Dagblaðið - 27.01.1981, Síða 10

Dagblaðið - 27.01.1981, Síða 10
10. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981. DB á ne ytendamarkaði í Dóra Stefánsdóttir Ólíkt hafast þeir að tannlæknirinn og bifvélavirkinn: TANNLÆKNIRINN NEITAR UM SUNDURUÐAÐA KVITTUN Hjördis Þorlelfsdóttir skrifar: Hér fær neytendasíðan matarupp- gjör frá einstaklingi búsettum í Kópa- vogi. Ég hef þann háttinn á að ég læt alla strimla sem ég fæ í matarbúðum í krukku sem ég hef uppi á hillu í eld- húsinu og síðan reikna ég út, oftast mánaðarlega. Ef ég nenni ekki að tæma krukkuna á réttum tíma er huggun að vita að flestallar kvittan- irnar eru dagsettar svo ekki skakkar miklu þegar ég loksins hef mig í að reikna út. Litli seðillinn með útkomu mánaðarins er geymdur í krukkunni líka, allan tímann. Ekki þýddi að hafa hann annars staðar en við hönd- ina, annars var ekki skrifað á hann, eins og vel sést á uppgjörinu. Fyrir letingja eins og mig er þetta eina lausnin sem hefur dugað í gegnum árin. Allar fyrirmyndaráætlanirnar hafa farið í vaskinn. Liðurinn annað er fljótreiknaður. Hver einasta króna sem afgangs var af kaupinu mínu. Ég get nefnt sem dæmi um útgjöld að ég var hjá tann- læknum og það kostaði mig rúmar tvær milljónir. Ég slapp víst vel, því þetta var í enda ársins 1979 og fram íeftir ári 1980. Seinni helming ársins hefði viðgerðin orðið mun dýrari skilst mér. Auðvitað þurfti ég að taka vaxtaaukalán, því tannlæknir lánar ekki krónu. Það er nógu erfitt að fá hjá þeim kvittun, ég tala nú ekki um, ef hún á að vera að einhverju leyti sundurliðuð, svo maður viti hvað maður er að borga fyrir, þeir ákveða blessaðir að maður hafi ekki vit á því og þess vegna sé það óþarfi. Ég hef heldur ekki vit á því þegar verið er að gera við bílinn minn, en ætli bæði mér og tannlækpinum þætti það ekki skrítið að fá kvittun, fyrir viðgerð á bíl, ekkert annað skrifað á blaðið. Bara borga tvær milljónir takk. Ég þarf að borga 100 kr. (1 nýkr.) fyrir hvern einstakan kafftbolla og 3—400 kr. fyrir brauðsneið í vinn- unni, en þar sem ég á engar kvittanir á lager fyrir þessi viðskipti, þá eru þau ekki með í mínu ófullkomna mataruppgjöri, ekki það að ég hafi fundið þessa töfrapeninga sem aðrir virðast eiga til að borga með mat, sem þeir ekki matreiða sjálfir í eld- húsinu sínu, og telja því ekki með sem matarpeninga. Ég verð að borga þetta sjálf úr sömu buddu, af sama kaupi, með nákvæmlega sams konar peningum og í matarbúðinni. Mér sýnist á mánaðaruppgjörun- um að verð á matvælum hafi hækkað talsvert á árinu, mínar matarvenjur hafa lítið breytzt. Satt að segja finnst mér ég ekkert sérlega eyðslusöm og; fæ ekki fleiri gesti en annað venjulegt fólk, og ég kaupi ekki tóbak, ég er sjálf hætt að reykja og læt tóbaks- þræla reykja sínar eigin sígarettur. Stundum hef ég verið að velta fyrir mér þessum stóru upphæðum, sem fólk gefur upp i liðnum annað. Það samræmist illa þeim kauptöxtum sem maður les um í blöðum að séu tíðk- aðir í landinu, og ég og mínir líkar verðum að lifa af. Ég þykist þó hafa sæmileg laun sem ríkisstarfsmaður, að minnsta kosti finnst þeim það hjá skattinum. í öllum mínum óreiðubú- skap hef ég þó eina góða reglu sem mig langar að segja öðrum frá. Ég á gamla meðalstóra möppu, sem ég hef við höndina. í hana hef ég sett nokk- ur umslög opin að ofan. I hana sting\ ég öllum kvittunum sem ég fæ (og ég bið oftast um kvittun). Umslögin eru merkt. Nr. 1 Laun, skattar, banka- viðskipti. Nr. 2 Bíllinn. Nr. 3 íbúðin. Nr. 4 Ég sjálf (föt, skemmtanir, V Reyðarfjörður: 800 króna munur á nautahakki Verókönnunin er framkvxmd af Revóarfjarðardeild Neytendasamtakanna, Verólagsstofnun annaðist gagnaúr- vinnslu. VERÐKÖNNUN. 4.12.80. Kjörbúö Verslun Verelunin Pöntunarféleg Keupfélegiö KH Gunners Brettahlli Eskflrélnga. Frem Reyöarfirði HjaltasonarSey&isfirói Neskaupstaó. Sykur 2 kg. 2155,- 2026,- . — 2106,- 1958,- Fl6r«ykur 1/2 kg. — 595,- 585,- 613,- 629,- Sirkku molasykur 1 kg. 1391,- 1185,- — 1365,- — • Pilltburys hveiti 5 lbs. 1215,- 1160,- 1240,- — — Robin Hood hveiti 5 lbs. 1238,- — — 1182,- 1009,- Pama hrísmjöl 350 gr. 314 ,- 515,- 472,- 350,- 392,- River rice hrfsgrj&n 454 gr. 412,- 440,- 440,- 444 ,- 420,- Solgryn haframjöl 950 gr. 966,- 1020,- 950,- 980,- — Kellogs corn flakes 375 gr. 1190,- — 1395,- 15B8,- — fslenskt matarsalt Katla 1 kg. — — — 470,- — Reykjanessalt ffnt 1 kg. 407,- — — — — Royal lyítiduft 450 gr. 821,- 865,- 1145,- 1050,- 956,- Golden Lye's sýr&p 500 gr. 2305,- 2515,- 2420,- 1648,- 2311,- Royal vanillubuCingur 90 gr. 230,- 170,- 179,- 210,- — Maggi sveppasupa 65 gr. 284 , - — 297,- 289,- 289,- Vilko sveskjugrautur 185 gr. 614,- 670,- 296,- 596,- 614,- Meíroses te 40 gr. 400,- 445,- 245,- — 488,- Fr&n mj&lkurkex 400 gr. — 680,- — — 670,- Ritr saltkex rauCur 200 gr. 715,- 715,- 700,- — 1110,- Korni flatbröd 300 gr. — — — 563,- 563,- Fr&n kremkex 673,- 700,- 675,- 659,- 1170,- Ora graenar baunir 1/1 d&s 839,- 740,- 900,-~ 853,- 896,- Ora rauOkál 1/2 d&E 743,- 935,- 907,- 928,- 898,- Ora bakaOar baunir 1/2 d&s 885,- 810,- — 790,- 830,- Ora fiskbGCingur 1/1 d&s — 1780,- 1403,- 1536,- 1535,- Ora lifrarkaefa 1/8 d&s 468,- — — — — Ora mafskorn 1/2 d&s 831,- 810,- 890,- 925,- 880,- T&mats&sa Valur 430 gr. 755,- .755,- 748,- 688,- 717,- T&mats&sa Libbys 340 gr. 660,- 660,- 670,- — 706,- . Kj&klingar 1 kg. 4863,- 4870,- 4305,- 4980,- 4980,- V Nautahakk 1 kg. 5642,- 5642,-' 4860,- 5642,- 5642',- Kindahakk 1 kg. 2500,- — 3860,- 4450,- 3663,- Gunnars majones 250 ml. 580,- — 575,- 556,- 592,- Egg 1 hg. — — 2820,- 3036,- Sardfnur f olfu K. J&nsson 106 gr. — — 516,- 505,- 512,- Regin WC pappfr 1 rGlla 238,- 270,- — 223,- 240,- Melitta kaffisfur No. 102 40 pokar 427,- — — 424,- 488,- C-ll þvottaefni 3 kg. 3285,- — — -- 1 3799,- Þvol uppþvottalögur 2,2 ltr. 1733,- 1734,- — —— — Hreinol grsenn 0,5 ltr. 510,- 575,- — 528,- 560,- Lux handstpa 90 gr. 338,- 370,- 3?*.- 200,- 350,- D&n mýkingareíni 1 ltr. — 1003,- 1070,- • 1175,- Colgate tannkrem fluor 90 gr. 636,- 695,- 665,- r 524,- 696,- £plaajamp& Sjöfn 295 ml. 983,- 965,- 1035,- 955,- , Nivsa- krem 60 ml. 725,- 755,- 664,- . “- 620,- Tannlæknarnir hafa ákveðið að maður hafi ekkert vit á þvi sem við mann er gert og þurfi þvi enga kvittun, segir Hjördis 1 bréfi sínu. Þessi börn eru heppin að því leyti að enn eru þau svo ung að rikið greiðir fyrir þau tannlækningar að mestu leyti. Við hinir fullorðnu verðum hins vegar að punga út með peningana fyrir okk- ar ten nur. ferðalög, viðhald, s.s. lækniskostn- aður, hárgreiðsla o.þ.h.). Nr. 5 Ýmislegt. Nr. 6 Gögn, þar í set ég alla miða sem fylgja fötum, áhöldum o.þ.h. sem keypt er yfir árið, s.s. ábyrgðarskirteini, notkunarreglur og happdrættismiða. Þessa möppu geri ég upp um leið og ég geri skattfram- talið. Meiriparturinn af pappírsmið- unum fer i ruslakörfuna, en ég sting afganginum í umslag merkt árinu. Þetta geymi ég í sérstökum kassa, og ennþá hef ég ekki hent úr kassanum, en myndarskapurinn hefur reyndar ekki staðið i nema um áratug. Ég er með tillögu til neytendasíð- unnar. Matvæli, s.s. landbúnaðar- vörur, fiskur o.fl., eru háð verðlags- ákvæðum, en mjög sjaldan verð- merkt í búðum. Hvernig væri nú að fá þessar vörur prentaðar í einn dálk í blaðinu, skýrum stöfum og vel skipu- lagt. Til dæmis algengar mjólkur- vörur fyrst, þar fyrir neðan einhver annar vöruflokkur og áfram niður dálkinn. Þennan dálk gæti maður síðan klippt út og hengt upp á vegg og losnaði þar með við ergelsi þegar maður ætlar að aðgæta og yfirfara strimla úr matarbúðum. Ef verð- breytingar verða er hægt að endur- prenta þann hluta dálksins með sama letri og formi og er þá einfaldlega hægt að líma nýja verðið yfir það gamla og úrelta. Svo þakka ég skemmtilega og fróð- lega neytendasíðu. Eitt enn ... svona íkyrrþey Viltu vera svo væn að skila til þeirra sem sjá um þann hluta blaðsins að athuga að texti sem fylgir mynd af góðborgara sé allur fyrir neðan myndina og sé ekki að óþörfu fluttur í annan dálk. Margir klippa þetta úr blöðumefþeirkannastvið fólkið. í guðanna bænum, hættið að stað- setja afmælismyndir og texta um góðborgara við hliðina á dánartext- um og myndum. Ég vorkenni alltaf afmælisbörnum sem sjá myndir af sér við hliðina á þeim dánu. Það er heldur vandræðaleg afmælisgjöf frá Dagblaðinu. Þessir mjög svo bráð- nauðsynlegu dálkar ættu helzt að vera sinn á hvorri opnunni. Svar: Þakka þér fyrir langt og skemmti- legt bréf, Hjördís. Hugmynd þín með bókhaldsmöppuna er ein af þeim betri sem ég hef heyrt lengi og þyrfti ég sjálf að nota mér svipað skipulag. Það er ótrúlegt hvað safnast að manni af alls konar kvittunum á einu ári. Hugmynd þinni um myndir af góð- borgurum (sem og öðru fólki) hefur verið komið á framfæri við þá sem um síðurnar sjá. Ég vonast eftir að fá mánaðarlega seðil frá þér í framtíð- inni því þrátt fyrir þína skoðun á eigin óreiðu i bókhaldinu sýnist mér að flestu sé til haga haldið. Dóra. Fréttabréf Neytendasamtakanna komið út: Fróðleikur úr héraði og f rá aðalstöðvum Fréttabréf Neytendasamtakanna er komið út í 11 þúsund eintaka upp- lagi. Að þessu sinni er það ögn öðru- •vísi en það hefur verið undanfarið. Því hver deild birtir sína forsíðu og baksíðu á fréttabréfinu. Miðjusíð- urnar eru hins vegar sameiginlegar. Á þeim er greint frá merkingum á dilka- kjöti, öryggi í eldhúsum, heimilis- bókhaldi, póstþjónustu og fleiru ásamt því að formaður Neytenda- samtakanna, Reynir Ármannsson, ávarpar lesendur. í ávarpinu segir hann meðal annars að á síðasta ári hafi félagsmönnmum í Neytenda- samtökunum fjölgað um 30% og verði haldið áfram við félagasöfnun í ár. Aukin félagatala þýðir aukin áhrif samtakanna. Á útsíðunum, sem hver deild hefur síðan unnið héima hjá sér, eru verð- kannanir, ýmis fróðleikur úr héraði, áskoranir til fólks um að ganga í samtökin og fleira í þeim dúr. Á síð- unni á næstunni mun birtast ýmislegt af þeim fróðleik. öll vinna við blöðin var unnin í sjálfboðavinnu. -DS.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.