Dagblaðið - 27.02.1981, Side 7

Dagblaðið - 27.02.1981, Side 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 7 Atvinnuleysi orðin staðreynd á Suðumesjum: „ Vallarmálin svæfa öll fram- tíðaráform hvað eftir annað” - tal um aðrar atvinnugreinar en sjávarútveg er marklaust, segir formaður atvinnumálanef ndar Suðumes ja „Ég og við hérna suður frá skiljum vel sjónarmið Raufarhafnar- og Þórs- hafnarbúa og vonum að þeir fái sinn togara,” sagði Guðbergur Ingólfsson, formaður atvinnumálanefndar Suðurnesja, í viðtaii við DB. Hann bætti við: „Við vonumst til að ráðandi stjórn- völd skiiji og viðurkenni nauðsyn þess að bæta úr þörfinni fyrir skip, þar sem enginn atvinnuvegur hefur komið í stað sjávarútvegsins og vinnuna í kring um hann þrátt fyrir langvarandi' og innantómar bollaleggingar um aðrar atvinnugreinar. Niðurskurðurinn í Keflavík ætti að vera orðinn meira en nægur. Þar er at- vinnuástand orðið afar ótryggt og um Áttunda helgarskákmótið í Vík íMýrdal um helgina: Fjórir þingmenn og forseti FIDE verða meðal keppenda Meðal fastagesta á öllum meiri- háttar skákmótum má nefna þing- mennina Guðmund J. Guðmunds- son, Guðmund G. Þórarinsson, Halldór Blöndal og Vilmund Gylfa- son. Margir fleiri þingmenn sækja raunar skákmót, enda býsna slyngir skákmenn, eins og þeir sem að ofan eru nefndir. Allar horfur eru á þvi að fjórir ofangreindir aiþingismenn verði meðal keppenda á 8. helgarskák- mótinu, sem haldið verður um helgina í Vík í Mýrdal. Meðal annarra keppenda má nefna þá Friðrik Ólafsson, forseta FIDE, Guðmund Sigurjónsson stórmeist- ara, Helga Ólafsson, alþjóðlegan meistara, Jón L. Árnason, alþjóðleg- an meistara, Margeir Pétursson, alþjóðlegan meistara, Jóhann Hjart- arson, skákmeistara íslands, Ingvar Ásmundsson, Ásgeir Þ. Árnason og Elvar Guðmundsson. Fleiri verða keppendur örugglega. Aukaverðlaun, kr. 10.000 eða jafngildi einnar milljónar gamalla króna, hlýtur sá sem beztum árangri nær i hverjum 5 mótum. Helgi Ólafs- son náði beztum árangri í fyrstu fimm helgarskákmótunum. Nú er staðan afartvísýn. Eins og áður verða 1. verðlaun í mótinu í Vík kr. 3.000, 2. verðlaun kr. 2.000 og 3. verðlaun kr. 1.000. Unglingar yngri en 14 ára keppa til sérstakra verðlauna, sem eru vikudvöi á skákskólanum að Kirkjubæjarklaustri. Teflt verður í dag, föstudag, kl. 14—18, 1. umferð og önnur umferð kl. 20—24. Laugardag kl. 9—13 verður tefld 3. umferð og 4.umferð kl. 15—19. Fimmta umferð verður svo á sunnudaginn kl. 8.30—12.30 og 6. og síðasta umferðin kl. 14—18. Að lokinni matarveizlu og verðlaunaafhendingu í boði heima- manna halda komumenn heim. Ferðir og gisting eru þátttakendum að kostnaðarlausu en greiða þarf fyrir mat og þátttökugjald. Innritun er hjá Stefáni Þormar í Vík í síma 7171 og 7112 og Jóhanni Þóri í Reykjavík 1 síma 31391, 31975 eða 15899. -BS. Gagnfræðaskóli Keflavíkur: SÉRVERKEFNINEM- ENDA UM FÖTLUN — hefðbundin kennsla 9. bekkjar lögð niður íhálfan mánuð — sýning ískólanum um helgina Undanfarnar tvær vikur hefur hefð- bundin kennsla legið niðri í níunda bekk Gagnfræðaskólans í Keflavík. Nemendum, alls 160, hefur verið skipt niður í fimm manna hópa sem unnið hafa að sérverkefnum um fötlun. Hóp- vinnu þessari lýkur síðan með sýningu í skólanum um næstu helgi. Að sögn Hjálmars Árnasonar kenn- ara við skólann er hér um að ræða svip- aða vinnu elztu nemenda skólans og í fyrra, þegar þeir unnu i tvær vikur að verkefni um Keflavik. Nemendurnir, sem eru 15—16 ára, vinna verkefni sín um fötlun að mestu sjálístætt, því kennarar þurfa áfram að sinna kennslu annarra nemenda skól- ans. Samþætta verkefnið um Keflavík í fyrra þótti gefa góða raun og því var haldið áfram á sömu braut, en mark- miðið er að þjálfa nemendurna í sjálf- stæðum vinnubrögðum og jafnframt að vekja áhuga á málefnum fatlaðra. Skólanum hefur verið breytt þannig að fatlaðir eiga auðveldara með að komast um bygginguna. Ferðir sam- taka fatlaðra hafa verið skipulagðar til Keflavíkur til þess að skoða sýninguna í skólanum. Sýningin verður opin frá kl. 14—18 bæði laugardag og sunnudag fyrir bæjarbúa og á mánudag fyrir aðra skóla, sem boðið er. -,ih B0DDI-HLUTIR Eigum fyrirliggjandi bretti i eftirtaldar bifreiðar: Audi ’80, Passat, Golf, Fiesta, Cor- olla 20, Renault 4-5, M. Benz ’68- ’77, Saab 96-99, Volvo 144 ’67-’74, Volvo 244 ’75, Smra 1100 og 130, Old R. ’67-’77,^scort ’72-’77, Fiat 125p, 127, 12/7 131 og 132, Lada 1200, BMWJ ’67-’74, 2ja dyra. Hurðarbyrði f.vrir Lada og Fiat 127. Stuðarar og grill 1 margar gerðir o.fl. Varahlutir - Ármúla 24 - Sími 36510. „Þessi mál hafa mikið verið rædd í atvinnumálanefndinni og þar hafa menn reynt að eygja aðra at- vinnumöguleika en þá sem eru tcng 'ir sjónum. Þeir eru alls ekki 1 augsýn,” sagði Guðbergur. „Niðurstaðan er sú að hér þurfi að auka aðdrætti úr sjó til þess að atvinna sé fullnægjandi, í Keflavik sérstaklega. Svo virðist sem mönnum sé tami að tala um atvinnu á Vellinum sem alls- herjarlausn á atvinnuvandamálum Suðurnesja. Sannleikurinn er sá að ýmsar atvinnugreinar þar eru ótraustar i samanburði við fiskverkun með eðlilegri hráefnisöflun,” sagði Guðbergur. Hann bætti við: „Vallarmálin svæfa öll framtiðará- form hvað eftir annað og halda á- reiðanlega talsvert mikið niðri alvarlegri umræðu um ný sjónarmið í atvinnumálum á Suðurnesjum, og þá ekki sízt Keflavík. Að þessu leyti eru óraunhæfar vonir um að lausn atvinnu- vandamála Suðurnesja liggi uppi á Velli beinlínis dragbítur á þá umræðu sem er ákaflega brýn nauðsyn er á. Gildir í því tilliti einu hvort menn hafa í huga sjávarútveginn og fiskverkun eða aðrar og nýjar atvinnugreinar á Suður- nesjum.” -BS. Keflavikurflugvöllur: „Mönnum virðist tamt að tala um atvinnu á Vellinum sem alls- herjarlausn á atvinnuvandamálum Suðurnesja. Sannleikurinn er sá að ýmsar atvinnu- greinar þar eru ótraustar í samanburði við fiskverkun með eðlilegri hráefnisöflun.” DB-mynd: Árni Páll. þessar mundir milli 40 og 50 manns at- vinnulausir,” sagði Guðbergur Ingólfs- son. Hann kvað menn hafa vonazt til að atvinnuleysið hyrfi alveg þegar vertíðin byrjaði. Það hafi þó ekki orðið. Tals- vert hafi bjargazt með tímabundinni at- vinnusókn í önnur byggðarlög. Styrkið og fégríð ttkamann ol Dömur og herrar! SX IVý 4ra vikna námskeið hefjast 4. marz. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðva- bólgum. Vigtun — mæling — sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi — Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 í síma 83295. Júdódetíd Ármanns Ármúfa 32. flLBOÐ 12-18% AFSLÁTTUR GREIÐSLUKJÖR Mjög takmarkað rnagn. %> HÖFÐABAKKA 9 - SÍMI85111 GLIT

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.