Dagblaðið - 21.02.1981, Side 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981.
Svipbrigði og handahreyfingarnar gefa til kynna að mönnum var mikið niðri fyrir er rætt var um málefni sama á fundinum 1 Osló s). fimmtudagskvöld.
Ljósm. SJ.
Samar eru taldir 30—40 þús. talsins. Flestir búa i Noregi, um 20
þús. taisins, um 10 þús. i Sviþjóð, um 3 þús. i Finnlandi og um
1800 i Sovótríkjunum. Á siOasta áratug sameinuðust samar á
Norðurlöndum um stofnun Norrænu samastofnunarinnar i
Kautokeinu (vigð 1974).
Samiska ar náskyld finnsku, en afbrigði tungunnar eru það ólik
að norður-samar og suður-samar skilja ekki hvorir aðra. Mörg
tökuorð frá finnsku og norsku eru i málinu og lítið er um nýyrði
erná yfir ýmis nútímatæknihugtök.
heild og þarna sé á ferð lítill minni-
hlutahópur, sem geri meira ógagn en
gagn, eins og málum sé komið.
Sl. fimmtudagskvöld efndi blaða-
mannaskólinn í Osló ásamt blaða-
mannafélaginu til umræðufundar um
þátt fjölmiðla í samamálinu. Ég var
þarna staddur og eftir fundinn var
mér ljósara en áður hve flókið þetta
mál er.
Hreindýra-samar
og aðrir samar
Þarna talaði sami, Erling Arvola
að nafni. Hann er ritstjóri Finnmark-
en, sem er gefið út af Verkamanna-
flokknum, og fulltrúi þeirra sem vilja
fara að öllu með gát. Hann lagði
áherslu á, að margir héldu að allir
samar lifðu af hreindýrarækt, en það
væri fjarri lagi. Talið er að samar
(áður oft kallaðir lappar) séu um 20
þús. talsins, og flestir lifa þeir í Finn-
mörk, en ekki eru nema um 2000
samar sem lifa af hreindýrarækt, sem
fær talsverðan fjárstuðning af hálfu
hins opinbera (stofninn er talinn 166
þús. dýr). Hreindýra-samar standa
vel saman og búa nú við lagalegt
öryggi, þar sem norsk lög kveða á
um, að aðeins samar hafi rétt til
hreindýraræktunar ,á þessu svæði.
Þannig standa hreindýra-samar mun
betur að vígi en aðrir samar. Erling
sagði, að hann hefði hvað eftír annað
orðið var við, að þar sem hann væri í
góðri stöðu og ætti bil, teldu margir,
að hann hvorki ætti né gæti talað
máli samanna. övind Hirsti, ritstjóri
blaðsins Rana, bað menn að hugsa til
þess að fleiri en samar hefðu við
erfiðleika að stríða þarna norðurfrá.
Bæði hann og Erling Arvola voru
sammála um, að fyrst og fremst
þyrfti að gera átak til að kenna sam-
ísku í skólum og gefa út fleiri bækur
á samísku. En það er samt mikill
fjöldi sama, sem í dag geta ekki lesið
samísku þó að þeir tali hana. Nú
kemur út vikublaðið Sámi Áigi á
samísku og er upplagið 2000 eintök
(stofnað 1979).
Á fundinum voru sögð mörg sterk
orð og var augljóst, að yngri menn af
samískum ættum töldu að eldri
mennirnir væru allt of hallir undir
yfirvöldin og að þeir skynjuðu ekki
að nú væri komið að skuldadögum
við Stór-Noreg og að þetta væri bar-
átta fyrir mannréttindum, sem samar
hefðu verið allt of lengi s viknir um.
Hvenær gefur Noregur
okkur sjálfstæði
Sama kvöld var haldinn fjölmenn-
ur fundur í Politisk Forum með þátt-
töku Gro Harlem Brundtland og Ritt
Bjerregaard, danska félagsmálaráð-
herrans. Umræðuefnið var hvort vel-
ferðin á Norðurlöndum væri að
ganga sér til húðar. Þarna voru
mættar þær samakonur, sem höfðu
neitað að yfirgefa bygginguna þar
sem þær mættu til fundar við Gro
Harlem Brundtland. Forystukonan í
þeim hópi, Ellen Maret Gaup Dun-
fjell, gekk í ræðustól að framsögu-
ræðum loknum og talaði alllengi á
samísku. Síðan sagði hún á norsku:
Þetta bar kennski keim af útúrsnún-
ingi, en eins og þið skilduð ekki sam-
ískuna þá er það eins með okkur
sama, við skiljum ekki ykkur. Nú
hefur Danmörk viðurkennt sjálf-
stæði Grænlendinga. Hvenær gefur
Noregur okkur sams konar sjálf-
stæði? Við höfum alltaf orðið að
haga okkar málum samkvæmt vilja
stórþjóðarinnar. Nokkrir okkar ungu
manna eru t dag reiðubúnir að láta
líftð í þágu málstaðar samanna. Að
ræðu hennar lokinni risu allir fundar-
menn úr sætum og klöppuðu ákaft
fyrir ræðunni.
Hvað gerir
ríkisstjórnin?
í sjónvarpsviðtali á föstudagskvöld
sagði Gro Harlem Brundtland, að
ríkisstjórnin eyddi nú miklum tíma til
að finna lausn á þessu erfiða vanda-
máli, sem væri ákaflega flókið. Sl.
laugardag taldi Verdens Gang að
ríkisstjórnin væri reiðubúin að
stöðva framkvæmdir við Alta enn
einu sinni i von um einhvers konar
samkomulag, sem gæti bundið enda
á hungurverkfall hinna fimm ungu
sama. Á sunnudagskvöld var þetta
borið til baka í sjónvarpinu.
Eftir öllum sólarmerkjum að
dæma virðist óhugsandi að samar í
dag geti sameinazt undir eitt merki og
gerzt sjálfstæð þjóð. Fólk af samísk-
um stofni býr nú víða í Noregi og
hefur blandazt norsku þjóðinni. Trú-
lega telur meirihluti fólks af samísk-
um stofni sig miklu fremur venjulega
Norðmenn en hreina sama.
-SJ.Osló.
nokkuð, ef dregið er frá það fóður,
sem ærin fær í heimahögum haust og
vor og á gjöf yfir veturinn. Engu að
síður ætti ekki að þurfa mikið yfir
200 ár til að ná aftur þeim 6 milljörð-
um, sem Jónas og fleiri býsnast yfir.
Að svo löngum tíma liðnum væri
Blönduvirkjun sjálfsagt löngu úr sér
gengin, en beitilandið gæti þá hæg-
lega verið enn gjöfulla og fegurra en
nú.
Að sjálfsögðu dugir engan veginn
að taka einungis mið af beitargildi
landsins. Hér þarf að hafa alhliða
náttúruverndarsjónarmið í huga. Það
er siðferðileg skylda okkar við kom-
andi kynslóðir að vernda náttúruperl-
ur sem þessar. Það er nóg komið af
gróðureýðingu og nú er mikið á sig
lagt til að snúa þeirri þróun við. Það
er hægt að fyrirgefa forfeðrum okkar
eyðingu skóga og annars gróðurs
sakir fákunnáttu og fátæktar, en þær
afsakanir höfum við ekki lengur
okkurtilmálsbóta.
Erfitt að verðleggja
gróið land
Það er varasamt að verðleggja
móður náttúru með skammsýn
gróðasjónarmið í huga. Reyndar er
álíka fáránlegt að meta gróðurlendi
íslands til fjár eins og að meta
mannslíf til fjár. Vill einhver taka að
sér að reikna út verðmæti allra ís-
lenskra mannslífa? Kannski Jónas
eða FinnurTorfi?
Að mínum dómi er gróðurmold
eitt af verðmætustu efnum jarðarinn-
ar. Vegna mikillar fjölgunar mann-
kyns, mikillar jarðvegseyðingar víða
um heim og vaxandi orkuskorts auk-
ast verðmæti vel gróinna landsvæða
stöðugt. Þau verðmæti verða þó ekki
mæld rétt í krónum og aurum.
Á húnvetnsku heiðunum umhverf-
is Biöndu er verðmætasta gróður-
landið í lægðum nærri jöðrum flóa
og vatna. Þar er besta beitilandið og
því er jafnframt minnst hætta við
uppblæstri. Þar er skjólsælasta og
fegursta landið. Það er einmitt þann-
ig land, sem ekki síst yrði fyrirhug-
uðu miðlunarlópi að bráð. Eftir
myndu einkum standa hæðir og ásar
þar sem gróður er fábreyttari og mun
hættara við eyðingu en í lægðunum.
Ég tel mér skylt að vara sérstaklega
við öllum hugmyndum um náttúru-
fegurð umhverfis miðlunarlón af því
tagi _sem hér um ræðir. Sökum si-
breytilegrar vatnshæðar brjóta öld-
urnar á vatninu upp alla gróðurmold
allt upp að efstu mörkum vatns-
borðsins. Það yrði ömurleg sjón að
fylgjast með allri þeirri gróðureyð-
ingu.
Hœtta á víðtækri lang-
varandi gróðureyðingu
Þegar vatnsborð miðlunarlóns er
lágt og stór hluti botnsins er þurr,
nær vindurinn þar tökum á sandi og
mold, leifum hins eydda jarðvegs, og
feykir upp á gróðurlendin umhverfis
og getur kaffært gróðurinn þar. Ef
gróðurinn þar kafnar, fer jarðvegur-
inn þar einnig að fjúka yfir nærliggj-
andi svæði og svo koll af kolli.
Það er nokkuð ljóst, að gróðureyð-
ingin gæti teygt sig langt út fyrir ystu
mörk miðlunarlónsins, hversu langt
þori ég ekki að spá. Þessa hlið máls-
ins þyrfti að meta vandlega áður en
ákveðið er að fara út í framkvæmdir.
Mér er ekki kunnugt um, hvort tölur
Rannsóknarstofnunar landbúnaðar-
ins, sem útreikningar Finns Torfa
byggja m.a. á, taka fyllilega tillit til
hugsanlegrar langvarandi keðjuverk-
andi gróðureyðingar, er teygði sig út
um nágrennið. Það verður þó að telj-
ast sennilegt, enda eru dæmi um slíka
keðjuverkun vel þekkt, bæði hérlend-
is og erlendis.
Takmarkanir land-
græðslu samanborið
við verndun gamal-
gróins lands
Sjálfsagt halda margir, að ávallt sé
auðvelt að bæta upp eyðingu gamal-
gróins lands með því að rækta upp
sandauðn í staðinn. Að minum dómi
hefur tekist þar æði misjafnlega til.
Víða hafa fengist góð tún og akrar
við ræktun og langvarandi nytjun
myldinna sandsvæða á láglendi.
Landið grær að fullu og gefur öðrum
túnum lítið eða ekkert eftir hvað
varðar magn og gæði, uppskeru og
áburðarþörf. Sandatúnin í Gunnars-
holti og á Skógasandi í Rangárvalla-
sýslu eru góð dæmi um vel heppnaða
uppgræðslu örfoka lands. Hins vegar
yrði uppskeran af þeim likast til afar
rýr, ef hætt yrði að bera á þau.
Því fer fjarri, að alltaf takist svo
vel til við landgræðslu. Sums staðar,
þar sem flugvélar landgræðslunnar
hafa dreift dýrmætum áburði og
fræi, sjást þess nánast engin merki
nokkrum árum síðar. Þar sem borið
er á oftar en einu sinni tekur landið
þó y flrleitt á sig ásýnd gróins lands
(tilsýndar a.m.k.). Þegar frá líður
verður sá gróður þó oft harla rýr og
ljótur.
Ég man varla eftir að hafa séð ljót-
ara „gróið land” en litla tilraunareiti
við Kjalveg í námunda við Hveravelli
og Kerlingarfjöll. Sáð hafði verið í þá
og borið á í nokkur ár, en síðustu
árin höfðu þeir verið óábornir. Þarna
var litið að sjá annað en fölgráa sinu
með fábreyttum melagróðri inn á
milli. Lítil náttúrufegurð það, svo
ekki sé nú talað um beitargildið.
Þessir reitlr eru á þurrum hæðum,
ekki ólíkum Þeim sem myndu standa
upp úr á Auðkúluheiði, ef fyrirhugað
miðlunarlón verður gert.
Lærdómur af beitar-
tilraunum Rannsóknar-
stofnunar landbúnað-
arins
Rannsóknarstofnun landbúnaðar-
ins hefur gert talsverðar rannsóknir á
beitarþoli lands í ólíkum landshlut-
um. Þó svo að aðeins liggi fyrir frum-
niðurstöður þeirra, má ýmislegt
gagnlegt af þeim læra. Svo vill til, að
einn tilraunastaðurinn er einmitt á
Auðkúluheiði (470 m yfir sjávarmáli)
og annar á uppgræddum sandi á
Haukadalsheiði við Saridá, 270 m
yfirsjávarmáli.
Við Sandá var reynt að beita fé á
tilraunareitina í tvö sumur, en bæði
árin varð að taka féð af tilraunaland-
inu mun fyrr en áætlað hafði verið,
þar sem grasið var uppurið og féð í
svelti. f þetta land hafði verið sáð og
borið á með ærnum tilkostnaði í fá-
ein sumur, þ.á m. þau sumur, sem til-
raunin var gerð. Hverri lambá voru
ætlaðir 0,3—0,9 hektarar.
Hliðstæð tilraun var gerð á Auð-
kúluheiði í 5 sumur. Þar var beitt á
gamalgróið land, en þó ekki eins og
það gerist frjósamast þar um slóðir.
Sumt féð gekk á ábornu landi, en
annað á óábornu. Á óáborna landinu
var hverri lambá ætlað nokkuð
stærra land (2—6 hektarar), en á
áborna landinu var beitarþunginn
svipaður og í tilrauninni við Sandá
(0,3—1,2 hektarar).
Lömbin úr tilrauninni á Auðkúlu-
heiði voru mjög væn og heilbrigð,
betur fram gengin en í flestum hlið-
stæðum tilraunareitum á láglendi. í
tilrauninni við Sandá þyngdust lömb-
in hinsvegar lítið.
Af þessum tilraunum, ásamt fleiri
annars konar tilraunum, sem ég
þekki til, vil ég draga þá ályktun, að
þrátt fyrir mikinn tilkostnað þurfi
yfirleitt að liða áratugir eða aldir þar
til ræktuð sandauðn stenst saman-
burð við náttúrulega gróið land,
hvort sem miðað er við stöðugleika,
arðsemi, fegurð eða fjölbreytni.
Snúist gegn ofbeit
Það er ljóst, að víða þarf að draga
úr beitarálagi á landi, einkum á há-
lendinu. Sum svæði þarf að friða um
langan eða skamman tíma. Annars
staðar þarf að stytta árlegan beitar-
tíma eða fækka fénaði. Beitarálag
hefur allvíða aukist um of síðustu
áratugi vegna stækkunar bústofns í
kjölfar aukinnar túnastærðar og
meiri heyfengs. Þekking á gróðurfari
landsins og umræða um þessi vanda-
mál hefur aukist hin síðari ár og tals-
vert hefur verið gert til að snúa þró-
uninni við. Ég held að skilningur
fólks á vandamálum gróðureyðingar
og ofbeitar fari vaxandi og vænta
megi aukinna friðunaraðgerða að
frumkvæði einstakra bænda, búnað-
arfélaga, Landgræðslunnar, Rann-
sóknarstofnunar landbúnaðarins og
ýmissa náttúruverndarsamtaka. Hér
gildir þó það sama og um friðun
fiskistofna, að mjög snögg umskipti
eru erfið fyrir viðkomandi hags-
munaaðila.
Rannsóknir próf. Harðar Kristins-
sonar o.fl. á gróðurlendi við nokkur
vötn á Auðkúluheiði benda til þess,
að landið þar sé undir of miklu beit-
arálagi og beitarþol þess mjög skert
af þeim sökum (sbr. grein í tímaritinu
Tíli, 2. hefti 1979). Hörður vitnar i
rannsóknir Ingva Þorsteinssonar
o.fl. og ályktar, að hugsanlega megi
margfalda beitarþol þessara gróður-
lenda með tíð og tima (jafnvel sjö-
falda) með tímabundnum friðunar-
aðgerðum og breyttri tilhögun beitar.
Við það yrði gróðurinn auk þess
þolnari og miklum mun fallegri (og er
þó víða fallegt fyrir á Auðkúluheiði).
Ærgildistölur þær, sem Finnur Torfi
og Jónas Kristjánsson hafa í flimting-
um, gætu því hæglega breyst svo um
munar í tímans rás og málstaður
þeirra orðið hlægileg'ur i augumkom-
andi kynslóðar.
Gegn skammsýnni
græðgi
Margir sækja það nú fast að
Blanda verði virkjuð og ódýrasti
kosturinn, sem mesta eyðileggingu
hefur í för með sér, verði valinn.
Meðal þeirra eru áhrifamiklir banda-
menn erlendra auðhringa, sem svífast
einskis til að hagnast á íslendingum
og íslenskum náttúruauðlindum.
Erfitt er að standa uppi i hárinu á
slíkum aðilum og áróðursvél þeirra,
en það þarf nú samt, því mikið er í
húfl.
Það er ekki mál húnvetnskra og
norðlenskra bænda einna að slá
skjaldborg um lífríki húnvetnskra
heiðarlanda. Allir, sem unna landinu
og lífi þess, jafnt gróðri og dýrum
sem fólki, verða að leggja sitt af
mörkum og varna því að unnin verði
meiriháttar landspjöll i krafti
.skammsýnna gróðasjónarmiða.
Þorvaldur Örn Árnason
liffræðingur.
Q »4 fyrstu virðast 6—15 milljarðar gkr.
gífurleg upphæð fyrir beitiland einnar
lambær. En þetta land getur með hóflegri nýt-
ingu skilað arði í þúsundir ára án þess að neinu
sétilþess kostað.”