Dagblaðið - 27.02.1981, Síða 11

Dagblaðið - 27.02.1981, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 það valdið miklum erfiðleikum á mörgum sviðum. Tvíhliða viðskipta- tengsl voru skorin niður og rofin. Þvi miður hafa forsetaskiptin í Hvíta húsinu einungis haft í för með sér enn opinskárri hervæðingarstefnu. Óskandi væri að leiðtogar Banda- ríkjanna vildu einu sinni líta á þessi mál af ofurlitlu raunsæi. Sovétríkin hafa ekki sótzt eftir hernaðaryfir- burðum, en þau munu heldur ekki leyfa öðrum að ná slíkum yfir- burðum sér til handa,” sagði Brésnjef. Um goðsögnina um „sovézka hernaðarógnun”, sem er útbreidd á Vesturlöndum, sagði ræðumaður, að hernaðarógnun vofði vissulega yfir Bandaríkjunum og öðrum ríkjum heims, en upptök hennar væri ekki að finna í Sovétríkjunum, heldur í sjálfu vígbúnaðarkapphlaupinu og aukinni spennu i alþjóðamálum.” Sú aðstaða sem samskipti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna eru nú í, krefst sannarlega þess, að teknar verði upp samningaviðræður um alla hennar þætti. Sovétríkin vilja umfram allt eiga eðlileg samskipti við Banda- ríkin,” sagði Brésnjef. Friðsamleg samvinna við Evrópulönd Ef litið er á ástandið í Evrópu, kemur í ljós, að þvert á móti vonum óvina slökunarstefnunnar, hefur friðsamleg samvinna milli hinna tveggja þjóðfélagskerfa þar þróazt fremur jákvætt í það heila tekið. ,,Þegar litið er til Evrópu yfirleitt, er nauðsynlegt að benda á hættu er stafar af fyrirætlunum NATO um að staðsetja nýjar tegundir bandarískra kjarnorkueldflauga í Vestur-Evrópu. Meiningin er augljóslega sú að raska núverandi hernaðarjafnvægi í álfunni NATO í hag. Staðsetning þessara eldflauga, sem beinast gegn Sovétrikjunum, í löndum margra ríkja Vestur-Evrópu, mun torvelda sambúð Sovétrikjanna við þau, að ekki sé minnzt á þá hættu sem þau baka sínu eigin öryggi. Gegn nifteindavopnum Þjóðir heims eru mjög reiðar Pentagon fyrir að hafa aftur boðað að hafin yrði framleiðsla nifteindar- vopna til að staðsetja í Evrópu. Sovétríkin endurtaka það, að þau muni aldrei hefja framleiðslu slíkra vopna, verði þau ekki neydd til þess af öðrum rikjum, og þau endurtaka það, að þau eru reiðubúin til að undirrita samninga sem útiloka fram- leiðslu slíkra vopna i eitt skipti fyrir öll. Sovétríkin álíta að leysa eigi vandamál Evrópu í anda Helsinki- sáttmálans — með samninga- viðræðum,” sagði Brésnjef. Vangaveltur um BSRB-forystuna Undanfarin 2—3 ár hafa orðið miklar breytingar á kjörum og kjara- baráttu opinberra starfsmanna. Breytingar þessar eru allar í þá átt að kjör hafa orðið verri og kjarabarátt- an máttlausari. Ástæða er því til að staldra við og endurskoða starf BSRB með tilliti til þessa og reyna að gera sér grein fyrir því hvað gerst hefur. Samningar '77 — verkföll '78 Haustið ’77 tókst BSRB að ná fram einum bestu samningum, sem hér hafa verið gerðir. Þegar litið er til baka kemur í ljós að það var einkum tvennt, sem hjálpaði til þess að svo mætti verða. í fyrsta lagi var mikil og almenn samstaða félagsmanna, sem forysta BSRB tók þátt 1 og sam- þykkti, og í öðru lagi var Sjálfstæðis- flokkurinn í rikisstjórn, en Alþýðu- bandalag í stjórnarandstöðu. Al- þýðubandalag og forysta BSRB sam- einuðust í þeirri afstöðu sinni að laun almennings í landinu væru ekki aðal- verðbólguvaldurinn í þjóðfélaginu. Þessu gera almennir félagar sér grein fyrir og því áttu þeir samleið með for- ystunni og því var það að með mikilli samheldni og baráttu voru samningar knúðirígegn. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks átti erfítt með að sætta sig við að hafa lotið i lægra haldi með þá stefnu sína að halda launum niðri til þess að ráða bót á verðbólgunni. Því var það hennar ör- þrifaráð, að setja lög um kauprán, í mars ’78. Ennþá voru skilyrði fyrir hendi til þœs að forysta BSRB hefði samstöðu með félagsmönnum gegn ríkisstjórn, og hvatti hún, þó óbeint væri, félagsmenn til ólöglegra verk- falla 1. og 2. mars það ár. í báðum þessum tilfellum sýndi sig hve samstaða forystunnar með al- mennum félagsmönnum er nauðsyn- leg. 3% íapríl '79 En í íslenskum stjórnmálum er fátt sem sýnist. í kosningum ’78 breyttust hlutföll flokkanna er Alþýðubanda- lag setti á oddinn kröfuna um samn- ingana í gildi og niður með skerðing- arákvæði laga. Óhætt er að fullyrða að kosningasigur Alþýðubandalags þá hafi stafað af þessari kröfu þeirra. Með því sýndi almenningur í landinu enn það sjónarmið sitt, að laun al- mennings eru ekki aðalverðbólgu- þátturinn. Eins og allir vita snarsner- ist hins vegar Alþýðubandalagið hvað varðar þessa skoðun eftir að það komst í stjórn ’78. En það kom einnig í ljós þá að viðhorf forystu BSRB virtust einnig breytast til sam- ræmis við breyttar skoðanir Alþýðu- bandalags, hvernig sem á þvi stendur. Eftir þessi skoðanaskipti tókust samningar með forystu BSRB og ríkisstjórn, sem þá kallaði sig vinstri stjórn, um að félagsmenn BSRB „keyptu” af ríkisstjórninni svoköll- uð félagsleg réttindi fyrir umsamda launahækkun 1. apríl 1979. Félagsmenn í BSRB lýstu sig strax andsnúna þessu samkomulagi, en forystan hóf þá baráttuherferð innan félagsins fyrir því að fá þetta sam- þykkt. Sjaldan hefur jafnmikil bar- átta farið fyrir lítið, þvi félagsmenn kolfelldu samkomulagið í almennri atkvæðagreiðslu. Þótti mörgum er á forystuliðið hlýddi fund eftir fund um allt land erfitt að átta sig á því fyrir hvern þeir væru að berjast. Með því að fella samkomulagið sem for- ystan hafði gert við ríkisstjórnina, héldu félagsmenn sig við þá stefnu sem þeir mótuðu í samvinnu við for- ystuna í sólstöðusamningunum ’77, en jafnframt var þetta viðvörun til forystunnar um að í framtíðinni skyldi hún gera slikt hið sama. Þarna var um vendipunkt i sam- vinnu forystu BSRB við félagsmenn að ræða. Forystan hafði snúist, en ekki haft nógan tíma til þess að hafa veruleg áhrif á félagsmenn. En síðan hefur söngurinn glumið í eyrum félagsmanna, bæði frá ríkisstjórn og forystu BSRB, söngurinn um að ekki sé svigrúm til almennra grunnkaups- hækkana, því þá aukist verðbólgan. Söngur þessi hefur haft sín áhrif. Stór hluti félagsmanna er farinn að trúa þessu og aðrir eru niðurbrotnir vegna trúarskipta forystunnar og baráttuandi og samstaða því í lág- marki. Samningar '79—'80 Samningar BSRB voru síðan lausir 1. júlí 1979 og þá kom tækifæri for- ystu BSRB til þess að styðja ríkis- stjórnina í kuapskerðingaráformum sínum sem ekki hafði tekist í apríl- mánuði. Fyrst var séð svo um, að ekki lægi fyrir fullmótuð kröfugerð frá bandalaginu þegar samningar voru lausir. Þá gerðust hins vegar at- burðir sem endað gátu með stjórnar- skiptum í desember '19 og því var drifið í því, rétt fyrir kosningar að ljúka kröfugerðinni, svo hægt væri nú að gera atlögu ef óvinurinn settist í stjórnarsætin. Þegar það varð hins vegar ljóst að Alþýðubandalag yrði áfram í stjórn, þótti engin ástæða til þess að hraða samningum. Forysta BSRB gerði aldrei neitt til þess að efla samstöðu með félagsmönnum. Þvert á móti gerði hún kjörorð fjármála- ráðherra að sínum og okkur var sagt hvað eftir annað að ekkert svigrúm væri til almennra gmnnkaupshækk- ana. Þegar félagsmenn vildu efla samstöðu og knýja fram aðgerðir svaraði forystan með þvi að aðgerðir væru ekki „tímabærar”, haustið (sem þá var löngu liðið og langt í það næsta) væri besti tími til einhverra róttækra aðgerða. Þannig var dregið úr aliri samstöðu og baráttuanda félagsmanna. Uppgefnir og vonlausir samþykktu þeir þó, er líða tók á haust ’80, eina lélegustu samninga semsögurfaraaf. Hvaö hefur nú gerst? Ein aðalástæða þess að samning- arnir voru samþykktir var sú að samið var til tiltölulega stutts tíma, eða til 31. ágúst 1981. Nú gerist það hins vegar að forysta og samninga- nefnd BSRB framlengja samning sem samþykktur hafði verið i almennri at- kvæðagreiðslu, án þess að bera það undir félagsmenn. í staðinn fá félags- menn BSRB launahækkun, sem svarar frá 2% í 1. lfl. upp í 11,7% launahækkun í 32. lfl. ef miðað er við 1. sept. nk. Mismunur á Kjallarinn SigtryggurJónsson mánaðarlaunum í 1. og 32. lfl. fyrir breytingu var kr. 6049 en verður þá kr. 7087. Hvar er jafnlaunastefnan nú? Um síðustu áramót sýndi ríkis- stjórnin að hún telur sig óbundna af gerðum kjarasamningum og setti þá lög, sem skerða laun um 7% frá 1. mars nk. Einnig boðaði ríkisstjórnin framhaldsaðgerðir. Er forysta BSRB ef til vill að gefa ríkisstjórninni svig- rúm til svipaðra aðgerða öðru hvoru út árið? Af hverju lætur forystan sér nægja að mótmæla bráðabirgðalög- um ríkisstjórnarinnar? Hvers vegna hvetur hún ekki til verkfalla líkt og hún gerði þegar ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks setti sin lög? Hverra hagsmuna er forysta BSRB eiginlega aðgæta? Samningur sá, sem forystan gerði nú nýlega við ríkisstjórn og kallast „viðauki” við aðalkjarasamning, var ekki borinn undir almenna félags- menn. í aðalkjarasamningnum frá þvi í haust er skýrt tekið fram hver samningstíminn skuli vera og einnig eru i honum launatöflur og ákvæði um breytingar á þeim. Því er hér ekki um neinn „viðauka” að ræða, heldur breytingar á kjarasamningi, og krón- urnar sem út úr þessum „viðauka” fást skiptast svo óréttlátlega niður á félagsmenn, eins og áður er getið, að launastigi sá sem BSRB hefur reynt að halda sig við gjörbreytist allur, láglaunafólki i óhag. Þá sýndi það sig um áramótin að það er í raun jafn hættulegt fyrir al- menna launþega í landinu að hafa fasta samninga á meðan Alþýðu- bandalagsríkisstjórn situr, eins og þegar ríkisstjórn með þátttöku óskipts Sjálfstæðisflokks er við völd. Er ekki kominn timi til þess fyrir for- ystu BSRB að endurskoða afstöðu sína til Alþýðubandalags og sýna því jafnmikla hörku og Sjálfstæðis- flokki? F.h. Áhugasamra félaga, Siglryggur Jónsson. „Hvers vegna hvetur forysta BSRB ekki til verkfalla nú eins og áður?” Kjallarinn PéturGuðjónsson þessum efnum og í Sovétríkjunum á undanförnum áratugum og gerir enn þann dag í dag. Eins og bent var á í greinunum er þetta ekki hvað sízt í hinni miklu og snöggu uppbyggingu sovézka fiskiskipaflotans sem hirðir matvæli heimsbyggðarinnar á öllum heimshöfunum sér til handa, þótt um þúsundir mílna haf sé að fara og að ströndum bláfátækra ríkja. Það má með sanni segja, að Sovétrikin hafi „þjóðnýtt” sér til handa stóran hluta heimshafanna i matvælalegu tilliti og hafa þá hagsmunir lítilmagnans gjör- samlega verið fyrir borð bornir. En það sem er ef til vill verst af öllu í þessu tilliti er sú sögulega staðreynd að heimskommúnismanum hefur verið gert þetta mögulegt fyrir beina tilstuðlan ríkisstjórna hinna svoköll- uðu kapitalísku ríkja, öðru nafni hins frjálsa vestræna heims. Ástæðunum voru gerð nokkur skil í fyrri greinum. í viðbót við þá staðreyndafram- setningu og kenningar er fram koma í áðurnefndum tveim greinum kemur hér nýr þáttur til sögunnar, en hann er hver áhrif það hefur á afkomu og jafnvel lífsvon tuga milljóna manna í fátækustu löndum heimsins er ríkt iðnaðarveldi eins og Sovétríkin með mikla gullframleiðslu og sjöunda hluta af yfirborði landsvæða heims- ins, veitir stórum hluta af fjárfest- ingarfjármagni sínu til drápstækja- framleiðslu i stað matvælafram- leiðslu. Sprengir svo upp verð á mat- vælamörkuðum heimsins með stórkostlegum kaupum, flytjandi gull í hundruðum tonna til London og Zúrich til þess að borga með. Svo þegar fátæka fólkið úr vanþróaða heiminum ætlar að bægja hungur- vofunni frá með innflutningi á mat- vælum eru matvælin þá þegar á leið til Sovétríkjanna og ef eitthvað er eftir er verðið orðið miklu hærra en það annars hefði verið. Á þennan hátt eru hernaðarsinnar heimsveldis Sovétríkjanna orðnir beinir banda- menn hungurvofunnar i þriðja heim- inum. Forganga íslands Það er meira en lítið búið að ganga á þegar Indira Gandhi er farin að ásaka Sovétríkin um slikan verknað sem hér er að framan lýst, þvi hún hefur ávallt verið álitin allt að því ná- inn samstarfsaðili Sovétríkjanna sem þau hafa veitt mikla efnahagsaðstoð. Indíra Gandhi hefur ekki ennþá for- dæmt íernaðarofbeldisinnrás Sovét- ríkjanna í Afganistan, og indland er cina Asíuríkið, sem viðurkennt hefur leppstjórn Víetnam í Kambodíu, sem er nokkurs konar útibú Sovétríkj- anna. En Indíra veit ósköp vel að hungurvofan er ávallt á næsta leiti í Indlandi og að einn aðalþáttur í af- komuöryggi tugmilljóna Indverja liggur í því, að á heimsmarkaðnum séu ávallt til ákveðnar birgðir sem hægt sé að kaupa úr, ef áföll í veður- fari eða aðrar plágur dynja yfir. Indíra skilur mætavel að fjárfest- ingarstefna Sovétstjórnarinnar ógnar þessum aðalþætti sem getur kostað milljónir Indverja lífið. Og ekki bara Indverja heldur einnig ótaldar millj- ónir í öðrum löndum þriðja heimsins. En það er á valdi Vesturveldanna að binda endanlega enda á þá fram- kvæmd ríkra iðnaðarvelda eins og Sovétríkjanna að senda stóra tækni- vædda flota um öll heimsins höf og að ströndum annarra landa til þess að hirða þar sér til handa matvæli, sem eðli málsins samkvæmt eru eign við- komandi strandríkis. Þennan enda er hægt að binda á næsta fundi Hafrétt- arráðstefnunnar, sem haldinn verður í New York i næsta mánuði. íslandi ber skylda ásamt öðrum ábyrgum þjóðum, sérstaklega vegna skilnings og kunnáttu í þessum málum, að hafa hér eftir sem hingað til forgöngu í þessum málum. Hér er á einfaldan hátt hægt að ná tvöföldum árangri. Nr. 1 að neyða heimskommúnism- ann til minnkunar drápstækjafram- leiðslu og aukningar matvælafram- leiðslu. Og nr. 2 að stuðla að ákveðinni matvælatilurð á heims- mörkuðunum til öryggis vegna áfalla í þriðjaheiminum. Hungurvofan til hásætis Kenningin um „fallbyssur eða brauð” er fyrir okkur ljóslifandi í Sovétríkjunum í dag. Heimskomm- únisminn á í dag vígvélaflota, sem lagt gætu undir sig alla Vestur- Evrópu á nokkrum dögum, ef ekki væru atómsprengjur til varnar. Hann á meðaldræg og heimsálfudræg flug- skeyti hlaðin kjarnorkusprengjum og hann á kafbátaflota og aðra her- skipaflota á öllum heimshöfunum, en hann á ekki að éta. Ef Sovétstjórnin væri hér að ákveða hluti sem snertu eingöngu sovézk málefni væri um innanríkismál þeirra að ræða, sem erfitt væri að hafa áhrif á. En þar sem hér er um málefni að ræða, sem, snerta umhverfisvernd heimshafanna og afkomuöryggi og jafnvel lif tuga eða hundraða milljóna meðal fátækl- inga heimsbyggðarinnar, er um lífs- vandamál að ræða sem krefst tafar- lausra aðgerða. Indíra Gandhi hefur talað fyrir munn á sjötta hundrað milljóna manna í Indlandi. Það er hámark hræsninnar, er heimskommúnisminn leiðir hungur- vofuna til hásætis í þriðja heiminum. Við sjáum á næsta fundi Hafrétt- arráðstefnunnar, hvort Vesturveldin halda áfram að vera öruggir að- stoðarmenn í þessum ljóta leik. Pétur Guðjónsson form. Félags áhugamanna um sjávarútvegsmál. ^ „Á þennan hátt eru hernaöarsinnar heimsveldis Sovétríkjanna orðnir beinir bandamenn hungurvofunnar í þriðja heiminum.”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.