Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 7

Dagblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 7
Yamani, olíumálaráðherra Arabiu. Saudi- Saudi-Arabar: Skora á Reagan að breytaum stefnu Á þriðju ráðstefnu múhameðstrúar- ríkja sem nú er haldin í Taif í Saudi- Arabíu hafa Saudi-Arabar sakað Bandaríkjamenn um að styðja hernám ísraelsmanna á arabískum landsvæð- um og jafnframt hafa Saudi-Arabar hvatt Ronald Reagan til að breyta um stefnu í málefnum Miðausturlanda. Mörg önnur múhameðstrúarlönd hafa viljað beita olíuvopninu til að þvinga vestrænar þjóðir til að láta af stuðningi við ísraelsmenn. Saudi-Arabar munu þó ekki vilja fara inn á þá braut. Frost ekki á flæðiskeri staddur David Frost og Lynne Frederick, ekkja Peters Sellers, hafa gengið í heil- agt hjónaband. Þar með hefur frétta- maðurinn heimsþekkti David Frost enn styrkt fjárhagsstöðu sína því hin nýja eiginkona hans erfði allar eigur Peters Sellers og olli það mikilli reiði barna Sellers og fyrri eiginkvenna. Ein þeirra, sænska leikkonan Britt Ekland, hefur hótað málaferlum v.egna þess að hún fékk ekkert af arfinum. Spánn: Fundu herófn fyrirtólf milljónir Spænska fíkniefnalögreglan lagði um helgina hald á stærsta heróin- skammt, sem nokkru sinni hefur fund- izt í Evrópu. Hér var um að ræða 8,3 kíló af hreinu herótni og var það falið í flösku og dós í leynihólfi í tösku. Andvirði heróínsins er talið nema um tólf milljónum íslenzkra nýkróna. Það var flutt til Madrid frá Dóminíkanska lýðveldinu. Mikil og mannskæð flóð í Suður-Af ríku: Tvö hundruö manns fórust í flóöunum neyðarástandi lýst yfir í borginni Laingsburg Björgunarsveitarmenn héldu i morgun áfram leit að fólki er væri í nauðum statt en hefði komizt lífs af úr flóðunum miklu í Suður-Afríku. Talið er að ekki færri en tvö hundruð manns hafi látið lífíð í flóðunum, sem fylgdu í kjölfar mikilla rigninga í Höfðafylki í Suður-Afríku. í gær lýsti ríkisstjórn landsins eftir neyðarástandi í borginniLaingsburg eftir að varnarmálaráðherrann Magnus Malan og heilbrigðisráðherr- ann Lapa Munnik höfðu flogA í þyrlu yfir flóðasvæðin. P. Botha for- sætisráðherra sagði að þyrlur hefðu verið sendar með lyf, matvæli, tjöld og annan þann útbúnað, er að gagni mætti koma. Úrhellisrigning í tvo daga gerði það að verkum, að Buffelsá flæddi yfir bakka sína og fór mikil flóð- bylgja um borgina Laingsburg. Náði bylgjan allt að tveggja metra hæð. Fylkisstjórinn í Höfðafylki sagði að þetta væru mestu náttúru- hamfarir, sem orðið hefðu í fylkinu og sagði hann að tjónið skipti milljónum dollara. Lögreglan sagði, að ekki væri hægt að segja nákvæmlega tii um fjölda látinna vegna sambandsleysis við slysasvæðin. Allir helztu vegir frá Höfðafylki væru lokaðir. Botha, forsætisráðherra S-Afríku. Gislarnir 52, heimtir úr helju, veifa fagnandi við komuna til Stewart-flugvallarins i Newsburgh í New York ríki. i gær sögðu þeir fréttamönnum sögur af illri meðferð er þeir hefðu sætt i Íran. Aðrir fóru til kirkju til þess að þakka Guði fyrir björgun þeirra frá Íran eftir að hafa verið i haldi þar i 444 daga. Í dag halda gislarnir til Washington þar sem Ronald Reagan forseti mun fagna þeim. El Salvador: Kirkjan sökuðum aðstoð við skæruliða Yfirmaður hinnar alþjóðlegu róm- versk-kaþólsku hjálparstofnunar í E1 Salvador hefur verið handtekinn og sakaður Um að láta vinstrisinnuðum skæruliðum í té vopn. Frú Oarmen Gonzales, 32 ára gömul, yfirmaður hjálparstofnunarinnar, var handtekin á skrifstofu sinni eftir að lögreglan hafði lagt hald á tvö tonn af matvælum og lyfjum, sem lögreglan hélt fram að hefðu átt að fara til vinstrisinnaðra skæruliða sem berjast gegn stjórn landsins. Hjálparstofnunin Karitas og róm- versk-kaþólska kirkjan í E1 Salvador hafa sent matvæli til þúsunda heimilis- lausra manna um allt land, fólks sem misst hefur heimili sín vegna borgara- styrjaldarinnar i landinu. í síðustu viku sagði Jose Napoleon Duarte, forseti E1 Salvador, að svoköll- uð lokasókn skæruliða í landinu hefði runnið út í sandinn. Síðan hefur þó nær stöðugt komið til átaka í landinu milli skæruliða og stjórnarhermanna. Metvaxtahækkun í Svíþjóð: „Sáraumbúðir um sjúkt efnahagslíf Svíþjóðar” —segir bankastjóri sænska Ríkisbankans, Lars Wohlin Sænski ríkisbankinn hefur ákveðið að hækka vexti um tvö prósent. Ákvörðunin um þetta var tekin tíu dögum eftir að ríkisstjórn landsins hafði lagt fram fjárlagafrumvarp sitt, 'sem af flestum var talið veikt og ófullnægjandi. Tveggja prósenta hækkun vaxta er sú mesta sem um getur í Svíþjóð frá því í síðari heimsstyrjöldinni. For- vextir eru nú tólf prósent. Vextir af skammtímalánum eru eftir hækkun- ina 16—23 prósent og hafa ekki áður á þessari öld verið svo háir í Sviþjóð. Ástæðan til vaxtahækkunarinnar er umræða um fyrirhugaða gengis- fellingu í kjölfar fjárlagafrumvarps- 'ins. Bankastjóri Rikisbankans, Lars Wohlin, sagði, að ákvörðun bankans væri sáraumbúðir vegna sjúks efna- hagslífs þjóðarinnar. Það væri síðan ríkisstjórnarinnar að sjá um læknis- meðferð. Stjórnarandstaða jafnaðarmanna gagnrýndi vaxtahækkunina en því var svarað að rikisbankinn hefði orðið að velja á milli gengisfellingar og vaxtahækkunar. Fjárlagafrumvarpið, sem sam- steypustjórn. borgarafiokkanna þriggja lagði fram 12. janúar síðast- liðinn, sýndi halla upp á 67 milljónir sænskra króna. Rikisstjórnarflokk- arnir voru sammála gagnrýnendun- um um að slíkt ástand væri óviðun- andi. í fjárlagafrumvarpinu skar ríkisstjórnin niður útgjöld til heil- brigðismála um nokkra milljarða og um mánaðamótin febrúar-marz mun hún leggja fram nýjar tillögur um frekari niðurskurð. Eftir er þó að sjá hvort samstaða næst innan stjórnarfiokkanna um þann niðurskurð því samkomulagið innan stjórnarinnar er nú talið með þeim hætti að það sé vandamál sænsku þjóðarinnar næst á eftir efnahagsvandanum. Skipholti 19\ BÚÐIN Sími 29800 ’ / 20 16X 14^ SC1130 Ul co CVJ - 62,4 cm - 145,5 cm Verð 9.573 NORDMENDE SC1132 ■71 Ul 4 - 67,6 cm - LJ + W * cm Verð 10.353 NORDMENDE SC1237 kl 4 - 75,7 cm ■ cm Verö 12.553 iNORDMENDE

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.