Dagblaðið - 21.02.1981, Page 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1981.
7
Menningarverðlaunin 1981:
Úrslitin liggja brátt fyrir
— matseðillinn til reiðu
Nú hafa dómnefndir vegna þriðju
Menningarverðlauna DB unnið
kappsamlega að því að vinna úr
öllum tillögum sem komið hafa upp
og brátt munu úrslit liggja ljós fyrir.
Á miðvikudaginn munu verðlaunin
verða veitt þeim útvöldu við hádegis-
verð í Þingholti og eins og áður hefur
verið getið hefur Kolbrún Björgólfs-
dóttir keramíkhönnuður gert verð-
launagripina sem verða opinberaðir
nú eftir helgina.
Hér skal skýrt frá helztu hugmynd-
um sem dómnefndirnar hafa verið að
velta fyrir sér í hverri grein, en þó er
ekki fullvíst að endanleg úrslit verði
örugglega i samræmi við þær. í arki-
tektúr hefur nefndin verið að velta
fyrir sér eftirtöldum byggingum:
Skólahúsi á Þingeyri (arkitekt Úlrík
Arthúrsson), Osta og Smjörsölunni
(arkitektarGunnarGuðnason og Há—
kon Hertervig) og leiguíbúðum á Pat-
reksfirði (arkitekt Alena Anderlova
Norðfjörð).
Kvikmyndanefndinni fundust eft-
irfarandi verk og listamenn helzt
koma til greina: Land og synir, Oöal
feðranna, Ágúst Guðmundsson,
Hrafn Gunnlaugsson, Þrymskviða,
Sigurður Sverrir Pálsson
(kvikm.taka). í myndlistinni reyndist
erfitt að gera upp á milli margra
ágætra listamanna. Meðal þeirra
voru: Svavar Guðnason, Leifur
Breiðfjörð, Tryggvi Ólafsson, Níels
Hafstein, Sigurjón Ólafsson, Kristj-
án Daviðsson.
Leiklistarnefndin átti einnig í erfið-
leikum með að velja sitt fólk. Þar var
m.a. rætt um Odd Björnsson,
Blindisleik og nokkra unga leikara
sem ekki skulu nafngreindir á þessu
stigi.
í bókmenntum komu til greina
bæði skáldsagnahöfundar og ljóð-
skáld. Þar á meðal voru Hannes Pét-
hún þurfti aðgera upp á milli Kamm-
ersveitar Reykjavíkur (sérstaklega
fyrir Pierrot Lunaire), Jóns Ásgeirs-
sonar (Blindisleik), Hjálmars Ragn-
arssonar (v. Myrkra músíkdaga),
Ragnars H. Ragnar (v. tónlistar-
starfa), Rutar Magnússon (Pierrot
Lunaire) o.fl.
Eins og venjulega munu þeir snilld-
arkokkar á Hótel Holti leggja sig alla
fram í matreiðslu þennan dag sem
Menningarverðlaunin verða afhenl í
húsakynnum þeirra. Ásamt Jónasi
Kristjánssyni ritstjóra gerðu þeir
Holtsmenn tillögu að máltíð sem
verður í þessa veru: Lystauki (Tio
Pepe), Strasburger lifrarpaté, karfi
smjörsteiktur í konjaki ásamt með
GewUrztraminer hvítvíni, kaffi og
púrtvín (Quinta do Noval) á eftir.
Fyrri máltiðir í tengslum við menn-
ingarverðlaun hafa heppnazt með
miklum ágætum og má fullyrða að
þessi verðurekki síðri.
-AL
ursson (Heimkynni við sjó), skógi),Hreiöar Stefánsson (Grösin i
Guðlaugur Árason (Pelastikk), Þor- glugghúsinu).
steinn frá Hamri (Haust í Skíris- Loks er það tónlistarnefndin, en
Frá afhendingu Menningarverólaunanna 1980, borðhaldið I Þingholti. Hér má sjá
bæði verðlaunahafa og dómnefndir. DB-mvnd Hörður.
Seltimingar neituðu
Kaupmannasamtökunum
Líkan að f.vrirhugaðri verzlunarmiðstöð á Seltjarnarnesi.
DB-mvnd Ari.
Stjórn Kaupmannasamtaka íslands
kallaði nýverið á bæjarstjóra og forseta
bæjarstjórnar Seltjarnarness til við-
ræðna um afgreiðslutíma verzlana á
Seltjarnarnesi. Afgreiðslutími verzlana
á Seltjarnarnesi er frjáls og verzlanir
því opnar þar á kvöldin og um helgar.
Ýmsar hömlur eru aftur á móti á af-
greiðslutíma verzlana í Reykjavík.
Kaupmannasamtökin fóru fram á
það við bæjarstjóra og forseta bæjar-
stjórnar að á Seltjarnarnesi yrði tekið
upp sama kerfi og í Reykjavík. Stefna
bæri að því að samræma afgreiðslu-
tíma verzlana á Stór-Reykjavikursvæð-
inu. I Mosfellssveit hefur gilt það sama
Gunnar Snorrason formaður Kaupmannasamtakanna:
Svipaðar reglur ættu
að gilda á öllu Stór-
Reykjavíkursvæðinu
— Kaupmannasamtökin leggja til að landslögum verði breytt og samræmdur
afgreiðslutími verzlana líkt og nú gerist í Reykjavík
„Kaupmannasamtökin eru að reyna
að koma því til leiðar að svipaðar regl-
ur gildi um afgreiðslutima verzlana á
öllu Stór-Reykjavíkursvæðinu,” sagði
Gunnar Snorrason formaður Kaup-
mannasamtakanna í gær. ,,Það er
óeðlilegt að aðrar reglur gildi á Sel-
tjarnarnesi, i Mosfellssveit og Kópa-
vogi en Reykjavík. Á Seltjarnarnesi er
opið öll kvöld og um helgar og það
sama á við í Mosfellssveit. Kópavogs-
búar komu hins vegar í kjölfar Reyk-
víkinga eftir að reglugerð var sett 1971
en vörulistar í söluturnum i Kópavogi
eru rýmri en í Reykjavík.
Við ræddum því við forráðamenn á
Seltjarnarnesi en það er ekki útlit fyrir
að samræming náist milli Seltjarnar-
ness og Mosfellssveitar og Reykjavíkur
en við höfum enn ekki talað við yfir-
völd í Kópavogi. Það er á valdi bæjar-
stjórna á hverjum stað hvernig þessum
málum er háttað.
Kaupmannasamtökin hafa verið með
nefnd i gangi sem vinnur að tillögum
um það að landslögum verði breytt þar
sem samræmdur verði afgreiðslutími
verzlana með svipuðum hætti og nú
gerist í Reykjavík. I þessari nefnd eru
auk fulltrúa Kaupmannasamtakanna
fulltrúar launþegafélaga og kaupfélag-
anna. Síðan yrðu frávik frá þessu, t.d.
varðandi ferðamenn á sumrin.
I Reykjavik er reglan sú að lokað er
kl. 18 á kvöldin en menn mega hafa
opið tvö kvöld í viku til kl. 22, valtími.
t.d. föstudagskvöld og siðan annað
valið kvöld. Þá er heimilt að hafa opið
til kl. 12 á laugardögum. Þá er það ný-
mæli að sækja má um að hafa opið frá
kl. 12—16 á laugardögum en þó er gert
ráð fyrir því að ekki séu opnar fleiri en
ein til tvær verzlanir þá í hverri grein.
Þá eru einnig leyfðar sýningar, t.d.
húsgagnasýningar um helgar, en ekki er
gert ráð fyrir sölu samtímis.
Sölulistar söluturna verða bættir og
þá tekið mið af hollustuháttum, t.d.
verða ávextir áboðstólum.
Lögð er mikil áherzla á að löggjafar-
valdið fylgist með þvi að reglugerðinni
sé framfylgt en brögð voru að því að
ekki var farið eftir gömlu reglugerð-
inni,” sagði Gunnar. -JH.
og á Seltjarnarnesi og verzlunarhættir
hafa einnig verið rýmri i Kópavogi en í
Reykjavík.
Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar
neituðu að verða við tilmælum Kaup-
mannasamtakanna og sögðu að áfram
yrði sami háttur á afgreiðslutíma og
verið hefur. Bæjarstjórn mun einhuga
um málið. Þar skipta menn sér ekki af
því hve lengi kaupmenn hafa opið.
Sagan segir enda að níu af hverjum tíu
bilum sem sjást fyrir utan Seltjarnar-
nesverzlanirnar á kvöldin og um helgar
séu með R-númeri.
Dagblaðið ræddi við Magnús Er-
lendsson forseta bæjarstjórnar Sel-
tjarnarness og Gunnar Snorrason for-
mann Kaupmannasamtakanna og fara
þau viðtöl héráeftir.
-JH.
Kaupmanna-
samtökin
vildu
samræmaaf-
greiðslutíma
verzlana
íReykjavík
og
áNesinuen
bæjarstjóri
ogforseti
bæjarstjórn-
arneituðu
Magnús F.rlendsson: „Það þvðir ekki að tala unt frelsi aðeins í nrði, það verður lika
að vera á borði.” DB-mynd Rattnar Th.
Magnús Erlendsson forseti bæ jarstjórnar
Seltjarnarness:
Styðjum þá kaupmenn
sem vilja leggja á
sig vinnu og fyrir-
höfn umf ram aðra
— og stuðla um leið að betri þjónustu
við bæjarbúa
Gunnar Snorrason: „Landslögum
verði breytt og samræmdur verði af-
greiðslutími verzlana með svipuðum
hætti og nú gerist í Reykjavik.”
„Við í bæjarstjórn Seltjarnarness
viljum vera sjálfum okkur samkvæm,
sem sé að hjálpa þeim sem hjálpa sér
sjálfir,” sagði Magnús Erlendsson for-
seti bæjarstjórnar Seltjarnarness í gær.
,,í þessu tilfelli viljum við styðja þá
kaupmenn sem vilja leggja á sig vinnu
og fyrirhöfn um kvöld og helgar, langt
umfram aðrar stéttir. Um leið er ekki
minna um vert að stuðla að betri þjón-
ustu við íbúa bæjarfélagsins.
Það þýðir ekki að tala um frelsi að-
eins í orði, það verður líka að vera á
borði,” sagði Magnús.
-JH.