Dagblaðið - 27.01.1981, Síða 6

Dagblaðið - 27.01.1981, Síða 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent i Pólsk st jómvöld vilja nýjar samningaviðræður: MOTMÆUN BREKMST UTUMLAND — Eining vill fresta bændaverkf öllunum —vill ailsherjarverkf all 3. febrúar í staðinn Lech Walesa, leiðtogi Einingar, hélt til bæjarins Rzeszow i SA-Póllandi i gær- kvöld til að koma I veg fyrir árekstra milli stjórnvalda og bænda, sem þar eru i setuverkfalli. K STILL Esslingen lyftarar uppgerðir fré verksm. Til afgreiðslu nú þegar. Rafmagns: 1,5 t, 2 t, 2,51 og 3, tonna. Dísil: 3,51,41 og 6 tonna. Greiðslukjör. STILL einkeumboð á íslan Ji K. JÓNSSON &CO. HF. Hverfigötu 72, ^ sími 12452 og 26455. Chevrolet Malibu Classic station, brúnsanser- aöur (tvílitur), 8 cyl., (307) m/öllu. Ekinn aðeins 3 þ. km. Bíllinn er sem nýr. Verð 125 þús. Mazda 323 statíon 1979. Rauður, ekinn 17 þ.km. ATH. Sjálfskiptur. Snjódekk + sumar- dekk. útvarp + segulband. Verð 68 þús. Pólski kommúnistaflokkurinn, sem nú stendur frammi fyrir mótmælum um allt Pólland og auknum verkfallshótunum, hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn til að semja um ágreiningsefnin. Ráðamenn flokksins komu saman til fundar í gærkvöld til að ræða kröfu Einingar um fjörutíu stunda vinnuviku. Ákveðið var að málið yrði rætt af sérfræðingum úr hópi beggjaaðila. f tilkynningu frá kommúnista- flokknum sagði, að deiluna yrði að leysa við samningaborðið. Ekki var nefnt, hvenær fundur með verkalýðs- leiðtogunum væri fyrirhugaður. Bændur sem vilja stofna sjálfstæð verkalýðsfélög höfðu boðað til mjög víðtækra verkfalla á morgun til að krefjast lögleiðingar svokallaðrar dreifbýlisdeildar Einingar, sem stjórnvöld hafa fram til þessa verið ákaflega treg til að fallast á. Ekki er þó fullvíst að af þeim verkföllum verði á morgun og hefur Varsjárdeild Einingar hvatt bændur til að fresta verkfallsaðgerðunum fram til 3. febrúar en þá hefur Eining fyrirhugað allsherjarverkfall til að leggja áherzlu á kröfu sina um fjörutíu stunda vinnuviku. í bænum Rzeszow í Suðaustur- Póllandi, þar sem mikil ólga hefur verið undanfarið, var komu leiðtoga Einingar, Lech Walesa, beðið með eftirvæntingu í gærkvöld. Hann hélt þangað til að koma í veg fyrir á- rekstra milli yfirvalda og bænda, sem eru þar í setuverkfalli. Ronald Reagan, hinn nýi forseti Bandarikjanna, sést hér koma frá guðsþjónustu ásamt Nancy konu sinni. Reagan hefur lýst þvi yfir, að hann muni leggja metnað sinn i að hefja nú nýjan tima i bandarisku þjóðlifi, tima efnahagslegrar endurreisnar. Talið er að það hafi ekki sizt verið efnahagsmálin sem urðu Carter forseta að falli og Reagan lofar þar bót og betrun. Atvinnuleysi i Bandarikjunum er nú meira en lengi áður, verðbólgan geisar áfram, þó ekki sé hún mikil á islenzkan mæli- kvarða, og bandariskt atvinnulff virðist í úlfakreppu. Hins vegar losaði Carter eftirmann sinn við erfiðasta málið frá stjórnar- tið sinni, það er gislamálið. Gfslarnir 52 eru komnir heilir á húfi til Bandarikjanna og ætti Reagan þvf að geta snúið sér ai- farið að efnahagsmálunum og að þvi að uppfylla stóru orðin. Sovétmenn láta afhvalveiöum —ákvörðun þeirra talin munu einangra Japani Næstmesta hvalveiðiþjóð heimsins, Sovétríkin, hefur ákveðið að hætta hvalveiðum. Aðeins eskimóar í nyrztu héruðum þessa víðlenda ríkis munu í framtíðinni hafa leyfi til hvalveiða. Fréttir um þetta efni bárust fyrst frá umhverfisvemdarhreyfingunni Green- peace í París voru síðan staðfestar af hinni opinberu sovézkuTass-frétta- stofu. Sagði í frétt Tass-fréttastofunn- ar, að þremur af stærstu hvalveiðiskip- unum hafi verið breytt þannig að nota megi þau til fisk- og skeldýraveiða. Um leið og bannið við hvalveiðum gekk í gildi voru ákveðin svæði innan sovézkrar landhelgi í Kyrrahafinu friðuð fyrir allri fugla- og dýraveiði. Ákvörðun Sovétmanna um hval- veiðibann mun einangra Japani, sem eru mesta hvalveiðiþjóð heimsins. Á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í júní síðastliðnum voru Japan og Sovétríkin í hópi eindregnustu andstæðinga til- lögu Bandaríkjanna um tíu ára hval- veiðibann. Rússar hafa fram til þessa verifl önnur mesta hvalveifliþjóð heimsins.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.