Dagblaðið - 27.02.1981, Side 4

Dagblaðið - 27.02.1981, Side 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. FEBRUAR 1981 DB á ne ytendamarkaði Heildarútgjöldin upp á rúmlega 15 þús. kr. en tekjumar 9 þús. — telur brýna nauðsyn að halda heimilisbókhald „Ég byrjaði nú í janúar að halda bókhald og er alveg gáttuð á tölun- um,” segir m.a. í bréfi frá húsmóður fjögurra manna Reykjavíkurfjöl- skyldu. Hún er með 880,75 kr. meðaltal á mann í mat og hreinlætis- vörum í janúarmánuði. „Maturinn er anzi hár, enda keypt- um við í stórum pakkningum ýmsar vörur, sem hleyptu tölunum upp. Liðurinn „annað” er alveg svaka- legur, en við greiddum vbtla upp á 6.208,10 kr. Börnin hafa verið hjá sérfræðingi og fór sá liður (læknir og meðöl) upp í 565,60 kr. Föt voru keypt á útsölu fyrir 676,70. Ég kaupi lítið af fötum nema á útsölum. Við-' gerðir á bíl og bensín er stór póstur eða upp á 2.504,05. Það sem þá vant- ar að telja upp er ýmislegt eins og t.d. happdrætti, leikskóli, dans, dagblöð og annað smávegis sem dregur sig saman. (Liðurinn ,,annað” var upp á 11.778,65 kr.) Heildartala útgjald- anna var 15.301,65 kr. en bóndinn hefur ekki nema 9 þúsund kr. í iaun. Úr „tilraunaeldhúsinu”: Verðið á þessum rétti er ekki gott að ákveða nákvæmlega. Það fer eftir því hvers konar hakk er notað og hvort þarf að kaupa kálið og skink- una. Ætla má þó að kjötrúllan kosti rétt i kringum hundrað kr. eða rúml. 16 kr. á mann, því þetta er ætlað fyrir sex manns. Þá er að sjálfsögðu eftir að reikna með kostnaði við salat og kartöflur. Þetta er þvi alls ekki ódýr matur, enda alveg prýðilega vel fali- inn sem gestamatur. Taka má fram að nautahakk kostar um 64 kr. kg og kindahakkið 49,50 kr. - A.Bj. En við seldum bilinn og keyptum okkur ódýrari þannig að endar nást saman næstu mánuði. Jæja, þessi skrif mín eru nú meira til að friða samvizkuna. Það er alveg nauðsynlegt að halda bókhald. Ég er oft undrandi á hvernig maður kemst hreinlega af og vera að greiða víxla og aftur víxla af íbúð sem við keyptum. Þakka góða síðu, sem ég les alltaf og finnst fróðleg.” „Ein sem er bara húsmóðir.” Farsrúllan er bökuð annaðhvort i ofnföstu fatieða i ofnskúffunni í klukkustund og fimmtán minútur, en þá er osturinn látinn ofan á og rúllan bökuð áfram í þrjár minútur. DB-myndir-Bjarnleifur. Farsrúlla fyllt með brokkáli og skinku Brokkálið er látið frosið 1 pott með sjóðandi vatni. — Nú kemur sér vel að eiga kál síðan i sumar er leið! Skinkusneiðunum er siðan raðað jafnt á kálið og siðan cr þessu rúllað saman eins og rúllutertu. Mér hefur stundum flogið I hug, þegar ég er að leiðbeina um matar- gerð og hússtörf hér á Neytendasíð-| unni aðég ætláði e.t.v. Iesendur mína einum of ófróða. En í vikunni heyrði ég unga konu spyrja I stórri matvöru- verzlun, hvort það væri ekki örugg- lega rétt hjá sér, að lærið af skepn- unni væri magrara en framparturinn. Þá sá ég að margir þurfa víst á nokkuð nánum leiðbeiningum að halda. Ég hef líka oft tekið fram að| leiðbeiningar mínar eru alls ekki ætlaðar þeim sem lengra eru komnir á matargerðarbrautinni. Góðir réttir úr hakki Hægt er að búa til fjölmarga góm- sæta rétti úr hökkuðu kjöti. Hér á eftir segi ég frá rétiisem ættaður er frá hinni frægu Betty Crocker, en hún er eins konar „matmóðir” stórs| hluta Bandaríkjamanna og hefur, fyrir utan að skrifa matardálka í fjöl- mörg blöð, gefið út ótal matreiðslu- bækur. Þetta er farsrúlla, sem fyllt er meðj söxuðu brokkáli og þunnum skinku- sneiðum. Ofan á rúlluna er látinn ostur. Kál úr eigin garði Þá er fyrst að hleypa suðunni upp á brokkálinu. Við notum að sjálfsögðu eigin uppskeru úr „kistunni góðu”. Frosið kálið er látið í sjóðandi salt- vatn og soðið í ca 5 mín. Þið getið farið eins að við matreiðslu á frosnu búðarkáli. Látið siðan renna af kálinu og það kólna aðeins í sigti. Þá er „deigið” búið til. Nota má eigin uppskrift að kjöthleifsdeigi en þessi erfráB.C.: Brokkáliðer saxað smátt og þvi dreift jafnt yfir farsið. 1 kg hakk 2egg 3/4 bolli rasp 1/4 bolli tómatsósa 1/2 tsk. salt Pegar búið er að hræra farsið er allt latið a ferhyrndan álpappfr og slétt ur deig- inu eins og ætti að fara að baka tertu. 1/4 tsk. pipar 1/4 tsk. oregano Að öðru leyti þarf: 250—300 gr brokkál ca 6 sneiðar, þunnar, af skinku 3 stórar ostsneiðar, skornar í tvennt. Við höfum prófað að búa þennan rétt til úr eintómu nautahakki, ein- tómu kindahakki og loks úr nauta- og kindahakki til helminga. Það reyndist bezt. Nautahakkið var of magurt, kindahakkið of feitt. Því sem á að fara í farsið er bætt út í kjötið og hrært vel saman. Þá er allt iátið á álpappírsferning og sléttað vel úr, þannig að kjötið myndi sem næst rétthyrndan ferhyrning. Saxið brokkálið fínt og stráið því jafnt á kjötið. Þá er skinkusneiðun- um raðað ofan á kálið. Loks er rúll- unni vafið saman. Og þá látin, ann- aðhvort i ofnskúffuna eða í ofnfast fat og bökuð í rúml. 177°C heitumj ofni í eina klst. og fimmtán mín. Þá! er formið tekið út úr ofninum og ost- inum komið fyrir ofan á. Rúllan svo bökuð áfram í um það bil þrjár mínútur, eða þar til osturinn er| bráðnaður. , Með þessari rúllu er ágætt að bera fram hrásalat og hvort menn vilja soðnar kartöflur, eða ekki, fer að sjálfsögðu eftir smekk hvers og eins.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.