Dagblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 10 frjálst,áháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjóman Jóhannes Roykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig urösson, Dóra Stefánscióttir, Elin Albertsdóttir, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, lng.> Huld Hékonardóttir, Kriatján Mór Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljó^myndir: Bjar nleifui fejamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurösson, Sigurður Þorri Sigurðsson og SvaJnn Pormóðsson. Skrifstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Mór E.M. Halldórs- son. DroHingarstjórí: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 tínur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. ÁskrHtarverð ó ihónuði kr. 70,00. Verð i lausasölu kr. 4,00. Skrefatalning með laumu Margt mælir gegn skrefatalningu inn- an,,bæjar”símtala á höfuðborgarsvæð- inu. Þeir, sem ætla að knýja það mál fram, hafa löngum vitað, að andstaðan yrði mikil og breytingin kæmi niður þar sem sízt skyldi. Þess vegna hafa þeir ástundað sérstæða laumu við fram- kvæmd málsins. Flestir munu þekkja dæmi þess úr nánasta umhverfi sínu, hversu mjög aldraðir, sjúkir og fatlaðir eru háðir síma og hafa af honum bæði gagn og ánægju. Skrefa- talning yrði mikil kjaraskerðing fyrir þetta fólk. Við lifum á tímum orkukreppu. Ekki er um að ræða oflestun á símakerfinu við venjulegar aðstæður. Er þá ekki rökrétt að hvetja fólk frekar til notkunar síma en letja? í þessu sambandi eru athyglisverðar tillögurnar um frísímtöl við opinberar stofnanir, sem nú liggja fyrir Alþingi og hafa sézt þar áður. Væri ekki rökréttara að lækka útgjöld fólks úti á landsbyggðinni, sem stafa af fjarlægðinni, en að stofna til stórhækkunar símgjalda? Vert er að athuga, hvernig fulltrúar skrefatalningar- innar hafa farið að ráði sínu við framkvæmd málsins. Gisli Jónsson prófessor gerði þetta að umtalsefni í kjallaragrein í Dagblaðinu í júlí í fyrra, og nú birtist sams konar röksemdafærsla hjá Friðriki Sophussyni alþingismanni í Morgunblaðinu í fyrradag. Ákvörðun í málinu er tekin af samgönguráðherra, sem þá var Ragnar Arnalds, í ársbyrjun 1979. Út í hött er að skírskota til fyrr.i samþykkta Alþingis í því sam- bandi, því að ákvörðun Ragnars gekk í berhögg við vilja Alþingis. Mál þetta kom í reynd fyrst til Alþingis ári eftir ákvörðun Ragnars. Kerfismennirnir, sem beita sér fyrir skrefatalning- unni, vitna gjarnan til ályktunar Alþingis frá 28. marz 1974, máli sínu til stuðnings. Það er blekking. Álykt- unin hljóðaði þannig: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að haga endurskoðun gjaldskrár landssím- ans þannig, að sem fyrst verði náð sem mestum jöfnuði með landsmönnum í kostnaði við notkun símans og dreifbýli og höfuðborgarsvæði beri hlutfallslega sömu byrði hinna sameiginlegu heildarsímaútgjalda. Sérstak- lega ber að stefna að því að: 1. Símgjöld innan eins svæðisnúmers eða landshluta verði hin sömu um allt land. 2. Gjöld fyrir símtöl úr dreifbýli til höfuðborgar- svæðisins lækki verulega. ” Vilji Alþingis og túlkun þess á þessari þingsályktun kom glöggt fram í þinglok 1977, þremur árum síðar, þegar sett voru lög um starfrækslu póst- og símamála. Þar segir í 11. grein: „Stefnt verði að því við gjald- skrárgerð, að sömu gjöld gildi innan hvers svæðisnúm- ers, og skal ákveðið í reglugerð, hvenær framkvæmd þessa ákvæðis kemst á. Ráðherra er heimilt að ákveða, að sama gjald skuli krafið fyrir símtal við helztu stjórn- sýslustofnanir ríkisins í Reykjavík, hvaðan sem talað er af landinu.” Þar með var mótuð stefna um jöfnun símgjalda án skrefatalningarí Reykjavík. Síðan tekur Ragnar Arnalds frumkvæðið að fram- kvæmd skrefatalningar í trássi við vilja Alþingis. Leikið er laumuspil og þess freistað að láta þingmenn sætta sig við orðinn hlut. Bandalag kvenna í Reykjavík og undirskriftasafn- endur á höfuðborgarsvæðinu hafa vonandi náð að ýta svo við þingmönnum, að þeir láti ekki við svo búið standa. Brésnjef á 26. þingi sovézka Kommúnistaf lokksins: „Við munum ekki yfir- gefa bræðraríkið Pól- land í nauðum þess” „Hugmyndafræðileg barátta hefur harðnað mikið á undanförnum árum. Hvað Vesturlönd áhrærir er um meira að ræða en hugmynda- fræðilega baráttu. Þau hafá sett upp heilt kerfi af aðferðum til að grafa undan hinum sósíalíska heimi. Ef þessi skemmdarstarfsemi auðvalds- landanna kemur fram samtímis og mistök hafa átt sér stað í innanríkis- málum einhvers lands, skapast hag- stæð skilyrði fyrir umsvif andsósíal- iskra afla i viðkomandi landi.” Þannig meðal annars komst Leonid Brésnjef, leiðtogi Kommúnistaflokks Sovétrikjanna að orði í hinni löngu ræðu sinni á 26. flokksþingi Komm- únistaflokksins, sem hófst í þinghöll- inni í Kreml síðastliðinn mánudag. „Þetta er það sem gerzt hefur í Póllandi, þar sem komið hefur upp ógnun við undirstöður sósíalismans. Við munum ekki yfirgefa bræðra- ríkið Pólland í nauðum þess. Við munum sjá til þess, að ekkert illt hendi það land,” sagði Brésnjef ennfremur. Kínverjar spilla ástandi í al- þjóðamálum Um utanríkisstefnu Kínverja, sagði Leonid Brésnjef, að hún beind- ist nú sem fyrr að því að spilla á- standinu í alþjóðamálum. Um tilraunir forvigisríkja auðvaldsins til að auka hernaðarleg og stjórn- málaleg tengsl við Kína sagði hann að þau byggðu á mjög einföldum út- reikningum, það er að segja að nota fjandskap Kína við Sovétrikin og önnur sósíalísk ríki hagsmunum sínum til framdráttar, en það er áhættuspil, sagði hann. Leonid Brésnjef sagði að nauðsyn bæri til að binda enda á hið óyfirlýsta stríð á hendur Afganistan. Sovétríkin eru reiðubúin, sagði hann til að fara með hersveitir sínar þaðan, með samþykki afgönsku stjórnarinnar, ef fyrir liggur trygging fyrir því að árásum á landið verði ekki haldið á- fram. Varðandi hverskonar íslömsk slagorð, sem í auknum mæli eru notuð í fjölmörgum Austurlöndum, sagði ræðumaður, að kommúnistar virtu trúarbrögð Muslima, sem og önnur trúarbrögð. ,,En islömsk slag- orð er hægt að nota, bæði sem kjörorð í frelsisbaráttu og sem tæki til handa afturhaldsöflunum til að stuðla að andbyltingu.” „Ábatasamt stríð fyrir heimsvaldasinna" Um stríðið milli írana og íraka sagði Leonid Brésnjef að það væri algerlega ástæðulaust, en mjög á- batasamt fyrir heimsvaldasinna. „Sovétríkin vilja ákveðið stuðla að því að endi verði bundinn á þessi bræðravíg og að pólitisk lausn verði fundin á deilumálum þeirra.” Um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs sagði ræðumaður, að tími væri til kortiinn að snúa sér að því að finna í sameiningu varanlegt samkomulag á raunhæfum grund- velli. Þetta er aðeins hægt að gera innan ramma alþjóðlegrar ráðstefnu um þessi mál. Sovétrikin eru reiðubúin til að vinna að þvi í sam- vinnu við alla aðila, sem hlut eiga að máli — arabaríkin, þar á meðal Frelsishreyfíngu Palestínuaraba, israel, Evrópuríkin og Sameinuðu þjóðirnar. „Sovétríkin hafa gengið ötullega fram í að efla friðsamlega sambúð og gagnkvæmt ábatasöm samskipti við auðvaldsríkin, og gefið þannig öflugt andsvar við samsæri heimsvaldasinna gegn þeim. Þeir sem eru andstæðir slökunarstefnunni, takmörkun víg- búnaðar og bættum samskiptum við Sovétríkin og önnur sósialísk riki, hafa færst mjög í aukana að undan- förnu,” sagði Brésnjef. „Kjarnorkustríð þýðir endi siðmenningar „Fólki er sagt að hægt sé að heyja takmarkað kjarnorkustrið. En fyrir Evrópu myndi slíkt stríð þó þýða endi á siðmenningunni frá fyrsta degi sem slíkt stríð hæfist. Bandaríkjun- um myndi ekki takast að koma í veg fyrir það. Þess vegna þýða slíkar r Leonid Brésnjef ræðir við félaga sina úr siðari heimsstyrjöldinni. hertnenn 18. hersins. Hann var vflrmaður stjórnmáladeildarinnar þar á striðs- árunum. áætlanir og „stefnur” alvarlega hættu, sem búin er öllum þjóðum, þar á meðal þeirri bandarísku.” Um Persaflóasvæðið sagði Leonid Brésnjef, að friður kæmist þar á, aðeins með sameiginlegu átaki, þar sem féknir væru til greina lög- mætir hagsmunir allra aðila. „Sovét- ríkin hafa nú þegar lagt fram tillögur að viðræðugrundvelli. Það væri óskandi, að stjórnvöld Banda- ríkjanna og annarra ríkja vildu hug- leiða þetta mál á rólegan og yfirveg- aðan hátt. Slíkt gæti orðið upphaf að samkomulagi um þýðingarmikla þróun um takmörkun herja víðsvegar á heimshöfunum,” sagði Brésnjef. Lítið raunsæi Bandaríkjamanna „Rannsóknir á samskiptum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna sýna að fyrrverandi stjórnvöld Bandarikjanna hófust handa um að eyðileggja það jákvæða sem áunnist hafði í þessum samskiptum, og hefur Heimskommún- isminn svettir þríðja heimmn Það kemur úr hörðustu átt og er á móti öllum kenningunum i Marx- Lenínismanum, þegar móðurland heimskommúnismans sveltir fátæka fólkið í þriðja heiminum. Já, það er ekki að furða þótt menn reki upp stór augu við slíka fullyrðingar-yfirlýs- ingu eins og þá sem felst í fyrirsögn þessarar greinar. Kveikjan að grein þessari er yfirlýs- ing, sem fram kom í ræðu Indíru Gandhi er hún flutti 14. febrúar í til- efni af kynningu á 5 ára áætlun í ind- verskum efnahagsmálum. í þessari ræðu kvartar hún yfir þeirri stað- reynd, að Sovétrikin æði um alla matvælamarkaði heimsins og kaupi þar upp öll þau matvæli, sem fáanleg eru. Þetta kemur heim og saman við aukin kaup Sovétríkjanna hér. Það liggur líka í augum uppi, að þegar svona stór aðili kemur inn á mat- vælamarkaðina, hefur það mjög sterk áhrif til hækkandi verðs. Gagn- vart 3. heiminum, fátæka fólkinu sem býr í vanþróuðum löndum, sem mörg hver þurfa að flytja inn mikið af matvælum, skiptir það sköpum um afkomu tuga og jafnvel hundraða milljóna manna að til séu til kaups á heimsmörkuðunum matvæli og að verðið séekki óeðlilega hátt. Hér fyrir nokkrum dögum var rek- in matvælasaga Sovétríkjanna í tveim greinum, samkvæmt henni hafa fjár- festingar í matvælaframleiðslu verið stórkostlega vanræktar. f stað þess að nýta sitt eigið land til matvæla- framleiðslu hafa fjárfestingar, sem til hennar hefðu átt eðlilega að ganga farið beint í hergagnaframleiðslu. Sannast hér ennþá einu sinni kenn- ingin um „fallbyssur eða brauö”. Þarna verður að velja á milli, sú efna- hagseining hefur ekki ennþá verið fundin upp sem getur látið hvort tveggja í té. Það er vitað mál, að hvergi hefur eins keyrt um þverbak í

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.