Dagblaðið - 27.01.1981, Síða 27
KRISTJÁN MÁR
UNNARSSON
Er Wallenberg á lífi
í sovézku fangelsi?
—var handtekinn af Rússum ílok síðari heimsstyrjaldarinnar
KVÖLDVAKA - útvarp kl. 20,15:
Þjóðlegur fróðleikur
á dagskrá kvöldvöku
— íslenzk lög, þjöðsögur, kvæði o. f I.
LITLIBARNATÍMINN - útvarp kl. 17,40:
i kvöld kl. 20.45 verður á dagskrá
sjónvarps brezk heimildarmynd um
sænska stjórnarerindrekann Raoul
Wallenberg.
Wallenberg vann mikið starf í þágu
gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni og er
talið að hann hafi forðað allt að 100
þúsund gyðingum frá því að lenda i út-
rýmingarbúðum nasista. Hann var
handtekinn af Rauða hernum árið
1945.
Aldrei hefur orðið uppvíst um örlög
hans, en margir hafa lengi haldið því
fram að hann sé enn á lífi og sitji í fang-
elsi í Sovétríkjunum. M.a. segist maður
nokkur sem var fangi hjá Sovét-
mönnum hafa séð Wallenberg þar í
fangelsi.
í síðustu viku lauk alþjóðlegum
vitnaleiðslum í máli hans. Fóru þær
fram í Stokkhólmi og að þeim loknum
var tilkynnt að ákveðið hefði verið að
tilnefna Wallenberg til friðarverðlauna
Nóbelsíár. -KMU.
t fvrra var i Stokkhólmi farin kröfuganga að sovézka sendiráðinu þar og þess krafi/t
að Wallenberg yrði látinn laus — eða a.m.k. skýringar gefnar á hvarfi hans.
Því næst mun Skúli Helgason
fræðimaður flytja fyrri hluta frá-
söguþáttar síns um Björn Helgason
frá Herdísarvík. Skúli er fróður um
margt í Árnesþingi, bæði um menn
og málefni.
Baldur Pálmason mun lesa nokkur
kvæða Kristjáns Jónssonar Fjalla-
skálds. Kvæði Kristjáns eru mörg hver
þunglyndisleg og tregablandin.
Frostið og kuldinn eru áberandi í
kveðskap hans. Má t.d. nefna kvæði
eins og Nú er frost á Fróni og Yfir
kaldan eyðisand, hvort tveggja ákaf-
lega kuldaleg ljóð.
Inga Lára Baldvinsdóttir les síðan
þátt eftir Ingveldi Jónsdóttur frá
Stokkseyri. Er hann úr minningasam-
keppni aldraðra.
Loks mun Pétur Sumarliðason
kennari lesa þrjár þjóðsögur úr
Bæjarhreppi i Strandasýslu. Skúli
Guðjónsson rithöfundur á
Ljótunnarstöðum hefur skráð þær.
Skúli missti sjónina árið 1946. Hann Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum. — Hann missti sjónina árið 1946 og hefur
lét það ekki aftra sér frá skriftum. slðan skrifað á ritvél.
ALLT UM KÖTTINN
Margt verður á dagskrá kvöldvöku Hefur fjöldi greina birzt eftir hann í
útvarpsins sem hefst kl. 20.15 i blöðum og tímaritum og árið 1961
kvöld. Fyrsta atriðið er einsöngur
Guðmundar Guðjónssonar við undir-
leik Ólafs Vignis Albertssonar. Guð-
mundur syngur lög eftir Guðmund
Hraundal, Bjarna Þóroddsson og
Jón Björnsson.
Kötturinn verður viðfangsefni
Litla barnatlmans sem er á dagskrá
útvarps í dag kl. 17,40. Sigrún Björg
Ingþórsdóttir sér um tlmann og ætlar
hún að fræða hlustendur itarlega um
lifnaðarhætti kattarins, um útlit hans
og hegðun.
Olga Guðmundsdóttir mun lesa
tvær kattarsögur, um köttinn með
höttinn og sögu TMÍnu Sveinsdóttur,
Kötturinn sem hvarf.
Auk þess verða nokkur lög tengd
kettinum leikin í þættinum.
___— -KMU.
kom út eftir hann
myrkri.
ritið Bréf úr
-KMU.
Breiðholts-
leikhúsið
Gleðileikurinn
PLÚTUS
í Fellaskóla
3. sýning á morgun, mið-
vikudag, kl. 20.30.
Miðapantaniralla daga kl. 13 til
17 í síma 73838. Miðasalan
opin sýningardaga kl. 17 í
Fellaskóla.
FYRIRTÆKI
ÓSKAST
Viljum kaupa fyrirtæki í verzlun, framleiðslu eða þjónustu
á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Aðeins gott fyrirtæki eða
fyrirtæki meðgóða möguleika kemur til greina.
Vegna sérstakra kringumstæðna getur verið um mjög
verulega útborgun að ræða eða allt að 1.000.000,— nýkr.
Tilboð, sem farið verður með sem algjört trúnaðarmál,
óskast send á augld. DB fyrir I. febrúar nk. merkt
„Framtíð— 502”.
VÉLAVERKSTÆDI
EgilsVilhjálmssonar H/F
SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - SÍMI44445!
• Endurbyggjum vélar
• Borumblokkir
• Plönum blokkir og head QÍMI
• Málmfyllum sveifarása, tjakköxla Ollvlli
og aöra slitfleti m/ryðfriu harðstáli IUUUÍK
• Rennum ventla og ventilsæti. 4WKI
• Slípum sveifarása.
FULLKOMIÐ MOTOR OG RENNIVERKSTÆÐI J
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. JANUAR 1981.
Utvarp
Sjónvarp
RAOUL WALLENBERG — HETJAN HORFNA
—sjónvarp kl. 20,45: