Dagblaðið - 21.02.1981, Side 24

Dagblaðið - 21.02.1981, Side 24
r * Sjálfstæðismenn taka af skarið í kjördæmamálinu: Kjördæmakjömum þing- mönnum fjölgi um sex — sem verði f rá Reykjavík og Reykjanesi Kjördæmakjömum þingmönnum verði fjölgað um sex og verði nýju þingmennirnir frá Reykjavík og Reykjanesi til að rétta hlut þessara kjördæma. Þetta eru tillögur sem sjálfstæðismenn hafa nú lagt fram og hyggjast viðra við aðra flokka á næstunni. Samkvæmt tillögunum fjölgar kjördæmakjörnum þingmönnum þannig úr 49 í 55. Síðan er ætlunin að kjörnir verði 5 uppbótamenn hið minnsta en náist ekki jöfnuður með því má kjósa allt að 6 uppbótarmenn til viðbótar úr Reykjavík og Reykja- nesi. Tala þingmanna verður þannig breytileg frá 60 upp í 66, eftir þvi hve marga þarf til þess að jöfnuður fáist. Þetta eru meginhugmyndir sjálf- stæðismanna en aðrir valkostir koma einnig til greina að þeirra mati. Á þeim grundvelli vilja þeir nú ræða við aðra flokka og stefna að einingu um kjördæmamálið. Matthias Bjarnason alþingismaður sagði í viðtali við DB í gær að nefnd, skipuð þingmönnum, formönnum kjördæmisráða og 5 fulltrúum öðrum, hefði komið sér niður á um- ræðugrundvöll við aðra flokka um málið. Þrír voru skipaðir til að ræða við hina flokkana, Geir Hall- grímsson, Matthías Bjarnason og Matthías Á. Mathiesen. Matthías Bjarnason vildi ekki skýra frá í hverju tillögurnar fælust fyrr en þær hefðu verið kynntar fulltrúum ann- arra flokka. Þær viðræður hefðu enn ekki farið fram. -HH. Samvinnutryggingar: Kaskó- trygging látin ná til t jóna af foki Samvinnutryggingar hal'a breytt skilmálúm kaskótrygginga bila í kjöl- far fárviðrisins sl. mánudag og að- faranótt þriðjudags. Tjón á bilum vegna áfoks, þ.e. þegar hlutir fjúká á bíla og skemnta þá, hefur hingað til ekki verið bætt með kaskótryggingu. Sýnileg sé þörf á slíkri vátrygg- ingarvernd og því hefur félagið ákveðið að bæta slík tjón úr kaskó- tryggingu. Breytingin á skilmálunum nær til þeirra tjóna sem urðu af völd- um fárviðrisins 16. og 17. febrúarslr Á blaðamannafundi félagsins í gær kom það fram að bifreiðaeign lands- ntanna heföi ekki notið Viðlagatrygg- ingar Íslands og væri það nokkur þröngsýni. Viðlagatrygging á að ná til allrá brunatryggðra eigna og kaskótrygging bíla er brunatrygging. Félagið telur að nteð brcytingu skilmála kaskótryggingarinnar séu nú fáanlegar fulltiægjandi foktryggingar á allar almennar eignir manna, þ.e. hús, innbú og bíla. - JH Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur staðfesti frétt DB um músagang í bakaríishveiti: Frægteiknimynd íDagblaðsbíói I Dagblaðsbiói i dag verður sýnd mjög fræg teiknimynd sem heitir Bær dýranna (Animal Farm), gerð eftir hinni frægu sögu Georges Orwells. Sýningin hefst I Borgarbiói klukkan þrjú. Myndin hefur verið sýnd við mikla aðsókn undanfarnar helgar. Starfsmaður i birgðageymslu Sam- bandsins í Holtagörðum rótar í hveiti- pokunum sem mýs hafa hreiðrað uir sig í. Á minni myndinni má sjá músar unga í einum pokanum. Þetta hveiti vai flult úr bakaríi í Reykjavík í gær eftii að DB hafði vakið athygli á málinu. DB-myndir Sig. Þorri Brauðgerð í bakaríinu stöðvuð — vörulager Sambandsins kannaður „Málið var kannað og þetta reyndist rétt. Mýs voru í hveitinu,” sagði Þór- hallur Halldórsson hjá Heilbrigðiseftir- liti Reykjavíkur þegar DB sló á þráðinn til hans síðdegis i gær. I frétt á baksíðu í gær greindi DB frá hveitisendingu frá Sambandinu til ákveðins bakarís í Reykjavik. Þegar átti að losa farminn af bílnum við dyr bakarísins skutust úr honum mýs. Sáust göt á pokunum sem greinilega voru eftir mýsnar en engu að síður fór hveitið inn í bakaríið. Þór- hallur sagði í samtali við blaðið í gær- morgun að kvörtun hafi borizt vegna þessa tiltekna bakarís en hann tók fram að „mýs voru ekki nefndar”. Fulltrúi Heilbrigðiseftirlitsins fór svo í heim- sókn i bakaríið i gær og kom í ljós að frásögn blaðsins var í alla staði sann- leikanum samkvæm: Mýs voru í hveit- inu. Framleiðslan í bakaríinu var stöðvuð að ósk Heilbrigðiscftirlitsins og kallað á meindýraeyði. Skömmu síðar kom vörubíll frá Sambandinu til að ná í hveitið margumrædda. Jafnframt sendi Heilbrigðiseftirlitið fulltrúa sína til að kanna lager Sambandsins í vöru- skemmum. Niðurstaða könnunarinnar lá ekki fyrir í gær. Þórhallur var spurður um hvor væri ábyrgur fyrir því að hafa músahveitið í umferð, bakarinn sem keypti vöruna eða Sambandið sem seldi hana. „Sá er ábyrgur sem hefur vöruna í húsnæði sínu,” svaraðt hann, í þessu tilfelli bakarinn. Þórhallur sagði að kaupmönnum eða bökurum væri óheimilt að taka við hveitisekkjum sem göt væru á. Ekki er vitað hvort músakvikindin í hveitinu voru.íslenzk eða innflutt um leið og hveitið en meindýraeyðirinn greinir væntanlega músaþjóðerni þeirra. Þrjár mýs sluppu úr hveitifarm- inum á vörubílnum við bakaríið á fimmtudaginn. Ein slapp en viðsiaddir káluðu tveimur. -ARH frjálst, úháð dagblað LALGARDAGUR21.FEB.1981. Örin bendir á gluggann hjá Landsvirkj- un sem járnplatan fauk inn um. Hún losnaði af ibúðarblokk í nágrenninu. DB-mynd Sig. Þorri. Miklar skemmdir hjá Lands- virkjun — þegar jámplata fauk inn um glugga á sjöundu hæð ,,Ég hélt að sprenging hefði orðið hér á skrifstofunni um nóttina þegar ég mætti til vinnu á þriðjudagsmorgun- inn. Veggir og hillur voru allar á ská og skjön og möppur og pappírar lágu eins og hráviði um alit,” sagði Haukur Leósson aðalbókari hjá Landsvirkjun þegar DB hitti hann að máli i gærdag. Haukur sagði að bárujárnsplata af þaki næsta fjölbýlishúss hefði brotið glugga hjá Landsvirkjun á sjöundu hæð við Háaleitisbraut í Reykjavík. Afieiðingarnar urðu þær að dýr tæki á borð við telex og tölvuskerm eyðilögð- ust og mikið rask varð á skrifstofum fyrirtækisins. Taldi Haukur að ósköpin hefðu átt sér stað um kl. 23 á mánudagskvöldið. Öll innrétting á hæðinni skekktist meira og minna og gluggar i milliveggj- um á hæðinni voru þaktir seltu. „Hér hafa sex smiðir og einn rafvirki unnið að viðgerðum nær látlaust síðan á mánudag og er þeirri vinnu ekki lokið enn,” sagði Haukur Leósson. -SÞS Áfram unnið að björgunHeimaeyjar — óákveðið hvenær sjóprófverða Unnið er með stórvirkum vinnu- vélum við að grafa frá Heimaey VE-1 á strandstað í Þykkvabæjarfjöru til að freista þess að ná bátnum á fiot. Tilraun sem gerð var í gær mistókst og ekki er ákveðið hvenær þykir tími til að reyna aftur. Sjópróf vegna strandsins voru enn ekki ákveðin í gær en þau verða haldin innan fárra daga. Miklar umræður hafa átt sér stað í fjölmiðlum í kjölfar strandsins um að- draganda þess, aðallega þá ákvörðun útgerðar Heimaeyjar að afturkalla hjálparbeiðni til varðskips. Höskuldur Skarphéðinsson skipherra hefur gagn- rýnt þá ráðstöfun og sagt að þar hafi „bezta kostinum verið hafnað”. Hann telur afskipti tryggingafélaga af því hvað gera skuli til bjargar skipum í sjávarháska óeðlilega mikil. DB bar ummæli Höskuldar undir Sigurð Ein- arsson forstjóra Hraðfrystistöðvarinn- ar í Vestmannaeyjunl. Hann færðist undan því að ræða málið frekar og sagði að nóg væri komið af skrifum um það. -ARH.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.