Dagblaðið - 27.01.1981, Side 17
DAG3LAÐSINS & VIKUNNAR 1980
Síðasti atkvæðaseðillinn í
Vinsældavali Dagblaðsins og
Vikunnar er birtur i dag.
Frestur til að skila seðlunum
er til 1. febrúar. Þá hefst taln-
ing. Úrslit verða aftur á móti
ekki kynnt fyrr en þann 12.
febrúar á Stjörnumessu að
Hótel Sögu. Daginn eftir
verður nánar greint frá því í
Dagblaðinu hvernig atkvæði
féllu.
Undirbúningur Stjörnu-
messunnar er vel á veg kom-
inn. Stjörnuhljómsveitin
verður að þessu sinni skipuð
liðsmönnum Galdrakarla auk
Daða Þórs Einarssonar
básúnuleikara. í Galdrakörl-
um eru Vilhjálmur Guðjóns-
son, Pétur Hjálmarsson,
Sveinn Birgisson, Hlöðver
Smári Haraldsson og Már
Elísson. Hljóðstjórn á Mess-
unni verður í höndum Bjarna
Harðarsonar hjá verzluninni
Tónkvísl. Gísli Sveinn Lofts-
son sér um lýsingu og Hend-
rik Berndsen skreytir Súlna-
salinn fyrir hátíðina.
Verðlaunagripurinn, sem
afhentur verður sigurvegur-
um Vinsældavalsins, er hann-
aður af myndlistarmönnun-
um Árna Páli Jóhannssyni og
Magnúsi Kjartanssyni. Hann
er steyptur úr áli.
Miðasala á Stjörnumessuna
hefst 7. febrúar á Hótel Sögu.
Aðgangurinn kostar 285
krónur.
Atkvæðagreiðsla í Vin-
sældavalinu hefur verið við-
unandi til þessa. Áberandi er
hversu áhuginn fyrir kosning-
unni er meiri hjá 13—15 ára
unglingum en þeim eldri.
Aftur á móti dreifist þátttak-
an nokkuð jafnt um landið.
Þeir sem enn eiga eftir að
kjósa eru beðnir um að gera
það sem allra fyrst, svo að
seðlar þeirra berist í tæka tíð.
aa.f* 8l . É m
Undkbúningur Stjörnumessunnar er vel é veg kominn. Eftír nokkra daga verður byrjað að hræra i flestu
innan stokks i Súlnasal Hótel Sögu, svo að allt verði tilbúið þann 12. febrúar. Þessi mynd var tekin er
undirbúningurinn var á lokastígi i fyrra. Ljósm. Jim Smart
Ekki er nauðsynlegt að fylla
út allan seðilinn en tossalist-
inn hér til hliðar ætti að
hjálpa eitthvað til. Nafn,
aldur og heimilisfang verða
að fylgja á seðlinum. Að út-
fyllingunni lokinni ber að
sendahann til:
Dagblaðið
„ Vinsældaval”
Síðumúla 12
Reykjavík.
Vinsœldaval DB og Vikunnar
Innlendur markaður
Tónlistarmaður ársins
1.
2. ___________________
3. ___________________
Hif ómsveit ársins
1. ___________________
2. ___________________
3. ___________________
Hlfómplata ársins
1. ________________
2. _________________
3. _________________
Lagahöfundur ársins
1. __________________
2. __________________
3. __________________
Söngvari ársins
1.
2. ________________
3. ________________
Söngkona ársins
1. ________________
2. ________________
3. ________________
Lag ársins
1. __________
2.___________
3. __________
Textahöfundur ársins
1. '__________________
2. ____________________
3. ____________________
Vinsœldaval Dagblaðsins
og Vikunnar 1980
Nafn:
Aldur:
Heimili:
Eríendur markaður
Hi fómsveit ársins
1. _________________
2. __________________
3. __________________
Söngkona ársins
1. ______________
2. _______________:
3. _______________
Söngvari ársins
1.
2.
Hlfómplata ársins
1.
2.
3.