Dagblaðið - 21.01.1981, Síða 15

Dagblaðið - 21.01.1981, Síða 15
' " - | * É»S!*IÍ DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981 Sþróttir iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Hópferð á Evrópu- leik Víkings ogLugiíLundi Samvinnuferðir-Landsýn h/f hafa ákveðið að efna til hópferðar á leik Vikings og Lugi sem fram fer i Lundi nk. sunnudag. Tilhögun ferðarinnar er á þann veg, að fiogið verður til Kaupmannahafnar laugardaginn 24. Janáar kl. 08:15. Dvalið verður á hóteli i miðborg Kaupmannahafnar i tvœr nætur. Farið verður heim mánudaginn 26. janúar kl. 14:25. Verð ferðarinnar er aðelns 1.890.- og Innlfelur: Flug til og frá Kaupmannahöfn, gistingu i 2 nsetur ásamt morgunverði, ferðir til og frá leik i Lundi og aðgöngumiða á leikinn. íslenzkur fararstjóri. Vegna mikillar eftirspurnar er fólki ráðlagt að panta sem fyrst því sætafjöldi er takmarkaður. Allar nánari upplýsingar gefur sölufólk Samvinnuferða-Land- sýnarisimum 27077/28899. Heimsmet Tékkneska stúlkan Jarmila Kratochvilova setti i sunnudag nýtt heimsmet i 400 m hlaupi innanhúss á móti i Jablonec i Tékkóslóvakíu, að sögn frétta- stofunnar Ceteka. Hún hljóp á 41.02 sek. en eldra heimsmetlð, 51.14 sek., átti sú fræga hlaupakona Mariat Koch, Austur-Þýzkalandi. Jarmila er 29 ára og hlaut sllfurverðlaun i 400 m hlauþl á ólympiulelk- unum i Moskvu sl. sumar. Þá mun franski stangarstökkvarinn Philippe Houvion hafa sett heimsmet i stangarstökki Innan- húss um helgina en um árangur hans höfum við ekki öruggar heimildir. Amarmótið íborðtennis umhelgina Arnarmótið i borðtennis verður haldið i Laugar- dalshöllinni kl. 14 á laugardag. Er þetta i 10. skiþti sem mótið fer fram. Mótið er punktamót og er keppt í meistara- 1. og 2. flokki karla, meistara- og 1. flokki kvenna. Þátttaka tilkynnist til Jónasar í sima 26806 og Sigurðar i sima 81810. Dregið verður um töfluröð á föstudagskvöld. Njarðvíkingar urðu sigursælastir — á Reykjanessmótinu íhandknattleik Suðurnesjamótið i handknattleik var haldið i nýja iþróttahúsinu i Sandgerði fyrir skömmu og var keppt i 7 flokkum — 6 flokkum karla og einum kvennaflokki. Alls voru keppendur 240 og tókst mótið i alla staði vel. Njarðvikingar unnu meistara- flokk karla, Viðlr 2. flokkinn, Grindavik þann þriðja, Njarðvik 4. flokk, Grindavík 5. flokk og Njarðvik 6. flokk. Viðisstúlkurnar urðu Reykja- nesmeistarar f meistaraflokkl kvenna. -emm. Framarar með færa þjálfara fyrir þá yngstu Það eru ekkl neinlr aukvisar, sem Framarar hafa ráðið sem unglingaþjálfara hjá sér i knattspyrnunni i sumar. Annar og fjórði flokkur verður i höndum Jóhannesar Atlasonar, 3. flokkurinn i umsjá Sigur- bergs Sigsteinssonar og 5. flokkurinn verður f örugg- um höndum þeirra Sfmonar Kristjánssonar og Þor- steins Elnarssonar. -SSv. Maria-Theresa Nadig með langf lest stig Eftir brunkeppni kvenna i heimsbikarnum i aipa- greinum um helglna hefur Maria-Theresa Nadig, Sviss, enn aukið forustu sína. Hún er langefst með 163 stlg og vlrðlst nokkuð örugg að sigra í keppninni. Hanni Wenzel, Lichtenstein, sem sigraði f keppninnl i fyrra er hætt keppni. I öðru sæti nú er Perrlne Pelen, Frakklandi, með 114 stig. Erika Hess, Sviss, er þriðja með 105 stig. Fabienne Serrat, Frakklandi, hefur 104 stlg og Doris1 de Agostlnl, Sviss, hefur 100 stlg. Siðan kom Irene Epple, V-Þýzkalandi, með 96 stig, Cindy Nelson, USA, með 86 og Chrlsta Kinshofer, V-Þýzkalandi, með 71 stlg. ■ ..... a—MBMmawén—aaa—aaa—aa*««—————■ Ingemar Stenmark i brunkeppninni i Kitzbiihel á laugardag Hjörtu milljóna f Svíþjóð næstum stöðvuðust — þegar sænskir sjónvarpsmenn héldu að Ingimar Stenmark hefði fallið illa í brunkeppninni íKitzbuhel á laugardag ,,Ég þurfti bara að komast niður brekkuna. Nú hef ég fenglð hin ódýru heimsbikársstig, sem ég leitaði eftir. Ég var aldrei hræddur f brautinni — bar virðingu fyrir hennl. Ég varð hvað eftir annað að minnka hraðann — beinlfnis bremsa — áður en ég kom að hættuleg- ustu stöðunum,” sagði sænski skfða- kóneurinn. Ingemar Stenmark, eftir að hann hafði i fyrsta skipti i heimsbikarn- um keppt i brunl. Það var i Kitzbuhel í Austurrfki. á laugardag. Hann varð i 34. sæti af þeim 39, sem luku keppni. Ekki f 27. sæti elns og gefið var f fyrstu upp i fréttastofufréttum. Meðan á keppninni stóð stöðvuðust næstum hjörtu milljóna, Svía, sem fylgdust með keppninni í beinni sjón- varpsútsendingu. Það tók sænsku sjónvarpsmennina um þrjátíu sekúndur að átta sig á þvi, að það var Austur- ríkismaðurinn Hans Enn — ekki Inge- mar Stenmark — sem hafði fallið illa í Hahnen-kamm brunbrautinni frægu. Þessir tveir kappar voru í eins búning- um og Stenmark var með næsta rás- númer á eftir Austurríkismanninum. Af því stafaði misskilningur sænsku sjónvarpsmannanna. Þeir héldu í nokkrar sekúndur að Ingemar hefði falliö illa. En þegar hið rétta kom í ljós gátu hjörtu Svía farið í gang að nýju! Ekki aftur „Þetta verður í fyrsta og síðasta skipti, sem ég keppi í bruni heims- bikarsins,” sagði Ingemar Stenmark eftir keppnina og lék við hvern sinn fingur eftir að hann hafði komizt niður brautina erfíðu og hættulegu áfalla- laust. Svigskeppni hafði verið fyrr í vikunni í Kitzbúhel. Þar varð Stenmark í öðru sæti. Samanlagt giltu þessi tvö mót til stiga í keppninni um heims- bikarinn. Stenmark varð þriðji saman- lagt á eftir bandarísku tvíburabræðrun- um Phil og Steve Mahre. Fékk því heil 15 stig fyrir keppnina samanlagt. Þau geta skipt sköpum um úrslitin, þegar upp verður staðið i vor. Lengi vel leit út fyrir aðfaranótt laugardags að fresta yrði keppninni. Það snjóaði og það var þoka. En snemma á laugardagsmorgun létti til. Framkvæmdanefndin ákvað að láta keppnina fara fram þó svo undirbún- ingur væri ekki fullnægjandi. Brautin var hættuleg — víða svellbungur. Áhorfendur voru yfir 30 þúsund. Það var oft mikil spenna. Margir féllu og það leit stundum illa út. Það er allt Litli Kanadamaðurinn — Steve Podgorski eftir sigurinn i Kitzbiihel. annað en gaman að falla á yfir 100 km hraða í hinni hættulegu Hahnen-kamm brunbraut. Af 65 keppendum luku 26 ekki keppni. Margir þeirra féllu enginn slasaðist alvarlega. ítalinn Danilo Sbardello viðbeinsbrotnaði þó. Hvað Hans Enn viðkom fékk hann minni háttar taugaáfall eftir fall sitt — fall, sem margir héldu að væri Inge- mars Stenmark. Kanadamaðurinn langbeztur Hinn smávaxni Kanadamaður Steve Podgorski, sem aðeins er 1.72 m á hæð, sigraði með nokkrum yfir- burðum. Þriðji sigur hans í röð i bruni heimsbikarsins. Meðan margir keppi- nauta hans féllu úr keppninni flaug Kanadamaðurinn beinlínis niður brekkuna. Tækni hans virtist fullkom- in og hann dró ekkert úr hraðanum á hættulegustu stöðunum. Siðan Franz Klammer, Austurríki, var upp á sitt bezta 1975—1977 hefur ekki sézt betri brunmaður en hinn 23ja ára Kanada- maður. Sigraði í St. Moritz í Sviss, Garmisch-Partenkirchen i Vestur- Þýzkalandi og nú í Kitzbilhel. Þrir sigrar i röð. Það hefur enginn leikið frá veldisdögum Klammers. „Hahnen-kamm brunið er það fræg- asta. Þar vilja allir sigra. 1 fyrra var ég með bezta brautartimann framan af en féll, þar sem ég var oft „villtur” í neðri hluta brautarinnar. En í dag náði ég fram hefndum,” sagði Podgorski eftir keppnina og var mjög glaður. Hann talaði um hefnd og hefur þar átt við grein i svissnesku blaði, þar sem helzti keppinautur hans, Peter Múller, hafði látið þau orð falla, að Podgorski væri ekki sigurvegaratipa. Sigrar hans hefðu byggzt á heppni. Podgorski lét skíði sín svara. í annað skipti í röð varð Sviss- lendingurinn MUller að sætta sig við annaö sætið. -hsim. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1981 15 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Jafntefli við heimsmeistara V-Þjóðverja í Hamborg: Þýzku leikmennimir réðu ekkert við Sigga Sveins! —Hann skoraði sjö mörk í leiknum og var þó tekinn úr umferð nær allan leikinn. Eitt vítakast mistókst hjá Axel Axelssyni. ísland með knöttinn síðustu mínútuna án þess að ná að skora sigurmark. Jafntefli 15-15. Jens Einarsson f rábær í marki „Þetta gekk miklu betur en við höfðum þorað að vona. Við lékum mjög sterkan varnarleik allan tímann og hættulegasti leikmaður þýzku heimsmeistaranna, Klaus Wunderlich, Gummersbach, var tekinn úr umferð allan leikinn. Það kom þýzka liðinu i opna skjöldu. Við hefðum sigrað i þessum leik — og reyndar tel ég þetta jafntefli á við fimm marka sigur — með hlutlausri dómgæzlu. Hollenzku dómararnir, sem dæmdu ieikinn, dæmdu öll vafaatriði þýzka liöinu í hag. Og þá voru um 4000 áhorfendur, sem studdu vel við bakið á þýzka 'llðinu. Það hafði ekki svo litið að segja fyrir það,” sagði Ólafur H. Jónsson, fyrirliði íslenzka landsliðsins í hand- knattleik, sem i gær lék við vestur- þýzku heimsmeistarana í Hamborg með þeim árangri að jafntefli varð, 15—15. ísland var með knöttinn loka- minútuna án þess að það tækist að skora sigurmark I leiknum enda mikil átök hjá varnarmönnum Þjóðverja. Þetta er í fyrsta sinn, sem íslenzkt landslið í handknattleiknum nær jafntefli í Vestur-Þýzkalandi. Níundi leikur Vestur-Þýzkalands og Islands í Þýzkalandi og Þjóðverjar unnu alla þar til nú. Minnsti munur tveggja marka tap. Hins vegar hefur ísland einu sinni unnið V-Þýzkal. á erlendri grund. I Zúrich í Sviss, 18—15, 1974 og tvívegis hafa Vestur-Þjóðverjar verið sigraðir i Reykjavik. Leikurinn í gær var tuttugasti landsleikur þjóðanna og fyrsta jafnteflið. Talsverð forföll voru hjá báðum liðum i gær vegna Evrópuleikja í hand- knattleiknum. Þannig voru íslands- meistarar Víkings ekki með ísl. liðinu — heldur ekki leikmenn frá Þýzka- landsmeisturunum Grosswallstadt eða Nettelstedt í vestur-þýzka liðinu. Það hefði því átt nokkurn veginn að jafna sig út. Höfum góða möguleika „Við gerðum okkur grein fyrir þvi fyrir leikinn að við hefðum hugsanlega möguleika á þvi að geta staðið okkur vel gegn liði heimsmeistaranna, þar sem nokkuð var um forföll hjá þeim. Við gengum til leiksins með það í huga að standa okkur sem bezt og reyna að ná sigri. Með smáheppni hefði — og var reyndar — tveggja til þriggja marka sigur verið innan seilingar. Smáheppni og við hefðum sigrað Þjóðverjana í fyrsta sinn á þeirra heimavelli,” sagði Þórður Sigurðsson, annar af farar- stjórum islenzka liðsins, þegar DB ræddi við hann eftir leikinn í Hamborg. „Fyrir leikinn var lögð upp sú leikaðferð, að Steindór Gunnarsson léki mjög framarlega í vörninni. „Klippti” á sóknarmenn Þjóðverja og þetta heppnaðist vel hjá honum. Hann stóð sig mjög vel eins og reyndar allir leikmenn liðsins. Þetta var sigur liðsheildarinnar. Jens Einarsson, sem nú Ieikur með Tý í Vestmannaeyjum, en hefur ekki leikið með landsliðinu síðustu mánuðina, stóð sig frábærlega í markinu. Varði í allt 18 skot. Oft á glæsilegan hátt. Einar Þorvarðarson, HK, kom eitt sinn I markið til að reyna að verja vítakast en tókst ekki. Þeir Bjarni Guðmundsson, Val, og Gunnar Einarsson, Haukum, gátu ekki tekið þátt í leiknum vegna lasleika. Bjarni er að verða góður og getur örugglega leikið á fimmtudag. Þá leikum við annan landsleik við Þjóðverja i „Lúbecke”, sagði Þórður ennfremur.” Mest sömu leikmennirnir „Auk Jens markvarðar léku þeir Ólafur H. Jónsson.Brynjar Harðarson, Siggi Sveins, Steindór Gunnarsson, Axel Axelsson mestan hluta leiksins. Þorbjörn Guðmundsson var oftast í vöminni. Skipti þar við Axel, en svo komu þeir af og til inn á Jóhannes ^Vusturrfkismaðurinn Hans Enn fellur i brautinni og hjörtu Svia stöðvuðust. Stefánsson, KR, Páll Ólafsson, Atli Hilmarsson og Stefán Halldórsson. Þeir Brynjar og Jóhannes léku þarna sína fyrstu Iandsleiki i handknatt- leiknum. Hinn ungi Brynjar, sem enn leikur í 2. aldursflokki, komst mjög vel frá þessum fyrsta landsleik sínum. Leikurinn fór mjög rólega af stað. Þjóðverjar skoruðu fyrsta markið en ísland jafnaði á 16. mín. Siggi Sveins. Bæði lið léku varlega en heldur var illa farið með tækifæri á báða bóga. Vlado Stenzel, þýzki landsliðseinvaldurinn, var með tvo nýliða í liði sínu. Notaði þá báða i byrjun, en ekkert gekk hjá þeim og eftir það voru þeir lítið með. Síðan kom góður kippur hjá íslenzka liðinu. Það komst i 3—1 eftir 19. mín. og lék mjög sterkan varnarleik. Þjóðverjar minnkuðu muninn í 3—2. Síðan komst ísland aftur þremur mörkum yfir. 5—2 eftir 24. mín. Siggi Sveins var þýzku leikmönnunum ákafiega erfiður. Skoraði geysifalleg mörk og Stenzel greip til þess ráðs, að láta taka Sigga úr umferð. Þjóðverjar minnkuðu muninn i 5—4. j þriðja sinn komst ísland þremur mörkum yfir, 7—4. Næstu tvö mörk voru þýzk, 7—6. Síðan skiptust liðin á að skora, 8—6, 8—7 og fsland skoraði siðasta mark hálfleiksins 9—7 fyrir Island. Siggi Sveins skoraði fyrsta markið í síðari hálfleiknum, 10—7. Síðan 10— 8, 11—9 og Brynjar skoraði ellefta markið mjög fallega úr horninu. Siðan komst ísland í 13—10 en Þjóðverjar fóru að saxa á forskotið. ísland fékk vítakast, sem Axel tók. Ætlaði að vippa knettinum yfir markvörðinn en tókst ekki. Sá þýzki varði. Þjóðverjar jöfnuðu svo í 13—13, þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Komust síðan yfir 14—13 og það var i eina skiptið, sem þýzku heimsmeistararnir höfðu yfir i leiknum. En Siggi Sveins og Stefán Halldórsson svöruðu með góðum mörkum og ísland hafði aftur náð forustu, 15—14. Þjóðverjar jöfnuðu í 15—15, þegar tvær mínútur voru eftir. Eitt upphlaup hjá hvorri þjóð misheppnaðist. íslenzku leik- mennirnir með knöttinn næstum alla síðustu mínútuna en fundu ekki glufu á þýzku vörninni. Leiktiminn rann út og jafntefii staðreynd,” sagði Þórður Sigurðsson ennfremur. Mörk lslands skoruðu Siggi Sveins 7 — tvö vítaköst — Axel 3/1, Ólafur H. 2, Brynjar, Steindór og Stefán eitt mark hver. Wunderlich var markhæstur Þjóðverja með fimm mörk — þar af 3 vítaköst. Voik skoraði 2 mörk en hin mörkin dreifðust á fjölmarga leikmenn. Mjög vel hefur verið tekið á móti íslenzku landsliðsmönnunum í Hamborg en ferðalög hafa verið þreytandi. Síðari landsleikur þjóðanna verður svo á fimmtudag og þá má telja víst að Bjarni Guðmundsson geti leikið. íslenzku leikmennirnir eru ákveðnir i að gera sitt bezta þar. Leikið var í glæsilegri íþróttahöll í Hamborg í gær, sem rúmar um sex þúsund áhorf- endur. Þar voru hátt í fjögur þúsund manns og voru Þjóðverjarnir mjög ánægðir með þá aðsókn. Eftir leikinn hrósaði Vlado Stenzel islenzku leikmönnunum mjög fyrir leikinn. „ísland er alltaf erfiður keppinautur. Þaðer ekki skömm fyrir okkur að gera jafntefli við íslenzka landsliðið. Liðið lék góðan varnarleik og var með góðan markvörð,” sagði Stenzel. -hsim. Jafntefli KR ogVíkings Einn leikur var háður í 1. deiid kvenna á íslandsmótinu i handknatt- leik i gærkvöld. KR og Vikingur gerðu jafntefli 10—10 i LaugardalshöII. FH-INGUM BÆTIST GÓÐUR LIÐSAUKI — margir leikmenn líta Hafnarfjarðarliöiö hýru auga Eins og komið hefur fram munu FH-ingar njóta góðs af liðsstyrk Tómasar Pálssonar í sumar og má því segja að einn komi er annar fer. FH missti nefnilega Valþór Sigþórsson aftur út i Eyjar eftir mjög góða frammistöðu hans hjá Hafnarfjarðar- liðinu sl. sumar. En það eru fleiri en Tómas, sem hafa gengið til liðs við FH-ingana. Þeir hafa fengið tvo unga Ólafsvíkinga, Sigurþór Másson og Magnús Stefáns- son, til liðs við sig svo og markvörðinn örn Bjarnason, sem lék með Haukum í fyrra en var áður í FH. Fleiri leikmenn eru volgir og má nefna t.d. Gunnar Bjarnason, sem Iék með Fram í fyrra, en áður með FH, Andrés Kristjánsson, sem | fyrra lék með ísafirði en var áður í FH og Hreggvið Ágústsson, unglingalands- liðsmarkvörð úr Eyjum sem hafa allir mætt á æfingar hjá FH-ingum og eru að íhuga að ganga til liðs við Kapla- krikafélagið. Heimir Bergsson, Selfyssingurinn eldsnöggi, byrjaði í fyrra með FH en brotnaði síðan illa og hélt heim á ný. Lék með Selfossi undir lok keppnis- tímabilsins. Hann hefur nú áhuga á að snúa aftur til FH og þá höfum við það fyrir víst að Sighvatur Bjarnason, sem Framarar töldu sig öruggan með að fá, hafi hugsað sér að reyna fyrir sér hjá FH. Sighvatur þarf jafnvel að fara í skurðaðgerð vegna skemmds liðþófa og ef af henni verður mun hann verða í Eyjum i sumar. Sleppi hann hins vegar við hnífinn er næsta víst, að eitthvert félaganna á Reykjavíkursvæðinu mun hreppa hann. -SSv. r Forkeppni í B-riöli HM íkvennahandknattleik: Island og Noregur leika um sæti í úrslitakeppninni — Leikið heima og að heiman á tfmabili 31. marz til 15. apríl íslanzka kvennalandsliðið i hand- knattleik þarf að leika tvo leiki við það norska um réttinn til að komast I B-keppni heimsmeistarakeppni kvenna f handknattleik. Leikir íslands og Noregs verða á timabillnu 31. marz til 15. april. Leikið heima og helman. Ekki hefur enn verið ákveðlð hvar fyrri leikurinn verður — hvort hann verður á íslandi eða i Noregl. 1 norska Dagblaðinu er skýrt frá þvi sl. laugardag, að norska hand- knattleikssambandið hefði fengið um það tilkynningu daginn áður hvernig riðlakeppninni fyrir HM-kvenna yrði háttað. Lengi vel hafði sambandið reiknað með að Noregur, ísland og Spánn yrðu saman í riðli. Sú riðla- keppni jafnvel háð í Noregi. Nú er hins vegar niðurstaöan að Island og Noregur leika saman. Heima og heiman. Norömenn eru ekki allt of hrifnir af þeirri ráðstöfun Norska dagblaðið segir að undir eðlilegum kringumstæðum eigi íslenzka kvennalandsliðiö að vera léttur mótherji — en bætir við, að slíkir leikir, sem nú er stefnt að, geti aldrei verið léttir. Alþj óða-hand knattléikssambandið sér um framkvæmd B-riðils heims- meistarakeppninnar. Það tók lands- lið Búlgaríu framyfir lið íslands, Noregs, Sviss, Austurríkis, ítaliu og Spánar. Búlgaria kemst beint, án for- keppni, í úrslitakeppni B-riðilsins. Ísland-Noregur eru saman í riðli. Auk þess Ítalía-Spánn og svo Austurriki-Sviss i þriðja riðlinum. Sigurlöndin í þessum leikjum komast i B-keppnina. Þá getur norska blaðið iþess, að kvennalandslið Noregs í handknattleiknum hafi áður lent í slíkri riðlakeppni. Reyndar þá fyrir A-riðil heimsmeistarakeppninnar. Leikið gegn Spáni og norsku stúlk- urnar sigruðu í heimaleik sinum með 6-3. Það virtust ekki alltof hagstæð úrslit en norsku stúlkurnar sigruðu einnigáSpáni 19-12.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.