Dagblaðið - 27.01.1981, Side 12

Dagblaðið - 27.01.1981, Side 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981. 12 (Jtgefandi: Dagblaðið hf. Framkv»mdasfjóri: Sveinn R. Eyjöffaeon. Ritatjörí: Jónaa Kríatjónason. Aðstoðarritatjöri: Haukór Holgoson. Fréttaatjöri: Ómar Valdimarason. Skrifstofuatjóri ritstjóman Jöhannea Reykdal. iþróttin Hallu.r Símonaraon. Menning: Aðalsteinn IngóKsaon. Aðatoðarfréttaatjóri: Jónaa Haraldsaon. Handrifc Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisaon. Blaðamenn: Anna Bjamaaon, Adi Rúnar Halldórsson, Adi Stoinarason, Áageir Tómasaon, Bragi Sig- uiðaaon, Dóra Stefánsdótdr, Elin Albertadótdr, Giali Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónaaon, Inga Huld Hákonardóttír, Kriatján Már Unnaraaon, Sigurður Svorrisaon. Ljósmyndir Bjamleifur BjamleKaaon, Einar Ólason, Ragnar TK Sigurðason, Sigurður Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóðason. Skrifstofuatjóri: Ólafur EyjóHsaon. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsaon. Auglýsingaatjóri: Már E.M. Halldórs- aon. DreHingaratjóri: Valgerður H. Svoinadóttir. Ritatjóm: Siðumúla 12. Afgreiðala, á.krif taðoikt, dugfýsingar og skrifatofur Þverholti 11. Aðalaimi blaðsins er 27022II6 Bnurl. Setning og umbrofc Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf„ Siðuntúla 12. Prantun: Árvakur hf„ SkeHunni 10. Áakriftarverð á mánuði kr. 70,00. Verð i lausasölu kr. 4,00. Styrkuríklofningi Styrkur Sjálfstæðisflokksins felst einkum í klofningi hans. Þetta er þver- stæða, sem skoðanakannanir Dagblaðs- ins hafa staðfest á ítrekaðan hátt. Og hún torveldar flokknum að nýta sér hið miklafylgi. ___________ Um þessar mundir nýtur Sjálfstæðis- flokkurinn fylgis 46% þeirra, sem afstöðu taka til flokka. Ef við gerum ráð fyrir, að hinir óákveðnu mundu í kosningum skiptast milli flokka eins og hinir ákveðnu, er Sjálfstæðisflokkurinn 46% flokkur. Slík fullyrðing er þeim annmörkum háð, að hinir óákveðnu hafa upp á síðkastið haft tilhneigingu til að skiptast ójalnt milii flokka. í einum kosningum hallast meirihluti þeirra að Alþýðuflokknum og næst að ein- hverjum öðrum flokki. Á síðustu árum hefur myndazt og eflzt hópur kjós- enda, sem hafnar flokkunum, þótt hann kjósi þá í kosningum. Þessi hópur, sem telur upp undir þriðjung kjósenda, hlýtur að vera og verða gífurlega áhrifamik- ill j kosningum. í sjálfu sér ætti Sjálfstæðisflokkurinn ekki að hafa minni von í þessum kjósendum en aðrir flokkar. Við vissar aðstæður ætti hann raunar að hafa meiri von og þar með komizt í þá aðstöðu að njóta fylgis rúmlega helmings kjósenda. Þessi fjölmenna sveit er náttúrlega ekki hreintrúuð á íhaldið. Hún hefur ekki bókstafstrú á Milton Fried- man, Hannesi Gissurarsyni eða Geir Hallgrímssyni. Þvert á móti er þetta hin sundurleitasta og frjálslynd- asta hjörð. Hún styður ekki einu sinni formann flokksins og þingflokk hans i stjórnarandstöðunni. Skoðanakann- anir Dagblaðsins benda til, að allur þorri hins óákveðna þriðjungs kjósenda fylgi ríkisstjórninni að málum um þessar mundir. Sjálfstæðisflokkurinn á lögmæta von í myndarlegri hlutdeild í stærsta flokki landsins, hinum flokkslausu kjósendum, sem nú hallast að ríkisstjórninni. Og margir stjórnmálamenn hafa fengið fiðring af minna tilefni. Ofan á þetta bætist svo, að helmingur þeirra, sem játaðist Sjálfstæðisflokknum í síðustu skoðanakönn- un, segist líka styðja ríkisstjórnina. 49% sögðust styðja hana, 36% voru henni andvígir og aðeins 15% hlut- lausir. Þannig má skipta Sjálfstæðisflokknum í að minnsta kosti þrjá stjórnmálaflokka. Fyrst ber frægt að nefna svokallað „flokksbrot” Geirs Hallgrímssonar með tæplega þriðjungi í kjósendavon Sjálfstæðis- flokksins. í öðru lagi koma svo hinir yfirlýstu sjálfstæðismenn, er sem Gunnarsmenn, Albertsmenn eða af einhverjum öðrum ástæðum eru hlynntir ríkisstjórninni. Þar er rúmlega þriðjungur af kjósendavon Sjálfstæðisflokks- ins. í þriðja lagi eru svo hinir flokkslausu ríkisstjórnar- sinnar, sem væru líklegri til að kjósa flokkinn fremur en einhvern annan flokk. Þar er kominn enn einn þriðjungurinn af kjósendavon Sjálfstæðisflokksins. Á þessu getur kosningamaskína Sjálfstæðisflokksins ekki aðeins lært, að stjórnarandstaða formanns og þingflokks er marklaus della. Hún getur líka farið að efast um, að Sjálfstæðisflokkurinn þurfí endilega að vera samhentur. Af hverju býður flokkurinn ekki fram í tvennu lagi hið minnsta til að sýna kjósendum mismunandi fleti? Það gæti hreinlega leitt til fylgis meirihluta kjósenda. Þannig virðist styrkur Sjálfstæðisflokksins einkum felast í klofningnum. — Deilumar um hvalveiðamar Mynd grænfriðunga á dögunum var góð og blóðug búbót í umræður um hvalveiðar, sem að undanförnu hafa átt sér stað í fjölmiðlum. Skömmu eftir að mynd þessi var tekin, lýstu forsvarsmenn grænfrið- unga því yfir á fundi á Hótel Loft- leiðum, að myndin væri ekki í þeirra eigu, er þeim var bent á að hún gæfi ranga mynd af hvalveiðum, þ.e. sjálft skotið, en þeir lofuðu að koma á framfæri á hvern hátt hún rang- túlkaði veiðarnar. Svo var þó aldeilis ekki! Fyrir tveimur árum hætti ég hjá Hval hf., eftir 10 vertíðar sem vél- stjóri á hvalbátunum, og mér kom myndin og rök þeirra í henni, eins og nánast flest frá hvalverndarmönnum, undarlega fyrir sjónir. Ég skal viður- kenna að ég hef ávallt haft samúð með málstað náttúruverndarmanna, en rök þeirra um hvalveiðar og myndin á dögunum ásamt óheiðar- legum aðferðum hafa leitt huga minn að því með hvaða veganesti og þekk- ingu menn fjalla um hvalveiðar okkar íslendinga. Rökleysa friðunarmanna Grein Skúla Magnússonar i DB 14. jan. ’81 er gott tillegg í málstað- inn. Hvað veit Skúli um hvalveiðar? Ég held ekki neitt, frekar en flestir sem ruðzt hafa fram á ritvöllinn með vanþekkinguna eina að vopni. Hann fullyrðir að ekki sé hægt að greina kú með kálfi frá öðru. Hvers vegna heyrir þá til undantekninga, að skotnar séu mjólkandi kýr? Þetta er móðgun við hvalveiðimenn og lýsir vanþekkingu þeirra sem til nefna. Kynþroskaaldur langreyðar hefur lækkað nú síðustu árin. Eru allir f ■l,m Sameining Lands- virkjunar og Laxárvirkjunar Laxárvirkjun óskar inngöngu Þegar hér var komið sögu óskaði Akureyrarbær eftir þvi að notfæra sér 17. gr. laga um Landsvirkjun, en þar segir að eigendum Laxár- virkjunar sé heimilt að ákveða að * Laxárvirkjun sameinist Lands- virkjun. Var óskað eftir samnings- viðræðum við ríki og Reykjavíkur- borg á grundvelli þessa lagaákvæðis. < Sá sem þetta ritar og Davíð Oddsson tóku þátt í þeim viðræðum af hálfu sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Eitt af okkar fyrstu verkum var að óska eftir lögfræðilegri álitsgerð um það, hvernig skilja bæri ofangreint lagaá- kvæði. Við töldum að skilja bæri það þannig, að báðir eignaraðilar í Landsvirkjun, þ.e. ríki og Reykja- vikurborg, yrðu að samþykkja inngöngu Laxárvirkjunar I Lands- virkjun og að auki mætti halda fram þeirri skoðun, að forsendur fyrir þessu lagaákvæði frá 1965 væru brostnar vegna gjörbreyttra aðstæðna. Til að láta álit sitt í Ijós á þessu at- riði voru fengnir tveir dómarar úr Hæstarétti og varð niðurstaða þeirra sú, að Laxárvirkjun ætti einhliða rétt til inngöngu í Landsvirkjun og að umrætt lagaákvæði væri I fullu gildi. Með þessa staðreynd í huga gengum við til samninga við Akureyrarbæ og þá að sjálfsögðu með það að leiðar- Ijósi að ná fram sem hagstæðustum samningum fyrir Reykjavik. V — .. ■ * Borgarstjórn fjallaði fyrir skömmu um samning, sem gerður var stuttu fyrir jólin um sameiningu Landsvirkjunar og Laxárvirkjunar, en samningsaðilar voru Reykjavík, Akureyri og ríkið. Mál þetta hefur átt sér langan aðdraganda og á ýmsu gengið og því þykir rétt að gera nokkra grein fyrir því hér. Þegar núverandi iðnaðarráðherra settist i sæti sitt í vinstri stjórninni 1978, var það eitt fyrsta verk hans að skipa nefnd til að gera tillögur um hvernig koma mætti þvi stefnumiði hans í framkvæmd að sameina allar virkjanir landsins í eitt allsherjar- fyrirtæki, einskonar íslandsvirkjun. Stærsta fyrirtækið í þessum hópi er að sjálfsögðu Landsvirkjun, sem Reykjavikurborg er helmings eignar- aðili að. Þrátt fyrir það gaf iðnaðar- ráðherra Reykjavíkurborg engan kost á að skipa mann í þessa nefnd. Ýmsum borgarfulltrúum fannst þarna freklega gengið á rétt Reykja- víkur. Óaðgengilegt nefndarálit Nefndin skilaði áliti, sem var mjög óaðgengilegt fyrir Reykjavík. Þá sneri ráðherra sér til borgar* stjórnar með ósk um að hún gengi til samninga um stofnun landsfyrirtækis á grundvelli tillagna nefndarinnar og kysi nefnd í því skyni. Við borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins töldum þetta algjörlega óaðgengilegt skilyrði af hálfu ráðherra og neituðum að Kjallarinn Birgirísl. Gunnarsson taka sæti 1 slíkri samninganefnd. Fulltrúar vinstri flokkanna gengu því einir til samninga við rikið og Akureyri og gerðu samning, sem lagður var fyrir borgarstjórn. Sá samningur var felldur í borgarstjóm í október 1979, enda óhagstæður fyrir Reykjavík. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins og annar borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins greiddu at- kvæði gegn samningnum, en fulltrú- ar annarra vinstri flokka voru samningnum fylgjandi. Kjallarinn Sveinn Geir Sigurjónsson búnir að gleyma síldinni, sem var í milljónum tonna umhverfis landið og nærðist á rauðátu eins og hvalurinn? Hvað ætli hafi orðið um rauðátuna? Við sorglega ofveiði síldarinnar jókst æti hvalsins til muna, og þar er líkast til lykillinn að lækkun kynþroska- aldurs hvalsins hin síðari ár, því þrátt fyrir hertar veiðireglur og meiri kjöt- gæðakröfur Hvals hf. gagnvart veiði- mönnunum voru síðustu vertíðar ein- hverjar hinar beztu í 30 ár — skrítið það. Sóknin í búrhvalsstofninn er nú lítil miðað við það sem var fyrir 10— 15 árum, og það bendir til, að við lækkun meðalaldurs búrhvals sé stofninn að vaxa, en ekki að minnka. Eitt sem friðunarmenn hafa nefnt er, að afurðir hvalsins fari í sápu, skósvertu, hundafóður og til stál- herzlu í hergagnaiðnaði. Þetta er bull. Varla vilja Japanir, þó hógværir séu, vera kallaðir hundar, og víðar er hert stál en í vopnum, svo sem verk- færum, læknaáhöldum og nánast alls staðar. Visindamenn, þar á meðal Árni Einarsson í sjónvarpi á dögunum, hafa aðallega til málanna að leggja, að vísindi heimsins séu léleg, það er synd. Hvernig væri að hann eða stuðningsmenn kæmu með skýran lista yfir hvað þeir vilja vita, og ég er næstum viss um að forsvarsmenn Hvals hf. gætu svarað mörgu af þvi og aðstoðað við öflun heimilda um það sem á vantar. Það eru ekki vís- indi sem grænfriðungar lögðu fram um verndun loðnunnar þar sem hún væri æti fyrir hvalinn. Það er bull og því miður hefur margt verið frá þeim 'í svipuðum dúr. Það kemur t.d. dá- lítið einkennilega fyrir sjónir frá vísindamönnum, að burtreknir búr- hvalstarfar gegni stóru hlutverki sem heild í viðhaldi stofnsins, því að í £ „Hvers vegna heyrir þá til undantekn- inga, aö skotnar séu mjölkandi kýr?”

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.