Dagblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981.
Gudsþjónustur i Reykjavikurprófastsdæmi sunnudag-
inn 22. febrúar 1981.
BlBLlUDAGURINN
ARBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma i safn
aðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10:30 árd. Guðsþjón
usta í safnaðarheimilinu kl. 2. Tekið á móti gjöfum til
Hins islenzka Biblíufélags. Kirkjukaffi Kvenfélags Ár
bæjarsóknar eftir messu. Sr. Guðmundur Þorsleins
son.
ÁSPRESTAKALL: Messa að Noröurbrún 1 kl. 2. Sr.
Árni BergurSigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl.
10:30. Guösþjónusta kl. 14 i Breiðholtsskóla. Sr. Lár
us Halldórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasamkoma kl. II. Guðs
þjónusta kl. 2. Félagsstarf aldraöra er á miðvikudög
um milli kl. 2 og 5 síðd. Sr. Ólafur Skúlasoi).
DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safn
aðarheimilinu við Bjarnhólastig kl. 11. Guösþjónusta i
Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson.
DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Jón Bjarman. Kl.
2 messa. Sr. Þórir Slephensen. Fermingarböm flytja
bæn og texta. Þess er vænzl að fcrmingarbörn og að
standendur þeirra komi til mcssunnar.
LANDAKOTSSPlTALI: Kl. 10 messa. Organlcikari
Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Þórir Stcphensen.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. lOárd.
I unisjá sr. Arngrims Jónssonar.
FELLA OG IIÓLAPRESTAKALL: Laugardagurq
Barnasamkoma I Hólabrckkuskóla kl. 2 e.h. Sunnu j
dagur: Barnasamkoma I Fcllaskóla kl. 11 f.h. Guös I
þjónusla I safnaðarheimilinu að Keilufelli I kl. 2 c.h.J
Sr. Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. II. Guðs
þjónusta kl. 2. altarisganga. Skátar koma i heimsókn.
Almenn samkoma nk. fimmtudagskvöld kl. 20:30. Sr.
Halldór S. Gröndal.
HALLGRlMSKIRKJA: Biblíudagurinn. Messa kl.
11. Biskup islands. herra Sigurbjörn Einarsson. prc
dikar. Sr. Karl Sigurbjömsson þjónar fyrir altari.
Messa kl. 2. Kirkjukaffi að lokinni messu. Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson. Þriðjud. 24. febr: Fyrirbænaguðs
þjónusta kl. 10:30 árd. Beðiðfyrir sjúkum. Kirkjuskóli
barnanna cr á laugardögum kl. 2 I gömlu kirkjunni.
LANDSPlTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar
Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusla kl. II. Sr.
TómasSveinsson. Messa kl. 2. Sr. Arngrímur Jónsson.
Lesmessa og fyrirbænir fimmtudagskvöld 26. febrúar
kl. 20:30. Sr. Arngrímur Jónsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Fjölskylduguðsþjónusia
i Kópavogskirkju kl. 11 árd. Fullorðnir eru hvattir til
að koma með börnunum til guðsþjónustunnar. Sr.
Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Barnasamkoma kl. II.
Sigurgeir Sigurgeirsson. Jón Stefánsson. Sigurður.
Haukur og fleiri sjá um slundina. Guðsþjónusta kl. 2.
Organleikari Jón Stefánsson. Prestur sr. Sig. Haukur'
Guðjónsson. Tekið á móli framlögum til Biblíufélags
ins. Ki'rkjukaffi á vcguni Kvenfélagsins kl. 2. Sóknar
nefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. II.
Messa kl. 14. Margrét Hróbjartsdóttir safnaðarsyslir
predikar. Tekið á móti framlögum til Bibliufélagsins.
Þriðjud. 24. fcbr.: Bænaguðsþjónusla kl. 18. altaris
ganga og æskulýðsfundur kl. 20:30. Föstud. 27. febr.:
Síðdegiskaffi kl. 14:30. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Mcssa
kl. 2. Sr. Frank M. Halldórsson. Kirkjukaffi. Munið
bænamcssurá fimmtudagskvöldum kl. 20:30.
SELJASÓKN: Barnaguðsþjónusta að Seljabraut 54
kl. 10:30. Barnaguðsþjónusta I ölduselsskóla kl.
10:30. Guðsþjónusta aðSeljabraul 54 kl. 2. Biblíudag (
urinn. Gideonfélagar kynna slarfscmi sina. Gcirlaug
ur Árnason predikar. Sóknarprcstur.
SELTJARNARNESSÓKN: Guðsþjónusta kl. II
árd. í Félagsheimilinu. Sr. Guðmundur óskar Ólafs
son.
FRlKIRKJAN I RF.YKJAVÍK: Guðsþjónusla kl 2.
Organleikari Sigurður Isólfsson. Prestur sr. Kristjáni*
Róbcrtsson.
FRlKIRKJAN I HAFNARFIRDI: Barnatiminn cr
kl. 10:30. Guðsþjónusta kl. 14. Dr. Þórir Kr. Þórðar
son ræðir um Bibliuþýðingar. útgáfu Bibliunnar og
notkun. Jón Mýrdal organleikari leikur verk eftir
Bach frá kl. 13:30. Eftir messu cr kynnisfcrð til
Kaþólsku kapcllunnar i Garðabæ. Safnaðarstjórn. I
FlLADELFlA: Sunnudagaskólarnir byrja kl. 10.30.
Almenn guösþjónusta kl. 20. Ræðumaður Jóna ,
Gislason ritari Biblíufélagsins. Fjölbreyttur söngtir
Fórn til Biblíufélagsins.
NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háaleitisbraut 58:
Messa sunnudag kl. 11 og 17. Kaffi eflir mcssu.
HAFNARFJARDARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14
á bibliudcginum. Dr. Einar Sigurbjörnsson prófcvsoi
prcdikar.
Leiklist
LAUGARDAGUR
AI.ÞVÐULEIKHtJSIÐ: Kóngsdólliriri scm kunrJ
ckki að tala kl. 15. Kuna kl. 20.30.
LEIKFÍXAG REYKJAVÍKUR: Romnií kl. 20:30.
Greltir í Austurbæjarbiói kl. 23.30.
KÓPAVOGSLEIKHÚSIÐ: Þorlákur þreytli kl.j
20.30.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Sölumaður deyr. frumsýning kl.
20.
SUNNUDAGUR
ALÞVÐULEIKHÚSIÐ: Kóngsdóttirin sem kunni
ekki að tala kl. 15. StjÓrnleysingi ferst af slysförum kl.
20.30.
LEIKFÚLAG RFYKJAVlKUR: Ótemjan kl. 20.30,
bleik kortgilda.
NEMENDALEIKIIÚSIÐ: Pcysufatadagurinn kl.
20.
ÞJÓÐLEIKHÚSID: Oliver Twist kl. 15. Sölumaður
deyrkl. 20.
Aukasýning hjá MH
Vegna mikillar aðsóknar verður aukasýning á leikrit
inu Til hamingju með afmæliö, Wanda June. sem leik
félag MH hefur sýnt að undanförnu. Sýningin verður
i hátíðarsal skólans sunnudaginn 22. febrúar og hefst
kl. 20. Aðgöngumiöar verða seldir við innganginn.
miðavcrðcr kr. 40.
Fáar sýningar eftir
á LÍKAMAIMUM
Nú fer hvcr að verða siðastur að sjá sýningu Þjóö j
leikhússins á leikritinu LÍKAMINN — ANNAD
EKKI eftir James Saunders á Litla sviðinu í Þjóðleik
húskjallaranum. Sýning þessi fékk mjög lofsamlega'
dóma allra gagnrýnenda og einkum fengu leikendurn
ir fjóri, Gísli Alfreðsson, Kristbjörg Kjeld, Steinunn
Jóhannesdóttir og Sigmundur örn Arngrlmsson.|
mikið lof fyrir sína frammistöðu. Svo dæmi séu tekin
úr blaðadómum þá segir Ólafur Jónsson m.a. í um
sögn sinni I Dagblaðinu:.sýningin ein af þeim semí
beztar gerast i leikhúsinu”, og Sverrir Hólmarsson
segir m.a. I Þjóðviljanum: „Það er fyrst og fremst
óvenjulega næmur og blæbrigðaríkur leikur sem gefur
þessari sýningu gildi”.
Næstu sýningar á LIKAMINN - ANNAÐ EKKI
verða sunnudaginn 22. febrúar og miövikudaginn 25.
febrúar:
TónSeikar
Tónleikarí
Ytri-Njarðvíkurkirkju
Sunnudaginn 22. febrúar kl. 15 verða þriðju reglulegu
tónleikarnir á þessum vetri I Ytri-Njarðvikurkirkju.
Þar koma fram með fjölbreytta efnisskrá þau Ragn
heiður Guðmundsdóttir söngkona og Jónas Ingi
mundarson pianóleikari. Verkefnin eru bæði andlcg
og veraldleg eftir innlenda og erlenda höfunda.
Háskólatónleikar
Fjórðu háskólatónleikar vetrarins verða i Norræna
húsinu laugardaginn 21. febrúar 1981 kl. 17.00.
Flytjandi er Arnaldur Arnarson gítarleikari.
Vísnavinir á
Kjarvalsstöðum
Félagar I Visnavinum ætla að laka lagið á Kjarvals
stöðum kl. 16—17 á laugardaginn á listsýningu Guð
mundar Ármanns Sigurjónssonar frá Akureyri og
Sigurðar Þóris úr Reykjavik. Sýningunni lýkur á
sunnudagskvöld.
Fyririestrar
Fyrirlestur um
búferlaflutninga
Næsti fyrirlestur Landfræðifélagsins verður i Félags
stofnun stúdcnta mánudaginn 23. febrúar. Dr. Bjarni
Reynarsson flytur erindi um búferlaflulninga á höfuð
borgarsvæðinu 1974—1976. Fyrirlesturinn hcfst kl.
20.30.
Tilgangur lifsins ræddur
Adib Taherzadeh mun halda fyrirlestur á vegum
Bahá'ía á Hótcl Esju (sal I) sunnudaginn 22. febrúar
kl. 20:15. Hann mun i erindi sinu taka til umfjöllunar
tilgang lífsins. Adib Taherzadeh er ættaður frá Persiu.
Faðir hans var einn af fyrstu lærisveinum Baha'u'llah.
'höfundar Bahá'í trúarinnar. Adiber verkfræðingur að
mcnnt og starfar sem tæknilegur framkvæmdstjóri hjá
verkfræðifyrirtæki í irlandi.
Erindið veröur flutt á cnsku en túlkað jafnóðum á
Islenzku. Að erindinu loknu verður fyrirspurnum
svarað.
Kvikftiyndir
Kvikmyndahátíð SÁK
SÁK. samtök áhugamanna um kvtkmyndagerð.
halda sina 3. kvikmyndahátið dagana 21. og 22. febrú
ar nk.
Kvikmyndahátiðin hefst í Tjarnarbiói laugardaginn
21. febr. kl. 15.00. Þar verða allar myndir sýndar. sem
berast i keppnina.
Keppt cr i tvcim flokkum: I. 20 ára og eldri. 2.
Yngri en 20 ára. Dómnefnd cr skipuö fulltrúum frá:
Blaðamannafélagi Islands, Félagi kvikmyndagerðar
manna, SÁK.
Sunnudaginn 22. febr. kl. 14.00 verða beztu mynd
irnar sýndar og verðlaunaðar i kvikmyndasal Hótels
Loftleiða. Þar á eftir verður þing samtakanna.
Hátiðin er opin öllum þeim sem áhuga hafa á kvik
myndagerð.
'OL-myndir enn
í MÍR-salnum
Vegna fjölmargra áskorana verða tvær ólympiumynd-
ir. kvikmyndir frá setningu og slitum ólympiuleikanna
i Moskvu á sl. sumri, sýndar cnn i MÍR-salnum.
Lindargötu 48. 2. hæð. laugardaginn 21. febrúar kl.
15. Aðgangur er ókeypis og öllum hcimill.
Rádstefnur "
Ráðstefna um tengsl þjóð-
félagsfræði og sagnfræði
Samfélagið, félag þjóðfélagsfræðinema og félag sagn-
fræðinema, gengst fyrir ráöstcfnu um tengsl þjóðfé
lagsfræði og sagnfræði. Ráðstefrian hefst laugardag
inn 21. febrúar í stofu 201 i Árnagarði. Meginmark
mið ráðstefnunnar er að ræða sameiginlcga þætti þcss
ara greina. scm og röksemdir fyrir skiptingu þcirra i
tvær deildir innan Háskóla Islands.
Framsöguerindi flytja: Ingvar Sigurgeirsson kennslu-
stjóri. Þorsteinn Gylfason lektor í heimspeki. Loftur
Guttormsson lektor í Kennaraháskóla lslands, Gunn
ar Karlsson prófessor i sagnfræði og Ólafur Harðarson
lektor i stjórnmálafræði. Að loknum framsögucrind
um verða almennar umræður. Ráðstefnan er öllum
opin.
Kafflveitingar verða i kaffistofu Árnagarðs meðan á
ráðstefnunni stendur. Þar að auki verður eins konar
„framhaldsráðstefna” um kvöldið. Þar verða að visu
cngin framsögucrindi, en væntanlega fjörugar umræð
ur.
Spilakvöld
t ■■■ ■......■■ i
Skagfirðingafélagið í Reykja-
vík
Spiluð verður félagsvist á morgun. sunnudag. i Drang
ey. félagsheimilinu Siðumúla 35. Góð verðlaun. Allir
velkomnir.
Ferðafélag íslands
Dagsferðir sunnudaginn 22. janúar.
1. Kl. II — Skiöaganga á Hellisheiði. Fararstjóri:
Hjálmar Guðmundsson. Verð kr. 40.
2. Kl. 13 — Hólmarnir — Scltjarnarnes — Grótta.
Fararsljóri: Sigurður Kristinsson. Verð kr. 30. Farið
frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin. Farmiðífr við
bíl.
Útivistarferðir
Sunnud. 22.2. kl. 13: Vífilsíell, vetrarfjallganga eða
skíðaganga í nágrcnninu. Verð 40 kr. Farið frá BSÍ
vestanverðu.
Árshátið i Skíðaskálanum. Hveradölum, laugard.
28.2. Farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6a, simi 14606.
Rolf Lian
Þegar
ástin ræður
GENGIÐ
Þegar ástin ræður
Út er komin önnur bókin i bókaflokknum STJÖRNU
RÓMAN og heitir hún ÞEGAR ÁSTIN RÆÐUR.
Fyrsta bókin i þessum bókaflokki kom út i júli á síð-
asta ári og vár mjög vel tekið. Siðan þá hefur mikið
veriðspurzt fyrir um næstu bók. scm nú er komin út.
og munu koma út nokkrar bækur i flokknum á þessu
ári.
Anna sal í grasinu með lokuð augun. Tárin runnu
niður brúna vangana. Hún heyrði ekki fótatakið —
hana grunaði ekkert fyrr en tekið var um hana aftan
frá. Hún vcinaði. en cnginn heyrði (il hennar...
Opið hús í Þróttheimum
Laugardaginn 21. febrúar verður grímuball i Þrótl
heimum við Sæviðarsund (félagsmiðstöð Æskulýðs
ráðs) á vegum Styrktarfélags vangefinna. Ballið hefst
Jd. 20 og stendur til kl. 20:30. Veitingar verða á vægu
verði og eru allir þroskaheftir hvattir til að mæta og
allra helzt í grímubúningum.
Rætt um skipulag
Grjótaþorps
Ibúasamtök Vesturbæjar og Torfusamtökin efndu lil
almenns fundar i Norræna húsinu sunnudaginn 15.
feb. Fundarefni var Grjótaþorpiö og nýjar tillögur að
skipulagi þess, sem nú hafa verið gcrðar og eru til
meðferðar hjá borgaryfirvöldum. Á fundinum lágu
frammi uppdrættir og skýringarmyndir svo og skipu
lagslikan.
Björn Stcfánsson formaður Ibúasamtaka Vcstur-
bæjar setti fundinn. Fundarstjóri var Páll Lindal. cn
fundarritari Brynhildur K. Andcrsen.
Starfsmenn Borgarskipulags veittu aðstoð við und
irbúning fundarins og kynnti Hjörleifur Stefánsson
arkitekt þær skipulagstillögur sem fyrir liggja. Hann
gerði og grein fyrir þeim fjölmörgu tillögum, sem frarn
hafa komið um skipulag Grjótaþorps sl. hálfa öld og
rúmlega það.
Á fundinum urðu umræður hinar fjörugustu. og
tók fjöldi manna til máls og komu fram ýmsar ábend-
ingar og fyrirspurnir. sem svarað var á fundinum.
Fram kom algcr samstaða fundarmanna um þaö að
byggðin skyldi varðveitt og virtust þeir sem tjáðu sig
yfirleitt vera fylgjandi tillögum þeim sem fyrir liggja.
Það sem einkum bar á góma var viðhorf borgar
stjórnar til tillagnanna, hvernig mætti standa að fram
kvæmd þeirra, gætt yrði hagsmuna bæði eigenda og
ibúa: rætt var um brunavarnaraðgerðir. flutning húsa
á auðar lóðir og bygging nýrra. sem þá féllu að byggð
sem fyrir er og þá sérstaklega varðveizlu hennar.
einnig verndun fornminja sem fundizt hafa á svæð
inu. Þá var nokkuð rætt um hvort rétt hefði verið að
efna til samkeppni um skipulagið. um fasteignamat
cignao.fl.
Af hálfu tillögu höfunda var sérstaklega frani tekið
að stefnt væri að þvi að hér yrði um að ræða blandaða
byggð, annars vegar ibúðabyggð. en hins vegar at
vinnuhúsnæði sem samræmdist hcnni.
Þrátt fyrir versta veður var fundurinn vel sóttur.
Skák
Félög sjálfstæðismanna i Breiðholti gangast fyrir skák-
kennslu og fjöltefli laugardagana 21. fcbr., 28. febr. og
7. marz kl. 14 að Scljabraut 54 (Kjöt og fiskur) fyrir
börn og unglinga. Stjórnandi Hermann Ragnarsson.
Alþjóðamcistarinn Margeir Pétursson mætir og
teflir fjöltefli.
Mætið öll og hafið með ykkur töfl.
Ferðaskrifstofa
Akureyrar h/f
1. maí 1980 sameinuðust á Akureyri Fcrðaskrifstofa
Akureyrar og Söluskrifstofa Flugleiða á Akureyri í
Ferðaskrifstofu Akureyrar h/f.
Á skrifstofu FA við Ráðhústorg er boðin öll almenn
ferðaskrifstofuþjónusta, þ.e. farseðlar j bæði einstakl-
ings- og hópferðir innanlands og utan.
Á þessum árstíma er hvað mcst um einstaklings
ferðir til Reykjavíkur. einkum svokallaðar „pakka
ferðir”. og hefur FA átt frumkvæði að ýmsum nýj-
ungum á þessum ferðamáta er nú að kynna svo-
nefnda „gistiferð” sem er ætluð þeim sem þurfa í
snögga fcrð til höfuöstaðarins, og er þá í einum pakka
fargjaldið fram og til baka, flugvallarskattur, matur og
gisting að Hótel Loftleiðum á mjög hagstæðu verði.
Þeim sero lengra ætla erekki I kol visaðá FA. Þeim
stendur til boða hvort heldur þcir vilja fara á eigin
spýtur lengri eða skemmri ferðir og útvegar þá FA
auk hagstæðasta fargjalds sem kostur er hótel. bila
leigubíla o.s.frv.
I samvinnu við Ferðaskrifstofuna Úrval í Reykja-
vik býður FA ferðir af margvíslegu tagi svo sem viku
ferðir til London. sólarlandaferðir, að ógleymdum
hinum vinsælu Smyrilsferðum sem verða um Seyðis-
fjörðalla þriðjudaga í sumar.
Ekki má glcyma þeim sem vilja hreinan og kláran
lúxus. en þcir geta farið i siglingu á einhverju skipa
Fred Olsen linunnar sem FA útvegar fyrir ótrúlega
hagstætt verð.
En það er alveg sérstök ástæða að kynna tækifæriö
fyrir þá sem ekki vilja einungis ferðast heldur jafn-
framt menntast. FA hefur lengi boðið enskunám i
Englandi, en nú hefur FA ákveðið i samvinnu við
Humboldt Institut að bjóöa þýzkunám i Þýzkalandi.
Þar er hægt að velja mismunandi stig og lcngd náms
tima. allt frá einni viku fyrir þá sem vilja bursta rykið
af þýzkukunnáttu sinni til heils árs náms, hvort heldur
menn vilja í einka- eða hóptimum. Sérstaklega vinsæl
eru „sumarleyfisnámskeið” 3—4 vikur á tímabilinu
júní til september. cnda bókast mjög snemma á þau.
Móttaka ferðamanna er sérstakur kapituli i starf-
semi FA. Þeim fcrðamönnum sem leggja leiðsína um
Norðurland með bilum, skipum og flugvélum hefur
stöðugt fjölgað á undanfömum árum og þurfa þeir að
sjálfsögðu margvíslegrar þjónustu við. FA kappkostar
að veita hana sem bezta og býður fjölbreytt úrval
ferða fyrir einstaklinga og hópa í fjölþættri samvinnu
við marga aðila innanlands og utan.
Alpa-verðlaun fyrir lausn á
Alpa-þraut
Á vörusýningunni Heimilið '80 efndi Smjörliki h/f
til getraunar vegna einnar tegundar framleiöslu sinnar
„ALPA”. Áttu sýningargestir að segja til um fjölda
stykkja af ALPA i stafla sem þar var i bás fyrirtækis-
ins. Heitið var þrennum aðalvcrðlaunum og 10 auka-
verðlaunum.
Dregið hefur verið úr réttum lausnum og hlaut
Anna Maria Ólafsdóttir fyrstu verðlaun. Sjöfn Krist-
insdóttir önnur vcrðlaun og þau þriðju Heiðrún
Helgadóttir. Sjást vinningshafar á myndinni ásamt
framkvæmdastjóra Smjörlikis h/f, Davíð Sch. Thor
steinssyni.
Aukaverðlaun hafa veriðsend út.
Jóhann Hjartarson
tef lir fjöltefli
Laugardaginn 21. febr. 1981, kl. I4c.h.. teflir Islands
meistarinn Jóhann Hjartarson fjöltefli við börn og
unglinga i félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að
Grensásvegi 44.
öllum heimil ókeypis þátttaka meðan húsrými
leyfir.
Frá samstarfshópi um fisk-
eldi á þorraviku menntaskól-
ans við Sund
Eftir að hafa kynnt okkur fiskeldi á þorraviku
Menntaskólans við Sund viljum við leggja eitthvað af
mörkum til umræðu um fiskeldismál á lslandi.
Eins og flestum er sjálfsagt kunnugt eru á íslandi
kjörnar aðstæður til fiskeldis. Þykir okkur að þessu
málefni hafi ekki verið sinnt sem skyldi og að yflrvöld
mættu styðja betur við bakið á þessari grein búskapar.
svo sem með auknum fjárframlögum til rannsókna á
þessu sviði og einnig hagkvæmari lán til frumkvöðla.
Við skoðuðum laxeldisstöð ríkisins í Kollafiröi og
okkur fannst greinilegt að þar mættu gjarnan konfa til
meiri fjárframlög til eflingar á rannsóknum á þessu
sviði. Okkur flnnst hálf skritið að á sama tima og
miklu fé er varið i óhagkvæm togarakaup. er tiltölu-
lega litlu fé varið til fiskeldismála, þá cigum við bæði
við laxeldi til útflutnings og möguleika á ræktun á
nytjafiski sem án efa er framtíðin I þessum málum og
gróðavænlegra en togarakaup, a.m.k. þegar til lengdar
lætur. Við viljum hvetja íslenzk yfirvöld til að sýna
meiri framsýni í þessum málum svo að við Islendingar
verðum ekki á eftir öðrum þjóðum. Slikt yrði skömm
fyrir þjóð okkar. Við teljum að Islendingar eigi að sjá
sóma sinn i að standa sjálfir að uppbyggingu þessarar
atvinnugreinar, sem gæti orðið veigamikil i framtið-
inni. og varast aö láta erlenda aðila verða ráðandi afl á
þessu sviði. Við skorum á alþingi og ráðherra að gefa
þessum málum meiri gaum en gert hefur verið til
þcssa.
Opin vika í Fjölbrauta-
skólanum á Akranesi
Dagana 22.-28. febrúar verður svonefnd opin vika i
Fjölbrautaskólanum á Akranesi. Þessa viku er brugð
ið út af venjulcgu skólastarfi og þess í stað hafa nem
endur og kcnnarar skipulagt fjölbreytilega dagskrá
sem öllum er heimil þátttaka i.
Tilgangur opnu vikunnar er i meginatriðum þri
þættur:
— að gera nemendum kleift að kynnast ýmsum
þáttum atvinnullfs og vinna að verkefnum sem þcir-
hafa hug á en alla jafna ekki tækifæri til að starfa við.
— aðsinna nokkrum þáttum menningar sem ekki
er nægilegt rúm fyrir innan marka stundaskrár.
— siðast en ekki sizt er sótzt eftir þvi að auka
tengsl skólans og almennings og er þvi skólinn opinn
öllum bæjarbúum þcssa viku og er þeim boðin þátt
taka i öllum dagskrárliðum.
Opin vika er nú haldin i þriðja sinn og er orðin
fastur þáttur i starfi vorannar. cnda hefur hún mælzt
vel fyrir hjá nemendum og öðrum bæjarbúum.
I dagskránni kennir margra grasa að vanda. Unnið
verður að verkefnum sem m.a. miða að þvi að varpa
Ijósi á félagslega aðstöðu ýmissa samfélagshópa. Fólki
gefst kostur á að sjá leikrit. hlýða á tónlist. kynnast
bókmenntum og hlusta á fyrirlestra um margvísleg
efni svo eitthvaö sé nefnt.
GENGISSKRÁNING Ferðamanna-
NR. 35 - 19. FEBRÚAR1981 gjaldeyrir
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandarikjadollar 8^534 6,552 7,207
1 Starlingspund 14,836 14,876 16,363
1 Kanadadollar 5,441 5,456 6,001
1 Dönsk króna 0,9803 0,9830 1,0813
1 Norsk króna 1,2128 1,2261 1,3377
1 Seansk króna 1,4144 1,4183 1,5601
1 Finnsktmark 1,5995 1,6039 1,7842
1 Franskur franki 1,3006 1,3042 1,4346
1 Belg. frankí 0,1874 0,1879 0,2066
1 Svissn. franki 3,3396 3,3488 3,6836
1 Hollenzk florina 2,7739 2,7816 3,0597
1 V.-þýzkt mark 3,0187 3,0270 3,3297
1 ítölsk líra 0,00635 0,00836 0,00700
1 Austurr. Sch. 0,4264 0,4275 0,4702
1 Portug. Escudo 0,1151 0,1155 0,1270
1 Spánskurpesetí 0,0747 0,0749 0,0823
1 Japansktyen 0,03172 0,03181 0,03499
1 írsktDund 11,188 11,217 12,338
SDR (sérstök dráttarréttindi) 8/1 8,0131 8,0352
* Breyting frá síóustu skráningu. Simsvari vegna gengisskráningar 22190.
AA-samtökin
I dag, laugardag. verða fundir á vcgum AA-samtak
anna sem hér segir: Tjarnargata 5b (spor) kl. 14 og 16.
Tjarnargata 3c kl. 21. Langholtskirkja kl. 13. Öldu
selsskóli Breiðholti kl. 16. Vestmannaeyjar: Hcima
gata 24 (opinn) kl. 17. Akureyri. kvennadeild, Geisla-.
gata 36, kl. 14.
Á morgun. sunnudag, verða fundir sem hér segir:
Tjarnargata 5b kl. 11. 14. 16 (spor). kl. 21. Tjarnar
gata 3c kl. 21. Tálknafjörður kl. II. Akureyri. Geisla
gata 39 (s. 96-22373), kl. II. Sclfoss, Selfossvegi 9. kl.
II. Keflavík, Klapparstígur 7 (s. 92 1800). kl. II.
Siglufjörður.Suðurgata 10.kl. II.
I hádeginu á mánudag verða fundir sem hér segir:
Tjarnargata 5bkl. 14.
Stjórnmétðfundir
Vestfirðingar
Alþýðuflokkurinn efnir til tveggja funda á Vestfjörð'
um nú um hclgina.
IsaQörður I dag kl. 3 e.h. að Uppsölum. Kjartan Jó-
hannsson, Sighvatur Björgvinsson og Karvel Pálma-
son hafa framsögu og svara fyrirspurnum. öllum cr,
heimill aðgangur.
Bolungarvik á morgun kl. 1.30 c.h. i Verkalýöshús-
inu. Fundur í Alþýðuflokksfélagi Bolungarvikur.
Kjartan, Sighvatur og Karvel mæla.
, Afmæli
Guörún Þorsteinsdóttir frá Sturluflöt.
fyrrverandi kennslukona. verður niræð i
dag, 21. febrúar. Hún dvelst nú á Dval
arheimilinu Ási Hveragerði.
Tilkynningar
Aðalfundir
Kvenfélag
Breiðholts
heldur aðalfund sinn I anddyri Breiðholtsskóla
miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál. Ennfremur
verður kynning á síldarréttum. Allir velkomnir.