Dagblaðið - 27.01.1981, Page 3

Dagblaðið - 27.01.1981, Page 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981. 3 Fyllumst ekki of metnaði Islenzki kynstofninn Þorsteinn Pilsson frnmkvæmda- stjóri VSt. Friðrik Sophusson alþingismaður. SJÁLF- STÆÐIS- MENN — yngi upp forystuna 2935-1957 hringdi: Mikið hefur verið rætt um forystumál sjálfstæðismanna. Ég er hér með eina hugmynd í því sam- bandi. Ég vil að þeir hætti báðir, Gunnar Thoroddsen og Geir Hall- grímsson. Við eigum mjög fram- bærilega menn sem geta tekið við forystu í Sjálfstæðisflokknum og eru þar fremstir í flokki þeir Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson. Þeir eru báðir mjög einarðir og málefna- legir menn sem ekki hafa verið orðaðir við neina flokksklíku. Það er kominn timi til að flokkurinn verði drifinn upp úr þeirri ládeyðu sem hefur einkennt hann að undanförnu. enaðrir —ekkert betri Einar T. Óskarsson (1825-4816) skrifar: Síðastliðið þriðjudagskvðld var umræðuþáttur um flóttafólk á íslandi. í þættinum skýrði stjórn- andinn frá því að maður að nafni Helgi Geirsson hafi komið að máli við hann áður en þátturinn hófst og vildi að nokkur atriði eða skoðanir kæmu fram í þættinum. Helgi þessi hefur skrifað tvær kjallaragreinar í Dagblaðið og báðar fjalla að miklu leyti um nasista. í þessum greinum reynir hann að verja nasista, segir það ekki tækni- lega mögulegt að þeir hafi myrt 6 milljónir gyðinga, reynir að sýna fram á að þeir hafi ekki verið eins of- stækisfullir og raun ber vitni og varpar fram þeirri Sþurningu hvort Þjóðverjar hafi verið þeir einu sem gerðu sér grein fyrir sovézku hættunni og þess vegna ráðizt inn í Sovétríkin. í annarri þessara greina hrósar hann Kínverjum fyrir þá kyn- þáttastefnu sem þeir aðhyllast. Þessi stefna er að halda kynstofninum hreinum og leiddi meðal annars til sjálfsmorðs tveggja ungmenna, kinverskrar stúlku og afrísks pilts. Þeim var meinað að giftast og gert Útrýming nasistaá gyðingum getur varla talizl hrevstimerki. Myndin er úr myndaflokknum Holocaust sem svndur var i islen/.ka sjúnvarpinu í haust. erfitt að búa saman og á endanum sáu þau enga aðra lausn en þessa. Er þetta rétt stefna? Helgi telur „íslenzka kynstofninn” svo sér- stakan, að honum eigi að halda hreinum. Þessi skoðun, um hreina kynstofna, var ríkjandi í Þýzkalandi á nasistatímabilinu og allir vita hvilíkar hörmungar hún hafði i för meðsér. Helgi virðist frekar vilja hafa „íslenzka kynstofninn’” hreinan, hversu fánýtt sem það nú er, heldur en að bjarga fjölda mannslífa frá Raddir lesenda hungri, vesöld og dauða. Hann segir þetta skoðun meirihlutans, en ég vona svo sannarlega að það sé rangt. GISLI SVAN EINARSSON Spurning dagsins Saknarðu vtsi- Emil Gislason, húsasmíðameislari: Víst sakna ég þeirra. Þetta eru aðal brauðin sem égét. Eria Guðmundsdóttir, hósmóðir: Það hefur ekki reynt svo á það ennþá. Ég hef svo lítið keypt af brauðum að und- anförnu. Magnús Sæmundsson, bóndi i Eyjum i Kjós: Nei, hreint ekki. Aðalheiður Eliasdóttir, húsmóðir: Já, ég sakna þeirra. Mér finnst að þeir geti vel bakað þessi brauð fyrir það verð sem leyfilegt er. Ég baka sjálf brauð heima og þykist vita hvað fer i þau. Guðrún Guðmundsdóttir, húsmóðir: Já, ég hugsa að ég komi tii með að gera það ef þau hætta alveg að fást. Helga Jónsdóttir, húsmóðir: Ég hugsa ekki út í það, ég kaupi þau brauð sem mig langar i.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.