Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 9

Dagblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981. i Erlent Erlent Erlent Erlent 8> Kvikmyndaleikarinn í lélegri kúrekamynd. Árið 1937, þá 26 ára gamall, gerði Ronald Reagan sinn fyrsta stóra L kvikmyndasamning, við Warner & Bros. Var það 7 ára samningur og fékk Reagan 200 dollara Bk á viku. Fyrsta árið lék hann lp|;i i9myndum, m.a. með Bette Davis. Stjarna hans fór hækkandi og hlut- verkin urðu veigameiri. Samt komst hann aldrei nálægt óskarsverðlaunum. Samtals lék Reagan í 53 kvikmyndum áður en hann sneri sér að stjórnmálum. Ásamt Angie Dickinson I The Killers, sem gerð var eftir sögu Hemingwa.vs. Kvikmyndir Ronalds Reagan Banda- ríkjaforseta hafa öðlazt vinsældir á ný. Kvikmyndir sem hann lék í voru áður sýndar í sjónvarpi á verstu útsendingar- tímum en síðustu mánuðina hefur orðið breyting þar á. Nú keppast sjón- varpsstöðvar vestra við að auglýsa að mynd með forsetanum verði sýnd hjá þeim og að sjálfsögðu á bezta útsend- ingartíma. allS ■ FatafeHwdrottningin gælir við Reagan. í hlutverki nasista ásamt Krrol Flynn. í kvikmyndinni Bad Man var Reagan hengdur. Reagan varð fyrst verulega þekktur er hann lék á móti Bette Davis í Dark Victory árið 1937. Forsetinn getur slegið frá sér. Kvennagullið! Hvor nældi I stúlkuna? — Auðvitað sjarmörinn til vinstri. I gamanmynd með Humphrey Bogart. Hræösla Hvað hræðist fólk mest? Tveir bandarískir sálfræð- ingar, Steven C. Fischer og Ralph M. Turner, báðir kenn- arar við læknaháskóla í Penn- sylvaniu, könnuðu nýlega hræðslu fólks. Þeir rannsök- uðu 115 konur og 141 karl- mann. Það sem mest kom á óvart var að mjög er misjafnt hvað kynin hræðast. Karl- menn hræðast mest að halda ræðu á opinberum vettvangi en konur eru hræddastar við eld. En hér kemur hræðslulistinn: Karlar 1. Halda ræðu á opinberum vettvangi. 2. Geramistök. 3. Særa tilfinningar ann- arra. 4. Veraálitinn fífl. 5. Detta. 6. Útilokunúrhópi. 7. Skurðaðgerð. 8. Að ekki sé tekið mark á sér. 9. Fágagnrýni. 10. Leðurblökur. Konur 1. Eldur. 2. Lík. 3. Útilokunúrhópi. 4. Mýs og rottur. 5. Geramistök. 6. Særa tilfinningar ann- arra. 7. Vopn. 8. Skurðaðgerð. 9. Halda ræðu á opinberum vettvangi. 10. Horfa fram af háhýsum. Sean Lennon leikur sér einn Sean, hinn fimm ára sonur John Lennons, verður að leika sér einn í Central Park í New York. Áður sáust þeir feðgar oft saman í garðinum. Nú er hann í fylgd með barna- píu. Central Park er steinsnar frá þeim stað sem John Lenn- on bjó og var skotinn þann 8. des. sl. Síðan þá hefur Yoko Ono kona Lennons ekki sézt opinberlega. Sean litli Lennon að leik i Centrál Park.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.