Dagblaðið - 27.01.1981, Page 8

Dagblaðið - 27.01.1981, Page 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent » ———————————— Tvær sjálfsmorðstilraunir hafa misheppnazt: - „ Get ekki sætt mig við að iifa ósjálfbjarga” — segir24ára gamall Englend- ingur sem þráir það heitastað fáað binda enda álífsitt „Er þetta ekki mitt líf?” heitir leikrit eftir brezka leikritaskáldið Brian Clark. Leikrit þetta var sýnt við miklar vinsældir í Iðnó fyrir tveimur árum með Hjalta Rögnvalds- syni í aðalhlutverKÍ. í leikritinu segir frá ungum lömuðum listamanni sem vill fremja sjálfsmorð en getur það ekki sökum lömunar sinnar og um- hverfi hans annaðhvort skilur ekki þessa ósk hans eða þorir ekki að hjálpa, því það er ólöglegt. Bæklingur um sjálfsmorð I Stóra-Bretlandi eiga menn til dæntis 14 ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að gefa út bæklinga um það hvernig fremja eigi sjálfsmorð. Brezkur félagsskapur, EXIT, hefur gefið út bækling um efni þetta. For- ystumenn félagsins hafa verið dregnir fyrir rétt og hefur málið vakið mikla athygli í Bretlandi og víðar. Einn af þeim sem mótmælt hafa því að leið- togar EXIT voru dregnir fyrir rétt er tingur maður og fylgist hann nteð framvindu ntála af miklum áhuga þar sem hann hefur sjálfur áhuga á að frentja sjálfsmorð. En alveg eins og aðalpersónan í leikritinu getur Itann það ekki án hjálpar. Hann er lamaður frá hálsi og niður í tær. Vill ekki lifa lengur Hinn 24 ára gamli James Haig hefur gert það upp við sjálfan sig að vilja ekki lifa lengur. Tvær sjálfs- morðstilraunir Itafa mistekizt hjá honum. Sú fyrri var vel skipulögð en hjálparmaðurinn brást þegar hann uppgötvaði að það gæti kostað Itann 14 ára fangelsi að gera vini sínum þennan greiða. Og í örvæntingu þennan sama kalda janúardag reyndi Jantes sjálfur að aka rafmagnshjóla- slólnum sínunt út í Thamesá. En hann valt of snemma og James datt úr stólnum áður en hann náði ánni. Þeir sem komu honunt til hjálpar sögðu angistarfullir að hann væri heppinn að ekki fór verr. Hann er sjálfur á öðru máli. Verða líknardráp leyfð? Hann vonar að starf EXIT beri ár- angur, það er að brezka þingið endurskoði lögin um sjálfsmorð frá 1961, svo hægt verði að veita þeint aðstoð sem heitt og innilega óska að kveðja þetta líf en geta það ekki án hjálpar. Rauði þráðurinn i leikntmu er réttur einstaklingsins til ákvörðunar um líl' sitt eða dauða andspænis skyldum lækna og siðaskoðun varðandi verndun mannlegs lifs í lengstu lög. það verði mitt hlutskipti. Eg veit að ég næ ekki heilsu aftur og er ekki hræddur við að deyja. Ég er ósjálf- bjarga og það verður að gera allt fyrir mig. Af því fyllist maður þeirri kennd að maður sé alveg gagnslaus og það vil ég forðast. Ég vil ekki vera byrði á konu minrii ogdóttur. ” Sættir sig ekki við að vera ósjálfbjarga James Haig hefur lagt áherzlu á að öll fjármál hans séu i góðu lagi. Skaðabætur að upphæð 1,2 millj. nýkr., sem hann fékk eftir slysið, hafa verið vel ávaxtaðar, meðal ann- ars I húseign sem kona hans býr nú í. Það eina sem angrar hann í raun og veru er það að kona hans var kölluð til yfirheyrslu hjá lögreglunni eftir hina misheppnuðu sjálfsmorðstilraun hans. Það finnst honum mjög óvið- eigandi og ekki sízt af þeim sökum telur hann að þau eigi að lifa sitt í hvoru lagi. ,,Ég er ekki sammála þeim sem telja að hægt sé að sætta sig við líf sitt eftir að vera orðinn algjörlega ósjálfbjarga. Einhverjir geta það ef til vill og er það gott og vel, en ekki ég. Það hlýtur því að vera réttur minn að mega taka þá ákvörðun að binda enda á líf mitt. Það má ég ekki og það er heimskulegt. (Politiken). Ur leikritinu „Er þetta ekki mitt lít?” með lljalta KögfÍYaldssvni i aöalhlutverki. James Haig var mikið vöðvafjall og einn af beztu framherjum Mara- thon ,,rúbbí’’-liðsins í Oxford, þegar hann einn fagran dag í desembermán- uði árið 1977 lenti í slysi er hann var á heimleið frá æfingu á mótorhjóli sínu. Hann bæði háls- og hrygg- brotnaði og lamaðist alveg utan þess að hann hefur smámátt í hægri hönd. Það gerir honum kleift að ýta á stjórnhnappinn á hjólastólnum. Vildi ekki vera fjöl- skyldunni til trafala Sex mánuðum síðar, þegar hann var orðinn viss um að fá ekki mátt aftur, fæddist dóttir hans sem nú er þriggja ára. James ákvað þá að hann ætlaði sér ekki að vera konu sinni og dóttur til trafala i lífinu. Hann krafð- ist þess að fá inni á sjúkraheimili og er nú á Mandreville sjúkrahúsinu í Soke. Eftir að hann fór á sjúkrahúsið hefur hann aðeins einu sinni komið heim. Þá var hann að sannfæra konu sína um það að hún ætti ekki að heimsækja hann á sjúkrahúsið og þau skyldu ekkert samband hafa. ,,Hún á að lifa sínu lífi og ekki að þjást vegna óláns míns. Henni má ekki finnast hún skuldbundin mér á neinn hátt. Hún má ekki kveljast af samvizkubiti yfir örlögum mínum eða sjálfsmorði þegar það heppn- ast,” segir James Haig. „Það var greinilegt að konan mín þráði að lifa eðlilegu lifi.Mér finnst það gott hjá henni að viðurkenna það. Þetta segi ég ekki af því að ég elska hana ekki heldur af því að ég elska hana. Ekki er það rangt?” Trúir á líf eftir dauðann Sjálfsmorðsákvörðunina segir hann tekna eftir vandlega yfirvegun: ,,Ég er ekki þunglyndur, ég trúi á líf eftir dauðann, þó ég sé ekki viss um að það verði betra en þetta. Ég sé ekkert rangt við það að maður bindi enda á sitt eigið líf. Ég vil ekki lifa næstu 30—40 árin svona á mig kominn. Ég hef Séð alltof ntörg dæmi af slíku lífi í kringum mig hér á sjúkrahúsinu. Ég samþykki ekki að \i

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.