Dagblaðið - 27.01.1981, Page 2

Dagblaðið - 27.01.1981, Page 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981. Áramótasúpan vargóð — hafa hinir óánægðu betrí uppskrift? Arndls Einarsdóttir, Bolungarvík, sé alþjóð sem neiti að kyngja þessari skrifar: súpu, mikil manneskja má þessi J.S. Eitt er víst að ekki er hægt að gera vera ef hún talar fyrir alþjóð. öllum til geðs og á það vel við um Og hvað eru Raggi Bjarna, Halii efni sjónvarpsins. Ég las grein á og Laddi, Helga Möller og Jóhann síðunni Raddir lesenda, 15. jan. sl. H. ef þau eru ekki tónlistarmenn? sem bar yfirskriftina „Hámark lág- Ekki trúi ég því að það séu margir kúrunnar” og var ekki búin að lesa sem leggjast svo lágt að niðurlægja hana háifa þegar mér varð ijóst að okkar ágæta listafólk sem J.S. gerir. aumingja manneskjunni hefur liðið Það eru nú alltaf einhverjir sem eru illa á blessuðu gamlárskvöldinu við sérkennilega matvandir. að horfa á þessa frábæru áramóta- Mætti ég spyrja að lokum? Hafa súpu sem að mínum dómi var bæði þú og þínir uppskrift að svo góðri vel krydduð og góð. Hins vegar held súpu, að allir landsmenn yrðu ég að henni hefði ekki liðið betur ef ánægðir? Það er ég stórlega efins um. engin skemmtiatriði hefðu verið Til sjónvarpsins sendi ég þakkir fyrir sýnd. Og ekki er ég sammála að það mjög góða súpu. l-'.uil er deilt um áramótasúpu sjónvarps. Ilér eru þeir l'élauar I adtli. Maumis »u llemmi. Sveitakonu finnst siæmt aó hafa misst af l’aradisarheimt i sjónvarpimi. Ilér ern þau .lón l.asdal »u l-'rióa (ivlladóttir a sam leslraræfmuu leikara i Paradísarheimt. Ekkert raf magn: Sjónvarp eða útvarp —endursýnið Paradísarheimt og áramótaskaupið Sveitakona i Dölum vestur skrifar. Mér finnst ég ekki geta orða bundizt lengur, þar sem ég sé fram á það að enginn ætlar að minnast á það ástand er ríkti hér um hátíðarnar. En það er engu líkara en þessi partur landsins sé ekki til og hér búi ekki nokkur sála, og er næst að halda að ekki nokkur kannist við það sem heitir vestur Dalasýsla, nema í einu orði, Svínadalur, en staðirnir eru fleiri, hér eru líka Skarðsströnd, Fellsströnd og Saurbær. Þá kemur að því sem ég vildi koma á framfæri. Á þriðja dag jóla fór allt rafmagn af Dölum og vorum við nærri samfellt rafmagnslaus I tvo sólarhringa. Rafmagn komst ekki á að fullu fyrr en daginn fyrir gamlárs- kvöld hér í vestursýslu. En það er nú ekki allt. Sama dag, þann 27. des.,* fór sjónvarpið líka og komst fyrst í lag þann 10. jan. ’81, svo ekki var mikið um að vestursýslubúar horfðu á jóladagskrá, áramótadagskrá eða nokkuð annað. Þó voru flestir hér búnir að bíða spenntir eftir Paradís- arheimt, en takk fyrir, við sáum fyrsta þátt og búið. Ófært vegna snjóa mátti heita hér um tíma. Beðið hafði verið um mokstur en því var ekki sinnt nema á aðalvegum frá Búðardal vestur um Svínadal (að sjálfsögðu). Þegar rafmagnið fer verður líka allt símasambandslaust, svo ekki er furða þó óöryggi og óhug slái á alla hér um slóðir þegar svona ástand ríkir. Við vorum auðvitað útvarps- laus með öllu eins og fleiri meðan langbylgjan var biluð. Sé þetta ekki fréttnæmt þá finnst mér ekki fréttnæmt þó rafmagn fari af Kópavogi og hluta af Reykjavík í eina klukkustund, en fréttin um það kom að minnsta kosti tvisvar í út- varpi, Okkur hér um slóðir finnst hálfhart að hvergi i fjölmiðlum hefur heyrzt eða sézt orð um allt þetta sem skeð hefur hjá okkur. Nú skorum við á sjónvarpið að endursýna áramóta- skaupið og tvo seinni hluta Paradís- arheimtar, að öðru leyti finnst okkur, við sett til hliðar þar sem þetta hafa verið heldur dapurleg jól. Gerum eitthvað raunhæft strax —f jöldinn allur af gömlu f ólki býr við ömurlegar aðstæður 4744-6902 skrifar: Mig undrar að þeir, sem fara með fjármál þjóðarinnar, þingmennirnir, skuli geta horft framan í nokkurn mann meðan þeir láta þetta neyðará- stand, sem er í málefnum aldraðra, líðast. Ca. 350 sjúk gamalmenni í Reykjavík einni þurfa á hjúkrunar- heimilisvist að halda. Þar fyrir utan er fjöldinn allur af fátæku gömlu fólki sem býr við ömurlegar Er röðin komin að þorskinum —þegar loönan er búin Garðar Björgvlnsson útgerflarmaflur, Raufarhöfn, skrifar: Kristján Ragnarsson fram- kvæmdastjóri LÍU hefur oft unnið vel fyrir sjómannastéttina en nú er honum farið að förlast flugið. Ef hann ætlar að semja fyrir okkur innan einhvers fyrirfram ákveðins ramma þá verður sprenging sem um munar. Ég er nú þegar I sambandi við álitlegan hóp smáútgerðarmanna. Það er ennþá hægt að sigla með salt- fisk til Spánar, einnig er hægt að fljúga með fisk á Bretlandsmarkað, þar fást 10 kr. á kg. Þeir félagar Kristján Ragnarsson og skipstjórinn á Pétri Jónssyni voru niðri á bryggju um daginn frammi fyrir sjónvarpsmyndavélum. Þeir kvörtuðu yftr verkefnaskorti fyrir loðnuskipin, en á meðan það var að gerast voru og eru Rússar að moka upp kolmunna austan við landið. Kristján Ragnarsson, ef síldin hefði bara verið veidd í reknet og í mesta lagi I snurpinót væri nóg til af henni ennþá. Síldin kláraðist vegna tilkomu nýrrar tækni og stærri skipa. Siðan var loðnan tekin fyrir og nú er hún að verða búin. Þá á að snúa sér að þorskveiðum, nú viljið þið fá að veiða þorsk nteð þessum tæknivæddu skipum, sem eira engu. Þið viljið að þessi svokölluðu loðnuskip fái að framleiða gúanóvöruúr þessunt fáu tonnum, sem togararnir skilja eftir. Allir ættu að vita hve viðkvæmur þorskurinn, og yfirleitt allur fiskur, er einmitt um hrygningartímann. Með miklu netaþvargi er auðvelt að bægja fiskinum frá hefðbundnum hrygningarstöðvum. Ég vil að bannaðar verði veiðar með þorska- netum á hrygningartímanum og að sóknin I þorsk verði minnkuð á þeim tíma, aðrar takmarkanir þarf ekki. aðstæður í húsnæðismálum. Þeir virðast ekkert skilja, annars væru þeir búnir að kippa þessu í lag. Það var fyrst þegar Magnús Kjartansson, fyrrverandi alþingis- maður og ráðherra, varð fyrir þeirri sáru reynslu að fatlast sjálfur, að hann skildi málið til fulls og hefur síðan barizt skelegglega fyrlr mál- efnum fatlaðra. Alþingismenn verða flestir gamlir menn, eins og aðrir hér á landi, en þeir verða aldrei fátækir gamlir menn því þeir eru I verðtryggðum lífeyris- sjóði, jafnvel mörgum. Og svo er það nú einu sinni þannig hér, að sá sem hefur verið réttu megin í kerfinu kemst frekar að i þeim plássum sem til eru. Borgarlæknir og Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri hafa báðir lagt fram prýðis hugmyndir til skjótra úrbóta, en ekkert er gert. Þar sem Framkvæmdastofnunina virðist ekki skorta fé til að ljúka sinni byggingu á Rauðarárstíg á stuttum tíma, finnst mér og mörgum fleiri að hún ætti að lána þetta nýja húsnæði fyrir hjúkrunarheimili á meðan verið væri að koma þessum málum í lag. Hún yrði bara að bíða eitthvað með að flytja I nýja húsið. Það hlýtur að vera auðveldara fyrir starfsfólk stofnunarinnar að bíða en öll þessi sjúku gamalmenni. Gerum eitthvað raunhæft strax. II»11 Framkvænidastofnunar vifl Kauflarárstig.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.