Dagblaðið - 27.01.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 27.01.1981, Blaðsíða 28
Eigendur Landsvirkjunar fjaiia ekki um málin en... Almenningurá að borga fyrir stóriðjufyrirtækin —Jámblendifélagið færbætta lokun semþað óskareftirogíSAL færorku framleidda méð olíu sem almemingur borgar „Það eru eigendur Lands- virkjunar, ríkið (Alþingi) og Reykja- víkurborg, sem eiga að fjalla um aukinn kostnað við framleiðslu raf- orku til stóriðjufyrirtækjanna í landinu en ekki einhver nefndar- fundur úti í bæ,” sagði Albert Guðmundsson á Alþingi í gær er allur þingtíminn fór í umræður utan dagskrár um ískyggilegar horfur í at- vinnumálum íslenzks iðnaðar. Enginn tók undir orð Alberts. Albert sagði að ljóst væri að nánast á lokuðum nefndarfundum væri nú rætt um hvernig framleiða mætti aukna orku til handa stór- iðjufyrirtækjunum og velta stór- auknum kostnaði af því yfir á lands- menn alla og m.a. íslenzk iðnfyrir- tæki sem ættu í vandræðum fyrir. Stafaði af þessu mikil hætta fyrir iðnaðinn og atvinnumarkaðinn i heild. Lagði Albert ríka áherzlu á að ákvarðanataka varðandi raf- orkuframleiðslu með dísilvélum væri tekin af eigendum Landsvirkjunar og lýsti yfir að hann myndi æskja borg- arráðsfundar í Reykjavík um málið. Sá fundur sem Albert vitnaði til var fundur forráðamanna Lands- virkjunar og fulltrúa stóriðjufyrir- tækjanna sem haldinn var í gærmorgun. í fréttatilkynningu Landsvirkjunar um fundinn segir að þar ,,hafí verið samið um að Járn- blendifélagið loki um tíma algerlega fyrir rekstur þess ofns sem þar er enn í notkun. Sú viðbótarbyrði, sem Járnblendifélagið tekur á sig með þessu, mun dreifast á Landsvirkjun og þær almenningsveitur, sem ella hefðu orðið að draga úr orkusölu eða afla orku með olíukyndingu, sem verða mundi a.m.k. tvöfalt kostnaðarsamara”. Orkusala til Járnblendiverk- smiðjunnar minnkar um 23 megavött og dregið er úr raforkusölu til ísals um 17 megavött til viðbótar því sem áðurvar. Umræddur fundur hefur því á- kveðið að kostnaður af skerðingu raforkusölu til stóriðjufyrirtækjanna lendi á almenningi i hækkuðu raforkuverði. Á sama tíma hefur komið fram að Járnblendifélagið óskaði eftir að losna undan raf- orkukaupasamningi sínum vegna sölutregðu á járnblendi og hefur komið fram að afkoma verk- smiðjunnar er betri með engum rekstri en fullri kaupgreiðslu til starfsfólks heldur en með fullum rekstri verksmiðjunnar. -A.St. frfálsf, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 27. JAN. 1981. Bfldudalur: Snjóskriða félláað- veitustöð ogeyði- lagði spenni — bráðabirgðaviðgerð lýkurídag , .Spennirinn er ónýtur, en við eigum annan spenni, minni, sem tengdur verður til bráðabirgða og því verður lokið í kvöld,” sagði Runólfur Ingólfs- son hjá Orkubúi Vestfjarða á Bíldudal í morgun. í gærkvöld féll snjóskriða á aðveitustöð á Bíldudal og ruddi um spenni fyrir þorpið á Bíldudal en búnaður sem sér um dreifingu raforku til Tálknafjarðar og Patreksfjarðar slapp óskemmdur. Einnig ruddi skriðan um girðingunum umhverfis aðveitustöðina. Almannavarnarnefnd Bíldudals sendi í gærkvöldi út tilkynningu til fólks að vera ekki á ferli nálægt spenni- stöðinni vegna lausra rafmagnslína og ef haetta væri á fleiri skriðum. Við nánari könnun reyndist hættan vera minni en í upphafi var áætlað. Núna er rafmagn fyrir Bíldudal framleitt með dísilvél og hefst undan.ef fólk sparar og hlýindin hald- ast. Með varaspenninum, sem tengdur verðu í dag, og keyrslu á dísilvélinni ætti þetta að bjargast fyrir horn, að sögn Runólfs Ingólfssonar. -JR. Mikið hvassviðri var er unnið var við að bjarga heyinu af fjósioftinu. Það gekk þó von- um framar. Á myndinni sést heim að Króki. DB-myndirSit>urður Þorri. Gamalt fjósloft með 40 hestum af heyi skemmdist mikið í bruna í gæn „HEFÐIVERID VERRA EF SLYS HEFDU ORDID Á FÓLKI” —sagði Guðbjartur Hólm bóndi á Króki á Kjalarnesi ,,Er ég kom út um tíuleytið í morgun sá ég hvar allt logaði í gömlu fjóslofti sem er hérna. Ég geymi þarna hey og ég býst við að þarna hafi verið um 35—40 hestar af heyi. Það er misskilningur að þetta hafi verið hlaða. Þettai gamla fjós er sambyggt hlöðunni, fjósinu og íbúðarhúsinu svo þarna hefði getað farið mjög illa,” sagði Guðbjartur Hólm bóndi á Króki á Kjalarnesi i sam- tali við DB í gær. ,,Ég gat ekkert við eldinn ráðið og hringdi þvi strax á slökkviliðið. Þeir voru komnir á staðinn svo fljótt að ég var ekki einu sinni farinn að gá að þeim. Ég vildi gjarnan að það kæmi fram þakklæti til þeirra. Gamla fjós- loftið stóð austast í húsabyggingunni og þar sem vindur var af austri hefði þettaalltgetaðfarið. Það er slökkviliðinu að þakka að ekki fór verr, þeir gerðu allt til að bjarga hinum húsunum. Nei, ég get nú ekki sagt að þetta hafi komið mér neitt úr jafnvægi. Þetta hefði hins vegar væntanlega gert það ef einhver slys hefðu orðið. Það getur svo sem allt skeð hjá manni en þetta er töluvert tjón. Ég vil nú sem minnst tala um elds- upptök vegna þess að ég er að bíða eftir rannsóknarlögreglunni og það er bezt að þeir rannsaki þetta. Annars gæti ég trúað að þetta hafi stafað af rafmagni. Eða að snjór hafi komizt inn á loftið og i heyið og þannig myndað hita. Maður veit þaðekki,” sagði Guðbjartur Hólm ennfremur. - ELA Flugleiðafokker hlekktistáílendingu íLíbýu: Vélin lenti á stalli á flugbrautinni — engin slys á mönnum „Flugvöllurinn þarna er í endur- byggingu og það mun hafa verið stallur á brautinni sem orsakaði skemmdirnar á vélinni,” sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða í morgun. Annarri Fokkervél Flugleiða, sem nú eru í leiguflugi í Líbýu, hlekktist á í lendingu í siðustu viku er nefhjól vélarinnar lenti á stallinum. Vélin var full af farþegum en engan sakaði. „Við fengum í fyrstu mjög óljósar fréttjr af atburðinum,” sagði Sveinn. ■Sagt var að vélin hefði lent í sandskafli í eyðimörkinni, en það reyndist vera rangt. Við vitum ekki hve skemmdirnar eru miklar. Varahlutir voru fengnir frá Trípóli og gert við vélina í sandstormi og henni síðan flogið til Tripolí. Þessi vél átti að koma fljótlega heim í skoðun og önnur að fara i hennar stað, en ekki er vitað hvort því verður flýtt. íslenzkur flugstjóti var með vélina. -JH. ..... Orkunýtingartilraun á Grenivík: Eigendur frystihússins Kaldbaks hf. á Grenivík við Eyjafjörð hyggjast leggja sitt af mörkum til orkusparn- aöar á tímum þegar góð og mikil orkaergulli betri. Kaldbaksmenn eru að stækka frystihúsið og taka við- bygginguna f notkun með vorinu. En um leið verða tekin í notkun ný tæki til upphitunar hússins, þau- einu sinnar tegundar á íslandi. Varmi sem verður til í vinnsluvélum hússins er notaður til að hita loft sem síðan er blásið um húsið og það þannig hitaö upp. Með því móti verður til orka sem jafngildir 140 kílóvöttum og þarf’ aðeins 15—20 kílóvött til aö hita loftið. Kaldbakur kaupir umrætt orkunýtingartæki frá Noregi og borgar fyrir það 300 þús. nýkrónur (30 milljónir). „Hliðstæð tæki eru i notkun í mörgum löndum en hérlendis eru þau óþekkt,” sagði Knútur Karlsson framkvæmdastjóri Kaldbaks í gær. „Við réðumst i þetta þar sem við erum úrkula vonar um aðfá hitaveitu hér. Einnig vildum við nota tækifær- ið þegar hvort sem er þúrfti að kaupa ný tæki og breyta frystikerfinu vegna staékkunar hússins.” Ekki er vitað um aðra forráða- menn fiskvinnsluhúsa hérlendis sem hafa í hyggju að fara út á braut Gren- vikinga í orkusparnaði. Vitað er þó um nokkra sem fylgjast með tiiraun- inni og munu ef til vill stíga skrefið takist hún vel. - ARH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.