Dagblaðið - 27.01.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 27.01.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. JANUAR 1981. D Menning Menning Menning Menning Leiklist AÐ ÞJÓNA, ELSKA OG HLÝÐA upp á betri kosti að bjóða en hlut- skipti heimasætu og húsfreyju eins og það blasir við henni heima- fyrir. Auðvitað verður karlsauðurinn faðir hennar og hans nótar, von- biðlar Bjönku fríðu og blíðu, systur Katrínar, allshugar fegnir að koma af sér frekjudósinni, Baptista karlinn býðst um síðir til að tvöfalda með henni heimanmundinn. Og Katrín fær að vorkennast. Sama hvað hún segir, það er ekki hlustað á hana, bara hlegið. Þótt hán hafi fullvel við Petrútsíó í orði þá getur hann allténd haft hærra, og er auk þess sterkari ef farið er að slást, lítill vandi að kúga svarkinn til hlýðni með því að meina henni bæði mat og svefn og loka hana inni með óvönd- uðum strákum uns uppreisnin er úr henni. Fyrr en varir er Katrín með öllu yfirkomin, uppgjöf hennar svo algjör að hún gengst sjálf upp í mál- stað herra síns og húsbónda og lýkur leiknum með þrumuræðu yfir sínum breysku systrum sem ekki hafa hlotið sama reynsluskóla og hún Það er skammarlegt, segir hún, að kvenfólk skuli vera með uppsteyt, „heimti völd og vilji stríða, þegar þeim ber að þjóna, elska og hlýða.” Að vísu tekur enginn mark á henni í þessu nýja gervi neitt heldur en áður — nema þá Petrútsíó að því marki að nú finnst honum mál til komið að fara að hátta. Bjanka systir og hin stríðlynda ekkja sem Hortensíó von- biðill hreppti, þær eru áreiðanlega báðar ráðnar í því að hafa orð hennar að engu og láta ekki karlana sem þær hafa gómað vaða neitt yfir sig í hjú— skapnum. Af forleik við sýninguna, sem Böðvar Guðmundsson hefur,,fært í texta” eftir fyrirsögn leikstjórans, var helst að ráða að Leikfélagsfólk hafi ekki meira en svo vitað til hvers það ætlaði að leika þennan leik. Nema þá til að koma kvenfólki fyrir í hlutverkunum. Svo mikið er víst að Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri stillir ekki svarkinum Katrínu: Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur upp í neinu rauðsokku-gervi í sýningunni — stíg- vélum, gallabuxum og skuplu. Væri þó hægurinn hjá að brúka leikinn til að draga dár og spé að slíkri kven- gerð og málflutningi. Og á sama máta mætti augljóslega virkjaillgjarnaskrípamynd karlveldis til síns sanna kveneðlis, áskapaða hlutverks móður, konu, meyjar í leikslokin. Hvað verður þá um hana? Gamanið í skiptum þeirra Petrútsíós stafar að vísu einkum af hreinum og beinum rustalátum Þorsteins Gunnarssonar í gervi hins yfirgangs- sama brúðguma, vanmáttugum gribbugangi Katrínar gegn því ofur- efli sem að henni steðjar. En hinar skýru og einföldu hugmyndir um hlutverk og hlutskipti, rétta sambúð karls og konu sem leikurinn lýsir kunna að vera þess virði að afstaða sé tekin til þeirra í fullri alvöru, með þejm eða móti. Það er ekki víst þær séu alveg eins einfaldar og virðast kann í fljótu bragði. Þegar Katrín gribba snýr við blaðinu — er þá ekki Petrútsíó í rauninni alveg gáttaður á þeim sigri sem vannst og hnossi sem honum hefur hlotnast? Á sama máta snýr líka Bjanka fagra við sínu blaði: ekkert upp á það komin að láta Lúsentsíó elskhuga segja sér fyrir verkum úr því hún er á annað borð búin að hneppa hann i hjúskap. Sá sem girnist auð hreppir galvaskan kvenmann, en þeir sem fíkjast í meyjaryndi standa uppi með tóma pyngju og svark yfir höfði sér um síðir. Hjúskapur sem kaupskapur snýst um pretti og svik í því samfélagi sem leikurinn svo skilmerkilega lýsir. í Iðnó á sunnudagskvöld fannst mér eins og tiplað og skriplað á hug- myndaefni leiksins án þess einu eða neinu væru gerð eindregin skil. Það kynni þó að vera tilvinnandi — að taka farsann í fullri alvöru og gá hvað hann hefur að geyma í sinni skringibirtu. Með sinum kátlega og græskulausa brag fannst mér að sýningin geymdi nóga krafta til markverðari átaka og úrlausnar úr efninu en varð í verki. Hvað sem því veldur. Loikfélag Roykjavatur: ÖTEMJAN aftlr Willlam Shakaapaare Þýöing: Helgi Hátfdanarson Lýsing: Danlel Willíamsson Tónlist Eggert Þorletfsson Búningar: Une Collins Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Leikstjóri: Þórhildur Þorletfsdóttir Ótemjan, leikritið um það hvernig svarkur er taminn, er eitt hið svæsn- asta innlegg í kynfrelsis- og jafnréttis- málin. Petrútsíó, karlpungur frá Veróns- borg biðlar til Katrínar, dóttur Baptista auðga í Padúu af þeirri ástæðu aleinni að hún á ríkulegan heimanmund vísan. Katrín er ansi spræk stelpa að sjá. Það er að skilja af upphafi leiksins að hún geri sér einhverjar grillur um það að lífið hafi Þorsteinn Gunnarsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir i hlutverkum Petrútsfós og Katrfnar. t myndatexta f blaðinu á laugardag var sagt að Tinna Gunnlaugsdóttir léki Bjönku systur Katrfnar. Hið rétta er að Lilja Þórisdóttir leikur Bjönku. (DB-mynd Þorri). upp úr efnivið leiksins, karlfauskum þeim, aulabárðum og ruddamennum sem ríkjum ráða í Padúu, Verónu og Písu samkvæmt leikritinu. í því skyni hefði áreiðanlega mátt nota það áhrifsbragð að skipa kvenfólki i hlutverk karfuglanna og gera þann veg gabb og spé úr sífelldum ruglingi leiksins með gervi og hlutverk — Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur hér Gremíó fausk, Hanna María Karlsdóttir aulann Hortensíó, Ragn- heiður Steindórsdóttir Lúsentsíó spjátrung og Guðmundur Pálsson hina föngulegu ekkju. Eftir mínum smekk hefði raunar mátt víxla hlut- verkum þeirra Ragnheiðar og Sig- urðar Karlssonar í sýningunni, láta Sigurð leika Lúsentsíó en Ragnheiði Traníó þjón, enda yrði með því móti „rétt parað” í leikslokin. Vel má skilja leikinn svo að Bjanka dragi um síðir bust úr nefi karla og hefni þann- ig gribbunnar systur sinnar í höndum Petrútsíós. En hvað um það — hvort sem það stafar af respekt fyrir Shakespeare og textanum eða af öðrum ástæðum hefur Þórhildur leikstjóri tekið þann kost að taka leikinn á orðinu sem glaðlyndan og góðmótlegan farsa án þess að skeyta svo sem neitt um siða- skoðun og boðun sem eftir atvikum má lesa í leiknum eða í hann. Ég verð bara að játa það fyrir mig að ég hafði ekki nóga skemmtun af leiknum með þessu móti — og skal gjarnan játa það með blygðun, svo fjörleg, hag- virk og fyndin sem sýningin að vísu er. Það má hafa heilmikið gaman af einstökum hlutverkum, atriðum, til- tækjum sýningarinnar, en í' heild sinni bregst henni markvísi, brestur kjölfestu sannfærandi leikskilnings og túlkunar leiksins. Ekki sýnist mér að þær Þórhildur og Lilja Guðrún séu, til dæmis, ein- dregnar í því að Katrín endurfæðist ar A f hverju er spurt um þetta? —teljarar eiga að geta svarað öllum þeim spumingim sem upp koma vegna manntalsins „Við komum ekki til með að leiðrétta atriði eins og hvort fólk sé í sambúð eða ekki eftir upplýsingum úr manntali í þjóðskrá. Fæðingardagar -::ga að vera réttir i þjóðskrá og það er sífellt unnið við að breyta því svo upplýsingar úr manntali verði ekki notaðar í því skyni. Hins vegar munum við flytja fólk til ef heimilisföng eru ekki rétt í þjóðskrá eftir manntali. Þó við gerum það getum við engan veginn kært fólk þó það hafi ekki tilkynnt um flutning,” sagði Klemenz Tryggvason hagstofustjóri er hann var inntur eftir því hvort upplýsingar úr hinu nýja manntali yrðu notaðar til að leiðrétta strax gloppur í íbúa- og þjóðskrá. Þá var Klemenz ennfremur spurður hvort upplýsingar úr manntali yrðu notaðar til að gera skrá yfír þá náms- menn erlendis sem hafa kosningarétt hér heima en hafa fallið út af skrá vegna núverandi fyrirkomulags á flutningstilkynningum. „Manntadið er ekki beinlínis ætlað til þess. Staðreyndin er sú að náms- menn á Norðurlöndum hafa ekki fallið út af skrá. Hagstofan gerir kjörskrár- stofn og sendir sveitarfélögunum og þar eru öll nöfn,” sagði Klemenz. Þegar er fariö að bera á því að fólk finni ýmsa vankanta á nýja manntalinu og margt er spurt um. Á það skal bent að þegar teljarar ganga í hús sunnudaginn 1. febrúar hafa þeir með sér handbók sem ætluð er teljurum og HAGSTOFA lSLANDS leiðbeiningar fyrir teljara við manntalið 31. JANÚAR 1981 Efnhyfifiil. Handbók sú er teljarar hafa meö sér í hús sunnudaginn 1. febrúar. í þessari handbók eiga að vera svör við hvers vegna er spurt um hina og þessa hluti i manntalinu. er þar hægt að fá svar við hvers vegna spurt er þeirra spurninga, sem á manntalinu eru. Ef fólk er í vafa um eitthvað eða vill fá svar við einhverjum spurningum í sambandi við manntalið ætti teljarinn að geta leyst úr þeim vanda. Spurning 4 í einstaklingsskýrslunni hljóðar svo: Þessari spurningu*svara konur einvörðungu: Hve mörg lifandi fædd börn hefur þú eignast? Einhver kann að spyrja: Hvers vegna bara konur? Eiga ekki karlmenn líka börnin? í handbók teljaranna er þessari spurningu svarað svo: Það er mjög mikilvægt að fá upplýsingar um það, hve mörg lifandi ■ börn konur á ýmsum aldri hafa eignast. Það er t.d. athugunarefni hvaðamunur er á barnafjölda kvenna, sem fæddust t.d. 1900, 1920, 1940, og kvenna í mis- munandi störfum. Það er öllum kunnugt hve miklar breytingar hafa orðið á fjölskyldugerð hér á landi og þetta er einn mikilvægasti þátturinn sem þarf að rannsaka í því sambandi. Hvers vegna svara konur eingöngu þessari spurningu? Það er vegna þess að barnsfæðing er líffræðilega tengd konum, en ekki körlum, og það er ekki heldur áhugavert til manntalsnota að upplýsa, hve mörg börn karlar hafa getið. Fullnægjandi upplýsingar um það fást reyndar af samanburði við tölur kvennanna. Þess má geta að í manntali árið 1960, var spurt um öll lifandi fædd börn sem konur fæddu, svo og börn sem fædd eru í hjónabandi, þannig að spurningin þykir betri nú en árið 1960. Fjórar spurningar hafa verið felldar niður, sem voru í manntalinu 1960. Þær eru um hjúskaparstétt, fæðingar- stað, ríkisfang og trúfélagsaðild. Nokkrar nýjar spurningar hafa komið í staðinn, s.s. um sambúðar'- form og hvenær sambúð hafi hafizt og heimili fólks aftur til 1961. En áhuga- vert þykir að vita um flutninga fólks milli sveitarfélaga og innan jtess. Þá er spurt um aðild að lífeyrissjóði, sem er ný spurning, og ferðir til vinnu, tíma við heimilisstörf, fjarvist frá vinnu. Sú spurning þykir athyglisverð félagslega séð því þá er hægt að sjá hve margir vinnudagar tapast i veikindafríum eða öðru. Þá er einnig spurt um bifreiða- umráð fólks. -ELA. Eskrfjördur: Landburður af fiski Mikið hefur borizt af fiski til Eskifjarðar að undanförnu. Sl. fimmtudag komu þrir bátar með loðnu hingað: Jón Kjartansson með fullfermi, 1150—1200 tonn, Gullberg VE 600—700 tonn og Pétur Jónsson 800 tonn. Einnig var Lagarfoss hér sl. fimmtudag að taka saltsild frá söltunarstöðinni Auðbjörgu og fer sú stld á Rússlandsmarkað. Von er á skipi sem á að taka síld hjá söltunar- stöðvunum Sæbergi og Friðþjófi en sú sild á að fara á markað í Svíþjóð. Hólmatindur kom sl. fimmtudag til Eskifjarðar með 130 tonn eftir 9 daga úthald. Þá landaði Vöttur, sem rær með línu, 9 tonnum sl. miðvikudag.' Hér er gott veður, vestan gola og hlýindi. Sólin er hátt á lofti og hefur hálkan aukizt enn. -Regína Esk. HEWLETT JlD, PACKARD HEWLETT JlD, PACKARD HEWLETT PACKARD HEWLETT jhp, PACKARD HEWLETT JlD, PACKARD Einkaumboð á Islandi fyrir vasa- og borðtölvur — Upplýsingar, sala, þjónusta STÁLTÆKI, Bankastrætis simi 27510

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.