Dagblaðið - 27.01.1981, Síða 4

Dagblaðið - 27.01.1981, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981. SPAD í VALDATAFL Stpöningsmenn ríkisstjórnarinnar eru fleiri en andst-ædingar hennar af þeim I ljós að 36.9% fylgdu stjórninni, 43.8% voru andvigir, 19.4 óákveðnir. hópi manna sem segjast fylgja Sjálfstxðisflokknum að málum. Það kom i Ijós þeg- Eru þetta marktækar hreyfingar á fylgi, boða þær eitthvað ef svo er? Dag- ar kannað var hvernig yfirlýstir sjálfstæðismenn i skoðanakönnun Dagblaðsins blaðið spurði nokkra þingmenn, nýkomna úr löngu og notalegu jólafrii, álits á skiptust í skoðanahópa um rikisstjórnina. 49.0% fylgdu ríkisstjórninni, 36.2% málinu og fleiri forystumenn Sjálfstæðisflokksins. voru andvigir henni, 14.8% voru óákveðnir. Hliðstæð könnun í september leiddi i | ARH. Friðrik Sophusson. Gleðjast má yfirfylgis- aukningu flokksins — sagði Friðrik Sophus- son þingmaður Reykvíkinga „Þegar farið er að sortéra menn í svo litlum hólfum í skoðanakönnunum eykst hugsanleg skekkja mjög mikið eins og kunnugt er,” sagði Friðrik Sophusson alþm. Reykvíkinga. „Breytingin frá því í september er því varla marktæk. Þetta sést bezt á því að ef aðeins 10 sem segjast fylgjandi hefðu svarað neitandi hefði niðurstaða orðið stjórnarandstöðu í hag. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn samkv. skoðanakönnuninni og hefur bætt mest við sig frá kosningunum. Yfir því má gleðjast. En vegna þess að nú er í tízku að skemmta sér við skoðanakannanir finnst mér rétt að koma á framfæri uppástungu sem vikið var að mér í tilefni af þessari. Sem sagt: hvernig væri að leggja niður þessa smáflokka eins og Framsóknarflokk, Alþýðubandalag og Alþýðuflokk og hafa aðeins einn flokk, Sjálfstæðis- flokkinn, sem gæti verið bæði i stjórn og stjórnarandstöðu?” sagði Friðrik Sophusson. -A.St. FÓLK VILL STERKA FOR- YSTU OG VILL FYLGJA HENNI — segir Albert Guðmundsson þingmaður Reykvfldnga „Þessi niðurstaða skoðana- könnunar Dagblaðsins er að mínu mati boðskapur fólksins til flokksins,” sagði Albert Guðmundsson alþm. og borgarráðsmaður. „Skoðanakönnunin sýnir að Sjálf- stæðisflokkurinn eykur fylgi sitt vel. Jafnframt staðfestir skoðanakönnunin að þeir sem hafa fylgt Sjálfstæðis- flokknum gera það ennþá. Sjálfstæðis- fólk stendur því saman um allt land. Ég les frekar milli línanna en beinharðar tölur. Vandi flokksins er undirstrikaður í svörum fólks. Það vill sterka forustu og er tilbúið að fylgja henni. Spurningin er því: Lesum við sjálf- stæðismenn það sama út úr þessari skoðanakönnun Dagblaðsins, eða höldum við áfram að berja höfði við steininn? Fólk vill sættir og samstöðu innan flokksins.” -A.St. Albert Guðmundsson. Hvalreki fyrir þá sem sundra vilja Sjálfstæðisflokknum — sagði Ólafur G. Einarsson foimaður þingflokks Sjálfstæðisf lokksins „Niðurstöður þessarar „könnunar” mætt á,” sagði Ólafur G. Einarsson eru í algjöru ósamræmi við þau viðhorf þingmaður Reyknesinga og formaður sem ég hef orðið var við á fjölmörgum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. fundum sjálfstæðismanna sem ég hef ,,Ég tek þessu því öllu með fyrir- vara. Engu að síður verður niður- staðan túlkuðsem hvalreki fyrir þá sem leggja sig fram um að sundra Sjálf- stæðisflokknum og fyrir þá sem nærast ásundrunginni. Ég geri ekki lítið úr hæfileikum stjórnarliða til að blekkja fólk til fylgis við aðgerðir sem færa okkur meira en tvo áratugi aftur í tímann. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram berjast gegn slíkum athöfnum. Niður- stöður svona „skoðanakönnunar” breyta ekki grundvallarstefnu Sjálf- stæðisflokksins,” sagði Ólafur. -A.St. u Ólafur G. Einarsson. Traustl Þorstelnsson: Báðar fylkingar eiga sök á hvernig komið er. Mynd: Norðurslóð. Trausti Þorsteinsson bæ jarfuHtrúi á Dalvík: Varanleg- urklofn- ingur flokksins ,,Ég hef ýmsar efasemdir um gildi skoðanakannana Dagblaðsins, til dæmis hvort úrtakið er ekki of fámennt til að draga af svörunum víðtæka ályktun. Merkilegast finnst mér þó hve margir eru óákveðnir eða vilja ekki taka afstöðu. Það staðfestir þó fullyrðingar um að almenningur sé að glata tiltrú á stjórnmálamönnum og - flokkum almennt,” sagði Trausti Þor- steinsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins á Dalvík og skólastjóri gagn- fræðaskólans þar. „Skýringin á því fylgi sem stjórnar- myndun Gunnars Thoroddsens virðist njóta er að einhverju leyti sú að það þykir sniðugt þegar menn rísa upp gegn flokksræðinu, eins og það er kallað. Ég er auðvitað mjög ósáttur við klofninginn í flokknum og finnst sorg- legt að svona lagað skuli yfirleitt ger- ast. Báðar fylkingar eiga sök á því hvernig komið er og ég er ekki farinn að sjá annað en klofningurinn sé varanlegur.” — Margir stjórnarliðar sjálfstæðis- manna segja að almennir flokksmenn styðji ríkisstjórnina en forystuliðið sé í stjórnarandstöðu. Stenzt sú fullyrðing? „Nei, það er alls ekki sannleikanum samkvæmt. í Sjálf- stæðisflokknum er almenn óánægja ríkjandi með ástandið og varafor- maður hans hlýtur að bera jafnmikla ábyrgð á þvi og aðrir forystumenn. Hins vegar voru gerð mikil og alvarleg mistök í stjórnarmyndunarvið- ræðunum í fyrra, sem formaður flokksins og meirihluti þingflokksins bera ábyrgð á. Þingflokkurinn átti að veita Gunnari Thoroddsen umboð til stjórnarmyndunar þegar hann fór fram á það en taka sjðan afstöðu til þess síðar hvort flokkurinn skyldi taka þátt í stjórnarsamstarfinu eða ekki. Neikvæð afstaða þingflokksins var mistök sem leiddu til alvarlegs klofnings.” -ARH. ión Ormur Halldórsson varaf ormaður SUS: - Staðfestirgjá milli forystu og f lokksmanna NIÐURSTAÐAN KEMUR MÉR EKKERT Á ÓVART — segir Eggert Haukdal þingmaður Rangæinga „Niðurstöður skoðanakönnunar um að meirihluti sjálfstæðismanna styðji ríkisstjórnina koma mér ekki á óvart. Hvort tveggja kemur til, að ríkisstjórnin hefur gripið af festu á efnahagsvandamálum án þess að krefjast verulegra fórna af almenningi — og svo hitt að stjórnarandstaöan er sundruð og máttvana,” sagði Jón Ormur Halldórsson varaformaður Sambands ungra sjálfstæöismanna og aöstoöarmaður Gunnars Thoroddsens forsætisráðherra. „Vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins við ríkisstjórnina staðfestir að aðgerðir og athafnir hennar stangast í engum veigamiklum atriðum á við stefnu flokksins í þjóðmálum fram til þessa. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins virðast sjá í gegnum slagorðakenndan áróður stjórnarandstöðuarms flokksins, enda samanburður á þessari ríkisstjórn og þeirri síðustu sem Sjálfstæðis- flokkurinn veitti forystu á árunum 1974-78 í flestu tilliti núverandi stjórn í hag. Þannig má benda á að þrátt fyrir áróöur um útþenslu ríkisbáknsins og skattpíningu er hlutur ríkisins í þjóöar- framleiðslunni minni í ár og í fyrra en öll árin sem Sjálfstæðisflokkurinn átti aðild að ríkisstjórninni, að einu ári undanskildu. Innantómur áróður stjórnarandstöðunnar og beiting kommúnistahræðslu hefur því ger- samlega mistekizt. Ég verð að vona að formaður flokksins meðtaki boðskap hins almenna flokksmanns og endurskoði afstöðu sína. Ella er hætta á að óbrúanleg gjá myndist milli flokks- manna og þeirra sem flokknum stýra í augnablikinu.” -ARH. „Skoðanakönnunin túlkar augna- bliksstemmningu, sérstaklega þegar þess er gætt hversu margir taka ekki afstöðu,” sagði Eggert Haukdal þing- maður Rangæinga. „Ég hef talið að fylgi sjálfstæðis- manna við ríkisstjórnina væri meira en komið hefur fram í samþykktum þing- flokks og flokksráðs. Þess vegna K Eggert Haukdal. kemur mér niðurstaða þessarar skoðanakönnunar ekki á óvart. Ég legg þó áherzlu á að staðan ræðst af því hvernig til tekst á næstu vikum,” sagði Eggert. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.