Á hinu nýliðna ári 1980 hefur gildi
krónunnar verið fellt yfir 40%,
þ.e.a.s. að i fijótu bragði virtist gildi
hennar fyrir myntbreytingu vera 60
aurar. Svo var þó ekki, þar sem
hliðstæðar gengisfellingar hafa verið
framkvæmdar árvisst nú um ára-
raðir, með þeim afleiðingum að
krónan sem slik var löngu orðin
einskis virði.
öllum ætti nú að vera ljóst að ný-
afstaöin myntbreyting er fyrst og
fremst staðfesting á því hvernig
stjórnvöld þjóðarinnar hafa misbeitt
valdi sinu og framkvæmt hina gróf-
ustu eignaupptökur með mögnuðum
gengisfellingum ár eftir ár. Verst
hefur þó meðferðin orðið á þeim sem
minnst máttu sin i þjóðfélaginu, eins
og á öldruðu fólki, börnum,
unglingum og þeim, sem ekki hafa
fundið sig í að taka þátt í
verðbólgubraskinu.
En hinum ljóta leik virðist ekki
lokið þvi aö um nýliðin áramót og að
afstaðinni myntbreytingu eru gengis-
fellingarpúkarnir þegar komnir aftur
á kreik og rymja nú um ranglega
skráð gengi og að útgerðin berjist i
bökkum. Þvi má fyri' én”varir búast
við framhaldi á svinaríinu og þegar
má merkja að verðbólguskúrkarnir
telji hinn nýja gjaldmiðil þjóðarinnar
^ „í skjóli skattheimtuvalds ríkisins virdist
nú vera stefnt markvisst aö þvi aö
miðlungs- og lágtekjufólki sé ekki ætlaö að
eiga og reka bíl... ”
Brynjólfur
Þorbjamarson
Kjallarinn
á engan hátt friðhelgan og hann beri
að fella þegar þeim þóknast.
Það sýnist nú fullkomlega tima-
bært að Alþingi eitt eigi að hafa á-
kvörðunarvald um skráningu gjald-
miðilsins eins og áður var. Enda er
Ijóst að þegnarnir ættu þá meiri
möguleika en nú virðist vera til að
fylgjast með ákvörðunartöku af
þessu tagi er snertir einatt fjárreiðu
allra landsmanna.
Þjóð, þótt litil sé, sem á og hefur
úmráðarétt yfir einum auðugustu
fiskimiðum á norðurhveli jarðar og á
fullkominn skipastól til að nýta þau,
auk gífurlegra möguleika til stór-
brotinnar orkuframleiðslu ásamt
fjölbreyttu atvinnulífi, á að geta
tryggt sinn gjaldmiðil betur og
slöðugar en flestar aðrar þjóðir.
Var annars ekki einhver að segja
fyrir skömmu: Vilji er allt sem þarf?
Brynjólfur Þorbjarnarsnn,
vélsmiðameislari.
Getur verðtrygging fasteignalána lækkað húsaverðið?
Verðtrygging lána
Á það hefur víða verið bent, að
verðtrygging veðskulda opnar þann
möguleika, að fljótlega verði hægt að
kaupa fasteignir með hóflegri útborg-
un, t.d. 10—20%, en afgangur kaup-
verðs verði svo verðtryggt lán til
langs tíma. Þótt þessi leið viröist op-
in, vantar samt margt til að gera hana
aðgengilega. Fasteignasalar hafa
ekki fengið neinar undirtektir hjá
kaupendum eða seljendum fasteigna,
þegar mælt hefur verið með slíkri til-
högun.
Samt er það svo, að þessa leið er
auðvelt að opna, en til að svo veröi
þarf að koma forysta ríkisstjórnar og
banka. Lögum um fasteignasölu þarf
að breyta til samræmis við ný við-
horf. Einnig þurfa bankarnir i vax-
andi mæli að koma sem aöilar að
fasteignasölunni. Það væri til bóta,
ef bankarnir hefðu ráðgjafarþjón-
ustu fyrir viðskiptamenn, þar sem
kaupandi fasteignar gæti fengið
aðstoð og úlskýringar, t.d. um skiln-
ing á verðtryggðum lánum og liklegri
þróun þeirra. Hér er raunar um svo
stórt mál að ræða, að ekki er verj-
andi fyrir ríkisstjórnina að taka það
ekki ákveðnari tökum.
Verðbólga
og húsakaup
Það er margt sem kyndir undir
verðbólguna og aldrei veröa allir
sammála um, hvað valdi henni eða
haldi henni gangandi.
Um það verður þó ekki deilt, að
það mundi draga úr verðbólguspenn-
unni i þjóðfélaginu, ef fasteignir
fengjust keyptar með hóflegri út-
borgun, þótt því fylgdu verðtryggðar
eftirstöðvar til iangs ltíma. Einnig er
hægt að lækka verð fasteigna al-
mennt með slíku skipulagi á sölu
þeirra, jafnnvel um þriðjung, þar
sem fólk myndi sýna meiri aögæzlu í
kaupum, ef ekki má lengur treysta á
aðstoð frá verðbólgunni með endur-
greiðslu lána vegna kaupanna.
Langtíma stefna
Það var góður hlutur aö hamla
gegn verðbólgunni nú um áramótin
samfara myntbreytingu. Þessar
aðgerðir fá aukinn siðferöislegan
grundvöll, ef þær hafa ekki yfirbragö
tilfærslu á vísitölu, sem er bráða-
birgðaráðstöfun til skamms tíma.
Leggja þarf meiri áherzlu á verð-
tryggingu lána og setja þarf nauðsyn-
leg lög um reglur, sem innleiða verð-
tryggingu í öll fasteignakaup, lækka
verð fasteigna og setja árlegri
greiöslubyrði kaupanda fasteignar
eðlileg og hófleg mörk.
Þvi má að lokum bæta við, að
ríkisstjórnin mætti með skipulögðu
átaki hamla gegn fleiru en verð-
bólgu á árinu 1981. Hvernig væri að
gera á þessu ári stórt og samræmt
átak i því efni að hamla gegn tóbaks-
reykingum og ofneyzlu áfengis? Þar
ættu alþingi og ríkisstjórn að hafa
forystu.
Lúðvik Gizurarson
hæstaréttarlögmaður.
N